Morgunblaðið - 27.05.1983, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1983
Astvaldur Þórö-
arson —
Fæddur 19. nóvember 1908
Dáinn 21. maí 1983
„Hvert göfugt hjarU i sér helgidótn
þar angar skínandi eilífðarblóm,
hver hugans göfgi því blóm sem bar
og guð er daglegur gestur þar.
Er hræddi þig lífsins tál og tóm
þú flýðir í hjarta þíns helgidóm.
Þar alltaf í raunum athvarf var,
þú hittir guð á gangi þar.“
(Stefán frá Hvítadal.)
í dag verður til moldar borinn
Ástvaldur Þórðarson, fv. hafn-
sögumaður í Keflavík.
Nú er loksins lokið langri bar-
áttu míns kæra vinar við sjúkdóm
þann er hann tók fyrir fjórtán ár-
um. Þvílík hetjulund og lífsþrótt-
ur. Er við kynntumst varð okkur
strax vel til vina, ég leit alltaf á
hann sem vin frekar en tengdaföð-
ur. Ástæður þess voru fyrst og
fremst að við áttum margt sam-
eiginlegt. Lífshlaup okkar rædd-
um við með þeim hug að bæta
mætti manninn frekar en dæma.
Skipstjórahlutverkið hentaði hon-
um vel og átti hann þá aldrei í
erfiðleikum með að láta álit sitt í
ljós. Ég man vel er við vorum sam-
an í veiðitúrum hve honum fannst
ég lítið veiðimannlegur er ég
þræddi maðkinn á öngulinn. Þetta
var það sem ég átti erfiðast með. í
gegnum árin, eftir að hann fór að
finna fyrir sjúkdómi sínum meir
og meir, breyttist líf okkar beggja
á þann veg, að við urðum háðari
hvor öðrum. Alltaf var von um
bata og að hann næði einum veiði-
túr í viðbót. Hann sagði svo oft er
skammdegismyrkrið grúfði yfir:
„Þegar fer að hlýna hefjumst við
handa." í mörg ár studdum við
hvorn annan og góðum tímum gát-
um við bætt við í minningabókina.
Síðan kom tímabil vonleysis og
hvorugur gátum meir. Við sættum
Minning
okkur við þetta. Hann dæmdi eng-
an. Á svona löngum tíma vill sá
sem úr umferð er tekinn gleymast
af fjöldanum. Þetta fannst honum
eðlilegt. Hann hafði þá, sem kær-
astir voru, Hjört, bróður sinn, og
konu hans, sem reyndust honum
alltaf vel. Eins og hann sagði:
„Hún Áslaug er svo ágæt.“ En þeir
sem reyndust honum best, hjúkr-
unarlið deildar A-5 á Borgarspít-
alanum, voru honum eins og stór-
kostlegustu vinir. Hann kunni að
meta það.
Nota ég hér með tækifærið og
þakka ykkur öllum fyrir. Eins vil
ég þakka starfsliði Hafnarbúða
frábæra umönnun og hjúkrun.
Nú, er leiðir skilur, er ég glaður
í mínu hjarta yfir hvernig lokin
urðu. Þau urðu eins og hann ósk-
aði sjálfur. Ég vona að tengda-
faðir minn hafi það gott og að
hann sé laus við allt erfiðið. Því
trúi ég. Hafi hann þökk fyrir allt.
Ég er þakklátur guði fyrir okkar
samveru.
Róbert
Gísli Hermanns-
son — Kveðjuorð
Fæddur 28. febrúar 1916
Dáinn 8. janúar 1983
Gísli var óvenjulegur og ágætur
maður. Hann vildi hvers manns
vanda leysa í stóru og smáu.
Hvorki hann né móðir hans,
Ragnheiður Gísladóttir, þekkti
orðið nei. Hann sagði alltaf að sín
kynslóð yrði að fórna sér til þess
að þeirri næstu liði betur; blóðið
væri þykkara en vatnið.
Þegar ég og litla dóttir mín
komum til íslands eftir stríðslok,
þá tók öll fjölskyldan á móti okkur
með stórri kaffiveislu. Síðan var
okkur vísað inn í hjónaherbergi,
og þar bjuggu við þrjú í eitt ár í
góðri sambúð við fjölskylduna.
Því skrifa ég þetta, að 1. október
1943 gaf þýska herstjórnin í
Danmörku út tilskipun um að allir
danskir gyðingar skyldu nauðugir
fluttir í fangabúðir erlendis. Að-
eins þeir sem giftir voru kristnum
mönnum slúppu. Danska rfkið
leyfði þá öllum sem þess óskuðu,
að láta gefa sig saman í Ráðhús-
inu. Góðvinir okkar, Tryggvi
Briem og Sigurður Jóhannsson
voru svaramenn. Síðan fór Gísli
með mig í íslenska sendiráðið, og
ég fékk íslenskt vegabréf.
Foreldrar mínir og systir lentu í
þýskum fangabúðum. Þau sultu í
heilt ár þangað til við gátum sent
þeim matarböggla með hjálp
Rauða Krossins. Og föður mínum
varð kleift að bjarga lífi móður
minnar með því að múta þýskum
hermanni með mat, þegar átti að
senda hana veika í gasklefann.
Hún var búin að fá heilablæðingu
tvisvar áður en hún var send í
fangabúðir.
Þann 20. apríl 1945 komu bróðir
Gísla, Svavar, og kona hans þýsk
heim til okkar í Kaupmannahöfn á
flótta undan Rússum. Við tókum
vitanlega vel á móti þeim, og þau
bjuggu hjá okkur til stríðsloka.
Folke Bernadotte bjargaði fjöl-
skyldu minni til Svíþjóðar. Gísli
var kvíðafullur þegar faðir minn
kom til okkar og þar var þýsk
kona fyrir. En faðir minn var mik-
ill mannvinur; hann sagði aðeins,
að Þjóðverjar væru líka mannfólk;
hann var ekki beiskur.
Ég vil aftur færa læknunum dr.
Þórði Oddssyni og Hauki Jónas-
syni bestu þakkir fyrir það, af hve
miklum skilningi þeir önnuðust
mann minn í hinum erfiðu veik-
indum hans. Þá vil ég einnig
þakka sr. Árna Bergi Sigur-
björnssyni fyrir ljúfmannlega að-
stoð við mig.
Ég bið þeim allrar blessunar.
Betty Hermannsson
Metsölublad á hverjum degi!
ERÐKYNNING
ERÐLAGSSIOFNUNAR
íótifii't
Verðkönnun í brauð-
gerðarhúsum utan
höfuðborgarsvæðisins
í TÓLFTU Verðkynningu Verð-
lagsstofnunar var greint frá verft-
könnun á brauðum og kökum í
brauftgerðarhúsum á höfuðborgar-
svæftinu. f þrettándu Verðkynning-
unni er haldift áfram að kanna verft
á brauðum og kökum og nær könn-
unin að þessu sinni til allflestra
brauðgerðarhúsa utan höfuðborg-
arsvæðisins, 31 alls. I könnuninni,
sem gerð var dagana 10.—17. maí
sl., var aðeins athugað verð á fyrr-
nefndum vörum, en neytendum er
ætlað að leggja mat á gæði vörunnar
eða þjónustu framleiðenda.
Vissir erfiðleikar eru við að
bera saman verð á vörum í brauð-
gerðarhúsum. Oft eru svipuð
brauð nefnd mismunandi nöfnum
«8 þyngd á einingum er einnig
mjög breytileg. Því var í könnun-
inni brugðið á það ráð að athuga
þau brauðheiti sem algengust eru
eða önnur brauð svipuð ef hin
fyrrnefndu fengust ekki og má í
athugasemdum sjá heiti þeirra.
Verð á brauðum og smábrauðum
eins og það birtist í könnuninni
hefur verið umreiknað í kg-verð.
Verð á kökum er hins vegar ein-
ingarverð. í einstaka tilvikum
selja brauðgerðarhús aðeins
niðursneidd brauð. Miðast verðið í
könnuninni þá við það þó almennt
sé miðað við brauðin óskorin.
Undantekninga sem þessara er
getið í athugasemdum.
í opnu blaðsins sést hvað ein-
staka vörutegundir kosta í hverju
brauðgerðarhúsi. í fimm öftustu
dálkunum má í fyrsta lagi sjá
meðalverð á höfuðborgarsvæðinu,
eins og það reyndist vera í tólftu
Verðkynningu Verðlagsstofnunar,
en við skyndiathugun kom fram
að verð er að mestu óbreytt frá því
sem það var í þeirri könnun. Síðan
má sjá meðalverð, lægsta og
hæsta verð og mismun í prósent-
um á hæsta og lægsta verði, eins
og það er utan höfuðborgarsvæðis-
ins. Er mismunur á hæsta og
lægsta verði oft verulegur. í töfl-
unni { opnu blaðsins má t.d. lesa
eftirfarandi:
1. ódýrsta snittubrauðið kostar
32,85 kr. hvert kg, en það dýr-
asta 116 kr. Mismunur er 253%.
2. Verðmunur á öðrum stórum
brauðum er í öllum tilvikum yf-
ir 100% á þeim ódýrustu og
dýrustu.
3. Lægsta verð á brauðskurði er
3,00 kr. á hverju brauði, en það
hæsta 6,00 kr og munar því um
helming.
4. Heilhveitihorn kosta um 193 kr.
hvert kg, þar sem þau eru dýr-
ust eða jafnvirði eins kg af
nautahakki. Lægsta verð á heil-
hveitihornum er 49,55 kr hvert
kg. Mismunur er 289,5%.
5. Þegar á heildina er litið er tölu-
vert meiri munur að meðaltali
á hæsta og lægsta verði á
brauðum en kökum. Ef öll
brauðin, þar með talin smá-
brauð, hefðu verið keypt þar
Athugasemdir
1) Nidursneitt braud
2) Frúarbrauö
3) Trefjabrauð
4) Kraftbrauð
5) Túristabrauð
6) Heilsubrauð
7) Hunangsbrauð
8) Sérbakað
9) Vitaminbrauð
10) Sojabrauð
11) Steinaldarbrauð sneitt
12) Svissbrauð
13) Sirópsbrauö
14) Heilsuhleifur
15) Klíðbrauð
16) Kornbrauð
17) Gróft franskbrauð
18) Víkmgabrauð sneitt
19) Kraftabrauð sneitt
20) Linubrauð
21) Krúska
22) Gufubakað brauð
23) Fiberbrauð
24) Munkabrauð
25) Dagleg brauð
26) Maltbrauð
27) Rúgkornabrauð
28) Landbrauð
29) Spesbrauð
30) Heilsukúlur
31) Hverabrauð
32) Trimmbrauð
33) Draumabrauð
34) Ristabrauð, sneitt
35) Heilsubrauð, sneitt’
36) Rúghveitibrauð, sneitt
37) Klasabrauð
38) Skorpubrauð
39) Klausturbrauð
40) Smárabrauð
sem þau reyndust ódýrust
hefðu þau kostað 493,70 kr. en
1.254,75 kr. ef þau hefðu verið
keypt þar sem þau voru dýrust,
sem er 154,2% hærra verð.
Sambærilegar tölur hvað varð-
ar kökur eru hins vegar 218,15
kr. þar sem þær reyndust ódýr-
astar og 373,85 kr. þar sem þær
reyndust dýrastar og munar
þar 71,4%. Hér er reyndar um
ýtrustu mörk að ræða, en töl-
urnar sýna að verulega má
spara með verðsamanburði og
þá ekki síst á brauðum. í báðum
tilvikum er um að ræða meiri
mismun en reyndist vera á höf-
uðborgarsvæðinu.
6. Meðalverð á brauðum reyndist
vera 0,8% hærra á höfuðborg-
arsvæðinu en utan þess. Hins
vegar reyndist meðalverð á
kökum vera 8,4% hærra í
brauðgerðarhúsum utan höfuð-
borgarsvæðisins.
Á baksíðu er gerður enn frekari
verðsamanburður. Var valin sú
leið að setja saman tvær inn-
kaupakörfur í hverju brauðgerð-
arhúsi. Var brauð í annarri körf-
unni, en í hinni kökur. í fremri
dálki baksíðunnar sést hvað inn-
kaupakörfurnar kosta hjá hverj-
um framleiðanda og í aftari dálki
er gerður hlutfallslegur saman-
burður á þessum tölum og lægsta
verð sett sem hundrað. Einnig þar
kemur fram verulegur verðmunur
milli einstakra brauðgerðarhúsa:
1. ódýrasta brauðkarfan var í
Brauðgerð KB, Borgarnesi, og
kostaði 171,15 kr. Sú dýrasta
fékkst í Gamla bakaríinu á ísa-
firði og kostaði 251,45 eða
46,9% meira en sú ódýrasta.
2. Kökukarfan sem ódýrust var
kostaði 263,40 kr. og fékkst hjá
Bakaríinu í Grindavík, en sú
dýrasta var í Gamla bakaríinu
á Ísafirði og kostaði 370,55 kr.
eða 40,7% meira en sú ódýr-
asta.
Verðkannanir Verðlagsstofnun-
ar liggja frammi fyrir almenning
hjá Verðlagsstofnun, Borgartúni
7, og hjá fulltrúum stofnunarinn-
ar úti á landi. Þeir sem þess óska
geta gerst áskrifendur að Verð-
kynningu Verðlagsstofnunar sér
að kostnaðarlausu. Síminn er
27422.