Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ1983 Sjö biðu bana í járnbrautarslysi (■rosskönigsdorf, 27. maí. AP. NÆTURHRAÐLEST frá Belgíu lenti í aurskriðu og fór síðan út af sporinu með þeim afleiðingum að 7 manns biðu bana og 18 slösuð- ust alvarlega. Gerðist þetta í grennd við Köln. í lestinni voru tíu vagnar með 180 manns. Lestin var á leið til Vínarborgar. Mjög erfiðlega gekk að finna og ná til Walesa í yfir- heyrslu Varsji, 27. maí. AP. LECH Walesa, leiðtogi Samstöðu í l’óllandi var í dag yfírheyrður í tvær klukkustundir í aðalstöðvum l»g- reglunnar í hafnarborginni Gdansk ( máli fímm verkalýðsforingja, sem ákærðir eru fyrir að hafa í hyggju að kollvarpa hinu sósíalíska þjóðfé- lagskerfí í Póllandi. Að yfirheyrslunni lokinni skýrði Walesa vestrænum fréttamönnum frá því, að hann hefði neitað að svara nokkrum spurningum í mál- inu og lýsti yfirheyrslunni sem ofsóknaraðgerð gegn sér. Mennirnir fimm eru allir félag- ar í KOR, varnarsamtökum verka- manna og voru þeir á sínum tíma settir í fangelsi í skjóli herlaga og siðan ákærðir sl. haust. Kambódía: Vaxandi hernaður Víetnama Bangkok, 27. maí. AP. VÍETNAMAR hafa sent fleiri her- menn til Phnom Penh í kjölfar þeirra bardaga, sem geisað hafa að undanförnu í kringum borgina, sem er höfuðborg Kambódíu. Sagði í til- kynningu herstjórnar Rauðu khmer- anna í dag, að yfír 100 hermenn Ví- etnama hefðu fallið eða særzt í þess- um bardögum síðustu daga. Þá var því ennfremur haldið fram af hálfu Rauðu khmeranna, að fjölgað hefði verið mjðg í stór- skotaliði Víetmana á þessum slóð- um og mikill fjöldi fallbyssa og skriðdreka hefði verið fluttur á vettvang, eftir að þurrkatíminn gekk í garð á þessum slóðum. látinna og slasaðra innan um brak lestarinnar, en margir vagnar hennar skemmdust mjög illa. Lestin lagði upp frá belgísku hafnarborginni Ostende og tók við mörgum farþegum frá ferjum, sem komu frá Bretlandi. Járn- brautaryfirvöld hafa að svo komnu ekki viljað gefa upp nöfn né þjóðerni látinna eða særðra, þar sem í kvöld var ekki enn ljóst, hverjir komizt hefðu óskaddaðir úr slysinu. I tilkynningu yfirvalda sagði aðeins, að vélarvagninn og sá næsti þar fyrir aftan hefðu eyðilagzt, en tveir vagnar þar að auki hefðu farið út af sporinu. Veður víða um heim Akurayri 12 Mttskýfað Amstardam 14 akýiað Aþsna 29 haióakH B«rc«lona 20 akýjaó «■%—*i— Dfl Hfl 19 aký|a« Brttaaal 11 rigning Chicago 15 akýjaó Oyflinni 15 aký)að Fonayjar 15 rlgning Frankfurt 11 rigning Oanf 9 rigning Halsmki 19 hoiðskirt j Hong Kong 27 ský|að Jartaalom 25 afcýjað JóhannoBarborg 20 hoéðakirt Kaéró 33 hoéðakkt Kaupmannahöfn 13 rigning Laa Palmas 21 lóttaký)að Uticbon 27 hoiðofcfrt London 1« aký|að Loo Angtlot 29 akýjað Madrfd 25 hoMokirt Mtlogt 22 Mttakýjaó MaNorct 23 akýjað Maxfcóborg 26 hiiðiklrt Miamí 30 skýjað Moikvs 22 hoiðskin Mýja DohM 26 htlOtldrl Mow Yorfc 1« akýjoð Ooéó 19 okýjað Parfo 1« akýjað Portti 15 akýjað »1- -a— « i nio m jafwiro 23 akýjað Roykjavfc 11 akýjað nomaoorg 20 akýjað 8an Francéaco 17 hoMakfrt Stokkhóémur 18 afcýjað Sydnoy 13 rigning Tol AvW 25 akýjað Tókýó 21 akýjað Vancouvar 16 akýjað --A, vmarDOfg 17 akýjað hó, ,1, fT#ai portnom 3 háttskýjað Björgunarmenn að störfum á slysstað í dag, þar sem sjö i i létu Ifflð og átján særðust alvarlega. Flytja hergögn handa skæruliðum í Salvador Ljósmyndir sýna sovézk skip í höfn í Nicaragua Wæshington, 27. maí. AP. í GÆRKVÖLDI voru birtar í Hvita húsinu i Washington Ijósmyndir teknar úr lofti, sem skutu stoöum undir þá fullyrð- ingu Reagans forseta, að sovézk skip noti hafnir i Nicaragua til þess að skipa upp hergögnum, sem ætluð séu vinstri sinnuðum uppreisnarmönnum í El Salvador. fyrir tveimur árum, ásakað hina vinstri sinnuðu hreyfingu sandin- ista um að veita aðstoð við að koma sovézkum vopnum til skæruliða í E1 Salvador. Á fundi með sex erlendum fréttamönnum sagði Reagan for- seti: „Það hafa mörg sovézk skip komið að undanförnu og affermt hergögn í Nicaragua, sem nota skal í því skyni að kollvarpa stjórninni í E1 Salvador." Mynd- irnar, sem birtar voru á þessum fréttamannafundi, voru tvær. Á annarri þeirra sáust fjögur flutn- ingaskip með sovézkum einkenn- isstöfum. Tvö þeirra lágu við akk- eri og voru þau af gerðinni Nov- gorod. Tvö skip til viðbótar lágu við bryggju og var annað þeirra af Novgorod-gerð, en hitt af gerðinni Poltava. Hin myndin var nær- mynd af skipunum tveimur, sem lágu við bryggju. Stjórn Reagans forseta hefur, frá því að hún komst til valda Yfir 100 fórust í flóðbylgjunni — sem reis í kjölfar jarðskjálftans í Japan Oga, 27. maí. AP. ÞEGAR björgunaraðgerðum lauk í nótt vegna jarðskjálftans sem varð í norðvesturhluta Japans í gær, var vitað um 47 sem farist höfðu og 55, sem enn var saknað og er óttast að þeir hafi allir drukknað í flóðbylgj- unni, sem reis í kjölfar jarðskjálftans og féll síðan yfir ströndina. í dag fundust m.a. lík 10 skóla- sér. Sjórinn reis bara skyndilega barna í sjónum og voru þau úr hópi 46 skólabarna sem komið höfðu frá smábænum Aikawa og voru þarna á skólaferðalagi er flóðfylgjan reið yfir. „Þetta gerði engin boð á undan úti fyrir ströndinni og féll síðan yfir hana og okkur með ofur- þunga," var haft eftir einu barn- anna, sem komst lífs af úr harm- leiknum. Kosið í San Marino á morgun Sex flokkar berjast um hylli 21.630 kjósenda Kóm, 27. maí. AP. KJÓSENDUR í smáríkinu San Marino ganga að kjörborði nk. sunnudag og munu þá gera annað tveggja að framlengja stjórn kommúnista og annarra sósíalistaflokka eða steypa henni af stóli. Andstæðingar stjórnar- innar bera á hana þungar sakir og segja hana skilja eftir gífurlegan halla í viðskiptunum við „útlönd“ og auk þess hafa margfaldað áhrif Sovét- manna í þessu litla ríki ( faðmi Appennínafjalla á ftalíu. Sex flokkar berjast um hylli ingaréttar síns. kjósenda, sem eru 21.630 talsins, en margir telja úrslitin geta oltið á atkvæði þeirra 7.000, sem búa og vinna erlendis — ekki síst á þremur flugvélarförmum af fólki, sem komið var með frá Bandaríkjunum. Fyrir tveimur árum ákvað stjórnin að verja einni milljón dollara í því skyni að auðvelda fólki, sem býr er- lendis, að koma og neyta kosn- Árið 1978 mynduðu kommún- istar og þrír sósíalistaflokkar stjórn í San Marino eftir að kristilegir demókratar höfðu farið með stjórnina í 21 ár, en meirihluti þeirra er tæpur, 31 þingsæti af 60. Kristilegir demó- kratar saka stjórnina um að hafa þrefaldað viðskiptahallann á þremur árum, úr sjö í 21 millj- ón dollara, og að hafa gengið á mála hjá Sovétmönnum. Stjórn- in hefur tekið upp mjög vinsam- leg samskipti við Kúbustjórn, gert sérstakan menningarsátt- mála við Sovétmenn og kaupir eingöngu olíu af Nafta-Italia, sovésku olíufyrirtæki. í febrúar sl. handtók ítalska lögreglan háttsettan sovéskan starfsmann hjá Nafta-Italia og er hann sakaður um njósnir. Aðalritari kommúnistaflokks- ins og iðnaðarráðherra stjórnar- innar, Umberto Barulli, sem ný- lega var í Moskvu sæmdur orðu, sem kennd er við vináttu þjóða í millum, vísar þessum ásökunum á bug og segir kristilega demó- krata aðeins vera á höttunum eftir ágreiningsefnum. San Marino rekur sögu sína aftur til ársins 301 og er í App- ennínafjöllum, skammt frá Adríahafsströnd, og aðeins 61 ferkílómetri að stærð. Tekjur af ferðamönnum, frímerkjaútgáfa og myntslátta eru helstu stoð- irnar undir efnahagnum. Verð- bólga er þar minni en í ítalska móðurlandinu og atvinnuleysið aðeins 3%. Andstæðingar stjórnarinnar segja hins vegar atvinnuleysið hafa verið falið með því að stórfjölga ríkisstarfs- mönnum, eða úr 1600 í 2300. Tyrkir herja á Kúrda Ankara, 27. maí. AP. TYRKNESKT herlið fór yfír landa- mærin inn í írak nú í vikunni í því skyni að handtaka „árásarmenn, sem ógnuðu öryggi og friði á stóru svæði“, eins og komizt var að orði í tilkynn- ingu tyrkneska utanríkisráðuneytisins í dag. Herliðið mætti engri mótspyrnu og náði tilætluðu markmiði sínu án mannfalls. Ekki var frá því skýrt, hvernig „árásarmennirnir" væru, en þó er haft eftir áreiðanlegum heimildum, að hér hefði verið um „aðskilnaðar- öfl“ að ræða, en það orðalag er venjulega notað um uppreisnar- menn Kúrda. Þá var ekki heldur skýrt frá því, hvenær þessar aðgerðir hefðu haf- izt, en talið er að það hafi verið á þriðjudag. Mikill fjöldi Kúrda býr á því svæði, þar sem landamæri Tyrk- lands, Iraks og írans skerast og hafa verið veruleg vandkvæði á þvf i öllum þessum löndum að halda frið við Kúrda, sem vilja aukin sjálfstjórnarréttindi. Talið er víst, að þessar aðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum nú hafi farið fram með vitund og samþykki stjórnvalda í írak, sem orðið hafa að láta Kúrda í friði að undanförnu, þar sem herinn í írak á fullt í fangi með að halda í horfinu í þeirri mannskæðu styrjöld, sem enn geys- ar milli fraks og írans. Verkfall Mílanó, 27. maí. AP. MEIRA en 14 milljónir ítalskra verkamanna lögðu niður vinnu ( dag í tvær til fjórar stundir til að mótmæla seinagangi í viðræðum um nýjan kjarasamning. Samgöngur og önnur þjónusta trufluðust verulega af völdum verk- fallsins, en verkamennirnir gengu fylktu liði um götur borganna til að leggja áherslu á kröfur sínar. Þátt- taka f verkfallinu var mismikil og segja t.d. forsvarsmenn Fiat-verk- smiðjanna, að hún hafi aðeins verið um 22% fijá þeím....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.