Morgunblaðið - 10.05.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1983
19
hafa birt þetta, þótt aðeins örfáir
okkar væru viðriðnir máiið eða
vissu um það.“
Tveir af þremur aðalritstjórum
Stern, Peter Koch og Felix
Schmidt, sögðu af sér á laugar-
daginn, einum degi eftir að
v-þýzka stjórnin sagði efnafræði-
legar og sögulegar rannsóknir
sýna að dagbækurnar og önnur
skjöl væru „greinilega fölsuð".
Koch kveðst óttast að á bak við
kaup Stern á skjölunum og birt-
ingu þeirra sé „ljót saga“. „Eg veit
ekki hver skrifaði þær. Kannski
Heidemann, þó held ég ekki,“
sagði Koch. Hann neitaði að ræða
þetta frekar: „Ég get ekki sagt
ykkur sannleikann, ég veit ekki
hver hann er.“
Welt am Sonntag kvað Helmut
Kohl kanzlara hafa skipað leyni-
þjónustunni að rannsaka hvort
austantjaldsríki beri ábyrgðina,
en fréttin var borin til baka.
Sagnfræðingurinn David Irving
telur að ef næst í dularfullan
mann, sem sýndi dagbækurnar
safnaranum Fritz Stiefel og próf.
Eberhard Jáckel fyrir tveimur ár-
um til að kanna viðbrögð sérfræð-
inga, sé hægt að leysa málið. Irv-
ing taldi dagbækurnar falsaðar
fyrst, taldi þær sennilega ófalsað-
ar viku síðar og telur þær nú fals-
aðar.
Komust yfir
53 kíló af
kókaíni
París, 9. maí. AP.
FRANSKA lögreglan gerði um helg-
ina upptækt á Charles De Gaulle-
flugvellinum í París mesta magn af
kókaíni, sem sögur fara af í Evrópu í
einum og sömu aðgerðunum. Alls var
hér um 53 kíló að ræða og er verð-
mæti fengsins talið vera um 350 millj-
ónir íslenskra króna.
Greip lögreglan tvo Hollendinga
er þeir komu til þess að sækja
ferðatöskur, sem reyndust troðfull-
ar af kókaíni. Handtaka þeirra
leiddi svo til þess að þriðja taskan
fannst.
Þrír Hollendingar voru hand-
teknir í tengslum við mál þetta og
er talið að einn þeirra sé höfuð-
paurinn í stórtækum evrópskum
smyglhring. Talið er að kókaínið
komi frá Bólivíu og Kólombíu og
var ætlunin að smygla því áfram til
Hollands.
Þetta er í fjórða sinn á þessu ári,
sem Parísarlögreglan kemst í feitt í
eiturlyfjasmygli. Fram að þessu
hafði hún komist yfir 37,5 kíló ým-
issa tegunda eiturlyfja.
vmwit
HRlllli
mm
\
n
Christopher Hughes veifar einkennishúfu sinni í lestinni sinni á Ficcadilly-
sporinu.
„Mastermind“-keppni breska sjónvarpsins:
Fjölfróður lestar-
stjóri sló öllum
keppinautum við
Lundúnum, 9. maí. AP.
ÞAÐ KOM í hlut neðanjarðarlestarstjóra frá Lundúnum að hirða sigur-
launin í virtustu spurningakeppni bresku sjónvarpsstöðvanna, „Master-
mind“, sem lauk á sunnudag. Lestarstjóri þessi, sem hætti í skóla 15 ára
gamall, sló öllum keppinautum sínum við og var því vel að útnefningunni
kominn.
„Ég þótti erfiður í skóla og því
var mér sparkað er ég var orðinn
15 ára,“ sagði hinn 36 ára gamli
piparsveinn Christopher Hughes,
sem er lestarstjóri á Piccadilly-
neðanjarðarlínunni. „Það getur
vel verið að þessi sigur minn
hjálpi mér á framabraut í starfi,
en ég hef engin áform um að
hætta í vinnunni," bætti hann
við.
Rúmlega 15 milljónir sjón-
varpsáhorfenda bresku sjón-
varpsstöðvarinnar, BBC, urðu
vitni að sigri Hughes er hann
svaraði hiklaust hvað orðið
„speleology" (ísl.: hellafræði)
þýddi.
Keppni þessi hefur verið haldin
á vegum BBC í mörg ár og notið
geysilegra vinsælda. I ár voru 48
valdir til þátttöku í sjálfri úr-
slitakeppninni eftir undankeppni,
þar sem um 2.500 manns voru
þátttakendur.
t keppni þessari fá þátttakend-
ur spurningar innnan ákveðins
sérsviðs, sem þeir hafa valið sér,
en að þeim loknum standa þeir
frammi fyrir röð spurninga, sem
flokkast undir almenna þekkingu.
Er þar t.d. um að ræða spurn-
ingar úr heimi vísindanna, úr
listum, sagnfræðilegs eðlis, auk
spurninga um málefni líðandi
stundar.
„Hughes er greinilega mjög vel
að sér og er vel lesinn," sagði
talsmaður spurningaþáttanna.
„Hefði hann notið hefðbundinnar
framhaldsmenntunar, tja, þá
væri hann sennilega forsætisráð-
herra í dag,“ bætti hann við.
Þess má geta í lokin, að Magn-
ús Magnússon, sjónvarpsmaður-
inn kunni, hefur frá upphafi verið
umsjónarmaður þessarar spurn-
ingakeppni BBC.
Viögeröa-
efni fyrir
steypu-
skemmdir
II I I I 1
Thoro-efnin eru viöurkennd um allan heim sem
framúrskarandi fljótharðnandi viðgerðarefni fyrir
múr og steinsteypu. í þeim eru engin skaöleg efni
sem valda tæringu í málmum. Þau rýrna ekki, held-
ur þenjast út (RD-C-589) 0,03%. Thoro-efnin eru
vatnsþétt, en hafa sömu öndun og steinsteypa.
Yfir 70 ára reynsla.
!i steinprýði
I a"|”|
riTl
Stórhöfða 16, sími 83340.
Galitor® Ursus® Motto® Hcxagonal Lux Ursus'
BYGGINGAVORUVERZLUN BYKO
KÓPAV0GS
SKEMMUVEGI 2 SÍMI 41000 Qb/
10.40
Landeigendur smáir og stórir
GIRÐING ER VÖRN
FYRIR VIÐKVÆMAN GRÓDUR
Þú færð allar tegundir af
GIRÐINGAEFNI í BYKO
Járnstaurar, tréstaurar,
gaddavír og girðinganet af öllu tagi.