Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1983 5 Hafnarfjarðarbær 75 ára 1. júní: Fjölbreytt afmælisvika hefst í dag HÁTÍÐAHÖLD í tilefni 75 ára afmælis Hafnarfjarðar 1. júní næstkom- andi hefjast í dag, og verður næsta vika ein hátíðarvika þar í bæ í tilefni þessara tímamóta. Afmælisvikan hefst með íþróttum hafnfirsku fþróttafélaganna klukkan 14 í dag, en klukkn 15:30 verður síðan opnuð sýning í Flensborg, þar sem ungir hafnfirskir myndlistarmenn, Ijósmyndarar og nemendur úr grunnskólum bæjarins sýna ýmiss konar myndlist á vegum JC Hafnar- fjörður. Flensborg verður annars alla vikuna iðandi af lífi, því fyrir utan sýninguna verður þar á kvöldin flutt stutt dagskrá kl. 20:30 og í dag kl. 17:00 flytur samspil Tónlistarskólans hljómlist eftir hafnfirska laga- smiði, en um kvöldið er dans- sýning frá Nýja dansskólanum. Alla vikuna verður kaffisala i Flensborg. Kl. 17:30 í dag verður einnig farin kynnisferð undir leiðsögn um Hafnarfjörð og er hún ætluð Hafnfirðingum sem öðrum. Sunnudaginn 29. maí verður íþróttamótum haldið áfram. Sama dag kl. 16:00 verður opnuð sögu- og sjóminjasýning í Bryde- pakkhúsi við Vesturgötu. Það er eitt af elstu húsum bæjarins og hefur undanfarið verið unnið að endurbyggingu þess. Húsinu er ætlað að hýsa Sjóminjasafn ís- lands. Þetta kvöld verður Leikfé- lag Hafnarfjarðar með þátt í Flensborg. Mánudagskvöld verða tónleik- ar í Bæjarbíói. Fyrri hlutann syngur Inga María Eyjólfsdóttir íslensk lög, við undirleik ólafs Vignis Albertssonar en síðari Afmælisnefnd Hafknrfjnrter (f.r.) Árai GréUr Flnnion foraeti bæjar- stjórnar, Þórann Christiansen, Gnójón Tómasson, Lovísa Christiansen og Einar Ingi Halldórason bæjaratjóri. MorgaaMatM/GoajAn Birr»son hlutinn er í höndum Karlakórs Þrasta. Þetta kvöld verður jazz í Flensborg. Combo Guðmundar Steingrímssonar o.fl. Þriðjudagskvöld 31. maí verða tónleikar í Hafnarfjarðarkirkju, þar leika Gunnar Gunnarsson, flauta, og Guðrún Guðmunds- dóttir, píanó. Sama kvöld verður kvöldvaka í Bókasafni Hafnar- fjarðar. Þar verður lesið úr verk- um hafnfirskra rithöfunda og tónlist eftir Friðrik Bjarnason verður í flutningi Margrétar Pálmadóttur og Joseph Fung. í Flensborg verður ræðukeppni JC Hafnarfjörður. Miðvikudagur 1. júní er af- mælisdagur kaupstaðarins. Þá verða dregnir fánar að húni. Vinabæjarmótið verður sett í Bæjarbíói kl. 10:30 og þar kemur fram m.a. kirkjukór Víðistaða- sóknar og lúðrasveit Tónlistar- skólans. Kl. 14:00 verður opnuð sam- sýning hafnfirskra myndlist- armanna í Háholti við Dals- hraun. Á afmælisdaginn klukkan 20:30, miðvikudaginn 1. júni, verður sérstakur hátíðarfundur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar I Iþróttahúsinu við Strandgötu. Þrjú mál verða á dagskrá, en auk þess verður ýmislegt annað gert til gagns og gamans, m.a. syngja Öldutúnskórinn og Ingveldur Hjaltested, lesið verður upp og flutt ýmis skemmtiatriði. Allir bæjarbúar eru velkomnir á fundinn meðan húsrúm leyfir og eftir fundinn býður bæjarstjór- inn í afmæliskaffi á staðnum. Fimmtudagskvöld verður gengið frá Félagsmiðstöð undir forystu blysbera og Lúðrasveitar Hafnarfjarðar upp á Hamarinn að Flensborg. Þar verður varð- eldur, þjóðdansar frá öldu- túnsskóla, Flensborgar-kórinn og fjöldasöngur. Auðvitað verð- ur sýningin opin ásamt kaffisölu og tilvalið að líta inn í skólann. Föstudaginn 3. júní verður diskótek fyrir unglinga í Félags- miðstöð, að öðru leyti er hann einskonar tilhlaupstími fyrir laugardaginn. Kvikmyndasýningar verða 1 báðum kvikmyndahúsunum 1., 2. og 3. júní kl. 18:00. Sýndar verða hafnfirskar kvikmyndir. Einnig verður bátaleiga á Læknum 28.5.—1.6. og 2.6. á veg- um Siglingaklúbbsins Þyts. Laugardagur 4. júní verður síðasti dagur hátíðarinnar. Skátar munu setja upp tjöld, leiktæki, þrautabrautir o.fl. á auðu svæðunum við Fjarðargötu og ætlun þeirra er að hafa eitthvað fyrir alla. Kl. 10:00 byrjar vinabæja- sundmót í Sundhöll Hafnar- fjarðar og kl. 13:00 verður sigl- ingamót Þyts á höfninni. Kl. 13:30 hefjast skrúðgöngur frá Kaupfélagi Hafnfirðinga, Miðvangi og frá Hvammskjöri við Suðurbraut. Gengið verður að Félagsmiðstöð og þar fer fram fjölbreytt dagskrá. Ávörp, söngur, tískusýning o.fl. — Við Thorsplan munu popphljóm- sveitir koma fram og einnig trúðar. Kl. 16:00 lýkur vinabæja- móti í víðavangshlaupi og strax þar á eftir fer fram verðlauna- afhending úr öllum íþrótta- keppnum. Undir kvöldmat verð- ur aðeins hægt á ferðinni, en kl. 20:00 verður útiskemmtun fram- haldið í miðbænum, og öllu lýkur svo með því að dansað verður á tveim stöðum til miðnættis. Sýningu Péturs Friðriks að ljúka Málverkasýningu Péturs Friðriks listmálara, sem að undanförnu hefur staöið í Gallerý Hiholti í Hafnarfirði, lýkur annað kvöld, sunnudagskvöld. Sýningin er opin i dag og á morgun, sunnudag, klukkan 14 til 22. Á þessari sýningu sýnir Pétur Frið- rik eingöngu vatnslitamyndir, um átta- tíu talsins. Myndirnar eru flestar mál- aðar á síðustu tveimur árum. 22 sýna í Hvassa- leitisskóla Myndlistarklúbbur Hvassaleitis er fimm ára um þessar mundir. í dag opnar klúbburinn málverkasýningu í Hvassaleitisskóla og verður hún opin í dag og á morgun frá klukkan 14—22. Um 150 myndir verða á sýningunni eft- ir 22 félaga, sem hittast vikulega yfir vetrartímann og njóta leiðsagnar Sig- urðar Þóris Sigurðssonar myndlistar- manns. 90 ára í dag GUÐBRANDUR ísberg fyrrverandi sýslumaður og alþingismaður er 90 ára í dag, laugardag. Hann dvelur nú í sjúkrahúsinu á Blönduósi. Guðbrandur ísberg var sýslumað- ur Húnvetninga í tæpa þrjá áratugi, frá 1932 til 1960. Hann var alþingis- maður Akureyringa frá 1931 til 1937. Kona hans var Arnína Hólmfríður Jónsdóttir. Þeim var auðið 9 barna. Gunnar Björgvin Harald W* Ómar Anna 75* Berli JÉ Stefén Siguröur Astrid Þorsteinn Guöbergur teljandi áskoranir og eilífar hafa nú borið þann árangur að enn eina hringingar og gífurlegar hvatningar ið ákveðið hefur verið að halda AUKA R0KKHATIÐ í kvfild fl M .U H.i> Nú er því allra síðasta tækifæriö til aö sjá þessa stórkostlegustu rokkhátíö allra tíma þar sem allir gömlu góöu og síungu söngvarar rokktímabilsins koma fram meö hinni frábæru hljómsveit Björg- vins Halldórssonar og nú meö Gunnari Þóröar- syni. Matseöill: Hörpuskelfiskur í hvítvínssósu. Lambakryddsteik með rauövínssósu. Góðir gestir frá Noregi í tilefni þessarar síöustu hátíöar höfum viö fengið til landsins eina vinsælustu dans- hljómsveit Norömanna, Four Jets, og mun hún leika fyrir dansi aö loknu rokkstuöinu. Four Jets hafa sent frá sér 13 LP-plötur og nokkrar litlar og hafa mörg laga þeirra kom- ist í 1. sæti norska listans. Miðasala og borðapantanir í dag í Broadway frá kl. 9. Pantanir óskast staófestar í síma 77500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.