Morgunblaðið - 10.05.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.05.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1983 31 Norrænt umferðaröryggisár: Sýning á námsefni til um- ferðar- fræðslu SÝNING á námsefni fyrir umferða- fræðslu barna var opnuð á mánudag í Kennslumiðstöð Námsgagna- stofnunar að Laugavegi 166. Á sýningunni eru dæmi um vinnu nemenda úr Hagaskóla og Seljaskóla, sýndar verðlauna- myndir úr nýafstaðinni kvik- myndakeppni 11 ára skólabarna, og það námsefni sem notað er við umferðarfræðslu í grunnskólum og í umferðarskólanum „Ungir vegfarendur". Sá síðarnefndi hef- ur nú starfað í 15 ár sem bréfa- skóli og eru öll börn á landinu nemendur í honum frá 4 ára aldri. Sýningin er einkum ætluð foreldr- um, kennurum og lögregluþjónum og er opin til 20. maí daglega frá 13-18. Nemendur Leiklistarskólans brugðu á leik á Hagatorgi í vikunni. Ágstur staður fyrir leiksýningu, enda dreif að fólk úr öllum áttum. Nemendaleik- húsið sýnir nýtt leikrit eftir Sigurð Pálsson andrúmsloft ítímburhúsunum frá Húseiningum hf Það kemur í ljós að gamla sögusögnin um betra andrúmsloft í timburhúsum er heilagur sannleikur ef marka má þá sem hafa byggt sér Siglufjarðarhús frá Húseiningum h.f. Viðskiptavinir okkar hafa ekki einungis hrósað okkur fyrir fallegar teikningar, efnisgœði og vinnuvöndun, heldur hefur þeim verið tíðrœtt um andrúmsloftið í húsunum. Enda er það staðreynd að loftið í timburhúsum er töluvert frábrugðið því sem fólk á að venjast í steinhúsum. Húseiningar h.f. er tceknilega fullkomin verksmiðja, sem framleiðir vönduð, hlý og notaleg fjölskylduhús samkvœmt óskum viðskiptavina sinna. Lögð er áhersla á þœgindi og hagrœði fyrir alla fjölskyldumeðlimina, þá ekki síst heima- vinnandi fólk. Húeiningar h.í. kappkosta að mœta óskum hvers og eins, og verk- írœðingar okkar og arkitektar eru tilbúnir með góð ráð og útfœrslur á hugmyndum þínum og heimafólks þíns. Húsin frá Sigluíirði eru miðuð við íslenskar aðstœð- ur, - þau eru björt, hlý og vinaleg! 2 H HUSEININGAR HF SIGLUFIRÐI Á föstudagskvöldið frumsýndi Nemendaleikhúsið nýtt leikrit eftir Sigurð Pálsson, Miðjarðarfor eða innan og utan við þröskuldinn. Þetta er verk sem Sigurður skrifaði sér- staklega fyrir Nemendaleikhúsið og fjallar það um æskufólk Reykjavík- ur okkar tíma; um ástina, dauðann og för tvítugs fólks yfir þröskuldinn í margvíslegum skilningi. Leikritið er skrifað fyrir sjö persónur. Nemendaleikhúsið er leikhús sem nemendur á fjórða ári Leik- listarskóla íslands starfrækja. Að lokinni frumsýningu á föstu- dagskvöldið útskrifuðust leikar- arnir sjö úr skólanum, þau Edda Heiðrún Backman, Eyþór Árna- son, Helgi Björnsson, Kristján Franklín Magnús, María Sigurð- ardóttir, Sigurjóna Sverrisdóttir og Vilborg Halldórsdóttir. Sendist tii Söluskrifstofu Húseininga hf., Laugavegi 8, 101 Reykjavík. Vinsamlegast sendið mér stóru teikningabókina frá Siglufirði mér að kostnaðarlausu. Ég vil gjarnan kynna mér hina margvíslegu möguleika sem mér standa til boða frá Húseiningum h.f. Nafn: Heimilisfang: Póstnr.: Sími:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.