Morgunblaðið - 10.05.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.05.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1983 45 TESZ ÁKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS IL „Ég skora i launafólk að fylgjast nú vel með og bera saman vinnubrögð verkalýðsforkólfanna síðastliðin fímm ár, sem þeir hafa verið við völd, við vinnubrögðin sem áður voru viðhöfð. Ég minni i verkföll, útflutningsbann og fleiri óraunhæfar aðgerðir." beita launþegum í pólitískri ref- skák? í mínu verkalýðsfélagi hefur oft verið rætt um kaupskerðingu sem átt hefur sér stað hvað eftir annað undanfarin ár. Niðurstaðah hefur alltaf verið sú, að það hefur enginn haft efni á að fara í verk- fall, því að launin hafa ekki dugað nema frá degi til dags. Þannig er nú komið fyrir launþegum þessa lands' eftir fimm ára setu vinstri manna i ríkisstjórn, sem hafa pó •ft við orð að þeir væru „verndar- Eftir fimm ára stjórn- arsetu vinstri manna Marta Halldórsdóttir skrifar: „Er ég hugleiði kosningaúrslitin, kemur sú spurning upp í huga mín- um, hvort búið sé að deyfa alla sjálfsbjargarviðleitni fólks. Allir eru sammála um, að efnahagsvandi þjóðarinnar sé mikill og að þetta geti ekki gengið svona lengur, end- ar nái ekki saman. Ráðstöfunarfé fólks til að byggja sína afkomu á hefur verið skert svo, að unga fólk- ið stendur uppi ráðalaust. Áður var það svo, að menn og konur gátu tryggt sér sæmilega afkomu með auknu vinnuálagi. Nú er svo komið, að eftir því sem maður leggur meiri vinnu á sig, því meiri skatta verður að greiða. Þa kem ég að því sem ég óttast mest: Sjálfsbjargar viðleitni fólks er kæfð í fæðingu, enda er uppgjöf unga fólksins komin á hættustig. Allir forustumenn í stjórnmálum, hvar í flokki sem þeir annars standa, eru sammála um að vandi þjóðarbúskaparins sé geysilegur, 100% verðbólga, atvinnuvegirnir að hruni komnir, atvinnuleysi á næsta leiti og er- lendar skuldir aldrei verið meiri. Þó kemur forsætisráðherrann fram fyrir þjóðina í fjölmiðlum, sigri hrósandi, og segir það sigur útaf fyrir sig að hafa haldið þessari rík- isstjórn saman. Þriggja flokka stjórn, segir hann. Öllu má nú nafn gefa. Nei, Gunnar Thoroddsen og hans fylgisveinar hafa engan vanda leyst. Allir virðast vera sammála um, að breytingar sé þörf á stjórnkerf- inu. Enn hafa slagorð óábyrgra manna hrætt fólkið. 1978 voru slagorðin „Samningana i gildi," „Höfnum kaupránsflokknum". All- ir vita framhaldið. Nú, 1983, koma aftur innantóm slagorð: „Varið ykkur á hægri öflunum". Hvað framundan er getur enginn spáð um. En eitt er víst, að stór hópur fólks trúir því, að Alþýðu- bandalagið verði að vera í ríkis- stjórn, annars verði enginn vinnu- friður. Það leynir sér ekki að Guð- mundur J. er að opna augun og hlakkar nú til að láta til sin heyra um baráttu fyrir bættum kjörum launafólks, ef svo vildi nú til að Alþýðubandalagið yrði ekki í ríkis- stjórn. Ég skora á launafólk að fylgjast nú vel með og bera saman vinnubrögöin sem áður voru við- höfð. Ég minni á verkföll, útflutn- ingsbann og fleiri óraunhæfar að- gerðir. Nú sjá allir að flokkur, sem ætlar sér það vald að stjórna öllum verkalýðsfélögum á landinu sér til framdráttar, er hættulegt afl í ís- lensku þjóðfélagi. Launþegar vita, að fleiri krónur eru ekki sama og aukinn kaupmáttur. Ef hægt er að koma verðbólgunni niður og af- nema tekjuskatt á meðaltekjur, þá yrði það mikil kjarabót. Eigum við von á því í næstu kjarasamningum verkalýðsfélag- anna að óábyrg forysta fái enn að ar þeirra sem minnst mega sín". Skiptar skoðanir manna eiga rétt á sér. Nú hefur Geir Hallgrímssyni verið falið að mynda rikisstjórn. Ég leyfi mér að vitna í grein í DV þann 29. apríl '83. Þar skrifar Svarthöfði um stjórnarmyndunar- tilraun Geirs Hallgrímssonar sem nú stendur yfir: „Góðar óskir skulu fylgja honum í þeirri tilraun, sem fyrir dyrum stendur. Tuttugu og þriggja kónga flokkur hans verðu að koma með viðhlítandi skýringa: ætli hann með einhverjum hætti a< setja fótinn fyrir formann sinn, þv sama er hvaða hugmyndir það eru sem menn hafa gert sér um for manninn bæði innan flokks 0) utan, þá er það vist að enginn er i þessari stundu jafnfær um ai koma einhverju hripi á flot landini til bjargar. Um aðra flokka skal það sagt, ai annað er að vinna kosningar á mis jafnlega haglegum faguryrðum ei ætla sér að standa frammi fyri verkefnum, sem krefjast mikilla dómgreindar og lítils kjaftæðis." Sjálfstæðismenn, minnumst þes að á landsfundi Sjálfstæðisflokks ins var Geir Hallgrimsson kosin formaður af meiri hluta þing fulltrúa sjálfstæðisfélaga um lan< allt. Stöndum nú öll saman og gef um formanni okkar þann styrk ser hver formaður þarf á að halda erfiðum tímum." venjulegt frárennsli, þ.e. í sjóinn, en sá sem spurði hafði séð starfs- mann bensínstöðvar viðhafa slíkt. Það er skýrt tekið fram í reglu- gerð frá 1970, að óheimilt er að losa olíu og sjó, þannig að sé rétt frá greint, hefur þarna verið um ólöglega aðgerð að ræða hjá starfsmanninum. Nú hafa olíufé- lögin verið mjög virk í að safna úrgangsolíu og tekið á móti henni og þá vaknar sú spurning, hvort viðkomandi starfsmaður hafi ver- ið það illa upplýstur, að honum hafi verið ókunnugt um þetta. Þetta kemur mér dálítið spánskt fyrir sjónir vegna þess að Sigl- ingamálastofnun, sem haft hefur almennt eftirlit með oliumengun hér, hefur verið að ræða um það við olíufélögin að setja upp geyma við olíustöðvarnar, sem fólk gæti sjálft losað úrgangsolíu í. Hug- myndin að baki þessu er sú að koma til móts við þá, sem skipta sjálfir um olíu á bílum sínum. Slík úrgangsolía er mjög mengandi, en hins er að gæta, að hún er einnig mjög verðmæt. Það er hægt að nota hana til brennslu, og það er gert í mjög miklum mæli. Alltaf fengið góða og þægilega afgreiðslu St.N. skrifar: , „Velvakandi. Nýlega var verið að finna að af- greiðslu starfsmanna Shell við Laugaveg hér í blaðinu. Ég vil taka það fram að ég hefi alveg gagnstæða reynslu af við- skiptum mínum við starfsmenn Shell. Ég hef fengið bensín á bíl- inn hjá Shell við Reykjanesbraut lengi undanfarið og alltaf fengið mjög góða og þægilega afgreiðsh Þeir tóku meira að segja upp á þ\ að reikna út eyðsluna hjá mér. É gef þeim aðeins upp ekinn kílé metrafjölda." Velvakanda er ekki kunnugt ur að fjallað hafi verið um mál þett. hér í blaðinu. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Hann kom hér fyrir nokkrum árum síðan. Betra þykir: Hann kom hér fyrir nokkrum árum. Eda: Það eru nokkur ár síðan hann kom („síðan" t eftir „fyrir" þykir óþarflega dönskulegt.) Tungumálanámskeið og fiæósluþættir á myndböndum It's Your Turn to Speak Þættir tyrir þá sem þurfa á tal æfingum að halda. Tveggja klukkustunda æfingar fyrir þá sem hafa byrjendakunnáttu í ensku. Æfingunum fylgir kennslubók og æfingabók. Engineering Fjölbreyttar æfingar og útskýr- ingar á ensku iðnaðarmáli t.d. málvenjum í framleiðsluiðn- aði. Æfingabók, hljóðkassetta og myndband sem er ómetanleg æting og hjálp fyrir þá sem þurfa að hressa upp á enskuna i sambandi við atvinnugreinar í iðnaði og framleiðslu. Travel and Tourism Óvenju skemmtilegar og fjöl- breyttar æfingar fyrir þá sem þurfa á ensku mali að halda í sambandi við ferðir og ferða- lög. Æfingarnar eru til þess gerðar að liðka upp á talkunn- áttuna og orðaforðann. Sér- stök æfingabók, hljóðkass- etta og myndband. $ngbjornircm55cm&Cb.h.f Hafnarstræti 4 og 9 símar 11936 og 14281 Akureyrarumboð: Bókval

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.