Morgunblaðið - 19.05.1983, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.05.1983, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1983 Frétt frá skrifstofu forseta íslands: „1. júní kann að reynast fslending- um örlagaríkur“ MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá skrifstofu forseta fslands: „Vegna fréttar í Dagblaðinu- Vísi í morgun skal það tekið fram, að forseti fslands hefur ekki sett þeim stjórnmálaleiðtogum, sem hingað til hafa fengið umboð til stjórnarmyndunar ákveðinn frest. Hins vegar hefur forseti lagt á það áherslu að stjórnarmyndunarvið- ræðum verði hraðað sem mest. Þá hefur forseti frá upphafi lát- ið í ljós við stjórnmálaleiðtoga eindregna ósk um að mál verði tekin að skýrast um hvítasunnu, þegar hartnær mánuður er liðinn frá kosingum til Alþingis. Sú ósk hefur helgast af því að 1. júní nk. kann að reynast íslendingum ör- lagaríkur og þungur í skauti þegar fram í sækir. Einatt er þðrf að eiga svigrúm þegar vandi steðjar að, svo að finna megi leiðir sem reynast þjóðinni farsælar." Viðrædur a mörg- um vígstöðvum VIÐRÆÐUR um stjórnarmyndun héldu áfram í gær. Svavar Gestsson, sem hefur hið formlega umboð til stjórnarmyndunar enn með höndum, ræddi í gær við fulltrúa Alþýðuflokks og Bandalags jafnaðarmanna og mun í dag ræða við fulltrúa Kvennalista. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að hún mundi fjalla um efni spurninga Alþýðubandalagsins í því samtali, kynna afstöðu Kvennalistans og fá fram afstöðu Alþýðubandalagsins. Af hálfu sjálfstæðismanna var haldið áfram óformlegum könnun- arviðræðum við fulltrúa Alþýðu- flokks og Bandalags jafnaðar- manna. Var fundur haldinn með þessum aðilum í gærmorgun. Þá munu einhver samtöl hafa farið fram eða vera í bígerð milli sjálf- stæðismanna og framsóknarmanna. Morgunblaðinu er kunnugt um, að fulltrúar Alþýðuflokksins gáfu þau svör við spurningalista Svavars Gestssonar, að þeir mundu ekki ganga til spurninga til hans, en frestun á greiðslu verðbóta 1. júní nk. væri innanhússmál milli hans og Sjálfstæðisflokksins. Forsætis- ráðherra væri tilbúinn með slíkt frumvarp og hann væri reiðubúinn til að flytja það, en stuðningur ráð- herra Alþýðubandalags og sjálf- stæðismanna lægi fyrir. ✓ Svavar Gestsson sagði í gær- kvöldi að hann hefði ákveðnar hugmyndir um stjórnarmynstur, en hann vildi ekki upplýsa Morgun- blaðið um hvert það væri. Föst f flakinu í V2 klukkustund ALVARLEGT umferðarslys varð á Miklubraut, skammt vestan Grensásvegar laust fyrir klukkan níu í gærmorgun. Liðlega tvítug kona var flutt alvarlega slösuð í slysadeild, en hún festist í braki bifreiðar sinnar, og tók um hálfa klukkustund að ná henni þaðan. Tildrög slyssins eru þau, að konan var á leið austur Miklu- braut og ók fram úr vélskóflu. Ökumaður vélskóflunnar missti stjórn á tæki sínu með þeim af- leiðingum, að það sveigði til vinstri og lenti á Volvo-bifreið konunnar. Drepist mun hafa á vél vélskólfunnar og fór vökvaafl af stýri tækisins og fékk ök- umaður ekki við neitt ráðið. Vélskóflan ruddi bifreiðinni upp á umferðareyju með þeim afleið- ingum að bifreiðin valt og endaði vélskóflan ofan á Volvoinum. Lögregla og læknar í neyðar- bifreið komu fljótlega á vett- vang. Koma varð bifreið kon- unnar á réttan kjöl og síðan skera þakið af til þess að losa konuna úr brakinu. Það tók um hálfa klukkustund. Konan er al- varlega slösuð en ekki talin í lífshættu. Geimskutlan yfir Reykjavík Tilraunageimskutlan Enterprise, sem er á baki Boeing-747-burðar- þotu, mun fljúga hring yfir Reykja- vík þegar hún kemur hingað til lands í dag á leið sinni til flugsýn- ingarinnar í París. Aætlað er að Ent- erprise verði yfir Reykjavík klukkan 20 í kvöld, en veður og vindar geta haft áhrif á komutímann, ýmist flýtt honum eða seinkað. Burðarþotan mun fljúga einn hring yfir Reykjavík áður en lent verður í Keflavík, en þar verða farkostirnir almenningi til sýnis, þó aðeins úr fjarlægð því engum verður hleypt um borð. Vegna þessa verður hlið tvö (Keflavíkurmegin) opið frá klukk- an 19—24 í kvöld og frá klukkan 6—9 í fyrramálið. Enterprise verður lagt á stæði við stóra flugskýlið nálægt vatnsturninum. Aætlað er að Enterprise verði í 600 metra eða 2.000 feta hæð í hringfluginu yfir Reykjavík. Eftir næturvist í Keflavík verður áfram haldið til Parísar. Hugsanlegt er að Enterprise hafi einnig viðkomu á Keflavíkurflugvelli á leiðinni vestur um haf viku af júní. Deilt um samkomulag Reykjavíkur og ríkisins um nýskipan fræðslumála ÞANN 30. marz síðastliðinn var undirritað samkomulag milli borgaryfirvalda og menntamálaráðuneytisins um nýskipan fræðslumála í Reykjavík. Þær breytingar eru helstar samkvæmt samkomulaginu, að staða fræðslu- stjórans í Reykjavík verður hin sama og staða fræðslustjóra annars staðar á landinu, og fær borgin því forræði sinna mála, eins og gert er ráð fyrir í lögum. Fræðslusskrifstofan í Reykjavík skal lögð niður, en í hennar stað komi fræðsluskrifstofa Reykjavíkurum- dæmis. Þá skal komið á fót skólaskrifstofu Reykjavíkur, sem fara á með rekstrarmálefni grunnskóla, sem ekki falla undir menntamálaráðuneytið eða fræðslustjóra. Nú hefur það gerst, að menntamálaráðherra, Ingvar Gíslason segir í bréfí til Davíðs Oddssonar, að hann geti ekki viðurkennt hið nýja samkomulag, og gagnrýnir þá ríkisstarfsmenn sem stóðu að því. Orðsending Ingvars fer hér á eftir í heild sinni, svo og svar Davíðs Oddssonar og yfírlýsing Ragnars Júlíussonar, Markúsar Arnar Antonssonar og Braga Jósepssonar. Ingvar Gíslason menntamálaráðherra: Efni samkomu- lagsins verður ekki samþykkt Á SÍÐASTLIÐNUM vetri var settur á fót sérstakur sam- starfshópur til þess að fjalla um ýmis samskiptamál mennta- málaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar á sviði fræðslu- og skólamála. Ég hef að undanförnu haft til athugunar framkomnar hugmyndir starfs- hópsins um tiltekin atriði í þess- um samskiptamálum. Ég leyfi mér að tilkynna borg- arstjóra, að af minni hálfu verða samkomulagsdrög þessi ekki samþykkt, hvorki að efni né formi. Ber þess fyrst að geta, að slík- ar hugmyndir um „samkomu- lag“, þótt undirritaðar yrðu, hafa ekki raunhæft gildi án breytinga á grunnskólalögum. Af þeirri ástæðu einni ber því að hafna þessum hugmyndum. Þær stríða gegn lögum. Þá hlýt ég að tilkynna borgar- stjóra að tillögur þessar eru efn- islega óaðgengilegar eins og þær liggja fyrir. Er það síst veiga- minni ástæða fyrir því að ég hafna þessum hugmyndum. Auk þess vil ég taka fram að samstarfshópurinn hefur aðeins fjallað um mjög afmörkuð svið og fá atriði hinna víðtæku sam- skipta borgarinnar og mennta- málaráðuneytisins varðandi skóla- og fræðslumál. Sakna ég þess að starfshópurinn hefur nánast ekkert leitt hugann að ýmsum vandamálum og úrlausn- arefnum, sem ég taldi miklu skipta, þegar stofnað var til þessarar nefndarskipunar. Nefni ég m.a. nauðsyn þess að gerð verði samræmd úttekt á skóla- húsnæði í borginni, hvernig það nýtist nú og hvort ekki sé unnt að nýta það á hagkvæmari hátt með heildarhagsmuni skólakerf- isins í huga. Athuga ber hús- næðisþörf ýmissa skóla sérstak- lega og jafnvel hvort ekki þurfi að breyta skipulagsgrundvelli vissra skóla, og nefni ég þar einkum Myndlista- og handíð- askólann og Tónlistarskólann. Ég harma það hversu gagn- rýnislaust virðist af sumra hálfu þrýst á um breytingar á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur og án þess að leitað sé samráða við þá, sem þetta mál varðar með einum eða öðrum hætti, s.s. samtök kennara og skólastjóra og án þess að gengið hafi verið frá samkomulagi milli aðila málsins á viðhlítandi hátt. Það er einlæg von mín að borgarstjóri athugi nánar fyrir- liggjandi tillögur áður en hann leggur þær fyrir borgarstjórn til lokameðferðar, enda augljóst að einhliða samþykkt borgarstjórn- ar breytir ekki skipulagsgrund- velli fræðsluskrifstofunnar. Til þess þarf fyrst og fremst laga- breytingu, þ.e. meirihlutavilja Alþingis. Virðingarfyllst, Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra. Markús Örn Antons- son, Ragnar Júlíusson og Bragi Jósepsson Ráðherra hleyp- ur frá fyrri afstöðu sinni VIÐ fulltrúar Reykjavíkur- borgar, er tókum þátt í viðræð- um við fulltrúa menntamála- ráðuneytisins um fræðslumál í Reykjavík, og undirrituðum ásamt þeim tillögu að samkomu- lagi um yfirstjórn þeirra mála, viljum taka eftirfarandi fram vegna orðsendingar mennta- málaráðherra til borgarstjóra og fréttatilkynningar, er send var út af hálfu ráðherra: Drög að þessum tillögum voru alllengi til umfjöllunar í viðræðunefndinni, m.a. vegna þess að fulltrúar ráðuneytisins óskuðu þess að á áður ákveðnum fundum til þess að bera efnisat- riði tillagnanna undir ráðherra yrði frestað. Þá fyrst, er álit hans lá fyrir, töldu þeir sér fært að halda viðræðunum áfram. Verður ekki önnur ályktun af því dregin, en að ráðherra hafi fall- ist á þær hugmyndir er honum voru kynntar. Þá liggur einnig fyrir, að fræðslustjóra voru kynntar umræddar tillögur strax á frumstigi. Meðferð menntamálaráðherra á þessu máli er með þeim end- emum, að hliðstæða mun vart finnast enda hafa borgaryfirvöld ekki átt öðru að venjast en að starfsmenn ráðuneyta hafi hingað til yfirleitt mátt treysta því að ráðherrar stæðu við af- stöðu sína en hlypu ekki frá henni með þeim hætti sem menntamálaráðherra hefur nú gert. Davíð Oddsson, borgarstjóri: Ráðherra var kynnt efni sam- komulagsins „AFSTAÐA sú sem fram kemur í bréfi menntamálaráðherra hlýtur að sæta mikilli undrun. Fulltrúar Reykjavíkurborgar annars vegar og fulltrúar þriggja manna samninganefnd- ar sem menntamálaráðherra skipaði hins vegar, skrifuðu und- ir samkomulag og mér er það fullkunnugt, að samninganefnd- in skrifaði ekki undir fyrr en hún hafði kynnt sér viðhorf ráðherrans," sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, í samtali við Mbl. vegna orðsendingar Ingvars Gíslasonar, mennta- málaráðherra. „Það er ekki annað hægt en að líta á þessa orðsendingu ráð- herrans til mín sem strangan áfellisdóm yfir þessum starfs- mönnum ráðuneytisins. Hann gerir þá með öllu ómerka og gef- ur til kynna að þeir hafi ætlað að hrinda lögleysu í framkvæmd, sem auðvitað er fjarri lagi. Hér er einvörðungu verið að koma málum í það horf sem þau eru annars staðar á landinu og lengi hlýtur að hafa staðið til í raun. Ríkisstarfsmaður í menntamála- ráðuneytinu — deildarstjóri,— hefur farið með stjórn mörg hundruð borgarstarfsmanna. Það segir sig sjálft að slfkt getur ekki gengið. Það er auðvitað ljóst að borgin hefur forræði í þessu máli. Þó töldum við eðlilegt, til þess að halda uppi góðum samskiptum við menntamálaráðuneytið, að um þessa breytingu yrði samið og höfðum í höndunum undirrit- að samkomulag af hálfu ráðu- neytisins, sem við vissum að hafði verið kynnt ráðherra. Svo skyndilega kemur ráðherrann upp með eitthvert plagg sem virkar sem pólitískt plagg úr annarlegum herbúðum og í raun er óskiljanlegt. Reykjavíkurborg hlýtur eftir sem áður að halda sínu striki," sagði Davíð Oddsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.