Morgunblaðið - 27.05.1983, Page 7

Morgunblaðið - 27.05.1983, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAl 1983 7 Kærar þakkir tyrir vinsemd mér sýnda með gjöfum og kveðjum á 80 ára afmæli mínu 3.5. '83. Þorfínna Sigfúsdóttir, Vallargötu 31, Siglufírði. Hestamenn Veröum meö veitingar í Hafravatnsrétt laugardaginn 28. maí frá kl. 3. Fjölmenniö. Fákskonur vinsamlegast gerið skil á heimsendum happdrættis- miöum fyrir 1. júní. VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS S" Lærdómsdeild 5 Verslunarskóla f íslands veröur slitiö laugardaginn 28. maí kl. 2 e.h. í hátíðarsal skólans. Verslunarskóli íslands. TS'ííamalka?utinn 12- 1S Willys CJ 5 1975 Grár mað hvtfu stálhúsi 6 cyl. eklnn 60 þús. Lapplanderdekk. Verð 120 þús. Ath. skiptl á ódýrari. Subaru 1800 1983 Vinrauöur ekinn 8 þús. km. Vmsir aukahlutir. Verð 300 þús. Mazda 323 (1100) 1981 Brúnsanz ekinn 24 þús km. Verö 160 þús, (Skipti möguleg). Vovlo 244 DL 1979 Rauöbrúnn ekinn aöeins 51 þús. Beinsk, m/ aflstýri. Ýmslr aukahlutir. Verö 200 þús. Ath.: Vantar nýlega bíla á staöinn. Sýningarsvæöi úti og inni. Honda Accord EX 1981 Rauösanzeraöur sjálfskiptur m/ afl- stýri. Ekinn aöeins 16 þús km. Kass- ettutæki, 2 dekkjagangar. Verö 235 Peugeot 504 GRD diesel 1980 Drapplitaöur, sanzeraöur, eklnn aö- eins 65 þús. Einkabill. Verö 190 þús. Range Rover 1976 Gulur, eklnn 125 þús. Útvarp og seg- ulband. Verö 240 þús. Skipti á ödýr- arl Grásans, eklnn 39 þút km. Verð 125 þús. Einnig Dkhstsu Charade 1982. Verö 168 Þus. Honda Accord 1981 Blósans 5 gira, ekinn sdeins 18 þús. Verö kr. 215 þús. Hræsni Alþýðubandalagsins Tafla sú, sem hér að ofan sést, tíundar launastefnu og feril Alþýðubandalagsins í skerðingu verðbótavísitölu frá 1. desember 1978 til og meö 1. marz 1983. Allan þennan tíma var Alþýðubandalagið forystuafl í ríkisstjórnum. Verðbætur á laun vóru skertar 14 sinnum — og samtals um nálægt 50% —, auk fleiri stjórnarákvarðana, er rýröu vissulega kaupmátt. Sú himinhrópandi hræsni, sem flýtur um allar síöur Þjóðviljans í gær, vegna fyrirhugaðra efna- hags- og björgunaraðgerða til að ná niður óðaverðbólgu, forða stöðvun undirstöðuatvinnugreina og fyrirbyggja víð- tækt atvinnuleysi, er grátbrosleg. Bæði þegar horft er til þess ferils, sem hér er sýndur, og þeirra hrikalegu vanda- mála er Alþýðubandalagið skilur eftir sig í þjóðarbúskapn- um. Ferill Alþýðu- bandalagsins Ef gluggað er í stjóraar- feril Alþýðubandalagsins (1978—1983), með sér- stakri hliösjón af launa stefnu þess og stjórnvalds- ákvörðunum, sem hafa áhrif á kaupmátt, ber fyrir augu flóru mikillar fjöl- breytni: • Verðbstur á laun hafa verið skertar hvorki meira né minna en fjórtán sinnum, samtals um ná- lægt 50%. • Fjármálaráðherra þess hækkaði söluskatt um 2% 1979, sem að sjálfsögðu sagði til sín í öllu vöru- verði. • Hann hækkaði vöru- gjald um 6% á sama tíma, sem einnig var verðþyngj- andi og hafði áhrif á kaup- mátL • Verðjöfnunargjald á raf- orku var hækkað um 6%. • Skattar í bcnzínverði vóru hækkaðir langt um- fram almennar verðlags- breytingar. • 1 fjármálaráðherratíð Ragnars Arnalds tvöfald- aðist skattbyrði einstakl- inga í eignasköttum, ef tekið er mið af tekjum greiðsluárs. • A sama tíma hækkaði greiðslubyrði tekjuskatts (sem er nánast launa- mannaskattur) um 50%, einnig miðað við tekjur greiðsluárs. Gjörvallur stjórnarferill Alþýðubandalagsins sýnir ótvírætt að því var allt ann- að ofar í huga en kjaramál alþýðu. Enn er þó ótalið það, sem þyngst hefur mætt á launafólki, verö- bólguvöxturinn, sem nú stefnir vel yfir 100%, og er skilgetið afkvæmi rangrar efnahagsstefnu. I»að er ýmsra dómur að skekkjan í efnahagsstefnu fráfarandi ríkisstjórnar hafi verið sér- smíðuð af Alþýðubandalag- inu. Því eru kærust kreddumálin l>að skiptir ekki öllu máli, hvern veg talsmenn Alþýðubandalags og skrif- finnar þjóðviljans haga orðum sínum. I>að sem skiptir máli er hvern veg ráðamenn Alþýðubanda- lagsins breyttu, meðan þeir höfðu ráðherravald til. í því efni, sem öðru, er reynslan ólygnust. I>að vóru heldur ekki kjaramál sem réðu mestu um það að Alþýðubanda- lagið skáskaut sér út úr þeim stjórnarmyndunartil- raunum, sem reyndar hafa verið síðustu vikurnar. Ef um annað hefði samizt hefði Alþýðubandalagið gengið götuna fram eftir veg sem stjórnaraðildar- flokkur, hvað sem meint- um kjaramálum leið. Alþýðubandalagið bjó sér þröskuld, sem þaö komst ekki yfir, úr öðrum efnivið er kjaralegum. Sá efniviður var sóttur í kreddumál þess, rótföst í sérvizku, þröngsýni og öfg- um tiltölulega fámenns en valdamikils hóps í „æðsta ráðinu". Flugstöðvarbygg- ing, Helguvíkurgeymar, ál- mál o.s.fn. bundu Alþýðu- bandalagið á bás einangr- unar í íslenzkum þjóðmál- um. l*að var Hjörleifskan sem vísaði því veginn — út í kuldann. Eftir stendur, þrátt fyrir framansagt, sú staðreynd, að neitunanald Alþýðu- bandalagsins, sem var tii- veruhornsteinn fráfarandi stjórnar, hefur um árabil komið í veg fyrir alvöruað- gerðir gegn verðbólgu, sem nú hefur skrúfað sig upp fyrir öll hættumörk í þjóð- arbúskapnum. Atvinnuör- yggi almennings og efna- hagslegu sjálfstæði þjóðar- innar er stefnt í verulega hættu, ef ekki verður brugðizl nógu skjótt og nægilcga afgerandi til bjargar. Nú er helzta skálkaskjól verðbólgunnar, neitunarvald Alþýðubanda- lagsins, úr sögunni. I>að var fyrsta skrefið út úr vandanum. Hin þarf að stíga nú þcgar, án hiks, af festu — með framtíðar hagsmuni heildarinnar í huga. Samvinnuskólaimm í Bif- röst slitið f 65. sinn Samvinnuskólanum í Bifröst var að venju slitið 1. maí sl., á afmælisdegi Jónasar Jónssonar, fyrsta skólastjórans. Athöfnin hófst kl. 14.00 með því að skólakórinn söng fyrir fjölda gesta. Liðinn vetur var 65. skólaár Samvinnuskólans og 28. ár skól- ans í Bifröst i Norðurárdal. Vetur- inn er 9. starfsár Framhaldsdeild- ar Samvinnuskólans í Reykjavík og 6. ár starfsfræðslunámskeiða og símenntunarstarfsemi Sam- vinnuskólans fyrir starfsfólk og félagsmenn samvinnuhreyfingar- innar. í yfirlitsræðu sinni gerði Jón Sigurðsson, skólastjóri, rekstrar- örðugleika samvinnuhreyfingar- innar að umræðuefni og gat þess að þeirra vegna yrðu minni verk- legar framkvæmdir við skólasetr- ið á Bifröst en ella hefðu orðið. Hann ræddi sérstaklega samskipti skólans við ríkisvaldið en ríkis- valdið stendur að langmestu leyti undir reglubundnu skólahaldi samkvæmt gildandi lögum um við- skiptamenntun á framhaldsskóla- stigi. Kom fram að náðst hefur sammæli við menntamálaráðu- neytið um þau efni í því skyni að treysta afkomu skólans betur en verið hefur. Skerfur Samvinnu- skólans til aðhaldsaðgerða þeirra sem ákveðnar hafa verið í sam- vinnuhreyfingunni kemur til framkvæmda að hausti með breyttum starfsháttum og launa- kerfi. Skólastjóri gerði í ræðu sinni nokkra grein fyrir hlutverki Sam- vinnuskólans fyrir samvinnu- hreyfinguna. Kom m.a. fram að 76% þeirra nemenda, sem braut- skráðust á árunum 1973—1981 og leituðu sér ekki frekari skóla- göngu, hafa starfað á vegum hreyfingarinnar að námi loknu og um 44% þeirra munu nú að starfi á vegum hennar. Úr hópi þeirra nemenda sem Ieituðu sér frekari skólagöngu á þessu árabili hafa um 57% starfað á vegum hreyf- ingarinnar með námi eða í skóla- leyfum. Auk þessa fjölda hafa alls um hálft sjötta þúsund þátttak- enda sótt starfsfræðslunámskeið skólans frá 1977 og nú í vetur urðu þátttakendur um hálft fimmta hundrað. Á liðnum vetri var skólastarfið með hefðbundnu sniði. Meðal breytinga má nefna að þýsku- kennsla var aftur upp tekin í 2. bekk, og kennsla á tölvu aukin ásamt sérstökum tölvuæfingatím- um. Myndbandatæki voru endur- nýjuð og fengin sérstök ný rit- vinnslu- og bókhaldsforrit. Með ritvinnslu- og bókhaldsforritum skólans hafa orðið tímamót í starfi skólans, og margvíslegasta lesefni er nú tölvuunnið, s.s. rit- gerðir nemenda, vikulegt frétta- blað, vélritunar- og bókhaldsverk- efni o.fl. í vetur voru 77 nemendur á Bif- röst, 40 í 1. bekk og 37 í 2. bekk. í hópi nemenda í 2. bekk var einn erlendur skiptinemi, bandarísk stúlka. í Framhaldsdeild Sam- vinnuskólans í Reykjavík voru nemendur 11 í 4. bekk og 24 í 3. bekk auk 7 sem nám hófu utan skóla. Störfum Framhaldsdeildar, þ. á m. stúdentsprófum, lýkur um miðjan maímánuð. Umsóknarfresti um skólavist næsta vetur lýkur 10. júní næst- komandi. 36 nemendur þreyttu Samvinnuskólapróf að þessu sinni. Hæstu einkunn hlaut Þórir Aðal- steinsson frá Húsavík, 9,11 en næsthæsta Friðgerður Ebba Sturludóttir frá ísafirði, 8,83. Frá skólaslitum 1982 hafa 1.052 þátttakendur sótt starfsfræðslu- námskeið Samvinnuskólans en þau eru jafnan flest í maí og september. Haldin voru 63 einstök námskeið á 38 stöðum víðs vegar um landið með 17 kennurum og leiðbeinendum. Viðfangsefni voru á ýmsum sviðum verslunar- og skrifstofustarfa, í stjórnun, sölu- mennsku, tölvustörfum og skatta- málum auk félagsstarfa og sam- vinnufræða. t maímánuði nú eru fyrirhuguð 48 námskeið á 30 stöð- um í landinu með alls 6 leiðbein- endum. Sérstakt átak í námskeiðum um samvinnuhreyfinguna, sögu henn- ar, einkenni og hugsjónir, er einn- ig fyrirhugað nú í vor og er efnt til þess í tilefni aldarafmælis hreyf- ingarinnar á sl. ári. Við skólaslitin voru flutt nokkur ávörp og afmælisárgangar nem- enda færðu skólanum nýjan flygil í hátiðarsal að gjöf. Skólastjóri ávarpaði hjónin Helgu Karlsdótt- ur, ritara skólans, og Þóri Pál Guðjónsson, deildarstjóra, sér- staklega, en þau hafa starfað við skólann í tíu ár. Þá voru Gunnari Grímssyni, fv. yfirkennara, þökk- uð störf fyrir skólann, og þúsund- asti félagsmaður Nemendasam- bands Samvinnuskólans, sem ein- mitt brautskráðist þennan dag, hlaut merki nemendasambandsins að gjöf. Loks beindi skólastjóri nokkrum orðum til brautskráðra nemenda og sagði Samvinnuskól- anum slitið í 65. sinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.