Morgunblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1983 + Faðir minn og fósturfaðir, JÚLÍUS KR. ÓLAFSSON, fyrrverandi yfirvélstjóri, andaðist á sjúkradeild Hrafnistu 30. maí sl. Sigrún Júlíusdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HARALDUR MAGNÚSSON, Langholtsvegi 2, R., lést á Grensásdeild Borgarspítalans sunnudaginn 29. maí. Guórún Lárusdóttir, Elfar Haraldsson, Eygló Ingvadóttir, Haraldur Haraldsson, Erna Lúövíksdóttir, Elsa Haraldsdóttir, Gústaf Óskarsson og barnabörn. + Eiginmaður minn, JÓHANNES ÁSGEIRSSON, frá Pólsseli, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, föstudaginn 3. júní kl. 10.30. Þórvör Guðjónsdóttir. Móöir mín, ÞÓRUNN TÓMASDÓTTIR fró Garöhúsum, Stokkseyri, verður jarðsett frá Nýju kapellunni, Fossvogi, fimmtudaginn 2. júní kl. 13.30. Guömundur Jónsson. + Eiginmaður minn og faöir okkar, KRISTJÁN J. HALLSSON fulltrúi, Ásbúð 18, Garðabaa, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. júní kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir sem vildu minnast hans, láti Krabbameinsfélag íslands njóta þess. Eygeröur Bjarnadóttir og börn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, EIRÍKUR GUÐMUNDSSON, Mööruvallastræti 9, Akureyri, verður jarösunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 3. júní kl. 13.30. Anna Sigurveig Sveinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaöir, bróðir og afi, GÍSLI JÓNSSON eldvarnareftirlitsmaöur, Lindargötu 13, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 2. júní 1983 kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Hulda Siguröardóttir, Jón Gíslason, Diljó M. Gústafsdóttir, Guömunda Þ. Gísladóttir, Haraldur R. Jónsson, Steinunn Ág. Jónsdóttir og barnabörn. Kærar þakkir fyrir samúö og góðvild sem okkur var sýnd við andlát og útför SIGRÍÐAR SIGURFINNSDÓTTUR, húsfreyju ( Birtingaholti. Ásthildur Siguröardóttir, Arndís S. Sigurðardóttir, Sígurfinnur Sigurösson, Ágúst Sigurðsson, Magnús H. Sigurösson, Móeíöur Á. Sigurðardóttir, Siguröur Ágústsson, Guðmundur Ingimarsson, Skúli Gunnlaugsson, Ásta Guömundsdóttir, Sigríöur Þ. Eiríksdóttir, Guöbjörg Björgvinsdóttir, Þorleifur Eiríksson, barnabörn og aörir vandamenn. Minning: Harald St. Björns- son framkvæmdastjóri Fæddur 5. júní 1910 Dáinn 23. maí 1983 Þann 23. maí sl. andaðist í Landspítalanum góðvinur minn, Harald Steinn Björnsson, eftir harða baráttu við þann sjúkdóm, sem fæstir bera sigurorð af. Með Harald er genginn góður drengur og mikilhæfur, sem skildi eftir djúp spor og minnisstæð hjá þeim, sem hann átti samleið með, og þeir urðu margir á langri lífsleið. En minnisstæðastur verður hann þeim, sem kynntust honum nán- ast, slíkur öðlingur var hann að allri gerð og umgengni. Harald var fæddur í Berlín 5. júní 1910. Sonur þeirra merku hjóna Baldvins Björnssonar, þá gulismiðs í Berlín og síðar listmál- ara, sem fæddur var í Reykjavík 1879 og konu hans Mörthu Clöru, sem fædd var í Leipzig 1886. Har- ald var annar sonur þeirra hjóna, eldri er Sigfrid Haukur, fæddur 1906, nú kaupsýslumaður í Reykjavík. Á þessum tíma var Baldvin verkstjóri við eitt þekkt- asta gullsmíðaverkstæði Berlín- arborgar og allt virtist leika í lyndi hjá hinni ungu fjölskyldu, en þá brauzt út fyrri heimsstyrjöldin 1914 með óvissu og kvíða, og sagði Harald oft frá minningum sínum sem barns á fyrstu vikum og mán- uðum styrjaldarinnar. Gullsmíða- verkstæði Baldvins var breytt í verksmiðju til framleiðslu hernað- artækja og þá var ekki eftir neinu að bíða. Baldvin sendi konu sína og syni til Kaupmannahafnar um áramót- in 1914—1915 og komst um síðir sjálfur á eftir þeim. í apríl 1915 tók fjölskyldan sér far með Botníu til Reykjavíkur með viðkomu í Englandi. Þetta var hættuför því þýzkir kafbátar voru á öllum höf- um. Botnía var stöðvuð af þýzkum kafbáti á leið til íslands en var leyft að halda siglingunni áfram. Fjölskyldan settist að í Reykja- vík og var þar allt til ársins 1923, en þá fluttust þau til Vestmanna- eyja, og þá hafði fjölskyldunni bætzt þriðji sonurinn í hópinn, Björn Th. Björnsson, sem fæddur er 1922, nú listfræðingur í Reykja- vík. Lítið fór fyrir skólalærdómi hjá Harald, fyrst og fremst vegna fá- tæktar, eins og algengt var í þá daga. Hann stundaði barnaskóla- nám í Landakotsskóla og síðar í Miðbæjarskóla í Reykjavík og í Vestmannaeyjum tók hann svo- kallaö mótoristapróf, og þar með var skólagöngu hans lokið. En áhuginn til mennta var mikill. Hann sankaði að sér bókum um þau efni, sem hugur hans stóð til, ekki sízt um nýjungar á sviði iðn- aðar og verzlunar. Enskunám hóf hann á sama hátt, en mikið og gott vald hafði hann á þýzkri og danskri tungu frá barnæsku. 1 Vestmannaeyjum vann hann ýmsa vinnu og m.a. um tíma hjá Georg Gíslasyni, kaupmanni, sem rak verzlun og var um leið um- boðsmaður enskra togara þar. Með Hauki bróður sínum kom hann á fót vísi að fiskimjölsverk- smiðju og unnu þeir bræðurnir saman að því verkefni um tíma. Martha, móðir Haralds, rak þekktan matsölustað í Vest- mannaeyjum til þess að drýgja tekjur heimilisins, og sem hún einnig rak í Reykjavík eftir að hún fluttist þangað aftur. Bæði þar og í Reykjavík nutu margir þjóð- kunnir menn fyrirgreiðslu Mörthu og þar kynntist Harald mörgum ágætum mönnum, að sögn hans sjálfs. Snemma kom fram hjá Harald hve mikill félagshyggjumaður hann var og var hann sívinnandi á því sviði. Hann stofnaði fyrsta Skátafélagið í Vestmannaeyjum og stuðlaði einnig að stofnun kvenskátafélagsins þar. Tónlist var honum í blóð borin og starfaði hann mikið að þeim málum og minntist oft á tíðum á samstárf sitt með þeim merka tónlistarmanni Oddgeiri Krist- jánssyni og var mikil og góð sam- vinna og vinátta á milli þeirra. Árið 1929 tók Harald sér ferð á hendur til Þýzkalands til þess að fá tilsögn í fiskiðnaði, en Þjóðverj- ar voru þá fremstir þjóða á þeim vettvangi. Hann lagði aðallega stund á niðursuðu, reykingu og frystingu þessara afurða. Hann kom til íslands 1930 og hafði þá fengið tilboð í frystitæki, sem þá voru algjör nýjung hér. Kreppan var þá skollin á og ekki reyndist mögulegt að útvega fjármagn til þess að hrinda slíkum nýjungum í framkvæmd, þannig að öll hans fyrirhöfn var þar með orðin að + Hjartans þakklæti til allra er sýndu okkur samúö og vináttu við andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og lang- ömmu, GUÐRUNAR SVEINSDÓTTUR, húsfreyju í Skaröshlíö, Eyjafjöllum. Sérstaklega þökkum við þróöur hennar og fósturdóttur í Vest- mannaeyjum og læknum og starfsfólki á sjúkrahúsinu þar fyrir umönnun þeirra í veikindum hennar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auösýnda samúö vlö andlát og jaröarför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, HELGA K. SESSILÍUSSONAR prentara, Bólstaöarhlíö 42. Hallfríöur Stefénsdóttir, Guölaugur S. Helgason, Margrét Á. Gunnarsdóttir, Lúövík K. Helgason, Lovísa B. Einarsdóttir, Stefán E. Helgason og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarö- GUDRÚNAR LILJU JÓHANNESDÓTTUR, Boröeyri. Þökkum blóm, kransa og samúöarkveöjur. Sórstakar þakkir til lækna og starfsfólks á Landspitala og Borgarspítala fyrir frábæra umönnun í veikindum hennar. Guð blessi ykkur öll. Brynjólfur Sæmundsson, dætur, tengdasynir og barnabörn. engu. Það ár hóf hann störf hjá Raftækjaverzlun íslands og var aðstoðarmaður þýzks verkfræð- ings við lagningu hitaveitu frá Þvottalaugunum í Laugardal. Einnig vann hann við símalagnir og við nýju útvarpsstöðina á Vatnsenda. Hann vann á teikni- stofu Gísla Halldórssonar, verk- fræðings, um tíma, var kennari í Vélskólanum og vann við lagningu háspennulínunnar frá Ljósafossi til Reykjavíkur. Hann gerðist skrifstofustjóri hjá Axel Thulini- us, Austurstræti 14, sem rak al- hliða tryggingaskrifstofu. Árið 1940 keypti hann í félagi við Jón Mathiesen, Hafnarfirði, Prjóna- stofuna Lopi og garn hf., en varð síðar einkaeigandi að því fyrir- tæki. Fyrirtæki það var rekið af miklum myndarbrag meðan möguleiki var og þegar bezt lét unnu þar um 30 manns. Á árunum eftir 1950 var breytt um innflutn- ingsreglur, þannig að innflutning- ur á tilbúnum prjónafatnaði var leyfður. Nýjungagirnin var það mikil að allir vildu heldur kaupa það sem útlent var og seldist því framleiðsla fyrirtækisins illa. Harald varð því að hætta rekstri fyrirtækisins og var það mikið áfall fyrir hann. Upp úr 1960 stofnaði hann ásamt konu sinni fyrirtækið Harald St. Björnsson, umboðs- og heildverslun og rak það til dauðadags af mikilli fyrir- hyggju. Þetta er í stuttu máli lífssaga Haralds St. Björnssonar, við- burðamikil og margbreytileg, og segir um leið hluta úr sögu þjóðar- innar frá þessum tíma, saga fá- tæktar, einangrunar og oft skiln- ingsleysis, en á hverju sem gekk var hann ávallt bjartsýnn með reisn og fágun heimsmannsins. Árið 1937 steig Harald mikið gæfuspor, er hann gekk að eiga heimasætuna frá Laufási í Vest- mannaeyjum, Fjólu Þorsteinsdótt- ur, mikla ágætiskonu. Þeim var þriggja barna auðið, Gísli Baldur, f. 1938, auglýsingateiknari, kvænt- ur Lenu Rist, Martha Clara, f. 1941, garðyrkjufræðingur, gift Pétri N. ólafssyni, garðyrkjufræð- ingi, og loks Ásta Kristín, fædd 1952, kennari, gift Sverri Guð- myndssyni, verkstjóra, og barna- börnin eru nú orðin 9 talsins. Fjöl- skyldan öll var Harald mjög kær og undi hann sér bezt með konu sinni og börnum og ekki sízt hin síðari ár með barnabörnunum, þau voru öll hans stóru augastein- ar. Harald og Fjóla byggðu sér einbýlishús fljótlega upp úr síðari heimsstyrjöldinni að Karfavogi 23. Þar andar allt inni og úti af listrænum smekk og vináttu. Har- ald og Fjóla unnu mjög íslenzkri náttúru og ber garður þeirra að Karfavogi 23 því ljósast vitni. Á þessum kæra stað þeirra hjóna safnaðist fjölskyldan oft saman og þá var Harald glaðastur, er sem flestir gátu komið. Harald var listunnandi og ekki sízt unni hann málaralist og átti mikið og gott safn málverka og þ.á m. fágætt safn eftir föður sinn, Baldvin Björnsson. Hann var mik- ill unnandi sígildrar tónlistar og naut hennar í enn ríkara mæli eft- ir að árin færðust yfir. Hann safn- aði frímerkjum af mikilli smekk- vísi og átti þar gott safn. Annars átti hann svo mörg áhugamál að vart er hægt upp að telja, en hvar sem hann bar niður var næmleiki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.