Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1983 13 og tók enginn þingmaður þar til máls, sem vakti undrun. Athuga- semdir voru gerðar við þessa verkaskiptingu í ríkisstjórninni, en niðurstaða þingflokksins var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Að kvöldi miðvikudagsins var greint frá ráðherraefnum Fram- sóknarflokksins, sem valdir voru samkvæmt tillögu Steingríms Hermannssonar, en á fimmtu- dagsmorgun kom þingflokkur Sjálfstæðisflokksins saman til að kjósa ráðherra. Greiddu menn þar atkvæði á milli manna en kusu þá ekki til að gegna ákveðnum emb- ættum. Eftir kjörið í þingflokkn- um hittust ráðherraefnin á fundi og skiptu með sér verkum. Af 10 ráðherrum eru þrír sjálfstæðismenn úr Reykjavík og einn úr Reykjaneskjördæmi, sem sé fjórir frá fjölmennustu kjör- dæmum landsins. Tveir eru úr hinu fámennasta, Vestfjörðum. Tveir af Austfjörðum, einn af Suð- urlandi og einn af Vesturlandi. Norðurlandskjördæmin tvö eiga nú enga ráðherra í ríkisstjórn en áttu þrjá síðast, þar af Norður- land vestra tvo. I fyrsta sinn síðan dr. Kristinn Guðmundsson varð utanríkisráðherra án þess að sitja á þingi, situr utanþingsmaður í ríkisstjórn íslands, Geir Hall- grímsson, utanríkisráðherra. Of snemmt að dæma Áður en Gunnar Thoroddsen gekk út úr forsetasetrinu á Bessa- stöðum á fimmtudag og lauk þar með formlegum afskiptum sinum af stjórnmálum eftir viðburðarík- an feril i hálfa öld, sagði hann ekki tímabært að dæma hina nýju stjórn. Á þessu stigi getur enginn fellt neinn dóm um hana. Hins vegar er ljóst að hún fer ekki af stað með lúðraþyt og söng, enda þykir það ekki lengur við hæfi að menn gangi þannig til tvísýnnar orrustu. Fyrstu ummæli hinna nýju ráðherra i fjölmiðlum gefa jafnframt til kynna að skuggi holskeflunnar hvílir yfir þeim. Á sínum tíma voru þau pólitisku rök sett fram fyrir leiftursókn gegn verðbólgunni, að aðeins með snöggu átaki sem að visu væri sársaukafullt í stuttan tima væri unnt að rjúfa vítahringinn. Svo virðist sem ríkisstjórnin hafi valið þessa leið og gengið eins langt og þanþol þingflokkanna beggja leyfði, aðrir flokkar gáfust upp jafnvel áður en sársaukinn byrj- aði. Verkalýðshreyfingin býr fé- lagsmenn sína nú undir rothögg eins og sagt er í ályktun ASÍ og BSRB og víst er að við mikinn sársauka missa menn oft meðvit- undina. Það er því best fyrir okkur venjulega farþega að spenna belt- in (sultarólina?), því nú förum við af stað úr því að stjórnmálamenn- irnir hafa ratað út úr völundar- húsinu. sig að hafa hann til undaneldis og þannig má spara bæði tíma og fyrirhöfn. Hins vegar flaska menn iðulega á því, að taka ekki alla þá þætti með í reikninginn, sem þurfa að vera fyrir hendi til að hestur sé heppilegur til undaneldis, og ein- blína á einhvern einn þátt sem er góður, þó hesturinn sé svo gallaður að einhverju öðru leyti, að það ger- ir hann óhæfan til undaneldis,“ sagði Þorkell. Getur þú gefið einhverja for- skrift að því hvernig hinn æskilegi hestur á að vera? „Já, ég get reynt það. Hann á að vera vel stór, helst ekki minni en 144 sentimetrar á hæð, fríður og svipgóður. Hann á að vera reistur með góðar herðar og fremur mjúkt bak. Lendin á að vera brött, löng og jöfn. Ég legg áherslu á að lengdin í bolnum þarf að vera góð. Fætur eiga að vera stæltir og fjaðurmagn- aðir og nokkuð vel réttir og hófar efnisgóðir og djúpir. Lundin þarf að vera ljúf og viljinn góður. Þá þarf að vera allur gangur í hestin- um og við leggjum áherslu á að það finnist skeið í honum, viljum ein- dregið hafa það með,“ sagði Þorkell Bjarnason hrossaræktarráðunaut- ur að lokum. „Gamall draumur orðinn DÓRA S 200 Reykjavík heitir nýja skútan þeirra hjóna Magnúsar Magnússonar og Dóru Jónsdóttur, sem þau komu með hingaó til lands á þriðjudagsmorgun. „Gamall draumur er orðinn að veruleika," sögðu þau brosandi er blm. Mbl. hitti þau um borð í skútunni. Þetta hefur staðið til lengi og eftir að hafa kynnt okkur geysimargt, keyptum við þessa skútu í haust en hún kost- aði þá á milli sex og sjöhundruð þúsund, nýsmíðuð. Við fórum svo núna ásamt syni okkar að ná í skútuna og sigldum henni heim. Við erum bæði búin að vera á námskeiðum í siglinga- fræðum í Sjómannaskólanum og höfum lokið „pungaprófinu" eins og það er kallað eða 30 tonna réttindum. Við skiptumst því á að stýra fleyinu heim á leið, komum við i fjórum höfnum meðfram vesturströnd Eng- lands, og þaðan fórum við síð- asta legginn á sex dögum. Við þurftum ekki mikið að nota mót- orinn, keyrðum aðeinseins og hundrað tíma á vél en hitt á seglum. Veðrið var ágætt á leið- inni heim, skútan fer vel í sjó og var langt frá því að við yrðum sjóveik, enda búin að eiga vélbát áður og vön að sigla. Dóra og Magnus um borð f skútuuni. að veruleika“ umhelg,na , ' iv t\\ að kynna og spia^a ^Ípu^Vaa0fl 1 lSv,s9ata\nUm. leiðbeinafo'ki. •s£ássr~' mun’ Lipurtþíónustufólk við afgreiðslu. . ckoðið, fræðist °9 Komið í B!óma4kkar aarðrsekt. viðspumingumY fáiðsvör 36770-86340 Grooun lúsinu við Sigtún- Simar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.