Morgunblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1983
3
M/S Edda kemur til Reykjavíkur í kvöld:
„Ferdin hefur gengið eins
og bezt verður á kosið“
„FERÐIN hefur gengið eins og bezt verður á kosið og við siglum hér i
öndvegisveðri undan Færeyjum á leið okkar til Reykjavíkur," sagði Kagnar
Kjartansson, framkvæmdastjóri Hafskips og stjórnarmaður í Farskip, útgerð-
araðila farþegaskipsins Eddu, sem kemur til Reykjavíkur í sinni fyrstu ferð í
kvöld klukkan 20.00.
„Hinir íslenzku starfsmenn, sem
tóku við skipinu á dögunum, hafa
lagt sig mjög fram og náð góðum
tökum á öllu hér um borð, auk þess
sem farkosturinn er í mjög góðu
ástandi. Það er því óhætt að full-
yrða, að vel mun fara um farþega í
jómfrúarferð skipsins, sem hefst á
miðnætti í nótt, en skipið siglir þá
til Newcastle í Englandi og Brem-
erhaven í Þýzkalandi," sagði Ragn-
ar Kjartansson ennfremur.
Aðspurður sagði Ragnar Kjart-
ansson, að skipið væri ágætt í sjó
og liði fólki mjög vel um borð, en
farþegar komu um borð í Brem-
erhaven og Newcastle á leið til ís-
lands.
Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri
Farskips, sagði í samtali við Mbl.,
að bókanir hefðu verið mjög mikl-
ar undanfarnar vikur, bæði hér
heima og erlendis, og væru þeir
Farskipsmenn því mjög bjartsýnir
á útkomuna í sumar, en eins og
kunnugt er standa Eimskip og
Hafskip sameiginlega að rekstri
Farskips.
„Auk þess að selja venjulega far-
miða með skipinu höfum við boðið
upp á pakkaferðir fyrir hópa og
nægir í því sambandi að nefna
Varðarferð, sem farin verður í
næstu viku, eða annarri ferð skips-
ins. í þeirri ferð verða liðlega 150
farþegar. I kjölfar hennar verður
síðan efnt til ferðar á vegum
Heimdallar og eru bókanir þegar
orðnar töluverðar í þá ferð,“ sagði
Ágúst ennfremur.
Með skipinu í jómfrúarferð þess
á miðnætti í nótt fara tæplega 400
farþegar og 120 manna áhöfn, eða
liðlega 500 manns. Heiðursgestir í
ferðinni verða dr. Gunnar Thor-
oddsen, fyrrverandi forsætisráð-
herra, og frú Vala, kona hans.
Mjólkursamlagi
KÞ bannað að selja
Hagkaup jógúrt
FRAMLEIÐSLURÁÐ landbúnaðarins hefur bannað Mjólkursamlagi
Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík að selja Hagkaup í Reykjavík jógúrt í
hálfs lítra fernum.
Hagkaup hafa í mánaðartíma
selt jógúrt frá Húsavík í. hálfs
lítra fernum og að sögn Freysteins
Sigurðssonar hjá Hagkaup, hefur
þessi vara hlotið góðar viðtökur
neytenda og sala á jógúrt stórauk-
ist hjá fyrirtækinu. Með því að
taka fyrir þessa sölu væri verið að
draga úr sölu á jógúrt.
„Okkur er bannað samkvæmt
lögum um framleiðsluráð að selja
jógúrt út fyrir okkar svæði, en þar
stendur að samsölur á hverju
svæði skuli hafa einkarétt á heild-
sölu. Jógúrtin var tekin inn í þessa
svæðisbindingu í árslok 1981, og
var mér ekki kunnugt um það fyrr
en eftir að ég hóf að eiga viðskipti
við Hagkaup. En þetta eru lög sem
við verðum að beygja okkur fyrir,
hvort sem okkur líkar betur eða
verr,“ sagði Haraldur Sigfússon,
mjólkursamlagsstjóri á Húsavík.
Haraldur sagði að hver lítri af
jógúrt frá sér væri ódýrari en frá
Mjólkursamsölunni í Reykjavík
vegna mun ódýrari og einfaldari
umbúða. Áform eru um að taka
jógúrt inn í verðákvarðanir sex
manna nefndar, en Haraldur taldi
það ótímabært vegna ónógs undir-
búnings.
Samkvæmt upplýsingum Frey-
steins Sigurðssonar hjá Hagkaup
fóru forráðamenn Hagkaups á
fund Gunnars Guðbjartssonar hjá
Framleiðsluráði til þess að fá
banni á jógúrtkaupum frá Húsa-
vík aflétt. „Það hefur sýnt sig að
neytandinn er ánægður með þessa
vöru og sala á jógúrt hefur stór-
aukist. Með þessari ákvörðun
sinni er Framleiðsluráðið í raun
og veru að koma í veg fyrir aukna
jógúrtsölu," sagði Freysteinn.
Engar fréttir
um bráðnun
Vatnajökuls
MAGNÚS Gudmundsson, fréttarit-
ari norrænu fréttastofanna, hefur
óskað eftir því að fram komi, að
hann sendi engar fréttir þess efnis,
að hætta væri á bráðnun Vatnajök-
uls vegna eldgossins í Grímsvötnum.
Benti Magnús á, að slíkan mis-
skilning mætti lesa út úr frétt í
Mbl. í gær frá Ósló um umfjöllun
norska útvarpsins og blaða um
gosið í Grímsvötnum.
Borgaryfirvöld:
Reglur um leik-
tækjasali settar
BORGARYFIRVÖLD hafa sam
þykkt reglur um starfsemi leik-
tækjasala í Reykjavík, samkvæmt
upplýsingum sem Mbl. fékk hjá
borgarstjóra í gær.
Samþykktin lýtur að því að leyfi
til reksturs leiktækjasala er bund-
ið við veitingaleyfi og börnum inn-
an 12 ára aldurs verður ekki heim-
ill aðgangur að sölum þessum.
Jafnframt er leyfi til reksturs
leiktækjasalar afturkallanlegt, ef
rekstrinum er í einhverju ábóta-
vant. Myndi þá lögreglustjóri aft-
urkalla leyfið, ef ástæður væru til
þess.
Helga Jónsdóttir Finnur Ingólfsson
Forsætisráðuneytið og sjávarútvegsraðuneytið:
Nýir aðstoðarmenn ráðnir
FORS/ETISRÁÐHERRA og sjávarútvegsráðherra hafa nú gengið frá ráðn-
ingu aðstoðarmanna við embættin. Hefur Steingrímur Hermannsson ráðið
Helgu Jónsdóttur, lögfræðing, aðstoðarmann sinn og Halldór Ásgrímsson
hefur ráðið Finn Ingólfsson.
Helga útskrifaðist sem lögfræð- Finnur Ingólfsson er viðskipta-
ingur frá Háskóla Islands 1978. Að fræðimenntaður. Hann er núver-
námi loknu var hún um hríð full- andi formaður Sambands ungra
trúi í dómsmálaráðuneytinu, en framsóknarmanna og hefur verið
1978, að hausti, var Helga skipuð formaður stúdentaráðs Háskóla
fulltrúi yfirborgarfógeta í Reykja- fslands og starfað mikið að félags-
vík og hefur gegnt því starfi síðan. málum.
Þaö hefur aldrei verið
auðveldara að skipta á
gömlum og nýjum
DAIHATSU
DAIHATSU er nr. 1 í endursölu.
DAIHATSU er því bezta
bílafjárfestingin.
Viö tökum gamla DAIHATSUINN upp i, eöa seljum hann fyrir þig
og gerum þér svo auðvelt aö greiða mismuninn, aö þú finnur ekki
fyrir því aö fara af ‘79 eöa ’80 árgeröum á árgerö 1983.
Komdu við og kannaðu málið.
Örfáir bílar á
gamla verðinu
ÆSéf'
DAIHATSUUMBOÐIÐ, ÁRMÚLA 23. S. 85870-81733