Morgunblaðið - 10.05.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.05.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ1983 15 íslenzka umboðssalan: Samningur um sölu á 86.000 pökkum af skreið og hausum — hluti útflutnings fyrirtækisins kærður til saksóknara ÍSLENZKA umboðssalan hf. hefur nú gert samning um sölu á 41.000 pökk- um af skreið og 45.000 pökkum af hertum hausum til Nígeríu að sögn Bjarna V. Magnússonar, fram- kvæmdastjóra fyrirtsekisins. Sagði Bjarni, að ábyrgðir fyrir hluta þessa magns væru komnar og von væri á viðbótar ábyrgðum á næstunni, en leyfi væru fyrir hendi og væru þau ný. Bjarni sagði ennfremur, að vonir stæðu til að viðbótarsamningar næðust um útflutning á 20 til 30.000 pökkum af skreið og 15.000 af haus- um. Frá áramótum hefur íslenzka umboðssalan flutt út 25.000 pakka af skreið og 10.000 pakka af haus- um. Sagðist Bjarni vongóður um, að á þessu ári tækist honum að selja alla skreið umbjóðenda sinna. Opinberrar rannsóknar á hluta útflutningsins óskað Samkvæmt upplýsingum.sem Morgunblaðið fékk frá sjávarút- vegsráðuneytinu, var ríkissaksókn- ara í gær send ósk um rannsókn á útflutningi Umboðssölunnar á 1.800 pökkum af hausum í lok síðasta mánaðar. Var það gert vegna þess, að ekki hafði legið fyrir tilskilið vottorð frá Framleiðslueftirliti sjávarafurða. Jóhann Guðmunds- son, forstjóri Framleiðslueftirlits- ins, sagði í samtali við Morgunblað- ið, að Framleiðslueftirlitið hefði ekki verið beðið um að taka út við- komandi farm og gæti hann því ekkert sagt um gæði þessa farms. Ljóst væri, að farmurinn hefði ekki verið skoðaður og því hefði sjávar- útvegsráðuneytinu verið skýrt frá málinu. Bjarni V. Magnússon, fram- kvæmdastjóri íslenzku umboðssöl- unnar sagði, að Framleiðslueftirlit- ið hefði hvað eftir annað neitað að taka út þennan farm, þrátt fyrir að 5 aðilar í Nígeríu hefðu viljað kaupa þessa hausa. Þegar svo hefði verið komið málum, að kaupandi í Nígeríu hefði komið hingað til lands, skoðaö viðkomandi hausa og óskað þess að fá þá keypta, hefði hann ekki séð neitt því til fyrir- stöðu að senda þá úr landi. Mats- menn Framleiðslueftirlitsins hefðu skoðað hausana og talið þá efnis- lega góða, en ekki sagzt getað gefið um þá vottorð. Hann hefði farið í sjávarútvegs- ráðuneytið og sagt Jóni B. Jónas- syni og Baldri Jónssyni frá þessum útflutningi og leitað aðstoðar þeirra í því að fá framleiðslueftir- litið til þess að taka út og gefa út vottorð á hausa, sem verið var að selja. Þess vegna hefði ekki verið að fela neitt, heldur leita aðstoðar ráðuneytisins í þessu máli. Geta mætti þess ennfremur, að áður en hausarnir voru fluttir út, hefði Framleiðslueftirlitið verið beðið að taka þá út og tollstjóraembættið spurt hvort nauðsynlegt væri að hafa matsvottorð á þvf, sem kallað væri fiskúrgangur og hefði það tal- ið svo ekki vera. Það væri því ein- kennilegt að ráðuneytið væri að kæra athæfi, sem samráð við það hefði verið haft. Þýzk leöursófasett. Verö frá kr. 48.150.-. GÓÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR Eza ŒHj Bláskógar ÁRMÚLI 8*"^ SÍML 86080 CIVIC SEDAN ACCORD SEDAN Verö frá kr. 289.000 5 gíra m. fleiru. Gengi Yen 0,09126 HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24 , Símar 38772 — 39460

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.