Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1983 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1983 25 fMtogmifFlafrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 210 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 18 kr. eintakiö. Veldur hver á heldur egar Alþýðubandalagið vann að vegagerð til áframhaldandi stjórnaraðild- ar setti það fram kenninguna um „fjögurra ára neyðaráætl- un“. Sú kenning speglaði að hluta til almennt mat á arf- leifð fráfarandi ríkisstjórnar: þeim hrikalega vanda, sem við blasir í íslenzkum þjóðarbú- skap. Hún þjónaði líka þeim tilgangi að búa fylgjendur flokksins undir hugsanlega að- ild hans að nauðsynlegum efnahagsaðgerðum. Á lokaspretti stjórnar- myndunartilrauna gafst Al- þýðubandalagið hinsvegar upp. Það treysti sér ekki til að axla þann vanda og þá ábyrgð, sem fylgir því að vinna þjóðar- búið út úr mesta efnahags- vanda þess frá stofnun lýð- veldisins. Þessvegna skreið það inn í skel sérvizkumála, sem einangraði það frá sam- starfi við aðra stjórnmála- flokka. Þann veg brást það bæði trúnaði kjósenda sinna og hlutverki ábyrgs stjórn- málaflokks. Góðar óskir allra velmein- andi manna fylgja hinni nýju ríkisstjórn úr hlaði. Hún á ótvíræðan rétt bæði til starfs- friðar og til þess að leggja úr- ræði sín undir reynslupróf þess veruleika, sem næsta framtíð skenkir þjóðinni. Hún leggur upp með stjórnarsátt- mála, sem um flest er rétt- vísandi. Framkvæmd stefnu- miða stjórnarinnar ræður úr- slitum í þeim meginþáttum, sem þau ná til: að vinna bug á verðbólgu- og efnahagsvand- anum, að byggja upp trausta atvinnuvegi og koma á æski- legum stjórnkerfisbreyting- um. Góð stefnumið segja hins- vegar ekki hálfa sögu. Það er framkvæmd þeirra sem skipt- ir megin máli. Þessi ríkis- stjórn verður, eins og allar aðrar, dæmd af verkum sínum, hvern veg hún breytir orðum í veruleika. En við eigum öll, bæði sem heild og einstakl- ingar, mikið undir því komið, að ríkisstjórnin gangi fram af festu og einbeitni og hafi þrek og þor til að fylgja eftir kjarnaatriðum í boðskap sín- um. Það, sem meginmáli skiptir, er tvíþætt. Annarsvegar að ná niður óðaverðbólgu, sem ógnar atvinnu- og afkomuöryggi fólks, söluhagsmunum út- flutningsframleiðslu og efna- hagslegu sjálfstæði þjóðarinn- ar. Hinsvegar að búa hefð- bundnum atvinnuvegum, iðn- aði, sjávarútvegi og landbún- aði, rekstrar- og vaxtarskil- yrði, sem og að skjóta nýjum stoðum orkuiðnaðar undir þjóðarframleiðslu og öflun þjóðartekna. Framtíðarat- vinnuöryggi og framtíðar- lífskjör fólks hvíla á þessum hornsteinum. Á þessum starfsvettvangi ráðast örlög ríkisstjórnarinn- ar. Þar duga engin vettlinga- tök. Aðeins markvisst, alhliða átak, sem þó tekur óhjá- kvæmilegt tillit til erfiðrar stöðu hinna verst settu í þjóð- félaginu. Ríkisstjórnin þarf að fá starfsfrið. En ráðherrar verða jafnframt að gera sér ljóst, að þeir eru með verkum sínum að skrifa afdrifaríkan kapítula þjóðarsögunnar — og að veld- ur hver á heldur. Stjórnkerf- isbreytingar Isáttmála nýrrar ríkis- stjórnar er því heitið að bæta stjórnarhætti. Tilgang- urinn er m.a. að gera stjórn- kerfið virkara, einfalda opin- bera stjórnsýslu, bæta hag- stjórn, samræma ákvarðanir í opinberum fjárfestingum, draga úr ríkisumsvifum og efla eftirlit löggjafans með framkvæmdavaldinu. Til að ná þessum markmið- um er stefnt að því að setja nýja löggjöf um stjórnarráðið, að ríkisendurskoðun heyri undir Alþingi, eflingu rekstr- areftirlits með ríkisfyrirtækj- um m.a. með auknu markaðs- aðhaldi og auknum útboðum opinberra framkvæmda. Þá er stefnt að því að tryggja aukna arðgjöf fram- kvæmdafjár, treysta innlend- an sparnað og endurskoða sjóða- og bankakerfið. í því sambandi er talað um að stemma stigu við óhóflegri út- þenslu bankakerfis, endur- skoðun afurða- og rekstrar- lánakerfis, fækkun og sam- ræmingu fjárfestingarsjóða, fjölbreyttari sparnaðarform — svo sem samningsbundinn sparnað tengdan rétti til hús- næðislána —, frjálsræði í gjaldeyrisverzlun, rýmkun réttar til að eiga fé á innlend- um gjaldeyrisreikningum og endurskoðun laga um Fram- kvæmdastofnun ríkisins. Öll eru þessi stefnumið í breytingu stjórnkerfis og stjórnun peningamála góðra gjalda verð. En þau hafa það gildi eitt sem þeim verður búið í framkvæmdinni. Þessvegna er nauðsynlegt að hún verði í brennidepli almannaathygli. Engu að síður er ástæða til að fagna því að boðað er að stíga mikilvæg skref til frjálsræðis, hagræðis og hygginda í stjórn- kerfinu. Hvað segir fólk um nýju stjórn- ina og ráðstafanir hennar? EF MARKA MÁ samtöl sem Morgunblaðsmenn áttu við fólk á götum úti í gær, ríkir almenn ánægja með ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Ýmsir létu í Ijós þá skoðun sína að efnahagsaðgerðir stjórnarinnar kynnu að þrengja að landsmönnum, en sögðu harðar aðgerðir nauðsynlegar til að takast á við verðbólguna og lina þrautir þær sem dýrtíðinni fylgdu. Þegar á leið sprang okkar um göturnar leist okkur ekki á hversu almenn ánægja virtist vera með stjórnina og lögðum á okkur króka til að finna óánægða, en sú leit bar lítinn árangur. „Mér líst bara ágætlega á þessa ríkis- stjórn og óska henni góðs gengis," sagði Halldór Bjarni Árnason flug- maður hjá Halldór Bjarni Leiguflugi Árnason Sverris, þar sem hann var að gera klárt fyrir flug á Reykjavíkurflug- velli, en þar með var hann rokinn. „Eitthvað verður að gera og einhvers staðar verður það að koma niður," sagði Gunnar Krist- jánsson slökkvi- liðsmaður. Gunnar Hann sagði að Kristjánsson sér líkaði vel sú ríkisstjórn, sem sezt væri að völdum. „Ástandið er orðið þess konar að það þarf að beita hörku, og það er sama hvar það kemur niður og við lægst launuðu erum alveg tilbúnir að eitthvað hrökkvi úr okkar skál,“ sagði Gunnar. „Verra gat það verið," sagði Órlygur Sig- urðsson listmál- ari, þar sem hann stormaði í Austurstræti með próförk að grein í Morgun- blaðið upp á vasann. „Það stutta og einfalda er alltaf bezta svarið, að minnsta kosti í listum, og ætti það einnig að eiga við í stjórnmálum. Þar á ég ekki endilega við að leiftursókn sé rétta svarið við vandanum og allra meina bót.“ Örlygur Sigurösson „Ég er nú varla búin að átta mig á þessu, en vona að þeim takist allt vel,“ sagði Jakobína Þórð- ardóttir. „Dýr- tíðin fer alveg voðalega illa með allan almenning og því er von- andi að takist að rétta úr kútnum. Ég er kannski betur stæðari en aðr- ir, en átta mig samt ekki á hvernig aögerðir stjórnarinnar eiga eftir að koma við mig, þar sem ég er nýlega orðin ekkja." Úti á Reykjavíkurflugvelli hittum við forstöðumenn flugskólans Flugtak, Einar Frederiksen og Þorstein Sigurgeirsson. Þorsteinn Sigur- geirsson „Mér líst mjög vel á þessa stjórn," sagði Einar, „og ég hef góða trú á að henni takist að leysa vandann. Það er ánægjulegt að sjá þarna nýja og ferska menn með. Og svo eru nátt- úrulega þessir gömlu og þrautseigu, sem eru vel sjóaðir í þessu. Já, ég hef trú á að útkoman verði góð hjá þessum herramönnum," sagði Einar. „Ég vona bara að hún standi sig, því mér líst vel á hana, það er allt sem ég vil segja," sagði Þorsteinn. „Það er alveg á hreinu að það verður að gera eitthvað. Hvaða ráð duga bezt er ómögulegt að segja og ég er enginn hag- fræðingur, en það verður S.gurjonsson eitthvað að gera áður en allt fer til andskotans," sagði Hörður Sigur- jónsson flugmaður, þar sem hann var að kenna blindflug í kjallara Loftleiðahótelsins. „Sjálfsagt koma aðgerðir stjórn- arinnar harkalega niður á fólki, en þá er það bara spurningin hverjir eigi að borga brúsann. Eg verð að segja alveg eins og er að mér líst vel á þetta stjórnarsamstarf,“ sagði Hörður. „Mér líst al- veg ágætlega á ríkisstjórnina, en annars hef ég lítið vit á þessu og hef ekki leitt hugann að því, hvernig þessar aðgerðir hennar eiga eftir leggj- ast á fólk,“ sagði Elísabet Guð- mundsdóttir. Elísabet Guðmundsdóttir Hörður »Ég vona að henni gangi vel, því helvítis öng- þveitið er víst orðið alveg nóg,“ sagði Ragnar Ólafs- son, þar sem hann var á , fleygiferð í RaSnar Olafsson mannþrönginni í Austurstræti. „Ég óska henni alls velfarnaðar," sagði Ragnar. „Mér líst ekk- ert illa á þessa stjórn í sjálfu sér, og það er óskandi að hún nái einhverjum árangri," sagði Helgi Þórðarson starfsmaður við Reykjavíkur- Helg, Þóröarson „Það er tími til kominn að gera eitthvað," sagði Helgi, „og ég held að allir íslendingar verði að vera ábyrgir. Ég hef þó dálitlar áhyggjur gagnvart láglaunafólkinu og kvíði næstu misserum fyrir þess hönd. En einhverjir verða að stjórna," sagði Helgi. „Mér líst al- veg prýðilega á ríkisstjórnina, og ég held að hún eigi eftir að verða til góðs. Þótt fari erfiðir tímar í hönd, verðum við allir að taka þátt í Agnar Elíasson því að leysa vandann, þjóðin öll verður að standa saman," sagði Agnar Elíasson vörubílstjóri hjá Hafskip. „Fljótt á litið líst mér sæmi- lega á þessa stjórn," sagði Ólafur Davíð Ólafsson hafn- arverkamaður. „Þó hefði ég helzt viljað meiri- hlutastjórn Sjálfstæðisflokksins, en það er víst ekki hægt því kosn- ingarnar fóru á annan veg en ég vonaði. Ég hef satt að segja ekki kynnt mér þær aðgerðir sem stjórnin ætl- ar að grípa til, en manni skilst að taka verði á málum með festu þótt aðgerðirnar kunni að reynast ýms- um erfiðar," sagði Ólafur Davíð. »Ég get hvorki sagt hvort mér líst vel á stjórnina og aðgerðir hennar eða ekki,“ sagði Ásgeir Bald- ursson hafnar- verkamaður. Ásgeir Baldursson Ásgeir kvaðst ekki hafa sett sig inn í fyrirhugaðar efnahagsaðgerðir stjórnarinnar og þvi ekki vera til- búinn til að segja álit sitt á stjórn- inni eða áformum hennar. „Blessaður vertu, ég hef aldrei stúderað þessa pólitík, hef alltaf verið hlutlaus í þessu," sagði Björn Sigurðs- son afgreiðslu- maður á benz- Björn Sigurðsson ínstöðinni á Melunum. „En ég vona að betur gangi hjá þessari stjórn en hinum. Menn ræða þessi mál lítið þegar þeir koma hingað, og það er upp og ofan hvað mönnum sýnist. Það er helst að menn séu hræddir við kjaraskerðingu," sagði Björn. „Mér líst hvorki vel né illa á þessa stjórn," sagði Jón Petersen benzínaf- greiðslumaður. „Það er ekkert óeðlilegt að tveir stærstu Jón Petersen stjórnmálaflokkarnir stjórni sam- an. Ég er kannski ekkert ánægður með þær aðgerðir sem boðaðar eru, en það skiptir engu máli fyrir okkur hjónin, við erum bara tvö í heimili og vinnum bæði úti,“ sagði Jón. Vænti þess að ég geti orðið að liði Segir Jón Helgason landbúnaðarráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra „ÉG HEF lengi haft kynni af land- búnaöarmálum og þekki þann málaflokk því allvel,“ sagði Jón Helgason nýskipaður landbúnað- arráðherra er Morgunblaðið ræddi við hann. „Mér er Ijóst að í land- búnaðinum eru mörg úrlausnar- efni sem bíða þess að þau verði leyst,“ sagði Jón ennfremur, „og ég mun nú þegar kynna mér þessi mál frekar, ræða við ráðuneytis- stjórann og sjá stöðu mála, en ég býst við að forveri minn hafi skilið við allt í góðu lagi. Ég mun leitast við að eiga sem mest og best samskipti við bændasamtökin, og ég vænti stuðnings þeirra 1 mínum störf- um.“ — Þú verður nú einnig dóms- og kirkjumálaráðherra. Eru þar einnig brýn verkefni sem þarfn- ast skjótra lausna? „Það ráðuneyti er nú ef til vill nokkuð öðru vísi en atvinnu- vegaráðuneytin, en vissulega bíða þar margvísleg störf, og ég vænti þess að ég geti þar orðið að nokkru liði. — I heild hlakka ég til að takast á við þessi nýju verkefni, og vonast eftir sem bestu samstarfi við alla þá er þessi mál snerta," sagði Jón að lokum. Jón Helgason á skrifstofu sinni. Tíö fyrrverandi ríkisstjórnar: Dollara- verð hækk- aði um lið- lega 475% GENGI íslenzku krónunnar lækkaði mjög hratt gagnvart er- lendum gjaldmiðlum í tíð fyrr- verandi ríkisstjórnar, sem tók við völdum 8. febrúar 1980 og fór frá í fyrradag. Sölugengi Bandaríkjadollars var 4,017 krónur við valdatöku ríkisstjórnarinnar, en þegar hún fór frá völdum var sölu- gengið komið upp í 23,104 krónur. Hafði hækkað um lið- lega 475% á liðlega þremur ár- um. Viðbrögd viö brádbirgðalögunum Magnús Gunnars- son, framkvæmda- stjóri VSÍ: Ekki hægt að búa við þetta ástand lengur „Vinnuveitendasambandið hefur alla tíð verið í grundvallaratriðum á móti því, að ríkisvaldið hafi bein af- skipti af kjarasamningum,“ sagði Magnús Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands ís- lands, í samtali við Mbl., er hann var inntur álits á efnahagsaðgerðum hinnar nýju ríkisstjórnar. „Vinnuveitendasambandið hef- ur hins vegar varað við þeirri stefnu, sem fylgt hefur verið und- anfarin ár og alveg sérstaklega á síðasta ári. Þar á ég sérstaklega við, að samningar hafa verið gerð- ir langt umfram greiðslugetu at- vinnuveganna, auk þess sem samningar hafa verið bundnir vísitölukerfi, sem ekki tekur mið af breytingum á þjóðartekjum. Þetta er auðvitað óraunhæft og kallar á aðgerðir," sagði Magnús Gunnarsson ennfremur. „Vinnuveitendasambandið hef- ur alla tíð bent á, að afleiðing þessarar röngu stefnu væri aukin verðbólga og þetta hefur komið á daginn, því verðbólguhraðinn er nú kominn langt á annað hundr- aðið samkvæmt nýjustu útreikn- ingum. Þá er bullandi halli á ríkis- fjármálunum og mikil skuldasöfn- un hefur fylgt í kjölfarið. Allt þetta hefur síðan leitt af sér vax- andi vandræði fyrirtækja, þannig að fjölmörg þeirra voru komin í greiðsluþrot og atvinnuleysi blasir við. Menn hafa ítrekað bent á, að með þessari röngu stefnu kölluðu menn einfaldlega yfir sig afskipti ríkisvaldsins, eins og nú er raunin orðin á. Vinnuveitendasambandið hefur hins vegar ítrekað, og þá sérstaklega í kjarasamningunum á síðasta ári, reynt að fá verka- lýðshreyfinguna til að taka á þeim mikla vanda, sem við er að etja. Þar á ég annars vegar við samn- inga um raunhæfar launahækkan- ir og hins vegar við breytingar á núverandi vísitölukerfi, sem geng- ið hefur sér til húðar. Um þetta hefur hins vegar aldr- ei náðst samkomulag og við stönd- um því frammi fyrir þeirri stað- reynd, eins og ég gat um áður, að fjöldi fyrirtækja stendur frammi fyrir greiðsluþroti og stóraukið at- vinnuleysi blasir við. Það liggur því fyrir, að við þetta ástand verð- ur ekki búið öllu lengur og því hafa stjórnvöld ákveðið að grípa til þessara ráðstafana," sagði Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ. Kristján Thorlacius, formaður BSRB: Þetta þýðir gífurlega kjaraskerð- ingu fyrir fólk „VIÐ í BSRB teljum ad það sé mjög alvarlegt fyrir launafólk í landinu að samningsrétturinn sé afnuminn með þessum ráðstöfunum þar til 1. júní árið 1985 og að til febrúarmánaöar næstkomandi skuli vísitala á laun vera afnumin. Þetta þýðir gífurlega kjaraskerðingu fyrir fólk,“ sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB, í samtali við Mbl., þegar hann var snurður álits á efnahagsað- gerðum ríkisstjórnarinnar. „Það hefur komið fram að kjaraskerðingin um næstu áramót verður um 25% frá því sem var á síðastliðnu ári. Á sama tíma er ekki ætlunin að skerða lánskjara- vísitölu, þannig að þetta hlýtur að valda alniennum vandræðum hjá fólki og ekki síst hjá því fólki sem nýlega hefur komið sér upp íbúð og er að því nú. Þar með er óhætt að fullyrða að þetta kemur verst niður á ungu fólki," sagði Krist- ján. „Það er augljóst mál að gengis- lækkunin hefur verulegar verð- hækkanir í för með sér, sem ekki á að bæta nema að litlu leyti og í sambandi við þetta vil ég benda á að hér er ekki um óreyndar efna- hagsráðstafanir að ræða. Það hafa samskonar samdráttaraðgerðir i efnahagsmálum verið reyndar í nágrannalöndum okkar, bæði í Vestur-Evrópu og Ameríku og slíkar ráðstafanir hafa þar kostað gífurlegt atvinnuleysi. Að vísu hefur verðbólgan náðst niður verulega, en það hefur kostað að atvinnuleysi hefur stóraukist og er víða í þessum löndum 10—12% og í OECD-löndunum ganga á milli 35—40 milljónir manna at- vinnulausar. Ég óttast það að ís- lenskur almenningur þurfi að taka á sig tvennt vegna þessara ráð- stafana, í fyrsta lagi gífurlega kjaraskerðingu og í öðru lagi óttast ég að atvinnuleysi verði hér, því miður," sagði Kristján Thor- lacius. Kristján Ragnars- son, framkvæmda- stjóri LÍÚ: Öfugmæli að nefna þetta ráðstafanir til að mæta vanda útgerðar „RÍKISSTJÓRNIN segir, að ráð- stafanirnar séu til þess aö mæta rekstrarvanda í sjávarútvegi — einkum í útgerð fiskiskipa. Hjá Þjóðhagsstofnun kemur fram, að af- koma bátanna batni um 4'/2%, 0.7% hjá minni togurunum og V/i% hjá stóru togurunum. Hjá bátunum stendur eftir halli, sem nemur 4%, 7.2% hjá minni togurunum og Vh% hjá stóru togurunum. Hallinn er því að meðaltali 6% eða um 370 milljón- ir. Ekki er tekið mið af minnkandi afla, heldur miðað við aflaforsendur síðasta árs og þar vantar tekjur upp á 5—600 milljónir króna. Mér sýnist því öfugmæli aö nefna þetta ráðstaf- anir til þess að mæta vanda útgerö fiskiskipa," hafði Kristján Ragnars- son, framkvæmdastjóri Landssam- bands íslenzkra útvegsmanna, að segja um bráðabirgðalög ríkisstjórn- arinnar. „Ég hef ástæðu til þess að ætla, að miðað við núverandi aflabrögð, þá verði það mörgum útgerðar- mönnum erfitt að greiða um 8.40 krónur fyrir hvern líter olíu í stað 4.70 krónur. Að það verði erfitt að halda fiskiskipum úti þegar aðeins olíukostnaður hækkar um 600 milljónir króna á ári. Þeir sem þetta hafa ákveðið hljóta að gera sér grein fyrir því, að annað hvort verður að halda áfram að lána mönnum fyrir tapi eða skipin hljóta að stöðvast, sérstaklega þar sem miður hefur gengið. Það er ákvörðun útaf fyrir sig ef menn ætla að gera það. Það sem er jákvætt er, að við vonum að þetta muni leiða til minni verðbólgu og minni fjár- magnskostnaðar. Ég hef ekki tekið tillit til ráðstöfunar gengismunar — ákveðið er að taka 10% af þeim birgðum sem í landinu eru og færa með einhverjum hætti til útgerð- arinnar. Það er ekki búið að ákveða hvernig það verður gert og það er ekki inn í tölunum sem ég nefndi. Gengismunurinn sem þannig fæst verður aldrei nema 200—250 milljón krónur. Það er engin framtíðarlausn til stuðnings útgerðinni, að byggja rekstur á gengismun, ekki síst þegar svo á að byggja á föstu gengi," sagði Kristján Ragnarsson. Víglundur Þor- steinsson, formaður Félags íslenzkra iðnrekenda: Treysta at- vinnu öryggi í iðnaði „Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar- innar munu treysta verulega at- vinnuöryggi í íslenzkum iðnaði. Það er ótvírætt eftir þessar aðgerðir, að íslenzkur iðnaður er ódýrasti og bezti kosturinn fyrir neytendur. Við teljum fullvíst, að iðnaðurinn muni auka markaðshlutdeild sína á kom- andi mánuðum og misserum og þannig mun staða iðnfyrirtæja í landinu treystast og styrkjast,“ sagði Víglundur Þorsteinsson, for- maður Félags íslenzkra iðnrekenda, þegar Mbl. innti hann álits á efna- hagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. „Hitt er svo, að varanlegur árangur mun ráðast af því hvernig til tekst um samkomulag vinnu- veitenda og launþega í byrjun næsta árs. Takist þá að ná fram hóflegum kjarasamningum, sem þá miðast við raunveruleikann í þjóðarframleiðslu, þá er ég veru- lega bjartsýnn á að þessar aðgerð- ir geti lagt grunn að varanlegri sókn fyrir íslenzkan iðnað; ekki bara á heimamarkaði heldur og stóraukið útflutningsmöguleika iðnaðarins. Ég vil sérstaklega vekja athygli i að islenzk iðnaðarvara er ódýr- sti og bezti innkaupakosturinn í ( ig. Það geta allir lagt sitt af r. örkum og um leið sparað sér p ninga með því að styðja við bak- ið í iðnaðinum og um leið skapað at innutækifæri," sagði Víglundur Þorsteinsson. Jón Helgason, formaður Eining- ar á Akureyri: Mikið gengið á kjör þeirra lægst launuðu „ÞETTA fer mjög illa í mig og án þess að ég vilji kveða upp dóm um þessa hluti áður en ég er búinn að kynna mér hvað felst raunverulega í þessu öllu, þá óttast ég það að þarna sé svo mikið gengið á kjör lægst launaða fólksins í landinu aö það hljóti aö leiða eitthvað af sér ekki of gott,“ sagði Jón Helgason, formaður Einingar á Akureyri, í samtali við Mbl., þegar hann var inntur álits á efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinn- ar. Aðspurður um hvort hann teldi að viðbrögð verkalýðshreyfingar- innar yrðu harkaleg, sagði Jón að hann gæti ekki um það sagt. „En miðað við það sem ég hef upplifað á síðasta vetri, þá finnst mér að svo sé farið að þrengja að mörgum að þetta, sem nú dynur yfir, muni verða til þess að fylla mælinn. Við höfum lýst því yfir að eitthvað þurfi að gera og jafnframt að um leið þurfi að vernda lægstu launin og það eru alltof margir, a.m.k. á mínu félagssvæði, sem eru með þessi lágmarkslaun, sem eru 9.500 krónur. Þeir sem hafa komist í kynni við verðbólguna og hvað hlutirnir kosta hljóta að skilja það,“ sagði Jón Helgason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.