Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1983 BJÖRN BJARNASON AFINNLENDUM VETTVANGI Út úr völundarhúsinu í huga þess sem fylgist með gangi stjórnmála utan þingflokka og tekur ekki þátt í ferð þeirra um völundar- hús stjórnarmyndunarviðræðna get- ur varla verið efun, að sá sem leiddi þingmenn út úr rangölunum að þessu sinni var utanþingsmaður- inn Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Auðvitað grein- ir menn á um hinar formlegu og efn- islegu lyktir. Um tvennt ættu flestir þó að geta verið sammála: 1) Fyrir liggur stuðningur 37 þingmanna við meirihlutastjórn tveggja flokka sem hlutu tæp 50% atkvæða í kosningun- um 23. apríl. 2) Tekist hefur að forða þjóðarskútunni undan versta högg- inu af holskeflunni sem væntanleg var 1. júní næstkomandi og mótaðar hafa verið á réttum pólitískum vett- vangi, aðgerðir sem rjúfa eiga víta- hring verðbólgunnar ef allt gengur eftir. Ef breyta á þessari niðurstöðu þarf í fyrsta lagi að brjóta þingmeiri- hlutann á bak aftur og í öðru lagi að sannfæra menn um að til sé önnur betri leið en sú sem ætlunin er að fara. Blásið til átaka Það fer ekki á milli mála hvaða ráðum þeir ætla að beita, sem eru andvígir hinu nýja samstarfi og stefnunni sem samkomulag varð um. Þeir ætla að höfða til þess á fyrsta stigi, að með aðgerðunum sé hag manna stefnt í meira óefni en fyrirsjáanlegt var. Vandanum sé velt yfir á herðar einstaklinga og heimilanna en atvinnufyrir- tækin eða „milliliðirnir", eins og þau eru nefnd við þær aðstæður sem nú á að skapa, sleppi of létt. Svarið við þessum rökum er, að án þessa tilflutnings á byrðum, bresti forsendur fyrir atvinnurekstri og atvinnuleysi sé meira böl en að herða ólina um sinn og spara. Ekki er líklegt að á þessu stigi verði efnt til útflutningshindrana eða verkfalla, menn láti harðorðar yfirlýsingar nægja, en ákveði að bíða og sjá hvað setur. Verst yrði útkoman auðvitað ef samhliða kjaraskerðingu kæmi atvinnu- leysi. Ekki er vafi á því að mikið áróð- ursstríð er í vændum. Ein mikil- vægasta forsendan fyrir að hinni nýju ríkisstjórn takist ætlunar- verk sitt er, að hún hafi afl til þess að sannfæra þjóðina um nauðsyn hinna harkalegu aðgerða. And- stæðingar hennar eru ríkisaf- skiptamenn og sjálfskipaðir „vinir alþýðunnar", þeir líta ekki á ríkis- sjóð sem óæskilegan „millilið" og kjósa ekki að létta á byrðum al- mennings með því að draga úr skattheimtu eða ríkisumsvifum, þess vegna mun þagað um þann mikilvæga þátt í áróðursstríðinu ef ráðherrarnir sjálfir halda hon- um ekki á loft og ganga fram fyrir skjöldu með því að framkvæma fyrirheitin um lækkun skatta, minni álögur og opinberan sam- drátt. Á síðustu dögum stjórn- armyndunarviðræðnanna bárust fréttir um lélega afkomu ríkis- sjóðs og mikinn halla á honum á þessu ári. Sannleiksgildi þeirra frétta skal ekki dregið í efa. Þær minna þó þann sem oft ritar um hernaðarleg málefni á fullyrð- ingar um að á úrslitastundu í við- kvæmum umræðum um útgjöld til vamarmála beiti hershöfðingjar því ráði að benda á yfirburði and- stæðingsins á einhverju sviði til að kría út meiri peninga. Þróun viðræðnanna Geir Hallgrímsson gerði flokksráði sjálfstæðismanna ítar- lega grein fyrir því á miðviku- dagskvöld hvernig stjórnarmynd- unarviðræðurnar þróuðust. Frá upphafi lá Ijóst fyrir, að starfhæf meirihlutastjórn yrði ekki mynd- uð án þátttöku Sjálfstæðisflokks- ins. Þá urðu sjálfstæðismenn varir við það, að nú var meiri skilningur en áður á því hjá öðrum flokkum að grípa yrði til róttækra efna- hagsráðstafana. Þetta voru helstu vörðurnar á leiðinni út úr völund- arhúsinu. Sjálfstæðismenn könn- uðu viðhorf allra flokka. Alþýðubandalagið taldi að tölu- verðan tíma þyrfti til að rækta jarðveginn ef stjórn þess og Sjálfstæðisflokksins ætti að skjóta rótum. Þessa staðreynd þurfa mann að hafa í huga þegar litið er á tillögu Svavars Gestsson- ar um að fresta 1. júní um einn mánuð. Formaður Álþýðubanda- lagsins vildi með því fá rýmri tlma til að ræða við Sjálfstæðisflokk- inn. Vonir hans í því efni urðu að engu strax eftir að hann fékk um- boð til stjórnarmyndunar. Svavar fór klaufalega af stað með því að dreifa krossaprófinu fræga. Eftir að sjálfstæðismenn kröfðust þess að hann svaraði prófinu sjálfur fyrst, sem hann gerði ekki, rann tilraun Alþýðubandalagsins út í sandinn. Alþýðubandalaginu ætti að vera orðið ljóst, að það er rangt fyrir flokkinn að heimta stjórn- armyndunarumboð vilji hann 1 raun ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Eftir að fulltrúar Bandalags jafnaðarmanna og Alþýðuflokks höfðu ræðst við sín á milli skapað- ist fyrst forsenda fyrir raunhæf- um viðræðum þeirra við Sjálf- stæðisflokkinn. Margt mælti með því að þessir þrír flokkar samein- uðust um meirihlutastjórn er nyti stuðnings 33 þingmanna. Því mið- ur voru of mörg ljón í veginum og eins og síðar sannaðist í viðræðum við Alþýðuflokkinn skorti hann jafnvel þrek til að setjast í stjórn með Framsóknarflokki og Sjálf- stæðisflokki. Er ljóst, að Alþýðu- flokknum er brýn nauðsyn að treysta innviði sína. Það er alls ekki heppilegt fyrir þróun ís- lenskra stjórnmála að talsmenn jafnaðarstefnunnar á íslandi leys- ist upp í frumeindir sem ógjörn- ingur er að sameina til kröftugs átaks. Hvað þá heldur að flokkur þeirra verði svo opinn fyrir áhrif- um frá aðilum vinstra megin við hann, að ekki sé lengur nein fyrir- staða gegn óæskilegri íhlutun og yfirgangi. Viðræður Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fóru fram með hléum sem meðal annars áttu ræt- ur að rekja til ágreinings um leiðir í baráttunni við verðbólguna. í fyrstu héldu framsóknarmenn fast við niðurtalninguna, en sætt- ust síðan á „niðurtalningu í einu stökki“ ef svo má segja. Þeir vildu einnig lögbinda kjaramál til lengri tíma en sjálfstæðismenn gátu samþykkt. Málamiðlun náðist að lokum og birtist hún í stjórnar- sáttmáianum. Jafnframt var það niðurstaðan að árangur efnahags- aðgerðanna þarf að vera kominn í ljós, áður en gengið verður til kosninga að nýju samkvæmt nýrri skipan. Sjálfstæðismenn könnuðu við- horf annarra flokka til minni- hlutastjórnar Sjálfstæðisflokks- ins. Undirtektir voru á þann veg, að sá kostur var talinn útilokaður. Skipting ráðuneyta Þegar samið hafði verið um málefnin var tekið til við að ræða skiptingu ráðuneyta á milli Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Tvær meginhugmyndir voru uppi. Annars vegar um fimm ráðherra frá hvorum flokki og hefði þá Sjálfstæðisflokkurinn forsætis- ráðherrann, hins vegar um sex ráðherra sjálfstæðismanna og fjóra frá framsókn. Af hálfu þing- flokks sjálfstæðismanna var kannað hvort framsóknarmenn gætu sætt sig við fjóra ráðherra á móti fimm sjálfstæðismönnum og forsætið hjá Sjálfstæðisflokknum. Eftir atkvæðagreiðslur, viðræður aðila fram eftir degi á miðvikudag og margvíslegar vangaveltur varð niðurstaðan sú sem við blasir. Frá henni skýrði Geir Hallgrímsson á flokksráðsfundi sjálfstæðis- manna. En hann var einn mál- svari þingflokksins á þeim fundi Leggjum áherslu á að skeið finnist í hestunum Stutt spjall við Þorkel Bjarnason hrossaræktarráðunaut Öngull, 7 vetra, blesóttur, frá Kirkjubae. MorgunblaNft/KÖE. „Við höfum haldið þessar sýn- ingar á hestum stöðvarinnar ár- lega, en það er nýmæli að bjóða þangað aðkomuhestum, eins og við munum nú gera. Hestarnir sem við skoðum. hér erutfjestif.á.aldrinum 4—5 vetra og nokkuð tamdir, þó innan um séu bæði yngri og eldri hestar. Það sem við reynum að meta er hvort hestarnir séu heppi- legir til undaneldis. Flestir þeirra dæmast til geldingar vegna ein- hverra galla, sem á þeim finnast. Þau atriði sem skoðuð eru eru sam- ræmi í byggingu hestsins, lundar- far, fótagerð og hófar og hjá þeim sem eru tamdir, reiðhestakostir. Stundum er hægt að sjá það fyrir- fram hvort hestur er svo gallaður að einhverju leyti að ekki borgar .muJoI öfi uj „ÞETTA er gert til að leiðbeina mönnum með það, hvort þeir eigi að halda þessum hestum áfram sem stóðhestum, og þeir hestar sem reyn- ast bestir fá leyfi til að koma fram á sýningu á hestum Stóðhestastöðvar- innar í Gunnarsholti, laugardaginn 28. maí næstkomandi," sagði Þorkell Bjarnason, hrossaræktarráðunautur, Búnaðarfélags íslands, þegar Morg- unblaðið hitti hann að máli á Hellu um miðja síðustu viku, en stóðhesta- skoðanir fóru þá fram á tveim stöðum sunnanlands, á Selfossi og á Hellu, og voru alls ura 20 hestar skoðaðir á báðum stöðunum. Draupnir, 7 vetra, undan Þætti frá Kirkjubæ, skoðaður. Það er eigandi hests- ins, Þorvaldur Ágústsson, sem heldur í hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.