Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1983 yy ■) \/&it aö js>jer eru e.kkert þxgWeqcir, en v/id þurfum á j>eim aS IkMcíg. sem Sönnunar - gö^nurv*." Mittismílið eitt hundrað sextíu og þrír ... Pabbi! Erum við eiginlega ekki al- veg sammála um að sjónvarps- dagskráin sé hundleiðinleg? HÖGNI HREKKVÍSI ^ EG HITTI / Morgunorðin ættu alltaf að enda á faðirvorinu Ingimundur Sæmundsson skrif- ar: „Kæri Velvakandi. Séra Árelíus Níelsson skrifar í dálka þína 7. maí sl. Hann flytur séra Eirfki J. Eiríkssyni bestu þakkir fyrir bænarorð hans á morgnana og er það vel, þvi að þau eru góð og gætu hresst margar syfjaðar sálir, sem þá hlusta á út- varp. En mér finnst vanta hjá séra Eiríki, að hann lesi faðirvorið á eftir bænarorðunum. Það er bæn, sem alltaf ætti að lesa á eftir og það hafa flestir gert að mig minn- ir síðan byrjað var á Morgunorð- um. Ef þeim sem lesa morgunbæn- irnar er naumt skammtaður tími, þá er ekkert annað hægt að gjöra en að stytta svo mál sitt, að rúm fáist fyrir bænina sem Frelsarinn kenndi. Með þakklæti fyrir birtinguna." Hvers eigum við að gjalda? M.B. skrifar: „Velvakandi. Ég hef lesið í dálkum þínum ýmsar beiðnir og umkvartanir til gatnamálastjóra, og nú er ég að hugsa um að bæta einni við. Mér er kunnugt um, að þessu máli, hefur verið hreyft á öðrum vett- vangi, en enginn hefur talið sér fært að gera neitt. Það sem hér um ræðir er þó á engan hátt stór- vægilegt, ef vilji er fyrir hendi. Það snýst um að fá lagfærðan gangstíginn niður með verslun- arhúsinu við Hólmgarð, gegnt Grímsbæ, niður að Bústaðavegi. Gangstigur þessi er illur yfir- ferðar og hefur verið það frá upphafi. Er með ólíkindum, að fólki skuli hafa verið boðið upp á slíkan frágang f öll þessi ár. Þarna verður fólk að fara um með börn, í kerrum og barna- vögnum, eða dragandi þau á eftir sér á grófum malarofaníburði, yfir grjótnibbur og ójöfnur. Það má þakka fyrir að fólk skuli ekki hafa slasast á þessu klöngri. Ekki batnaði ástandið með til- komu barnaheimilisins þarna, því að nú hefur bílaumferð bæst ofan á allt annað, og leyfi ég mér að efast um, að slíkt sé löglegt við þessar aðstæður. Um daginn fór ég í skoðunar- ferð um nýja hverfið í kringum Espigerði, fyrir vestan Grensás- veg. Það hverfi er nýtt, en þar hafa allir gangstfgar á milli gatna verið malbikaðir og ekki hægt að aka þar um á bílum. Þannig á það líka að vera. Bústaðahverfið er orðið gam- alt og gróið hverfi eins og allir vita. Hvers eigum við fbúar þess að gjalda? Sjáið t.d. brekkuna við fyrrnefndan gangstfg. Þar er áreiðanlega hörmulegasta hellu- lagning sem fyrirfinnst í borg- inni. Það er von okkar hér í Bú- staðahverfi, að á þessu verði ráð- in varanleg bót hið allra fyrsta."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.