Morgunblaðið - 27.05.1983, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1983
11
Geir Hallgrímsson utanrfkísráAherra ásamt konu sinni, Ernu Finnsdóttur, á
heimili sínu í gær. MorgunblaAið/Emilia.
„Framkvæmdir við
flugstöð og olíugeyma
verða ekki tafðar“
— segir Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra:
Ekki kosningar fyrr en
góður árangur næst
Alþingi kemur saman 10. október
„ÞAÐ ERU 30 ár síðan Bjarni heit-
inn Benediktsson fór með utanrík-
ismál fyrir hönd Sjálfstæðisflokks-
ins, en stefnan í utanríkismálum
hefur þrátt fyrir það ávallt mótast af
sjónarmiðum Sjálfstæðisflokksins.
Engu að síður er framkvæmd utan-
ríkisstefnu mjög mikils virði,“ sagði
Geir Hallgrímsson, utanríkisráð-
herra í samtali við Morgunblaðið í
gærkveldi, er hann var spurður um
helstu verkefnin, sem biðu hans í
utanríkisráðuneytinu.
„Raunar hefur Sjálfstæðisflokk-
urinn mótað stefnuna í utanríkis-
málum allt frá stofnun lýðveldis-
ins, þó með nokkrum mjög alvar-
legum undantekningum, sem sí-
felld hætta er á að endurtaki sig.
Þess vegna er þeim mun mikil-
vægara að halda áttum á sviði
utanríkismála. Meðferð þeirra er í
raun og veru leið til þess að
tryggja stjórnarfarslegt sjálf-
stæði íslands og getur skipt sköp-
um um hvort það er tryggt.
Markmið allra íslendinga er von-
andi það, að tryggja svo öryggi og
sjálfsákvörðunarrétt íslensku
þjóðarinnar, að ekki verði dregið í
efa að hún ráði málum sínum
sjálf.
Ástand heimsmála gerir kröfu
til að við tökum heils hugar þátt í
varnarsamstarfi vestrænna þjóða
og í þeim þætti þeirra sem vera
varnarliðs á íslandi er. Okkur ber
í ríkara mæli en hingað til, að
meta sjálfir nauðsyn þeirra ráð-
stafana sem gerðar eru til öryggis
íslands sérstaklega og vestrænna
þjóða almennt, með því að nýta
þekkingu íslendinga á sviði her-
og varnarmála, til ráðgjafar fyrir
stjórnvöld í þessum efnum. Mig
langar á þessum tímamótum að
fara viðurkenningarorðum um
starf Ólafs Jóhannessonar sem
utanríkisráðherra undanfarin ár,
en hann hefur staðið vörð um heil-
brigða og rökrétta utanríkis-
stefnu," sagði Geir.
— Hvað um framkvæmdir í
Helguvík og við nýja flugstöðvar-
byggingu?
„Varðandi þau ágreiningsefni
sem urðu fráfarandi ríkisstjórn að
fótakefli, ýmist vegna opinbers
neitunarvalds Alþýðubandalags-
ins hvað snertir byggingu flug-
stöðvar í Keflavík eða hvað varðar
neitunarvald samkvæmt leyni-
samningi um aðrar nauðsynlegar
framkvæmdir vegna öryggis
landsins, er ljóst að ekkert slíkt
neitunarvald er lengur fyrir
hendi. Framkvæmdir á varnar-
svæðinu verða hér eftir leyfðar í
samræmi við öryggiskröfur Is-
lendinga, en einnig með tilliti til
sameiginlegra hagsmuna vest-
rænna þjóiða til verndar friði í
okkar heimshluta. I samræmi við
þessi sjónarmið er ljóst að fram-
kvæmdir við flugstöð og olíu-
geyma í Helguvík, sem einkum eru
þó mengunarvarnir, verða ekki
tafðar lengur."
— Hvað viltu segja um núver-
andi stjórnarsamstarf?
„Við Islendingar stöndum nú
frammi fyrir mesta efnahags-
vanda, sem við höfum reynt síð-
ustu áratugina. Það verður því að
grípa til róttækra ráðstafana, ef
ekki á illa að fara og það er þörf
samstillts þjóðarátaks. Það var
skylda Sjálfstæðisflokksins, sem
forustuafls meðal þjóðarinnar, að
gangast fyrir myndun meirihluta-
stjórnar, sem þyrði að takast á við
vandann. Það hefur tekist, en
skilningur almennings er forsenda
þess að tilætluðum árangri verði
náð,“ sagði Geir Hallgrímsson.
„VIÐ höfum lagt höfuöáherslu á
efnahagsmálin og ég er mjög
ánægður með þá samstöðu sem
hefur náðst með Sjálfstæðis-
flokki,“ sagði Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra, er
Mbl. ræddi við hann í forsætis-
ráðuneytinu skömmu eftir að hann
tók við völdum þar í gær.
Steingrímur var sérstaklega
inntur eftir fyrirhuguðum að-
gerðum í efnahagsmálum. Hann
sagði m.a. í því tilefni: „Ég leyfi
mér að halda því fram að við
framsóknarmenn höfum hingað
tii leitað að liðstyrk í þessum að-
gerðum, sem við höfum talið
nauðsynlegar og hann hefur
skort, því miður. Ég tel að þær
aðgerðir sem lýst er í málefna-
samningnum séu nauðsynlegar.
Það er ef til vill farið eitthvað
hraðar í málin heldur en ég hefði
kosið, en þegar verðbólga er að
nálgast 110 eða 120% þá er
áreiðanlega tlífsspursmál að ná
henni niður úr þeim hæðum í
viðráðanlegt horf sem fyrst.
Ég geri mér grein fyrir því að
þessu fylgir viss röskun í högum
manna. Hins vegar veit hver ein-
asti maður að sú 20% hækkun
sem fengist á launum núna eru
runnin út í sandinn á örfáum
vikum. Kaupmáttarskerðingin í
þessum sveiflum einum út af
fyrir sig er gífurleg. Þeir sem
hagnast á þessu eru fyrst og
fremst þeir sem hafa miklár
tekjur og geta keypt vörurnar á
meðan þær eru ódýrari rétt eftir
launahækkun. Hinir sitja uppi
með skarðan hlut. Og ég held að
fyrir þá sem eru með lægri laun
sé í raun og veru stærsta kjara-
bótin fólgin í því að koma verð-
bólgunni niður.
Steingrímur sagði einnig að
nýjar tölur sem hann hefði feng-
ið frá Þjóðhagsstofnun gerðu sig
bjartsýnni um að unnt yrði að ná
þeim árangri sem að væri stefnt
varðandi verðbólguna. Aðspurð-
ur sagði hann að Alþingi yrði
ekki kallað saman fyrr en 10.
október nk. Varðandi kosningar
sagði hann að full samstaða væri
milli stjórnaraðila að ekki yrði
gengið til nýrra kosninga fyrr en
árangur efnahagsaðgerða væri
orðinn mikill og góður.
PHNKRSTRIVV------------
Aldrei
meira úrval af
falleaum sumarfötum
^KARNABÆR
f LAUGAVEGI 66 - GLÆSIBÆ - AUSTURSTRÆTI 22
SIMI FRA SKIPTIBORÐI 85055