Morgunblaðið - 19.05.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1983
21
Tvennir tónleikar
í Nýlistasafninu
Efnt verður til tónleika f Nýlista-
safninu annað kvöld og fóstudags-
kvöld. Á morgun verður boðið upp á 5
atriða dagskrá. Þar mun Þorvar Haf-
steinsson (úr Jonee Jonee) m.a. koma
fram í fyrsta sinn eftir langt hlé.
Þorvar hefur í vetur dvalist í New
York við listnám og ætlar að bjóða
upp á myndbandsgerning. Þá kem-
ur dúettinn Finnbogi og Kommi
fram, auk hljómsveitanna OXZMá
og Jóa á hakanum. Loks er að nefna
Guðlaug Óttarsson úr Þey, en hann
hefur fengið nokkra menn til liðs
við sig af þessu sérstaka tilefni.
Á föstudagskvöldið kemur fram
flokkur, sem nefnir sig Sem inn-
fæddir. Er hann undir stjórn Ein-
ars Pálssonar, sem leikið hefur með
hljómsveitinni Haugur. Þá kemur
hljómsveitin Svarthvítur draumur
fram. Loks er að nefna sólóatriði
Sigtryggs Baldurssonar úr Þey, auk
þess sem Didda flytur ljóð við tón-
list þeirra bræðra Árna og Þórarins
úr Vonbrigðum.
f tengslum við þessar tónlistar-
uppákomur verða síðan tónleikar
David Thomas, söngvara Pere Ubu,
í Stúdentaleikhúsinu (Tjarnarbíói)
á þriðjudag. Við það tækifæri kem-
ur Þorsteinn Magnússon, fyrrum
meðlimur Þeys, einnig fram.
Verð aðgöngumiða er kr. 70 á
hvort kvöld í Nýlistasafninu, en kr.
150 á tónleika David Thomas.
Þjóðhátíðardagur Norðmanna var á mánudaginn, 17. maí. f tilefni dagsins gekkst Normanslaget fyrir skrúðgöngu við
Tjörnina. MorgnnbUAii/KÖE.
ARKITEKTINN-UMHVERFn)
DGKORRUGALAL
Arkitektúr er starfsgrein sem gerðar eru miklar kröfur til. Af
almenningi, umhverfinu og arkitektunum sjálfum. Enda skiptir
miklu að þeir vinni störf sin af smekkvísi og vandvirkni.
Hér segir frá einum slíkum. Hann hafði það verkefni að hanna
nýtt hús i gömlu hverfi. Það getur verið erfitt svo vel fari. Að rata
hinn gullna meðalveg milli gamla og nýja tímans.
En það tókst.
Fallega formað hús,— fallegt, traust þak og fallegar vegg-
klæðningar. Allt í fallegu litasamræmi. Þakið var úr Korrugal áli og
veggklæðningar líka.
Hér náðist frábær árangur.
Enda er Korrugal-ál frábært efni og varanleg lausn á þök sem
veggi, jafnt við nýbyggingu sem við endurnýjun.
Einföld uppsetning og fjölbreytt úrval aukahluta til nota við
mismunandi aðstæður.
Það er sama hvort þú hugsar um uppsetningu útlit eða
endingu.
Allt mælir með Korrugal álklæðningunni.
TÖGGURHF.
BYGGINGAVÖRUDEILD
Bfldshöfða 16 Sími 81530