Morgunblaðið - 10.05.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.05.1983, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 10. MAÍ 1983 Tölvuborð, prentara- borð, ritvélaborð, myndvarpaborð m/raflögn, diskettu- geymslur og margs konar búnaður sem auðveldar nútíma vinnubrögð. Nánari upplýslngar í súna 1313S EYMUNDSSON fylgist meó timanum Austurstræti 18 Ef þú málar med STEINAKRÝLI fra Mdlningu hf þarftu ekkí að bíða eftír málningarveðri! Frábœrar niðurstöður islenskra sérfræðinga. Efnaverkfræðingar MÁLNINGAR h/f hafa staöið fyrir víðtækum prófunum á STEINAKRÝLI í rúmlega þrjú ár. Niðurstöður þeirra eru m.a. þær, að STEINAKRÝL er hægt að nota á flestum árstímum og STEINAKRÝL er endingargóð útimálning. STEINAKRÝL er því einstaklega hæf fyrir íslenskar aðstæður. Ouftsmitandl ftetir valda ekki lengur erfiðleikum. Með STEINAKRÝLI geturðu málað beint á duftsmitandi fleti án þess að eiga á hættu flögnun málningar, sem er óhugsandi með hefðbundinni plastmálningu. Rigningarskúr er ekkert vandamál. STEINAKRÝL er terpentínuþynnanleg málnmg. sem er óvenjulega hæf fyrir islenskar aðstæður STEIN- AKRÝL endist. Rigningarskúr skiptir litlu máli, þú færð þér bara kaffisopa á meðan rigningin gengur yfir - og heldur svo áfram að mála; STEINAKRÝL þolir rigningu fljótlega eftir málun. Nú geturðu málað f frosti. Yfirburðakostur nýju útimálningarinnar frá MALNINGU h/f er einfaldlega sá, að þú þarft ekki lengur að hafa áhyggjur af veðrinu. STEINAKRÝL er akrýlbundin útimálning með sléttri áferð. Þú getur málað með STEINAKRÝLI við mjög lágt hitastig. Jafnvel f 10 gráðu frosti (celcius) ef þú endist til að mála í svo miklum kulda. STEINAKRÝL ENDISTI STEINAKRÝL - málnlngin sem andar málninghlf Atvinnumidlun námsmanna: 200 manns komnir á skrá NÚ ERU um 200 manns á skrá hjá atvinnumiðlun námsrnanna, sem er til húsa í Félagsstofnun stúdenta. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er heldur lítið um að atvinnutilboð berist atvinnumiðl- uninni, en búizt er við því að ur rætist er líður á mánuðinn og sumarfrí innan fyrirtækja fara að skýrast. Atvinnumiðlunin er opin frá klukkan 9 til 17 virka daga. Á síðasta ári leituðu um 700 manns til atvinnumiðlunarinnar og var hún opin fram í byrjun júlí og verður svo einnig nú. „Leyfisveit- ingin í hæsta máta óeðlileg" — segir Björn Theódórsson „OKKUR finnst þessi leyfisveiting í ha-sta máta óeðlileg og stríða gegn inn- lendum hagsmunum," sagði Björn Theódórsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða, i samtali við Mlil., er hann var inntur álits á leyfis- veitingu flugmálastjórnar til handa danska flugfélaginu Sterling Airways, að millilenda hér á leið sinni frá Kanada til Danmerkur og flytja vest- ur-íslenzka ferðalanga milli Kanada og fslands. „Þaö hlýtur að vekja spurningar, þegar erlendu flugfélagi er heimilað að flytja farþega milli Islands og þriðja lands. Slík leyfi fást undan- tekningalítið ekki í öðrum löndum," sagði Björn Theódórsson ennfremur. Björn Theódórsson benti ennfrem- ur á, að miðað við sömu forsendur og flugmálastjórn gefur sér fyrir leyf- isveitingunni, þá mætti búast við því, að Sterling Airways yrði enn- fremur heimilað að taka inn íslend- inga hér á landi í sætin sem losna og flytja þá til Danmerkur. Verkamannafélagið Arvakur: Sterkustu stjórnmála- öflin taki höndum saman Eskifirti, 9. maí. Verkamannafélagið Árvakur á Eski- firði hélt aðalfund sinn sunnudaginn 8. maí. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt samhljóða: „Aðalfundur Verkamannafélags- ins Árvakurs sem haldinn var 8.5. skorar á stjórnmálamenn um að taka nú þegar höndum saman um lausn þeirra geigvænlegu vandamála sem við blasa í íslenzku efnahags- og atvinnulífi. Fundurinn telur tíma- bært að sterkustu stjórnmálaöflin, fulltrúar launafólks og atvinnurek- enda taki höndum saman um stjórn landsins og Ieiti lausna sem miða að því að tryggja fulla atvinnu og af- komuöryggi almennings. Fundurinn lýsir ábyrgð á hendur þeim stjórn- málamönnum sem ekki eru tilbúnir að axla þá byrði, sem þeim er lögð á herðar sem kjörnum alþingismönn- um til að taka þátt i stjórn landsins um lausn aðsteðjandi vandamála eins og þau ber upp hverju sinni." Ævar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.