Morgunblaðið - 19.05.1983, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 19.05.1983, Qupperneq 48
 Benð 1 BONDEX i;:! á viðinn ; í« mátnmgl, §§ jreigpiiitfritafrfó FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1983 ^^^skriftar- síminn er 830 33 16 ára ók á 5 bfla og endaði á húsvegg SEXTÁN ára gamall piltur stal í gærmorgun bflaleigubifreið og olli stjórtjóni. Hann skildi eftir sig stór- skemmdar bifreiðir og endaði öku- för sína á húsvegg. Pilturinn ók á tvær bifreiðir við Vesturberg og stórskemmdi þær, Peugot og Mitsubishi. Hann hélt áfram för sinni og við Asparfell 6k pilturinn á þrjár bifreiðar; Ford, Chevrolet og Peugot og skemmdi mikið. Ekki lét piltur það hindra för sína. Dauðadrukkinn hélt hann áfram för sinni og endaði á húsvegg í Vesturbergi. Pilturinn var handtekinn. Ljóst þykir að tjónið sem hann olli nem- ur jafnvel hundruðum þúsunda króna. Pilturinn hefur áður gert sig sekan um að stela bifreiðum, þó hann hafi ekki ökuréttindi. Slæm staða fiskvinnslu og útgerðar MIKIÐ ber á milli Þjóðhagsstofnunar annars vegar og fulltrúa fiskverkunar og útgerðar hins vegar hvað varðar afkomu flskverkunar og útgerðar. Þjóðhagsstofnun telur útgerð nú rekna með 8,5% meðaltals tapi, fryst- ingu á núlli og saltflskverkun með 3,2% halla. Fulltrúar salflskverkunar- innar telja greinina rekna með 18 til 20% tapi, fulltrúar frystingarinnar telja hana rekna með l'/>% tapi og fulltrúar útgerðarinnar telja hana rekna með 15 til 20% tapi. Það, sem helzt veldur þessum ágreiningi er það, að útreikningar Þjóðhagsstofnunar byggjast á afla- brögðum síðasta árs og taka ekki til nýjustu þátta I rekstri atvinnu- greinanna. Nýleg verðlækkun á karfaafurðum í Bandarikjunum hefur ekki verið tekin inn f afícomu- dæmi frystingarinnar. Hvað salt- fiskverkun hefur ekki verið tekið tillit veránandi aflasamsetningar og kostnaðs við ormahreinsun. Þá er í reikningum Þjóðhagsstofnunar gert ráð fyrir 132 milljóna króna greiðslu úr saltfiskdeild verðjöfn- unarsjóðs, en í þeirri deild eru nú aðeins um 70 milljónir króna. Hvað varðar útgerðina hefur ekki verið tekið tillit til aflarýrnunar á þessu ári og afkoma loðnubáta er ekki reiknuð inn í dæmið. Sjá nánar á blaðsíðu 14. / ' Björn Stefánsson, starfsmaður kaupfélagsins á Reyðarfirði, á áburðarstæðunni. MdtpibliM/ RAX. Áburdur hledst upp á Reyðarfirði VEGNA þungatakmarkana á vegum á Austfjörðum hefur mikið af áburði, um 4.000 lestir, hlaðizt upp á plani Kaupfélagsins á Reyðarfirði, en mestum hluta áburðar fyrir Austflrðinga er skipað upp á Reyðarfirði. Víðast hvar á vegum á Austfjörðum eru þungatakmarkanir miðaðar við 5 lesta öxulþunga. Vegna þessa eru nú um 20 tegundir af áburði í tveggja mannhæða háum stæðum á plani kaupfélagsins. Að sögn Björns Stefánssonar, starfsmanns kaupfélagsins, er þetta óheppilegt, þar sem planið er mjög nálægt sjó. Því sækir sjófuglinn í pokana og á það til að gera gat á þá. Komist svo bleyta í götótta pokana, er hætt við að áburður- inn kekkist. Taldi Björn, að næstu tvær til þrjár vikurnar myndu bændur sjálfir sækja áburðinn. Spumingalistinn: Bíðum enn eftir svörum Alþýðubandalagsins — sagði Geir Hallgrímsson í gærkvöldi ALÞÝÐUBANDALAGIÐ hefur enn ekki afhent Sjálfstæðisflokknum svör við spurningum, sem Svavar Gestsson lagði fyrir forystumenn annarra flokka í fyrradag, en þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins tók þá afstöðu þegar á þriðjudag, að fyrst yrði Aiþýðubandalagið að veita svör við eigin spurningum áður en frekari afstaða yrði tekin til viðræðna við flokkinn. „Við bíðum enn eftir svörum Al- þýðubandalagsins við spurningum þess,“ sagði Geir Hallgrímsson í gærkvöldi. Svavar Gestsson sagði í samtali við Morgunblaðið í Framfærsluvísital- an hækkar um 23% FRAMFÆRSLUVÍSITALAN mun hækka um liðlega 23% 1. júní nk., eða nokkru meira en sérfræðingar Þjóðhagsstofnunar hafa spáð, samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér. Þeirra spá hefur gengið út frá um 20% hækkun. Hækkun verðbótavísitölunnar verður væntanlega á bilinu 21—22%, komi ekki til neinna efnahagsráðstafana af hálfu ríkis- valdsins, sem hefði í för með sér að almenn laun í landinu myndu hækka um þá hundraðstölu. Framfærsluvísitalan hefur á síðustu tólf mánuðum hækkað um liðlega 86%, en sé hækkun fram- færsluvísitölunnar nú um 23% framreiknuð næstu tólf mánuði og verðbólguhraðinn mældur sam- kvæmt því, kemur út um 129% verðbólga, sem er sú mesta frá upphafi. Þess má geta, að hækkun láns- kjaravísitölu sl. tólf mánuði er lið- lega 75,6%, eða úr 345 stigum í 606 stig. Hækkun lánskjaravísitölu milli mánaðanna apríl og maí var 6,5%. Ef sú hækkun er framreikn- uð næstu tólf mánuði, kemur út tæplega 113% hækkun. Hækkun vísitölu byggingar- kostnaðar tímabilið apríl 1982 til apríl 1983 var um 74,8%, eða 1.015 stig í 1.774 stig. Hækkun vísitölu byggingarkostnaðar á milli tíma- bilanna janúar til apríl sl. var um 19,7% og sé sú hækkun framreikn- uð næstu tólf mánuði, kemur út liðlega 105,3% hækkun. gærkvöldi, að hann hefði átt mjög árangursríkar og ánægjulegar við- ræður í gær og að hann væri bú- inn að fá svör frá mörgum, ,A1- þýðuflokki og Bandalagi jafnað- armanna og Geir Hallgrímsson og Steingrímur Hermannsson hefðu svarað flestum spurningum strax. Er Morgunblaðið bar þessa staðhæfingu formanns Alþýðu- bandalagsins undir Geir Hall- grímsson, sagði hann: „í samtali því, er við Svavar Gestsson áttum í fyrradag, kynnti hann mér spurningalista í 20 liðum með yf- irskriftinni: Könnunarviðræður. Við töluðum lauslega um þennan spurningalista. Ég gat um það, að hann ætti að vita hver afstaða okkar væri í meginatriðum skv. málflutningi okkar á þingi og I kosningabaráttunni og nefndi lauslega ýmis dæmi þar að lútandi úr þessu fáheyrða krossaprófi al- þýðubandalagsmanna, en tók svo skýrt fram, að það væri hans og Alþýðubandalagsins að svara eig- in spurningum og gera grein fyrir stefnu sinni og þeim málefna- grundvelli, sem Alþýðubandalagið vildi leggja fyrir í stjórnarmynd- unarviðræðum.“ Svavar Gestsson sagði í gær- kvöldi, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki með formlegum hætti óskað eftir svörum sínum við þess- um spurningum. Um það sagði Geir Hallgrímsson í gærkvöldi: „Eftir þingflokksfund okkar sjálfstæðismanna átti ég símtal við Svavar Gestsson og tjáði hon- um, að Sjálfstæðisflokkurinn ætl- aðist til þess að hann í nafni Al- þýðubandalagsins svaraði eigin spurningum sundurliðað skv. spurningalista og fyrr teldi þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins ekki ástæðu til að svara honum frek- Neyðarsendir hóf sendingar FLUGVÉL sem flaug yfir suður- ströndina í gær heyrði I neyðar- sendi. Það var upp úr klukkan 16 og var flugvél flugmálastjórnar send til þess að mæla út staðsetn- ingu sendisins. Virtist sem send- ingarnar kæmu frá Grindavík og á tíunda tímanum í gærkvöldi fóru starfsmenn Landhelgisgæslunnar til þess að mæla út hvaðan send- ingarnar ættu uppruna sinn. í Ijós kom, að neyðarsendir um borð í björgunarbáti I Hrungni GK hafði hafið neyðarsendingar af sjálfs- dáðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.