Morgunblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1983 29 Mörg gömul hús hafa veriö endurbyggð. Þessi hús við Smiðjugötu voru áður í eigu Hannesar Halldórssonar og Egils símamanns, en hafa nú fengið andlitslyftingu hjá nýjum eigendum. Hús fyrir vangefna er að risa í Tungudal. ísafjörður: Alvarlegur samdráttur í byggingariðnaðinum ísjtfirdi, 27. maí. í YFIRLITI byggingarfulltrúans á ísafirði fyrir árið 1982 kemur fram, að almennur samdráttur hefur verið í byggingamálum á árinu. 25% sam- dráttur varð í fundarsetum bygg- inganefndar og sami samdráttur varð í afgreiðslum byggingaleyfis- umsókna. 1 smíðum á árinu voru 110 íbúðir á móti 126 árið áður, en hafin var smíði á níu íbúðum á árinu í stað 19 árið áður, sem er yfir 50% sam- dráttur. Á árinu voru 23 iðnaðar- og þjónustuhús í smíðum, eða einu fleira en árið áður. Þar er helst að nefna nýtt hótel og veitingahús við Silfurtorg, hafnarhús, fisk- iðjuver Niðursuðuverksmiðjunnar hf. við Sundahöfn, stækkun á fisk- iðjuveri O.N. Olsen hf. og stækkun á fiskiðjuveri tshúsfélags ísfirð- inga við Þumlungsgötu. Hafin var smíði á 6 húsum í stað 10 árið áður. Þá voru átta opinberar byggingar í smíðum á árinu, eða einni færra en árið áður. Þar er helst að nefna sjúkrahús og heilsugæslustöð, íþróttavallarhús, dagheimili og leikskóli við Eyr- argötu, skólahúsnæði menntaskól- ans og dvalarheimili aldraðra á Torfnesi. Ekki var hafin smíði á neinni opinberri byggingu á árinu. Á árinu var fjórum iðnaðarm- eisturum veitt leyfi til að standa fyrir byggingaframkvæmdum í kaupstaðnum á móti níu árið áður. Formaður bygginganefndar ísa- fjarðarkaupstaðar er Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri, en bygg- ingafulltrúi var Bjarni Jensson. Úifar Kennsluhúsnæði menntaskólans verður væntanlega tekið í notkun að hluU Lokið var við byggingu þriggja hæða ofan á Gamla bakaríið, en fyrsU hæðin síðla ársins. var byggð árið 1932. Ólafsvík: Snjóskaflar í lautum, en tún og grundir grænka óðum Ólafsvík; 30. maí. VORIÐ hefur verið þurrt og kalt að undanskildum laugardeginum og deginum í gær. Þá var nær logn, heiðríkt og ellefu til tólf stiga hiti. Snjóskaflar eru í laut- um niðri við jafnsléttu en tún og grundir grænka þó óðum. Það er vætuna sem vantar. Mikil bráðnun var til fjalla um helgina og í logn- inu í gær var t.d. Fróðá afar kát. í dag sýndi Þorgils í Hrísum mér myndir sem teknar voru í júníbyrjun kuldavorið 1949 og virðist sem þá hafi verið heldur meiri snjór i fjöllum en nú er. Sauðburði er hér lokið að mestu og mun hafa gengið vel og frjósemi fjárins í meðallagi. í Fróðárhreppi er ræktun fjárins með ágætum og eiga Mávahlíðarbændur t.d. lands- þekkt kynbótafé. Allt framúrskar- andi vöðvað og beinasmátt. Á þessu svæði gengur svo til hver kind að góðu fjalllendi allt sumar- ið. Það væri því ekki amalegt fyrir hótelin að geta keypt sérstaklega þetta kjöt og selt sem mikla gæða- vöru. Einnig ætti að halda svona vöru sér fyrir aðra þá sem kunna gott að meta. Jón Óttar og co. geta svo keypt nælonkjötið frá hor- kóngunum sem alltof lengi hafa notið verndar þess sósíalisma sem herjað hefur á landbúnaðinn. Nú þykir mönnum líka kominn tími til að Stéttarsamband bænda og ráðuneyti láti taka frá svo sem 20 þúsund kroppa af sérvöldum vöðvamiklum fjallgengnum dilk- um og gefi síðan hverjum þeim, sem lágmarksskilyrði uppfyllir, kost á að selja þessa einstöku gæðavöru úr landi. Fyrirhöfn bændanna fengist greidd ef kjötið væri staðgreitt. Ekki hef ég frétt um útigang kinda hér í grennd í ár, en hefi haft spurnir um að talsvert hafi verið um slíkt í Borgarfirði og sunnar á nesinu. í vetur munu þó tvær geitur hafa glímt við að halda lífi á útigangi þriðja vetur- inn í röð. Þær ganga í Gullborg- arhrauni í Kolbeinsstaðahreppi og hafa ekki komist undir manna- hendur allan þennan tíma. Ekki veit ég hvort þær fagna sumri að þessu sinni. Helgi POSTURINN tír sjónvaxptou Pósturinn Páll og kötturinn Njáll eru vinir barnanna úr sjónvarpinu. Nú er komin hljómplata og kassetta meö lögum úr þáttunum og auövit- aö titillaginu: Palli póstur. Gleöjiö börnin meö þessari skemmtilegu tónlist. Fæst í hljómplötuverzlunum um land allt. Heildsölu simi 29575/29544

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.