Morgunblaðið - 28.05.1983, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 28.05.1983, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1983 BILLINN BÍLASALA SÍMI 79944 SMIÐJUVEGI4 KÓPAVOGI PERSNESK TEPPI soli isýning 27. til 30. maí 1983 HÓTEL LOFTLEIDIR Kristalssalur Laugardaginn 28. maí Sunnudaginn 29..maí Mánudaginn 30. maí Kl. 1 1:00 til 19:00 alla dagana Abbie Vischschoonmaker Galleries Internalional Laren, Hollandi Konráð Axelsson heildverslun Ármúla 36, Reykjavík Mesti vandi í hálfa öld Hljóðið er Kvartara í for- ystugrein Tímans, máL gagns Kramsóknarflokks- ins, núna en fyrir kosn- ingarnar um viðskilnað rík- isstjórnar Gunnars Thor- oddsens. í leiðara blaðsins í tilefni af tilkomu hinnar nýju ríkisstjórnar segir meðal annars í gaer: „Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, sem tók við völdum í gær, er mikill vandi á höndum. Síðustu 50 árin hefur ríkisstjórn ekki komið til valda undir erfiðari kringumstæðum, þegar undan eru skildar ríkisstjórn Hermanns Jón- assonar, sem kom til valda sumarið 1934, og ríkis- stjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar, sem tók við völdum í ársbyrjun 1947. I>essar tvær ríkisstjórnir tóku við óhagstæðu þjóðar- búi af ólíkum ástæðum. A árinu 1934 hafði heims- kreppan leitt til markaða- hruns á sjávarafurðum og við það bættist mikill afla- brestur á þorskveiðum. Hér var við vanda að glíma, sem sprottinn var af óviðráðanlegum ástæðum. Öðru máli gegndi um erfiðleikana, sem stjórn Stefán Jóhanns fékk í arf. I*eir voru að nær öllu leyti heimatilbúnir. Á örfáum misserum hafði nýsköpun- arstjórn Sjálfstæðisflokks- ins, Sósíalistaflokksins og Alþýðuflokksins tekizt að eyða öllum hinum gilda gjaldeyrissjóði, sem safn- azt hafði á stríðsáninum og ekki nema takmarkaður hluti hans farið til gagn- legra hluta. Hitt hafði farið í eyðslu og sukk. Eftir nýsköpunarævintýrið var gjaldeyrissjóðurinn • svo gersamlega tæmdur, að taka varð upp skömmtun á fjölmörgum lífsnauðsynj- um. Þegar þannig var kom- ið sögu, höfðu sósíalistar hlaupizt úr vistinni. Á ýms- an hátt minnir afstaða Al- þýðubandalagsins nú á af- stöðu fyrirrennara þá.„ Blöðin og stjornin í Staksteinum í dag eru birtar glefsur úr forystugreinum dagblaöanna í tilefni af myndun hinnar nýju ríkisstjórnar. Meöal þess sem þar vekur sérstaka athygli eru lýsingar Tímans á því, hversu hroöalega illa er komið fyrir þjóðarbúinu nú þegar Framsóknarflokkurinn hefur setiö 12 ár í stjórn. „Allt fyrir íhaldið“ I forystugrein Þjóðvilj- ans í gær sem ber fyrir- sögnina „Allt fyrir íhaldið" segir meðal annars: „Það er leiftursókn íhaldsins gegn lífskjörun- um, sem boðuð er fyrir- varalaust í stjórnar- sáttmálanum. Þeim Fram- sóknarmönnum er beitt sem dráttarklárum fyrir stríðsvagn íslenskrar auð- mannsstéttar í hennar stéttarstríði gegn alþýðu landsins. Reiðingurinn, sem á þá hefur verið lagð- ur, sýnist fara þeim bæri- lega, í byrjun, hvernig sem endalokin verða. Þegar mest var þörf fyrir þjóðarsátt þá taka þeir Steingrímur Hermannsson og Geir Hallgrímsson þann kostinn fyrír hönd flokka sinna að leggjast í hernað gegn launafólki í landinu og samtökum þess. Þeir þykjast ekki þurfa að tala við verkalýðshreyrtnguna um eitt né neitt, allt skuli leyst með valdboði og til- skipunum einum. Þetta er auðvitað vísasti vegurinn til þess að kveikja ófriðar- bál út um allt þjóðfélagið, og má mikið vera ef sá eld- ur brennir ekki hásætið undan formanni Fram- sóknarflokksins fyrr en varir, þennan sess sem hann hlaut að launum fyrir að færa ráöamönnum Sjálfstæðisflokksins öll völd innan stjórnarráðs- ins.“ „I anda Framsóknar- flokksins“ í leiðara Dagblaðsins- Vísis í fyrradag segir meðal annars: „Hið jákvæðasta við nýju ríkisstjórnina er, að hún mun, eftir limm ára hlé, koma aftur á skyn- samlegri stefnu í varnar- málum og stóriðju. Hún mun á þessum sviðum reka stefnu, sem er í samræmi við vilja mikils meirihluta þjóðarinnar... í efnahagsmálum er minni ástæða til bjartsýni. Hin nýja stjórn er engin viðreisnarstjórn, sem rífur niður múra skipulags- og ríkishyggju. Hún opnar ekki hagkerfið og færir ekki verðmyndun í eðlilegt markaðshorf. Lífskjaraskerðing er skammgóður vermir, ef henni fylgir ekki frelsis- þeyr í efnahagslífinu, svo að innan tíðar hverfi skerð- ingin ■ öldu nýrrar lífs- kjarasóknar, svo sem varð þegar á fyrsta kjörtímabili viðreisnarstjórnarinnar. Hin nýja ríkisstjórn hef- ur gert málefnasamning i anda Framsóknarflokks- ins. Samningurinn er gegn- sýrður ríkis- og skipulags- hyggju, svo sem Ijósast kemur fram í, að laun á landi og sjó verða að vcru- legu lcyti ákveðin með lög- um fram á næsta vor.“ Þingmennska og ráð- herradómur Athygli vekur hve brenglaðar hugmyndir menn geta gert sér um tengslin milli þingmennsku og ráðherradóms og kom þaö meðal annars fram í símatíma í útvarpinu í gærmorgun, þar sem út- varpsmaður gat ekki svar- að því, hvort maður hefði áður verið ráðherra án þess að vera alþingismaður. Fordæmið er fyrir hendi þegar dr. Kristinn Guð- mundsson var utanrikis- ráðherra fyrir Framsóknar- flokkinn 1953 til 1956. Úr því að umræður hafa orðið um stöðu Geirs HalF grímssonar að þessu leyti er ekki úr vegi að benda á það, að í prófkjöri sjálf- stæðismanna lenti hann í sjöunda sæti miöað við at- kvæðamagn. Síðast þegar fráfarandi forsætisráö- herra, Gunnar Thor- oddsen, tók þátt í slíku prófkjöri lenti hann í ní- unda sæti miöað við at- kvæðamagn, en vegna að- ferðar við framkvæmd prófkjörsins komst Gunnar í öruggt þingsæti. Og loks má geta þess að sá sem situr í sjöunda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur að líkind- um meira atkvæðamagn á bak við sig en allír ráðherr- ar Framsóknarflokksins nú, þótt reglur um skipt- ingu þingsæta milli kjör- dæma vaidi því að sjöundi maðurinn sitji ekki á þingi. 73 i t amaika3uíinn idttisqótu 12-18 Ath.: Vantar nýlega bíla á staðinn. Sýningarsvæöi úti og inni. Honda Accord EX 1981 Rauösanzeraöur, sjálfskiptur m/aflstýri. Ekinn aöelns 16 þús. km. Kassettutæki, 2 dekkjagang- ar. Verö 235 ht'm Subaru 1800 1983 Vínrauöur, ekinn 8 þús. km. Ýmsir aukahlutir. Verö 300 þús. s ---------------sr ftange Rover 1976 Gulur, ekinn 125 þús. Útvarp og segulband. Verö 240 þús. Skipti áódýrarl. Mazda 323 (1100) 1981 Brúnsanz, ekinn 24 þús. km. Verö 160 þús. (Skipti möguleg). Einnig Mazda 343 Í500 Sport 1981. Verö 170 þúa. Daihatsu Runabout Grásans, ekinn 39 þús. km. Verö 125 þús. Einnig Daihatsu Charade 1982. Verö 168 þús. Volvo 244 DL 1979 Rauöbrúnn, ekinn aöeins 51 þús Beinsk. m/aflstýri. Ýmsir auka- hlutir. Verö 200 þús. Honda Accord 1981 Blásans, 5 gíra, ekinn aöeins 18 þús. Verö kr. 215 þús. Glæsilegt úrval af nýjum og notuðum Bílasýning og bílamarkaður í dag kl. 10—18. Viö eigum fyrirliggjandi allar geröir af nýjum DAIHATSU'CHARADF CHARMANT og TAFT i fjölbreyttu litaurvali TIL AFGREIÐSLU STRAX Verð kr 199.750.- Notaóar bifreióar sem eru til sölu hjá okkur þessa stundina. Fyrir þá sem ekki treysta sér í nýja Frábær kaup í velmeóförnum notuóum DAIHATSUUMBOÐIÐ. ARMÚL A ?3 85870 — 81733.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.