Morgunblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1983
Landbúnaðarvörur
hækka að líkindum
á bilinu 20—30%
NÝTT landbúnaðarvöruverð mun væntanlega taka gildi í dag, eða á
morgun, en svokölluð Sexmannanefnd sat á fundum fram á nótt um
málið. Ingi Tryggvason, formaður Stéttarsambands bænda, sagði í
gærkvöldi, að óvíst væri um niðurstöður, en upplýsingar vegna útreikn-
ingsins heföu verið að berast fram
Samkvæmt upplýsingum Mbl.
er ljóst, að hækkun landbúnað-
arvara verður verulega umfram
almennar launahækkanir í land-
inu, en ákveðið hefur verið með
bráðabirgðalögum, að launalið-
ur bóndans muni hækka um 8%.
Til viðbótar koma síðan ýmsar
verulegar kostnaðarhækkanir,
síðasta dag.
þannig að komi ekki til verulega
aukinna niðurgreiðslna, sem
ekki eru líkur á, munu landbún-
aðarvörur væntanlega hækka
um a.m.k. 20—25% að meðaltali.
Sumar tegundir munu væntan-
lega hækka minna og sumar
töluvert meira, eða eitthvað yfir
30%.
Áfengi og tóbak hækka um 12%:
Sígarettupakki
í 37,25 krónur
— Smirnoff Vodka fer í 525 krónur
ÁFENGI og tóbak hækka frá og
með deginum í dag um 12% að
meðaltali og voru útsölur Áfengis-
og tóbaksverzlunar ríkisins lokað-
ar í gærdag vegna þessa.
Sem dæmi um hækkanir á
áfengi má nefna, að St. Emil-
ion-rauðvín, sem kostaði 115
krónur, hækkar í 130 krónur.
White Bordeaux-hvítvín hækkar
úr 85 krónum í 95 krónur. Gord-
on Vert-kampavín hækkar úr
240 krónum í 270 krónur.
Þá hækkar „21 „ úr 200 krón-
um í 225 krónur. Martini hækk-
ar úr 170 krónum í 190 krónur.
Koníak af tegundinni Remy
Martin Napoleon hækkar úr 935
krónum í 1.050 krónur. íslenzkt
brennivín hækkar úr 325 krón-
um í 365 krónur. Smirnoff Vodki
hækkar úr 470 krónum í 525
krónur.
Sígarettupakkinn hækkar úr
33,25 krónum í 37,25 krónur, en
allar almennar sígarettur eru á
sama verði. Dæmi um hækkun á
vindlum er Rosa Danica, sem
hækkar úr 64 krónum í 72 krón-
ur.
Ljósm. Mbl. abbi
Dorriet Kavanna og Kristján
Jóhannsson gefin saman
ÞAU Dorriet Kavanna söngkona og Kristján Jóhannsson söngvari voru
gefin saman í hjónaband síðastliðinn sunnudag. Fór athöfnin fram í
Grenjaðarstaðarkirkju, en Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup, gaf
þau saman. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar hin nýgiftu komu út úr
kirkjunni.
Geir Hall-
grímsson
á fund utan-
ríkisráð-
herra NATO
GEIR Hallgrímsson utanríkisráöherra
fer til Parísar í næstu viku í opinberum
erindagjörðum.
Utanríkisráðherra situr fund
utanríkisráðherra Atlantshafs-
bandalags Evrópu í París.
Matthías Á
samstarfs-
ráðherra í
Norður-
landaráði
Á ríkisstjórnarfundi í gær var ákveð-
ið að Matthías Á. Mathiescn viðskipta-
ráðherra gegni stöðu samstarfsráð-
herra í norrænu ráðherranefndinni.
Matthías hefur sem kunnugt er verið
forseti Norðurlandaráðs fyrir fslands
hönd.
Samstarfsráðherra annast tengsl
íslenzku ríkisstjórnarinnar við
Norðurlandaráð í gegnum ráðherra-
nefnd þess. Friðjón Þórðarson
gegndi stöðu samstarfsráðherra í
ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen, en
áður gegndu forsætisráðherrar
oftast þessari stöðu.
Laxveiði á stöng:
Hefst í dag
STANGVEIÐITÍMABIL í laxveiðián-
um hefst í dag, miðvikudaginn 1. júnf.
Veiði í tveimur laxveiðiám hefst í dag,
en það eru Norðurá í Borgarfírði og
Laxá á Ásum.
Fiskverð hækkar um 8% í dag:
Áframhaldandi verðbætur á karfa
Verðjöfnunardeild neikvæð um 20 milljónir
Kristinn
Bergþórs-
son látinn
LÁTINN er í Reykjavík Kristinn
Bergþórsson verslunarmaður.
Hann var fæddur 6. júlí árið 1922
á Ölvaldsstöðum í Borgarfirði,
sonur hjónanna Ásgerðar Þorvarð-
ardóttur Skjaldberg og Bergþórs
H. Bergþórssonar bónda þar.
Kristinn snéri sér snemma að
viðskiptum og stofnaði eigið
fyrirtæki, Kristinn Bergþórs-
son, og rak það til dauðadags.
Kristinn var víðar kunnur en í
viðskiptalífinu. Hann var þekkt-
ur bridge-spilari og margfaldur
fslandsmeistari á því sviði.
Einnig komst hann langt á sviði
golfíþróttarinnar og þá var
hann kunnur fyrir stuðning sinn
við tónlist og mál henni tengd.
Kristinn lætur eftir sig eig-
inkonu og tvö uppkomin börn.
SAMKVÆMT bráðabirgðalögum
ríkisstjórnarinnar hækkar fískverð
um 8% í dag. Jafnframt hefur verið
ákveðið að áfram komi veröbætur á
karfa, 15%, ufsa 25% og grálúðu.
Verðjöfnunardeild afíatrygginga-
sjóðs, sem sér um verðbæturnar, er
nú neikvæð um rúmlega 20 milljónir
króna. Ákveðið hefur verið, að af
14,6% gengislækkun komi 4,6%
gengishagnaðar til fískvinnslu en
10% renni í gengismunasjóð. Enn er
ekki frágengið hvernig þeim fjár-
munum verður varið, en sjávarút-
vegsráðherra, Halldór Ásgrímsson,
segir að þeir muni að verulegum
hluta renna til flotans.
Undanskildar upptöku gengis-
munar eru lagmetisvinnsla, hval-
afurðir, grásleppuhrogn, meðala-
lýsi og humar. Karfi hefur til
þessa verið verðbættur, sem van-
nýttur stofn, en undanfarin ár
hefur hann verið veiddur langt
umfram tillögur fiskifræðinga. Þá
eru einnig miklir erfiðleikar á sölu
karfa til annarra landa.
Þórarinn Árnason, fram-
kvæmdastjóri Aflatryggingasjóðs,
sagði í samtali við blaðið, að nú
væri sjóðurinn byrjaður að greiða
uppbætur til vertíðarbáta, sem
ekki hefðu náð viðmiðunarafla-
magni. Á þessu stigi væri ekki
hægt að segja til um það hve mikl-
ar þessar bætur yrðu, til þess
vantaði enn skýrslur. Reynt væri
að afgreiða málin eins hratt og
unnt væri. Útstreymi fjármagns
væri nú meira á þessum tíma en
undanfarin ár og ljóst að um mikl-
ar upphæðir yrði að ræða og mikil
bótaskylda yrði til báta á Suður-
nesjum, en óvíst með önnur svæði.
Fullvíst væri að nóg fé væri til að
klára vertíðina, en önnur eins gæti
sett verulegt strik í reikninginn.
Tekjur sjóðsins væru nær ein-
göngu af útflutningi og fylgdu því
nokkuð aflabrögðum.
Verðjöfnunardeild sjóðsins væri
verulega neikvæð eða um 20 millj-
ónir, en yrði dregið úr karfaveið-
um, minnkuðu skuldir hennar að
sama skapi. Þá stæði áhafnadeild
sjóðsins í járnum, en henni væri
ætlað að taka þátt í fæðiskostnaði
sjómanna. Hún gæti sinnt hlut-
verki sínu, en ekki mætti mikið út
af bregða.
Matthías Bjarnason:
Felldi reglu-
gerð Svavars
úr gildi
MATTHÍAS Bjarnason heilbrigðis-
og tryggingaráðherra tilkynnti á rík-
isstjórnarfundi í gærmorgun að
hann myndi fella úr gildi reglugerð
fyrirrennara síns, Svavars Gestsson-
ar, um hlutdeild almannatrygginga í
almennum tannlæknakostnaði.
Tilkynnti Matthías að hann
hefði tekið þessa ákvörðun eftir að
hafa kynnt sér að útgjaldaáætlun
samfara reglugerðinni væri fjarri
öllu lagi og engir peningar fyrir
hendi til að standa straum af þeim
kostnaði sem greiðslunum fylgdi.
Engar heimildir fyrir
hundrað milljóna lánsfé
Framkvæmdir við Suðurlínu stöðvaðar:
— segir Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra
SVERKIR Hermannsson iðnðar-
ráðherra tilkynnti á ríkisstjórnar-
fundi í gærmorgun, að hann hefði
ákveðið að hætta við Suðurlínu,
einvörðungu verði unnið við hana
fyrir þá fjárveitingu sem Alþingi
hefur ákveðið, þ.e. 160 milljónir
króna, og mun framkvæmdum því
Ijúka nú um mitt ár.
Sverrir sagði að Alþingi hefði
ákveðið að skera niður fjárveit-
ingar til Suðurlínu úr 285 millj
kr. í 160 millj., sem hefði þær
afleiðingar að ekki væri unnt að
ljúka verkinu. Þá hefði fé til
framkvæmda á Þjórsársvæðinu
einnig verið skorið niður úr 669'
millj. kr. í 500 millj. og við
Blönduvirkjun úr 270 millj. kr. i
200 millj. kr.
Þá sagði iðnaðarráðherra:
„Eftir að Alþingi ákvað að skera
framkvæmdirnar við Suðurlinu
niður þetta mikið hófst fráfar-
andi ríkisstjórn handa um að at-
huga með útvegun fjármagns, og
það lá fyrir í iðnaðarráðuneytinu
ákvörðun þess efnis að taka að
láni allt að 100 millj. kr. í þessu
skyni. Ég hef nú ekki hugsað
mér að hefjast þannig handa.
Það eru ekki heimildir fyrir
þessu og Alþingi hefur tekið sín-
ar ákvarðanir. Þess vegna er það
ákvörðun mín að stöðva þetta, en
Suðurlína verður forgangsverk-
efni til lúkningar á næsta ári.
Auðvitað er öryggisatriði að
tengja þetta, en ekki svo að það
verði ekki að víkja í þessari fjár-
hagsstöðu okkar."