Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAl 1983 21 Hafliöi Halldórsson tamningamaöur á hestinum Glcsi, fyrsta vinningi í happ- drætti Fáks. Þetta er hágengur töltari, fangreistur og meö allan gang að sögn þeirra sem til þekkja. Glæsir er undan hryssunni Sóleyju frá Bergþórshvoli og hann er sonarsonur Hyls 721 frá Kirkjubæ, rauðblesóttur eins og önnur hross frá Kirkjubæ. Happdrætti Fáks: Gæðingur í vinning FIMM vetra gæðingur, Glæsir frá Bergþórshvoli í Landeyjum, er fyrsti vinningur í „Happdrætti Fáks 1983“, en dregið verður í því hinn 1. júní næstkomandi. Aðrir vinningar eru flugferðir fyrir tvo á innanlandsleiðum með Flugleið- um, þriðji vinningur er beisli frá versluninni Hestamanninum og fjórði vinningur er matur fyrir tvo á Hótel Sögu. Það er Kvennadeild Hesta- mannafélagsins Fáks í Reykjavík, sem efnir til happdrættisins, en allur ágóði af því rennur til upp- byggingar á félagssvæði Fáks i Reykjavík. Dregið verður í happ- drættinu 7. júní. Fákskonur viö sölu happdrættismiða {Austurstræti í Reykjavík. Ljósm.: OtK.Mag. GLÆSILEGUR SUMARBÚSTAÐUR FRÁ HUSASMIÐJUNNI Til sýnis á svæöi Skógræktarfélags Reykjavíkur í Fossvogi um helgina og næstu daga. Komið og skoöið bústaðinn í fallegu umhverfi. Leitið upplýsinga um möguleikana sem sumarbústaðir okkar bjóða. HÚSASMIÐJAN HF. Súöavogi 3-5,104 Reykjavík, sími: 84599 NÝLEGA kom út hjá bókaútgáf- unni Bjöllunni bókin „Ása, Jón og Agnarögn“ eftir Grethe Fager- ström og Gunilla Hansson. í for- mála að bókinni segir þýðandinn Helga Guðmundsdóttir meðal ann- ars: „Bókin Ása, Jón og Agnarögn er kynfræðsla handa börnum. Þetta er myndasaga með samtölum, þar sem segir frá Ásu og Jóni, sem eignast systkini. Bókinni er ætlað að auðvelda börnum að fá opinská og hreinskilningsleg svör við spurningum sínum um kynlífið og auðvelda fullorðnu fólki að gefa slík svör. Bókin er auðlesin og myndasag- an auðveldar börnunum að rifja upp hina ýmsu kafla á eigin spýt- ur, einnig þeim, sem ekki eru læs. En það varðar miklu að bókin sé lesin með einhverjum fullorðnum fyrst. Bókin er gefin út í samvinnu við sænsku útgáfuna Gávle. Prent- stofa G. Benediktssonar sá um umbrot og filmuvinnu. Sjúkrastöð SAA Laugardaginn 28. maí kl. tvö til sex eh. verður sjúkrastöð SÁÁ til sýnis. SÁÁ býður öllum landsmönnum að koma í heimsókn og skoða hina nýju sjúkrastöð sem nú er komin undir þak. Öllum gestum verður boðið upp á kökur og kaffi eða gosdrykk. Skemmtiatriði hefjast kl. 3. Þá mætir Tóti trúður og Dixielandhljómsveit leikur. Fjölmennið og njótið dagsins með SÁÁ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.