Morgunblaðið - 19.05.1983, Page 17

Morgunblaðið - 19.05.1983, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1983 17 Heiti Tegund Umboðsaðili Conservado 70 Silan J. Þorláksson og Norðmann Conservado 30 Siloxan J. Þorláksson og Norðmann Conservado 5 Silikon J. Þorláksson og Norðmann Drisil 78 Silikon Kísill h/f Hempel-beton silikone Silikon Slippfélagið h/f Dynasilan Silan Aquaseal 66 Silikon 01 ís Solignum Silikon Kristján ó. Skagfjörð Wacker 290 L Silikon Ólafur Kr. Sigurðsson Everdry A Silikon Efnaverksmiðjan Atlas h/f Everdry standard Efnaverksmiðjan Atlas h/f Everdry hydrox Silikon Efnaverksmiðjan Atlas h/f Ráðgjöf í dag Rannsóknir á þessu sviði eru hvergi nærri tæmandi og aðgerðir, sem ekki hefur verið lýst hér, geta komið til greina. Miðað við fyrir- liggjandi þekkingu má þó gefa eft- irfarandi ráð: 1. Loka láréttum flötum veggja. Unnt er að nota t.d. hatta, as- faltborna þéttidúka eða þéttar teygjanlegar málningar. 2. Ómálaðir lítt skemmdir veggir. Silikon eða silanbera (gæta að hvaða tegundir henta best). 3. Litlar skemmdir á máluðum veggjum. a) Silikon/silan úða. b) Mála með opnum málning- um (venjulegar plast). c) Aðgerð a)+b) Gæta að teg- undum varðandi viðloðun málningar. 4. Talsverðar skemmdir á veggj- um. a) Loka víðum sprungum (ýms- ar aðferðir), síðan sama og í 3. b) Loftræst klæðning (athuga þéttleika málningar). c) Trefjaglersbent múr-ein- angrunarkerfi. Slík kerfi má einnig útfæra með loftræstingu og er þá sama og valkostur b). 5. Miklar skemmdir á veggjum. ‘iama og valkostir b) og c) í 4. Lokaorð Alkalískemmdir eiga ekki að geta komið fram í steypu sem nú er framleidd, ef salt er skolað úr virkum sjávarefnum eins og krafa er um í byggingarreglugerð frá 1979. Einnig er frostþol steypu í Reykjavík betra nú en fyrir 1979 þar eð steypuframleiðendur gæta betur að því að hafa steypuna vel loftblendna, en loftblendi var oft í lágmarki fram til þess tíma. Aftur á móti ber nú í vaxandi mæli á ryðskemmdum, eftir að múrhúðun húsa að utan er minna notuð, þar sem bendijárn eru sett of nálægt yfirborði steypu. Er ástæða til að hvetja menn sérstak- lega til að vanda járnalögn og halda kröfur um lágmarks fjar- lægð járna frá yfirborði steypu. f grein sem þessari er aðeins stiklað á stóru, en þeim sem vilja afla sér frekari upplýsinga skal bent á rit og tækniblöð Rann- sóknastofnunar byggingariðnað- arins. Ilöfundur greinarinnar, Hákon Ólafsson, er yfirrerkfræðingur hjá Rannsóknasíofnun byggingariðn- aðarins. Mynd 1 - áhrif raka og hitastigs á þenslur múrstrendinga Þegar allt þetta magn er haft í huga, er ekki að undra, þótt af og til geti eitthvað farið úrskeiðis. Þannig hafa fundist ýmsir að- skotahlutir i blokkunum, og bar meira á því fyrr á árum. Flökun- arhnífar voru ekki óalgengir og einnig kringlótt ál-númer, sem notuð voru á fyrstu árum akk- orðsins. Bréf og orðsendingar frá einmana frystihúsameyjum fundust stundum, þegar lok voru tekin af íslenzkum blokkaröskj- um. Bein og ormar hafa samt verið versti óvinur blokkarinnar frá upphafi. Islendingum hefir tekizt betur en nokkrum öðrum að halda þeim ófögnuði frá því að lenda í sínum blokkum. Þótt blokkin sé fyrir löngu orðin mikilvægasta útflutn- ingsvara þjóðarinnar, hefir hún verið að mestu leyti hundsuð af landsmönnum. Fyrirrennurum hennar, saltfiskinum og síldinni, var sýnd ýmis virðing. Flattur þorskur var eitt sinn í fána landsins. Um síldina hefir verið ort og sungið, og málverk máluð af söltun hennar. Viðurkennt skal það, að fiskblokkin myndi ekki fara vel í fána þjóðarinnar og hún yrði ekki gott verkefni fyrir listmálara. En ef höfð eru í huga ýmis opinber höggmynda- verk á almannafæri, held ég, að fiskblokkin myndi sóma sér vel sem höggmynd á einhverju torg- inu. fslenzk orðabók Menningar- sjóðs skilgreinir orðið blokk á eftirfarandi hátt: „E-ð samfast, samhangandi: (skrif)pappírs- blokk, húsablokk; samsteypa, samtök: hernaðarblokk, ríkja- blokk.“ Ekki eitt einasta orð um fiskblokk. Eflaust myndu hernaðar- blokkir og ríkjablokkir komast af án fiskblokkanna. En ég er hræddur um, að erfitt yrði að kaupa skrifblokkir og byggja húsablokkir á íslandi, ef fisk- blokkin væri ekki til. Til leigu er í húsinu viö Hverfisgötu 105 u.þ.b. 350 fm verslunar- húsnæöi á götuhæö meöfram Hverfisgötu og jafnstórt rými á jaröhæö, er nýtist sem verslunar- eöa geymsluhúsnæöi. Leigist í einu lagi eöa mörgum hlutum eftir samkomulagi. Tilbúiö til afhend- ingar strax. Nánari upplýsingar gefnar á skrifstofunni. 6dm ryövar óbyrg Peugeot bjóða nú fyrstir allra á íslandi 6 ára ryðvarnar- ábyrgð á allar gerðir bíla sem þeir framleiða. Til að hindra ryðmyndun þá fara bílarnir í gegnum 10 þrepa meðferð á mismunandi framleiðslustigum Sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum, sem gerir bílana ákjósan- lega í akstri á vondum vegum. Bílarnir eru bæði framhjóla- og afturhjóladrifnir. Frönsk smekkvísi hvar sem litið er á bílana. HAFRAFELL VAGNHÖFÐA7o 85-2-11

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.