Morgunblaðið - 10.05.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.05.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1983 21 Bogdan ráðinn landsliðsþjálfari „ÞAÐ hefur náðst fullt samkomu- lag á milli HSÍ og Bogdans og það verður gengið frá undirskrift samninga í dag,“ sagði Júlíus Hafstein við Mbl. í gœrkvöldi. Júlíus sagöi aö þaö heföi náöst fullt samkomulag um öll atriöi og nú væri aðeins aö fá samþykki frá pólska íþróttamálaráöuneytinu þannig aö Bogdan fengi starfsleyfi hér á landi áfram. Samkomulag náöist á stjórnarfundi HSÍ í gær- kvöldi um aö ganga frá samning- um viö Bogdan og veröur hann ráöinn til tveggja ára. Nái hann síðan aö koma íslenska landsliöinu áfram úr næstu B-keþpni í A- keppnina sem fram fer í Sviss þá kemur þriðja árið inn í samning hans. Bogdan hefur starfaö hér á landi sem handknattleiksþjálfari í fimm ár og náö frábærum árangri meö liö Vikings. Bogdan hefur skllaö liöinu 10 meistaratitlum á þessum árum. Þaö er því mikill fengur fyrir HSÍ aö fá hann til starfa hér sem landsliösþjálfara, ekki síst vegna þess aö nú gjörþekkir hann allar aöstæöur hér á landi svo og leik- menn þá er í landsliöinu hafa spil- aö. — ÞR. Atli fer í FH ATLI Hilmarsson sem leíkið hefur í 3. deild í V-Þýskalandi undan- farin ár hefur nú ákveðið að koma hingað til lands í sumar. í gærdag gerði Atli upp hug sinn varðandi með hvaða félagi hann ætlaði að leika hér á landi og valdi hann FH/ í samtali viö Mbl. í gærkvöldi sagöi þjálfari FH, Geir Hallsteins- son, að Atli kæmi til með aö styrkja liö FH mjög míkið. Viö þurftum fleiri skyttur og meiri breidd og hún kemur meö Atla, sagði Geir. Atli og eiginkona hans munu jafnframt starfa sem þjálf- arar hjá FH með yngri flokka fé- lagsins. Mörg 1. deildar liö voru á höttunum eftir Atla sem leik- manni. — ÞR Norðurlandamótið í golfi hér á landi? — Allar líkur á því, segir Guðmundur Guðmundson „ÞAD er nú ekki alveg ákveöiö en allar líkur eru á því að mótið verði haldið hér á landi. Þaö verður endanlega ákveðið á fundi hjá Norðurlandasambandinu," sagði Guömundur Guðmundsson hjá Golfklúbbi Reykjavíkur í samtali viö Mbl., er hann var spurður um það hvort halda ætti Noröur- landamótiö í golfi hér á landi sumarið 1984. Guömundur sagði að ef mótið fengist ekki hingaö til lands væru íslendingar ekki tilbúnir til sam- starfs við hin Noröurlöndin. „Þeir hafa ekki samþykkt það hingaö til aö halda mótið hér — bera því við að það sé svo dýrt fyrir þá að koma hingaö, en það er auðvitaö alveg eins dýrt fyrir okkur að fara út til hinna Norðurlandanna.“ Golfklúbbur Reykjavíkur á 50 ára afmæli á næsta ári og er mik- íll áhugi hjá klúbbnum að halda Norðurlandamótiö á velli sínum í Grafarholtinu á afmælisárinu. - SH. Hreinn Óskarsson: ..Hæfilega bjartsynn" „ÉG ÞORI ekki að segja um hve- nær við getum farið aö leika á grasvellínum hér,“ sagöi Hreinn Oskarsson, vallarstjóri á Akureyri í samtali við Mbl. „Völlurinn var undir snjó í apríl en er nú oröinn auöur — og ef vorið veröur sæmilegt er ég hæfi- lega bjartsýnn á aö hann veröi góöur í sumar. Annars fer þetta náttúrulega allt eftir veöri og vind- um. Fyrsti leikurinn hér í 1. deild veröur núna nítjánda mai er Þór og ÍA leika og sá leikur veröur á möl. Malarvöllur Þórs veröur örugglega orðinn góður þá en ég veit ekki hvort fleiri leikir þurfa aö fara fram á möl. Viö þurfum aö fá mjög gott veö- ur til aö geta fariö aö spila á gras- vellinum fyrstu dagana í júní, en þaö er alveg víst að viö látum spila á honum um leið og hann veröur tilbúinn,” sagöi Hreinn. — SH. Enginn með 12 rétta í 35. leikviku kom enginn seðill fram með öllum réttum en 15 seðlar meö 11 réttum og var vinn- ingur fyrir röðina kr. 15.785. Þá reyndust 218 raöir meö 10 rétta og var vinrsingur fyrir hverja röð kr. 465.00. Nú er aðeins einn getraunaseð- ill eftir á þessari vertíö og verða á honum leikir síöustu umferðar ensku deildakeppninnar, en sú umferö fer fram laugardaginn 14. maí. • Pétur Pétursson, miövallarleikmaöurinn sterki hjá Antwerpen í Belgíu, skoraði tvö mörk með liöi sínu um helgina. Þá lagöi Pétur upp tvö önnur mörk í leiknum og fékk hann míkið hrós fyrir leik sinn. Á myndinni sést Pétur skora fyrir liö sitt. Pétur átti stórleik PÉTUR Pétursson var maðurinn á bak viö stóran sigur Antwerpen um helgina. Antwerpen vann FC Briigge 6—0. Skoraði Pétur sjálf- ur tvö mörk og lagði upp önnur tvö. Pétur fær mikið hrós í belg- ískum blöðum fyrir leik sinn um helgina. Með sigri sínum í leikn- um hefur Antwerpen nú tryggt sér sæti í Evrópukeppni næsta ár og þaö var stór áfangi fyrir liðið að ná því í vetur. Mun betri ár- angur en búist hafði verið við. Líðið er nú í 3. sæti í 1. deild ( Belgíu. Úrslit leikja í Belgíu urðu þessi: Beveren — Anderlecht 0—0 Lierse — Standard Liege 0—1 Winterslag — Waregem 0—0 FC Antwerpen — FC Brdgge 6—0 FC Liege — Tongeren 2—1 Cercle BrUgge — Beerschot 2—2 RWDM — Lokeren 0—0 Gent — Waterschei 4—2 Kortrijk — Seraing 3—1 Staöan í deildinni er nú þessi: Standard Liaga 31 20 t 5 72:31 46 Andarlacht 31 19 S 4 71J1 4« Þórdís Gísladóttir FC Antwerpen Gent FC BrUgge Beveren Waterschei Lokeren RWDM FC Liege 31 19 5 7 53:29 43 31 15 10 6 51:39 40 31 16 8 8 50:46 38 31 14 10 7 64:33 38 31 14 8 9 47:44 36 31 12 8 11 38:32 32 31 9 13 9 30:29 31 31 9 10 12 32:49 28 Kortrijk Cercle BrUgge Liorse Beerschot Seraing Waregem ■ Winterslag Tongeren 31 9 9 13 38:48 27 31 7 12 12 37:48 26 31 9 7 15 30:46 25 31 8 9 14 41:54 25 31 6 11 14 37:62 23 31 6 9 16 32:47 21 31 4 10 17 30:54 18 31 4 7 20 29:60 15 KSÍ hefur samið við Sjðnvarpið KSÍ HEFUR gengið frá samning- um við Sjónvarpið fyrir keppnis- tímabilið sem er að hefjast. Betri samningur náðist nú við sjón- varpið en áður. Keypti sjónvarpiö einn heilan pakka af KSÍ og má nú sýna eins mikið og þaö vill af leikjum 1. deildar svo og lands- leikjum. KSÍ mun síðan greiöa 1. deildar félögunum í hlutfalli við það sem sýnt er frá leikjum félag- anna í deildinni. En Ijóst er aö félögin munu fá um 50% hækkun frá því sem verið hefur. Aö sögn formanns KSÍ var mjög myndar- iega að þessum samningi staöið að hálfu Sjónvarpsins og gekk vel að ná samningum í þetta sinn. — ÞR. Þórdís kosin íþróttamaóur Alabama-háskóla ÞÓRDÍS Gísladóttir hástökkvari úr ÍR hefur verið valin íþróttakona ársins í Alabama-háskóla í Tuscaloosa, en þar stundar hún nám ásamt fimm öðrum frjáls- íþróttamönnum íslenzkum. Verðlaunin voru afhent í miklu hófi í háskólanum og fókk Þórdís veglegan eignargrip til minningar um þennan heiðurstitil. Mikiö var sagt frá vaiinu í blööum í Alabama og kjör Þórdísar því ekki aöeins heiöur fyrir hana, heldur landkynn- ing fyrir island einnig. Kjör Þórdísar er athyglisvert sakir þess aö í skólanum er úrval frábærra íþróttakvenna. Skólinn hefur til dæmis á aö skipa fimmta bezta sundliöi bandarískra há- skóla og fjórða bezta fimleikaliöi, en frjálsíþróttaliðið er hvergi nærri þessu. Frammistaöa Þórdísar í keppn- um ytra hefur hins vegar verið glæsileg og er hún fyrsta frjáls- íþróttakona Alabama-háskóla, sem veröur bandarískur háskóla- meistari. Hún varö sem kunnugt er bandarískur háskólameistari er hún sigraöi á utanhússmótinu í fyrrasumar, og síöan varð hún inn- anhússmeistari á bandaríska há- skólameistaramótinu í marz sl. Þórdís hefur veriö sigursæl á mót- um ytra sl. þrjú ár, og er hægt aö telja á fingrum annarrar handar mót þau er hún hefur ekki unniö. — ágás.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.