Morgunblaðið - 10.05.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.05.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1983 41 fclk í fréttum + Líkamsræktarfólk er margt í Dan- mörku og meðal þeirra þau tvö, sem eru á þessari mynd. Þaö eru þau Majo Issa og Michael Barnekow, en þau fengu bæöi silfur á danska meistara- mótinu þegar þaö var síöast haldiö. COSPER Goldie Hawn hefur fundið rétta manninn + Kvikmyndaleikkonan Goldie Hawn, sem á tvö hjónabönd að baki og ótal ástarævintýri, segist nú loksins hafa fundiö eina rétta manninn í lífi sínu. Sá lukkulegi er leikarinn Kurt Russell, sem fer meö aðalhlutverkið ásamt Goldie í myndinni „Swing Shift". Kurt hefur leikiö í ýmsum myndum, t.d. í „The Thing“ og einnig sem Elvis Presley í mynd um ævi þeirrar stóru stjörnu. Goldie Hawn er 37 ára aö aldri en Kurt Russell 32. Goldie lauk viö þaö nú fyrir skemmstu aö skilja viö ann- an mann sinn og þótt hún hafi verið orðuð viö ýmsa þá er hún bara einstæð móöir meö tvö börn eins og sakir standa. Úr því ætlar Kurt Russell þó aö bæta. Nudd- og gufubað- stofa Óla Hamrahlíö 17 Konur — Karlar Eigum lausa nokkra nuddtíma. Ennfremur nokkra tíma fyrir konur í Ijósalampa. Pantanir í síma 22118. NÝTT vonumaötakaupp þessar qlœsilequ veqqhillusamstœöur áaóein$kr. 20,900 qóóir qneióúluúkilmálan Smiðtuvegi 6 Simi 44544 SPUNNIÐ LM STALÍN eftír MATTHÍAS JOHANNESSEN Beatrica, sem getur leitt hann út úr vondum minningum? Dante fór í ferðalag til helvítis í huganum. Solzhenitsyn er staddur þar sjálfur. Sendur til heljar fyrir það eitt að hafa í bréfi frá vígstöðvunum gagnrýnt hernaðarleg mis- tök „mannsins með yfirskeggið". Hann er staðráðinn í að koma með undirheima með sér í ferðatöskunni, ef honum auðnast að sleppa úr Eyjaklasanum. Og gera heyrin- kunnugt: að stalínismi er ekki til. Einungis marxismi. 30 Já, Búkharin. Ekkja Osips Mandelstams situr í kytru sinni í Moskvu og skrifar um ævi manns síns. Þetta kvöld er hún að rifja upp, hve Búkharin hafi verið honum ómetanlegt skjól, meðan hann var og hét. En svo sló í bakseglið. Vinátta hans dugði engum framar. Hann hafði ávallt reynt að segja satt, t.a.m. í ræðu 1932, þegar erfitt var um vik: Boris Pasternak er eitt þeirra skálda, sem hafa dregið sig út úr skarkala nútímans ... Hann hefur yfirgefið þennan heim og horfið inn í perluskel tilfinninga sinna, þar sem hann heldur áfram að greiða úr vandamálum síns særða hjarta, með óendanlegri við- kvæmni og blíðu ... Nú situr Pasternak dag og nótt við skrifborðið sitt í Peredelkínó og hripar niður uppkastið að Sívago lækni, en Nadezhda Mandelstam setur punkt aftan við setningu um Búkharin. Það er eins gott að Stalín fái aldrei að vita, hvað hún er að sýsla. Bjarga ljóðum og minningu manns síns úr ísköldu myrkri túndrunnar. Af skyldurækni, en ekki ódauðlegri ást, eyðir hún lífi sínu í dauða hans: Hvers vegna ættir þú að vera hamingjusöm? hafði hann spurt. Hann var trúaður. Og kristnin gerir ekki endilega ráð fyrir þessa heims hamingju. Menntamenn allir horfn- ir. Bændur horfnir. Og lífið úr andliti mergðarinnar. Einungis hungur og harmkvæli, hugsar hún. Aðeins tæplega fimmtug situr |jessi kona og rifjar upp ævi manns síns. Ég hef lifað í 47 ár, segir hún við sjálfa sig. Og af þeim eru einungis 17 það sem kalla má eðlileg. Hún hripar á blaðsnepil: Búkharin fær ekki uppreisn. Það getur ekki gerzt í dauðu landi. Hún hefur glatað allri von. Samt heitir hún Nadezhda, en það útleggst: von. Skáldið vissi, að ung hélt kona hans framhjá honum. Hví ekki? Sjálfur var hann erfiður maður. Eins og skáld eru. Hún slekkur. En í Kreml logar ljós í skrifstofu einvald- ans. Hann hefur ekki áhyggjur af neinu, nema minning- um sínum. Þær ónáða hann, stundum. Ef það væri nú hægt að afmá þær með öllu? Þá fyrst yrði hægt að skapa raunverulegan sovétmann. Hann hefur einnig áhyggjur af helsprengjú Bandaríkjamanna. Hún stendur í vegi fyrir áformum hans. Ástríðufullri freistingu um heimsyfirráð. Og svo hefur hann áhyggjur af Svetlönu, auðvitað. Finnst hún oflaus á kostunum. Stalín man einungis eftir einni setningu Búkharins: Vyshinsky: Er það rétt, að andstaða gegn Flokknum jafngildi styrjöld við hann? Búkharin: Já, yfirleitt er það svo. Það er rökrétt álykt- un. 31 að er eins og margar eilífðir séu frá 1937. Hvað þá 1924. Samt man Stalín sumt. Hann gengur að skrifborðinu og tekur upp síðasta bréfið, sem Len- in sendi honum af banasænginni. Hann geymir það, þrátt fyrir allt. Ber það enn einu sinni augum: harðorð áminn- ing til lærisveinsins um að biðja félaga Nadya Krupskaya afsökunar á ruddaskap í símtali. Að öðrum kosti sé vin- átta þeirra fyrir bí. Stalín biðst afsökunar. Samt skrifar Lenin í pólitíska erfðaskrá sína, þar sem hann gerir úttekt FRAMHALD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.