Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1983 Hjólreiðadagurinn 1983 er í dag: Þúsundir barna hjóla til styrktar fötluðum börnum Hjólreiðadagurinn 1983 er í dag, laugardag, eins og áður hefur verið skýrt frá. Þús- undir grunnskólanema í Reykjavík, Mosfellssveit, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Hafnarfirði og Kópavogi hafa undanfarna daga safnað fé til styrktar fötluðum börnum. í dag klukkan tvö munu krakkarnir síðan hjóla niður á Lækjartorg og afhenda söfnunarféð. Áætlað er að um sex þúsund börn muni taka þátt í hjólreiðadeginum að þessu sinni, og á Lækjar- torgi verður efnt til fjöl- breyttrar útiskemmtunar, og og aðra þá sem vilja hjóla. Félagar úr Hjólreiðafélagi Reykjavíkur munu einnig hjóla með öllum hópun- um. Enn munu félagar úr Flugbjörg- unarsveitinni í Reykjavík verða hverjum hópi til aðstoðar, og bif- reiðastjórar frá Nýju sendibílastöð- inni munu fylgja hópunum á leið þeirra. Hægt verður að taka börn og hjól uppí ef eitthvað bilar, og aðstoð verður veitt við heimferð krakkanna aftur af sömu aðilum, sérstaklega þau, sem lengst eiga heim. Foreldrar barnanna eru hvattir til að hjóla með eigi þeir þess kost, og börnin eru beðin að vera vel klædd eða hafa með sér hlífðarfatnað. Á Lækjartorgi verður sem fyrr segir efnt til skemmtunar. Þar mun Lúðrasveit Reykjavíkur leika á með- an börnin koma inn á torgið. Síðan leikur rokkhljómsveitin Iss nokkur lög, Þorgeir Astvaldsson og Magnús Hjólreiðafólk í Reykjavfk. Hjólreiðadagurinn er í dag, ag er búist við um sex þúsund krökkum i reiðhjóhim sfnum i Lækjartorg klukkan 14. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir BERNARD GWERTZMAN Frá komn „bátafólksins“ 1980. Bandarfkjamenn vilja senda kúbanska saka- menn til síns heima Bandaríkjastjórn hefur farið þess i leit við kúbönsku ríkisstjórnina að hún taki við nokkrum þúsundum kúbansks „bátafólks“, sem komu til Bandarfkjanna frá Mariel á Kúbu árið 1980. Alls fóru um 125 þúsund manns á þennan hátt til Bandarfkjanna þi, að því er talsmaður utanrík- isráðuneytisins í Washington skýrði frá í dag. Thomas O. Enders, sem fer með þau málefni í utanríkisráðuneytinu, sem snerta milefni Ameríku, ræddi í dag við Ramon Sanches-Parodi, formann kúbönsku hagsmuna- samtakanna, og bar fram þessi tilmæli og greindi honum frá þeirri ákvörðun að Bandaríkjastjórn myndi ekki taka við fleiri ólöglegum inn- flytjendum frá Kúbu, að minnsta kosti ekki fyrr en þetta mál hefði verið leitt til lykta. Davíð Oddsson borgarstjóri tekur á móti hjólreiðafólk- inu. Hjólreiðafólkið mun leggja af stað frá fimmtán skólum á höfuðborg- arsvæðinu klukkan tvö. Skólarnir sem lagt verður af stað frá eru eftir- taldir: Hagaskóli, Hvassaleitisskóli, Hlíðaskóli, Langholtsskóli, Réttar- holtsskóli, Laugarnesskóli, Breið- holtsskóli, Árbæjarskóli, Seljaskóli, Fellaskóli, allir f Reykjavfk. Við alla skólana í Reykjavfk eiga krakkarnir að koma klukkan 13.30. Cr Mosfells- sveit verður lagt af stað frá Varm- árskóla klukkan 14.00, eins og hinum skólunum, en mæting er klukkan 13.00. Frá Seltjarnarnesi verður hjólað frá Mýrarhúsaskóla, þar á að mæta klukkan 13.00 og farið verður af stað klukkan 14.00. Úr Garðabæ verður hjólað frá Flataskóla klukkan 13.45, og mæting er þar klukkan 13.00. Börn úr Kópavogi hjóla frá Kópavogsskóla og Kársnesskóla, mæting er klukkan 13.00 og brottför klukkan 14.00. Frá Hafnarfirði verð- ur hjólað frá Víðistaðaskóla. Mæting er klukkan 13.00 og brottför 13.45. Með öllum hópunum verða Iög- regluþjónar, sem aðstoða krakkana Stjórnar nýju útibúi Út- vegsbankans UM MIÐJAN maímánuð opnaði Út- vegsbanki fslands nýtt útibú að Stiga- hlíð 45—47 í Reykjavfk. Starfsmenn útibúsins eru fjórir og útibússtjóri Eric Hákansson, fæddur og uppalinn Reykvíkingur. Hann hefur starfað við bankastörf frá árinu 1962 er hann hóf störf í fyrsta útibúi Útvegsbankans í Reykjavík á Laugavegi 105. Hin síð- ari ár hefur Eric verið staðgengill útibússtjóra þar. Eric er kvæntur Halldóru Kristinsdóttur frá Akur- eyri._______________________ ÓLafsson skemmta, Pálmi Gunn- arsson og Bergþóra Árnadóttir koma fram, og margt fleira. Borgarstjór- inn í Reykjavfk, Davfð Oddsson, mun taka á móti börnunum og afhenda ellefu heppnum hjólreiðamönnum splunkuný reiðhjól, sem dregin verða út. Þau eru meðal 150 glæsi- legra vinninga í happdrættinu, en allir þeir sem þátt taka 1 söfnuninni fá happdrættismiða við afhendingu söfnunarfjárins. Happdrættismið- arnir eru í formi viðurkenningar- skjala, þar sem Syrktarfélag lam- aðra og fatlaðra þakka aðstoð við að reisa sumardvalarheimili fyrir fötl- uð börn í Mosfellssveit. Þau Bryndfs Schram og Þorgeir Ástvaldsson kynna á skemmtuninni á Lækjartorgi. Félagar úr Kvenna- deild styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra og konur úr „Svölunum" — fé- lagi núverandi og fyrrverandi flug- freyja, munu taka við söfnunarfénu. Á Lækjartorgi hefur verið komið upp sérstökum hjólreiðageymslum, og munu félagar úr Lionsklúbbnum Nirði gæta hjólanna á meðan skemmtunin stendur yfir. Á Lækj- artorgi fá allir þátttakendurnir svaladrykk frá Coca-Cola, og allir þátttakendur fá hufur frá Simba- barnafatamerkinu. Enders mun hafa látið Sanches-Parodi fá í hendur lista yfir 789 Kúbani, sem sitja f fangelsum f Átlanta og krafizt er að fluttir verði til síns heima. Aft- ur á móti gæti talan á endanum hlaupið á þó nokkrum þúsundum þegar öll kurl kæmi til grafar. Arið 1980 krafðist Fidel Castro, forseti Kúbu, þess, að 125 þúsund manns yrðu flutt sjóleiðina til Bandaríkjanna; margt af þessu fólki var úr lægstu stéttum þjóð- félagsins og margir dæmdir glæpamenn. Carter-stjórnin reyndi eftir diplómatfskum leiðum að fá Kúbani til að taka aftur við sakamönnum og öðrum óæski- legum aðilum, sem voru fyrirferð- armiklir í þessum hópi Kúbana, en hafði ekki erindi sem erfiði. Þetta er í fyrsta skipti að Reag- an-stjórnin hefur tekið málið upp og opinber tilkynning hefur verið gefin út um málið. Astæðan fyrir því að málið er kunngert er að beita Kúbani þrýstingi til að þeir neyðist til að taka við þessum aðil- um. Utanríkisráðuneytið sagði í orð- sendingu sinni, að mikill meiri- hluti þessa fólks, sem kom ólög- lega til Bandaríkjanna fyrir þrem- ur árum, væri sómakært heiðurs- fólk sem hefði síðan fengið leyfi til búsetu og flestir hafi átt ættingja fyrir i Bandaríkjunum og oftast flutt til þeirra. Langflestir hafi fengið vinnu og standi sig ágæt- lega. Hins vegar býr þetta fólk við öryggisleysi, þar sem f undirbún- ingi er lagasetning f þinginu um innflytjendamál. Fundur Enders og Sanches- Parodi þótti tiðindum sæta vegna þess að ekki er algengt að svo háttsettur embættismaður hafi afskipti af slíku máli. Embættis- menn í utanríkisráðuneytinu lögðu áherzlu á að ekkert mál hafi verið rætt utan nefnd innflytj- endamál. Stjórnin hefur hins veg- ar hafnað eða frestað að taka af- stöðu til tillagna frá þinginu um að viðræður við fulltrúa Kúbu yrðu formlega hafnar, bæði varð- andi málefni Mið-Ameríku og fleiri málefni sem mönnum þykir nú tími til kominn að bandarfska stjórnin horfist í augu við. Utanríkisráðuneytið sagði, að af þessum 125 þúsund innflytjendum hefðu nokkur þúsund verið hand- tekin við komuna vegna þeirra glæpa sem þau hefðu drýgt og oft verið sakfelld fyrir á Kúbu. Sagði talsmaðurinn, að margir þessara sakamanna hefðu setið inni ailar götur síðan og aðrir hefðu gerzt sekir um voðaverk og hefðu verið dæmdir til fangelsisvistar. Auk þess væru í hópnum margir sem væru taldir „óæskilegir", en ekki var skilgreint nánar hvað í þvf fælist. Talsmaður innflytjendaþjónust- unnar sagði, að 1.024 Kúbanir, sem teldust til bátafólksins, væru í fangelsum, eitt hundrað til við- bótar væru á geðsjúkrahúsum. Fimmtán hundruð og tuttugu hefðu verið náðaðir en ekki þætti eftirsóknarvert að þeir settust að til frambúðar í Bandaríkjunum. Embættismaður utanrikisráðu- neytisins sagði, að stjórn Jimmy Carters, fyrrverandi forseta, hefði fimm sinnum sent Castro og stjórn hans orðsendingu, þar sem óskað var eftir að Kúbanir veittu viðtöku larfalákum þessum. Hefði stjórnin í Havana aðeins einu sinni virt Carter svars og þá „óað- gengileg skilyrði". t desember 1980 og í janúar 1981 áttu fulltrúar Carter-stjórnarinn- ar „leynilegar viðræður" við Kúb- ani, að sögn talsmanns utanríkis- ráðuneytisins. Frá þvf hefur verið skýrt, að Peter Tarnoff, deildar- stjóri í ráðuneytinu, hafi þá meðal annars hitt Castro að máli f Hav- ana. Hins vegar hefðu viðræðurn- ar farið út um þúfur, þegar Kúb- anir hefðu krafizt þess að hver maður sem sneri aftur yrði að gera það af fúsum og frjálsum vilja, en Kúbumenn hefðu krafizt þess að fá að vera þar með í ráðum og lagt bann á að ákveðnir menn fengju að koma heim. Sfðan hafa kúbanskir embættismenn aldrei gefið f skyn að ,þeir væru tilbúnir til að breyta skilyrðum sfnum. Utanríkisráðuneytið ftrekaði því að nú myndu Bandaríkjamenn takrnarka mjög að veita kúbönsku innflytjendum hæli, fyrr en stjórnin í Havana hefði sýnt sveigjanleika. Myndi að vfsu verða tekið tillit til þess ef eiginkonur eða börn eða aldnir foreldrar inn- flytjenda, sem fyrir eru, kæmu til Bandarikjanna. Er þess nú beðið með nokkurri eftirvæntingu f Washington og kannski ekki síður meðal Kúbu- mannaanna sjálfra hvernig undir- tektir verða í Havana. Banda- rikjamönnum þykir hart að þurfa að sitja uppi með alls konar glæpalýð, sem kúbönsk stjórnvöld gerðu í að losna við til að rýma þar til í fangelsum. (Lauslega snúið h.k.) .uvi'i'i'imri yinun'iiu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.