Morgunblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 40
verlð örugg verslið vlð fagmenn! Veist þú um einhverja H;_________góóa frétt? ringdu þá í 10100 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1983 Húsgögn á Bandaríkjamarkað: Samningur Víðis nú tvöfaldaður TRÉSMIÐJAN VÍÐIR hefur gert samning við fyrirtæki í Handaríkjunum um sölu á húsgögnum að upphæð 2 millj. dollara, eða upphæð sem jafn- gildir um 54 milljónum íslenskra króna. Kr afhendingartími húsgagn- Ríkisstjórnin — Alusuisse: Viðræður hefj- ast í lok júní „ÉG Á von á að fundur verði haldinn með Alusuisse seinni partinn í júní. Ég hef átt viðræður við formann stjórnar og framkvæmdastjóra ÍSAL og ég tek þeirri beiðni að hefja viðræður á ný með þökkum," sagði Sverrir Hermannsson, iðnað- arráðherra, er Mbl. spurði hann í gær hvort viðræður við Alusuisse væru fyrirhug- aðar. Á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun var málsmeðferð Alusuisse-málsins til umfjöllunar og sagði Sverrir að þar hefði verið ákveðið að hann hefði utanríkisráðherra og forsætisráð- herra sér til ráðuneytis í komandi viðræðum. Auk hækkunar raforkuverðsins sagðist Sverrir hafa mikinn áhuga á stækkun álversins í Straumsvík, ef hún gæti hentað vegna raforku- framleiðslu okkar. Hann sagðist hafa trú á því þar sem Blanda kæmi inn á raforkukerfið 1986 til 1987. Þá sagðist Sverrir hafa í hyggju að skipa nýja stóriðjunefnd. A hennar borð kæmi væntanlega stækkun ál- versins, en einnig fleiri stóriðjumál, af nógu væri að taka. anna frá september ’83 fram í sept- ember '84. Morgunblaðið hefur áður sagt frá samningi sem Víðir gerði við fyrir- tæki í Florída, og hljóðaði upp á 1 milljón dollara, en nú hefur sá samningur verið tvöfaldaður. Fyrir- tækið á Florida sem gerði samning- inn við Víði, hafði þá selt fyrstu pöntunina að upphæð 50 þúsund dollara án þess að vera búin að fá nokkuð af pöntuninni í hendur. Reimar Charlesson, framkvæmda- stjóri Víðis, sagði í samtali við Morgunblaðið, að trúlega myndu þeir ekki þurfa að fjölga starfsliði vegna þessa samnings, því verk- smiðja þeirra væri það afkastamikil. „Þessir erlendu aðilar sögðu í sam- tali við mig á fimmtudag, að þeir væru búnir að selja það sem þeir hefðu pantað, þeir væru komnir í gang með gerð myndalista yfir framleiðslu okkar og þeir væru að hleyða af stað söluherferð um öll Bandaríkin. Varan virtist líka vel og renna út,“ sagði Reimar. Húsgögnin sem um ræðir eru í svonefndri Salix-línu, sem er tiltölu- lega ný framleiðslulína hjá Víði. Er þar einkum um herbergishúsgögn, barnakojur og skápa að ræða. Mezzoforte í Englandi Sfmamynd. Ljósm. Mbl. GR. Mynd þessa tók Gunnlaugur Rögnvaldsson af fyrstu tónleikum Mezzoforte í Englandi á mánudagskvöld, er hljómsveitin hóf sjö vikna ferðalag sitt um Bretlandseyjar. Sjá nánar: „Þúsund manns á fyrstu tónleikum Mezzoforte í Englandi" á miðopnu. Unnsteinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Stemmu, og Daði Sigurðs- son hella úr fyrstu humartunnunni í fiskverkun Stemmu. MorjfunblaúidSteinar. Fyrsti humarinn til Hafnar í Hornafirði Höfn, Hornanröi, 29. maí. NIJ ER humarvertíð á þessu ári hafin og kom fyrsti humarinn hingað til Hafnar í morgun. Nú tekur Stemma hf. á móti humri til vinnslu í fyrsta sinn. Skálafellið kom í morgun með 16 tunnur af humri og Heiðnaberg með 18. Báðir þessir bátar ásamt fleirum landa afla sínum hjá Stemmu. Mikil ásókn er nú í humarveiðarnar og gæti skýringin meðal annars verið sú, að vetrarvertíð var mörgum óhagstæð. Rétt rúmlega hundrað veiðileyfum var úthlutað að þessu sinni og er það meira en áður. Nú verður leyfilegt að veiða 2.700 lestir af humri, eða sama aflamagn og í fyrra og segir Hrafnkell Eiríksson, fiskifræðingur, líkur á góðri vertíð. Fréttaritari Dómur Hæstaréttar vegna morðs á Hans Wiedbusch: Ákærði sæti 8 ára fangelsi — dómur undirréttar lækkaður um 4 ár HÆSTIRÉTTUR hefur kveðið upp dóm í máli ákæruvaldsins á hendur Gesti Guðjóni Sigurbjörnssyni sem varð valdur að dauða Hans Wiedbusch, vestur- þýsks blómaskreytingamanns, þann 17. september árið 1981. Var Gestur Guðjón dæmdur til að sæta fangelsi í 8 ár og komi til frádráttar sá tími sem hann hefur setið í gæsluvarðhaldi. Undirréttur hafði áður dæmt Gest Guðjón í 12 ára fangelsi, en ríkissaksóknari krafðist þyngingar refsingarinnar, en háraarksrefsing er 16 ára fangelsi, eða ævilangt. í hæstaréttardóminum segir, að við ákvörðun refsingar beri að hafa í huga ýmis atriði sem áhrif hafi á refsihæð, bæði til þyng- ingar og einnig það sem til máls- Lögbann verðlagsstjóra á fargjaldahækkun SVR f janúar: Staðfestingarmálinu vísað frá bæjarþingi Reykjavíkur STADFESTINGARMALI Verðlagsstofnunar vegna lögbanns sem lagt var á fargjaldahækkun Strætisvagna Reykjavíkur í janúar sl. var vísað frá bæjar- þingi Reykjavíkur í gær og var verðlagsstjóra gert að greiða borgarsjóði 30.000 krónur í málskostnað. Segir í dóminum, að þó verðlagsstjóri telji mikilvægt að fá með dómi slegið fóstu um valdsvið sitt til að fá lögbann við hækkunum sem þessum, sé ekki unnt að fjalla um það sjónarmið í rnálinu, þar sem efniskrafa er ekki lengur fyrir hendi um lögbann við ákveðinni fargjaldahækkun. Því sé málinu sjálfkrafa vísað frá dómi. Dóm þennan kvað upp Garðar Gíslason borgardómari. „Eg er sérstaklega ánægður með þessi úrslit mála og þau koma út af fyrir sig ekki á óvart. Það var mat okkar hjá Reykjavíkurborg frá öndverðu, að þessi lögbannsleið Verðlagsstofnunar væri fljótræð- isleið sem fengist ekki staðist og við höfðum jafnframt trú á að með þeirri aðferð yrði ekki stöðvað að borgin reyndi að halda sæmilegum rekstrargrundvelli á einni mikil- vægustu þjónustustarfsemi sinni. Ég vona að með dóminum sé þess- um þætti lokið og framvegis verði viðurkennt að Reykjavíkurborg hefur forræði þessa máls á sinni hendi. Verðlagsstofnun hefur í raun staðfest það með því að falla frá fyrri lögbannskröfum sínum og kæru til Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Nú er þessu máli vísað frá og Verðlagsstofnun dæmd til að greiða Reykjavíkurborg þrjátíu þúsund krónur í málskostnað. Verður nú skoðað hvort að til þess þurfi að koma að borgin þurfi að ganga á eftir því að fá bætur frá verðlagsyfirvöldum vegna þessa máls. Við höfum reynt að haga máli okkar þannig að tjón Stræt- isvagnanna og borgarsjóðs vegna þessara aðgerða verðlagsyfirvalda, sem nú fá þennan sviplaga endi, verði sem allra minnst, þannig að enn er ekki ljóst hvort nauðsynlegt verður að gera slíkar kröfur á hendur ríkissjóði." Gísli ísleifsson, lögfræðingur Verðlagsstofnunar, sagði í gær að í dóminum væri ekki skorið úr um það, hvort lögbannið hefði verið á valdsviði Verðlagsstofnunar, því það væri lögfræðilegt álitaefni sem dómstóllinn skæri ekki úr um. Sagðist hann ekki gera ráð fyrir því að þessi niðurstaða yrði kærð til Hæstaréttar af hálfu Verð- lagsstofnunar. „Það er ekkert við þessu að segja, en við náðum okkar fram og stöðvuðum þessa hækkun þar til við töldum okkur ekki geta neitað borginni með neinni sann- girni um hækkun og þar af leiðandi náðum við okkar fram með lög- banninu og það er sá endanlegi dómur sem enn stendur sem for- dæmi í siíku máli,“ sagði Gísli ís- leifsson. bóta kynni að vera. Segir að til refsiþyngingar horfi að ásetning- ur ákærða hafi verið einbeittur eftir að hann vaknaði og hafi að- ferð hans við verknaðinn verið hrottaleg. Ekki komi neyðarvarn- arsjónarmið til greina, þar sem Wiedbusch hindraði ákærða, Gest Guðjón, ekki í því að komast frá honum til salernis. Af því verði þó ekki ályktað, ákærði hafi átt þess kost að komast með góðu móti út úr íbúðinni. Hæstiréttur segir að til refsi- lækkunar verði að telja það, að ákærði hafi orðið fyrir alvarlegu kynfreðisbroti af hálfu manns þess sem hann svipti lífi. Hæsti- réttur segir að með hliðsjón af geðhögum ákærða, verði á það fallist með héraðsdómara að at- ferli hins látna hafi um stundar- sakir valdið þvílíku ójafnvægi á geðsmunum og reiði ákærða, sem til sé tekið í 4. tl. 1. mgr. 74. gr. almennra hegningarlaga. Hæstiréttur segir að refsing þyki hæfilega ákveðin fangelsi í 8 ár, en gæsluvarðhaldsvist frá 19. september komi þar til frádráttar. Var ákærða gert að greiða allan sakarkostnað og kostnað af áfrýj- un sakarinnar, ásamt saksóknar- launum og málsvarnarlaunum. Verjandi ákærða var Brynjólfur Kjartansson hrl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.