Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1983 23 Danmörk: Einingu lokið í utanríkismálum „Hræsni og svik viö bandamenn okkar,“ sagdi Poul Schliiter Kaupmannahöfn, 26. maí. Frá fréttaritara Mbl. í DAG lauk þeirri miklu pólitísku einingu, sem verið hefur í Danmörku um afstöðuna til Atlantshafsbandalagsins og utanríkismála síðustu 34 árin. Það gerðist með því, að samþykkt var á þingi tillaga frá jafnaðarmönnum þess efnis, að Vestur-Evrópuríkin skyldu krefjast þess, að viðræður stórveldanna um fækkun kjarnorkuvopna héldu áfram eftir nk. áramót en miðað hefur verið við, að þeim lyki þá. í tillögu jafnaðarmanna er gert ráð fyrir, að eftir áramótin megi stórveldin ekki fjölga kjarnorku- vopnum sínum og að eldflaugar Breta og Frakka verði taldar með eins og Sovétmenn hafa krafist. Þingmenn úr Vinstriflokknum og Róttæka vinstriflokknum snerust á sveif með jafnaðarmönnum og því fékkst tillagan samþykkt. Poul Schlúter, forsætisráð- herra, sagði, að allir væru sam- mála um meginmarkmiðið, af- vopnunina, en samþykkt tillög- unnar neyddi hins vegar stjórnina til að taka upp stefnu, sem gerði Dani að undanvillingi í Atlants- hafsbandalaginu og annars flokks aðildarríki. „Það er takmark Sovétmanna að rjúfa einingu vestrænna lýðræð- isríkja," sagði Schlúter, „og þessi tillaga er hræsni og svik við bandamenn okkar í NATO.“ Sagð- ist Schlúter áskilja sér allan rétt til að skýra ráðamönnum annarra NATO-ríkja frá því pólitíska ástandi í Danmörku, sem lægi að baki samþykktinni, um leið og hann kynnti þeim þessa nýju stefnu þingsins. Hins vegar sagði hann, að stjórnin ætlaði sér ekki að gera samþykktina að fráfarar- atriði vegna þess, að það endur- reisnarstarf, sem unnið væri að í dönskum efnahagsmálum, yrði að hafa allan forgang. Hér má sjá hvernig umhorfs var í Teglio í gær, eftir að snjóflóó höfðu fallið á húsaþyrpingu með þeim afleiðingum að tíu manns fórust og margir slösuðust. Tíu létust í snjóskriðum Teglio, Ítalíu, 27. maí. AP. GÍFURLEGAR snjóskriður féllu á hressingarheimili fyrir fatlaða á mánudag með þeim afleiðingum að tveir menn létust og var þá tala látinna vegna snjóflóða í þessum litla ítalska bæ komin upp í tíu manns, að því er segir í fregnum frá yfirvöldum. Björgunarsveitir unnu við að grafa í rústum heimilisins í dag, en þar var allt umhorfs eins og eftir loftárás. Teglio, sem er við landamæri Sviss í Ölpunum, hefur orðið illa úti síðastliðnar þrjár vikur vegna rigninga og snjóa á víxl, með þeim afleiðingum að á mánudag féllu þar þrjár snjóskriður og er talið að alls hafi 22 slasast. Noregur: Sækja bara sjó á virkum dögum Fiskveiðar bannaöar um helgar og á hátíðisdögum Ósló, 27. maí. Frá fréttaritara Mbl., Jan-Erik Lauré. ÞRÁTT fyrir mikil mótmæli sjómanna hafa báðar deildir Stórþingsins norska samþykkt ný lög, sem banna veiðar innan 200 mílna fiskveiðilögsög- unnar um helgar og á öðrum hátíðisdögum. Áður gilti helgarveiðibannið aðeins innan 12 mílna lögsögunnar. Mikill ágreiningur var um þetta mál á þingi. í óðalsþinginu eða neðri deildinni réð tvöfaldur at- kvæðisréttur deildarforseta úr- slitum um samþykkt þess og í lög- þinginu eða efri deild var það samþykkt með 18 atkvæðum gegn 16. Talsmenn Verkamannaflokks- ins og Kristilega þjóðarflokksins, sem voru hlynntir veiðibanninu, lögðu áherslu á, að bæta þyrfti sjómönnum þann skaða, sem þeir yrðu fyrir af þessum sökum. f umræðunum um málið lagði talsmaður Verkamannaflokksins, Eyvind Bolle, fyrrum sjávarút- vegsráðherra, fram langan lista yfir þá báta, 600 talsins, sem hann sagði þurfa á bótum að halda vegna bannsins. Voru það skip úr flestum greinum fiskveiðanna. Verdens Gang, stærsta blaðið í Noregi, réðst mjög harkalega á þessa lagasetningu í leiðara og sagði, að vegna hennar væru að- stæður norskra sjómanna nú erf- iðari og undarlegri en meðal nokk- urrar annarrar fiskveiðiþjóðar í heimi. Það þekktist hvergi, að sjór væri aðeins sóttur á virkum dög- um. Hamstraplága í Frakklandi SÝNUM: i moTAI UWi. . NOTAÐA BILA' um jjiazda Glæsilegt úrval1 "andi og með frnaðaCga.Meðaia:nats: 62620004dyia 929 4dyraLTD 323 5 dyra 1300 626 2000 4dyrasi.sk- 3231300 Saloon Árg- ’82 ’82 ’82 ’81 '81 Ekinn 24.000 6.000 18.000 32.000 32.000 Strasbourg, Frakklandi, AP. NOKKURS konar neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Elsass-héraði í Austur-Frakklandi og ástæðan fyrir því er villtir hamstrar, sem fara þar sem logi yfir akur. Yfirvöld á þessum slóðum segja, að um 40 þorp hafi orðið fyrir barðinu á hamstraplágunni en sumir þeirra eru á stærð við kan- ínu. Að venju er vorverkunum lok- ið í Frakklandi og sæðið komið í jörð en hamstrarnir vilja ekki bíða eðlilegan tíma eftir uppsker- unni. Þeir grafa upp sáðkornið og eru svo fundvísir á það, að sums staðar er ekkert eftir. Hömstrunum fjölgar ört við góð skilyrði og síðasti vetur var óvenju mildur í Frakklandi og víð- ar í Evrópu. Bændurnir beita öll- um ráðum í baráttunni gegn vaijg- inum, eitri jafnt sem skotvopnum, og algengt er að dagsafli eins manns sé nokkur hundruð dýr. Fólksbíll/Stationbíll Nýr framdrifinn MAZDA 626 5 dyra Hatchback margfaldur verðlaunabíll. Vél: 102 hö DIN Viðbragð: 0-100 km 10.4 sek. Vindstuðull: 0.35 Farangursgeymsla: 600 iítrar m/niðurfelldu aftursæti Bensíneyðsla: 6.3 L/100 km á 90 km hraða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.