Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1983 Hvítasunnukappreiðar Fáks: Skeiðið skóp sigur Sókrons í A-flokki Góðir tímar í kappreiðunum l*á er boltinn farinn að rúila hjá hestamönnum, svo maður seilist nú í orðasmiðju íþróttafréttaritara, en keppnistímabil hestamanna er nú hafið. Um síðustu helgi var það hvítasunnumót Fáksmanna með gæðingakeppni og kappreiðum. Það er ávallt spennandi að fylgj- ast með gæðingum þeirra Fáks- manna en þaðan koma yfirleitt flest- ir fremstu gæðingar landsins og kannski ekki óeðlilegt þar sem Fák- ur er langstærsta félagið innan LH. Það voru þeir Rekkur frá Kirkjubæ, Glæsir frá Glæsibæ og Sókron frá Sunnuhvoli sem börð- ust um efstu sætin eins og fyrir- fram var búist við. Sókron sigraði nokkuð örugglega og var það fyrst og fremst skeiðið sem gerði gæfu- muninn. Á undanförnum árum hefur skapast mikil umræða um hreinan takt og þá sérstaklega á skeiði. Sókron býr yfir mjög góðu og hreinu skeiði og er það nokkuð merkilegt hversu góður takturinn er þvi brokk og tölt er einnig mjög gott en það vill þvi miður oft bera við að þetta fylgist ekki að. Hvað þeim Rekk og Glæsi viðkemur þá er það skeiðið sem er þeirra höfuð- verkur að öðru leiti eru þetta stór- glæsilegir hestar og mikið viljug- ir. Margir álíta að þessir hestar ættu að vera í B-flokki en þá er það spurningin hvort þeir yrðu ekki dæmdir skeiða þegar þeir sýndu yfirferðartölt. í B-flokki var lítið um þekkta hesta á lands- vísu. Aðeins einn, Fjölni frá Kvía- bekk, má telja vel þekktan og það fyrir annað en að keppa í B-flokki. En sigurvegari varð Krummi frá Kjartansstöðum, fallegur og há- gengur töltari. Það sannaðist nú eins og í fyrra að áhugamenn eiga jafn mikla möguleika í harðri keppni því knapinn á Krumma, Sigvaldi Ægisson, er gott dæmi um ekta áhugamann í hesta- mennsku. í fyrra sigraði Vængur frá Kirkjubæ í B-flokki og knap- inn var Jóhann Friðriksson, einn- ig áhugamaður. Spurningin er ekki um það hvort maður sé atvinnuhestamaður eða áhuga- maður, heldur hvort knapinn sé góður reiðmaður og síðast en ekki síst hvort hesturinn er góður eða ekki. Annar varð Dýrlingur frá Krossanesi og þriðji Mökkur frá Höskuldsstöðum. Allir eru þessir hestar dæmigerðir klárhestar með tölti, hágengir og myndarlegir. Óvenju bjart yfir kappreiðum Eftir frekar dauft keppnistíma- bil í fyrra var maður nokkuð spenntur að sjá fyrstu kappreiðar ársins nú. Ekki var annað að sjá en sú deyfð sem ríkti í fyrra væri á bak og burt og virtist það eiga bæði við hesta og menn. Tímar voru, liggur manni við að segja, mjög góðir miðað við árstíma. Þó virðist vera frekar dauft yfir 800 metra stökkinu hvað þátttöku varðar en aðeins fjórir hesta, mættu nú til leiks í höfuðvígi þessarar greinar, Reykjavík. Mikil endurnýjun virðist ætla að verða í þessari grein í sumar, gamlar kempur eins og Reykur og Þróttur og ef til vill fleiri eru hættir keppni. Nú sigraði Örvar frá Hjaltastöðum með nokkrum yfir- burðum á mjög góðum tíma, 60,5 sek. Þessi tími þykir í meðallagi góður á beinni braut á miðju sumri en á hringvelli í maí verður þetta að teljast afburða góður ár- Álfur að nafni, og er hann frá Jaðri. Að dómi undirritaðs er hér á ferðinni mikið efni sem gæti lát- ið að sér kveða ef lögð verður rækt við hann. Er ekki ósennilegt að hann gæti höggvið nærri meti Fengs frá Ysta-Hvammi en því miður fáum við ekki að sjá met- hafann á kappreiðabrautinni því hann var seldur til Austurríkis fyrir skömmu. Álfur sigraði í brokkinu á 39,8 sek. en Trítill varð annar á 40,0 sek. 1 250 metra unghrossahlaupi skaut upp kollinum ný stjarna, Rúdolf, aðeins fimm vetra gamall. En ekki tókst honum að sigra sjálfa hlaupadrottninguna Hyll- ingu þótt litlu munaði. Hylling hljóp á 18,4 sek. en timi Rúdolfs Efstir í unglingakeppni 13—15 ára frá vinstri talið: sigurvegarinn Hinrík Bragason á Erli, Dagný Ragnarsdóttir á Lóm, Sólveig Asgeirsdóttir á Neista, Hörður Þór Harðarson á Hafsteini, Róbert Jónsson á Adam, Gunnar Valur á Bokku-Rauð. angur og nú er það spurningin hvort framhald verði á, það er að segja eru til hestar i þjálfun sem geta fylgt Örvari eftir í sumar? Heldur voru úrslitin óvænt í 350 metra stökkinu en þar sigraði Loftur frá Álftagerði á 24,7 sek. Að sögn eiganda eru þetta fjórðu kappreiðarnar sem hann tekur þátt í og virðist sem hann lofi góðu. Að vísu verður að taka það með í reikninginn að hesturinn er mjög lítill og getur það kannski eitthvað haft að segja þegar fram í sækir, en margur er knár þótt hann sé smár. Spóla sem verið hefur nær ósigrandi á síðasta keppnistímabili varð að láta sér nægja annað sætið á 25,4 sek. og Tvistur þriðji á 25,8 sek. Ný von í brokkinu Það virðist vera sama sagan með brokkið og verið hefur, lítil sem engin spenna og fáir góðir brokkarar á boðstólum. Þó voru tveir ljósir punktar í brokkinu nú, annarsvegar Trítill sem verið hef- ur í keppni undanfarin ár og oft náð góðum eða sæmilegum sprett- um, og hinn ljósi punkturinn var nýr hestur hornfirskrar ættar. var 18,5 sek. Virðist sem Hylling hafi fengið hér verðugan keppi- naut og veitir ekki af, því búast má við að hún geri atlögu að rúm- lega þriggja ára gömlu meti Dons frá Hofsstöðum sem er 17,6 sek. Skeiðið vinsælast Mjög góður árangur náðist í skeiðinu í fyrra en hinsvegar vant- aði meiri breidd í keppnina þá. Allþokkalegir tímar náðust í 250 metra skeiðinu og það sem merki- legt verður að teljast er að aðeins tveir hesta skeiðuðu á lakari tíma en 25,0 sek. Einnig má teka með í reikninginn að illa gekk að láta skeiðhestana liggja. Ifyrri umferð lá tæplega helmingur og i seinni umferð var það enn lakara, þá lágu um 'á af hestunum. Bestum tíma náði Börkur frá Kvíabekk og er þetta í annað sinn sem honum tekst að vinna Villing frá Möðru- dal sem varð í öðru sæti. Tími Barkar var 22,9 sek. en Villings 23,1 sek. Þess má geta að Villingur lá ekki seinni sprettinn en þá náð- ust mun betri tímar en í fyrri spretti. í þriðja sæti varð Hjörtur, sem gerði það nokkuð gott í fyrra og virðist ætla að gera enn betur í Efstur í B-flokki gæðinga Knimmi fri Kjartansstöðum, eigandi er Ægir Jónsson en knapi er Sigvaldi Ægisson. Fjögurra daga mót með góðum hápunkti Hvítasunnukappreiðar Fáks eru orðnar umfangsmikið mót þannig að ekki dugar minna en fjórir dag- ar eða dagpartar fyrir þessa sam- kundu. Nú í fyrsta skipti voru undanrásir kappreiða fluttar á laugardag, unglingakeppnin á fimmtudagskvöld og gæðingar dæmdir á föstudagskvöld og laug- ardag fyrir hádegi. Á mánudag, annan í hvítasunnu, var síðan há- punktur mótsins, gæðingar sýndir og úrslit kappreiða og verðlauna- afhending. Hóflega löng dagskrá og man undirritaður aldrei eftir að hafa séð svo margt manna í áhorfendabrekkunni við verð- launaafhendingu í mótslok. Það er tími til kominn að menn geri sér grein fyrir að fólk nennir ekki að hanga fjóra til fimm tíma á hesta- móti og jafnvel lengur og því þarf að stytta dagskrá á slíkum mótum þannig að hún taki helst ekki lengri tíma en fjórar klukku- stundir. Vel tókst til hjá Fák í þessum efnum og ættu sem flest hestamannafélög að tileinka sér vinnubrögð sem þessi, það er að afgreiða undanrásir kappreiða og öll dómstörf á öðrum tíma en há- punktur mótsins stendur yfir. Ekki er hægt að skilja svo við þessar kappreiðar að ekki sé minnst á startbásana eða rásbás- ana svo notuð sé góð íslenska. Það var að mig minnir 1980 sem rás- básarnir voru notaðir fyrst og reyndust vel. Ekki voru sett hlið I básana og átti að sjá til hvort þess þyrfti nokkuð. Nú er komið í ljós að mikil þörf er á að fá hlið i þessa bása því hestar láta orðið öllum illum látum f þeim. Er það vafa- samt orðið að nota þessa bása eins og þeir eru í dag og fullyrða má að ekki hafi sparast tími nú með notkun þeirra. Væri nú verðugt markmið hjá þeim sem básana eiga að drífa í því að setja hlið I þá fyrir stórmótið sem halda skal á Víðivöllum 10.—11. júlí í sumar. VK sumar því hann byrjar á að skeiða á 23,3 sek., sem var hans besti tími í fyrrasumar. Af öðrum hestum sem mættu þama má nefna Fann- ar sem átti ágætt „come back“ og skeiðaði á 23,3 sek. og hefði maður álitið að hann hefði átt þriðju verðlaun með réttu þar sem hann hafði mun betri tíma úr fyrri spretti. En dómnefnd dæmdi Hjört sjónarmun á undan í seinni spretti og í ljósi þess þriðju verð- launin. Hingað til hefur það verið venjan að samanlagður tími réði úrslitum í skeiði og brokki. Aðrir kunnir vekringar sem mætti til leiks voru Þór 24,0 sek. Frami 24,4 sek, Máni á 24,7 sek., og Jón Hauk- ur á 24,9 sek. í 150 metra skeiði sigraði óþekktur hestur sem Er- ling Sigurðsson á og sat og segja kunnugir að þar sé kominn arftaki Vafa enda nafnið ekki ólíkt en sá nýi heitir Vani. En tími hans var 14,8 sek. í öðru sæti var Júpiter en hann var eitthvað á kappreiðum í fyrra og virðist vera mjög öruggur á sprettinum nú. Þessir tveir hest- ar virðast líklegir til að gera stóra hluti á komandi sumri. í þriðja sæti varð svo fegurðargyðjan Frigg frá Kirkjubæ á 15,1 sek. Tími Júpiters var 15,0 sek. Það er enginn vafi á því að Vani sigraði 1150 metra skeiðinu og var hann með tveim sekúndubrotum betrí tfma en næsti hest- ur. Knapi er eigandinn Erling Sigurðsson. Örvar sigraði örugglega í 800 metrunum á 60,5 sek. Knapi er Kúbert Jónsson setn jafnframt er eigandi hestsins. ^,vií| -uv Sigurbjörn Bárðaraon bregður hér á leik að lokinni keppni ,þegar mesti glímuskjálftinn var farinn úr mönnum. Hesturinn er Júpiter sem varð annar í 150 metra skeiði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.