Morgunblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1983 Kanada mesta þorsk- veiðiþjóðin við norð- anvert Atlantshafið Aflaaukningin frá 1978 nemur 92% Þorskveiðar Kanadamanna hafa aukizt um 92,9% á árunum 1978 til 1982, samkvæmt yfirliti um þorsk- veiðar helztu fiskveiðiþjóða við norð- anvert Atlantshaf. Árið 1978 veiddu þeir samtals 296.900 lestir en í fyrra 572.900. Eru Kanadamenn þar með orðin mesta þorskveiðiþjóðin á þess- um slóðum. Til samanburðar má geta þess að á síðasta ári veiddu Islendingar 381.800 lestir af þorski og næstir komu Norðmenn með 340.000 lestir. Hér fer á eftir yfirlit yfir þorsk- afla helztu fiskveiðiþjóða í Vest- ur-Evrópu og Norður-Ameríku. Tekur yfirlitið yfir árin 1978 til 1982 að báðum meðtöldum og afla- tölur eru sýndar í þúsundum tonna. 1978 1979 1980 1981 1982 lOOOt lOOOt lOOOt lOOOt lOOOt Danmörk 125,4 122,1 154,8 184,9 vantar Belgía 15,2 10,3 7,5 7,8 5,9 Færeyjar vantar vantar vantar 23,6 23,8 Frakkland vantar 17,4 17,7 21,4 17,5 fsland 318,4 359,5 426,2 458,8 381,8 Holland 41,0 30,1 39,2 44,1 29,3 Noregur vantar 334,6 281,2 338,9 340,0 Svíþjóð 14,4 22,7 31,5 43,7 42,2 Bretland 126,4 109,3 104,3 115,9 113,9 Kanada 296,9 378,0 422,1 456,4 572,9 V-Þýskaland 72.8 50,9 58,9 58,5 65,5 Af þessu yfirliti sést m.a. að á aðeins 5 árum hafa veiðar á þorski í Kanada aukist um 276.000 smál. eða 92,9%. Er hér um gífurlega aukningu að ræða. Þá virðist veiði á þorski Breta og Vestur-Þjóð- verja árvissar. Mikil aukning er á veiðum Dana og sömuleiðis hjá Svíum. (Ljósm. Mbl. KÖE) Eldri borgarar í Reykjavík skemmtu sér vel í Þórskaffí á fímmtudaginn og hér fylgjast þeir með Júlíusi Brjánssyni í einu atriðinu í Þórskabarett. Aldraðir skemmta sér í Þórskaffi ÞAÐ var glatt á hjalla í veitingahús- inu Þórskaffí á fimmtudaginn sl. en þar voru saman komnir eldri borgar- ar úr Reykjavík í boði forráðamanna og starfsfólks hússins. Gamla fólkinu var boðið í kvöld- verð og síðan skemmti Þórskabar- ett, en að lokum var stiginn dans við undirleik hljómsveitar húss- ins, Dansbandsins og söngkonunn- ar Önnu Vilhjálms. Var greinilegt að gamla fólkið kunni vel að meta það sem boðið var upp á og voru Björgvini Árnasyni veitinga- manni, Kristni Guðmundssyni veitingastjóra og svo starfsfólki hússins færðar sérstakar þakkir fyrir höfðinglegt boð, en þetta er þriðja árið sem Þórskaffi býður eldri borgurum upp á veitingar og skemmtun. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar sá um akstur til og frá húsinu. Tímaritið Skák: Gengst fyrir skákmóti í Reykhólaskóla í júlí MiAhúsum, 30. maí. TÍMARITIÐ Skák gengst fyri helg- armóti í Reykhólaskóla 1., 2. og 3. júlí nk. Boðið verður 15—20 beztu skákmönnum landsins til leiks og mun ritstjóri Skákar, Jóhann Þórir Jónsson, sjá um þá hlið mótsins. Auk þess er öllum áhugamönnum heimil þátttaka á meðan rúm leyfir. Skákfélag Austur-Barðastrand- arsýslu sér um undirbúning hér heima fyrir. Formaður félagsins er Indíana Ólafsdóttir Reykhól- um. Samkvæmt heimildum ræðst þetta litla félag í stórvirki því ætia má að skákmenn hafi áhuga á að leiða saman taflmenn sina og búast við að þátttakan verði 60—100 manns. Þó eflaust verði menn tímunum saman bundnir við skákborðin og hugurinn þar fastur, sakar ekki að geta þess að útsýni frá Reykhólum er með því fegursta á landi hér og ætti því að örva menn til dáða. Sveinn. LjÓNmynd Mbl./KÖE Listatrimm Stúdentaleikhússins hófst á sunnudaginn og er hér hluti þess hóps sem að því stendur. Talið frá vinstri: Már Jónsson, Rúnar Guðbrandsson, Kristrún Gunnarsdóttir og Kolbeinn Bjarnason með meðleikara sinn, segulbandið í höndunura. Fyrir aftan eru þeir Karl Aspelund leikmyndateiknari og Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri Stúdentaleikhússins. I Félagsstofnun stúdenta: Listatrimm Stúdentaleik- hússins sumarið 1983 Rúnar Guðbrandsson í hlutverki sínu í Skýrsla til Akademíunnar. Listatrimm stúdentaleikhússins sumarið 1983 hófst sunnudaginn 29. maí, en þetta heiti hefur verið valið þeirri starfsemi sem Stúd- entaleikhúsið og Félagsstofnun stúdenta ætla að gera tilraunir með í sumar. Ætlunin er að halda uppi dagskrá sem flest kvöld vik- unnar í Félagsstofnuninni, sem verður breytt í kaffíleikhús, þ.e. veitingar verða seldar fyrir sýn- ingar í hléi og eftir sýningar. Dagskráin fyrir júní er svotil full- mótuð og ef vel tekst til verður haldið áfram. Aðeins eitt skref heitir sýn- ingin sem verður 29. og 31. maí. Föstudagskvöld 3. júní verða rokktónleikar. 5. og 7. júní verður upplestur skálda og performans, fram koma Einar Ólafsson, Ingibjörg Haralds, Elísabet Þorgeirsdóttir og Sjón, auk þeirra mun Blásara- kvintettinn spila. 10., 11. og 12. júní verður flutt dagskrá úr verkum Jökuls Jakobssonar, 16. júní verða jasstónleikar, 21. júní verður sólrisuhátíð, þar sem nýtt íslenskt tónverk verð- ur frumflutt, og í enda mánað- arins verður settur á svið leik- þáttur. Með síðari sumarmánuðina er ekki algerlega afráðið og getur hver sem er boðið sig fram með efni og hugmyndir. Mbl. ræddi við framkvæmda- stjóra Stúdentaleikhússins, Andrés Sigurvinsson, en ásamt honum er í því starfi ólafur Sveinsson. „Með þessu lista- trimmi erum við að reyna að fylla upp í það tómarúm sem myndast í listalífinu á sumrin. Við erum að gera tilraun með samstarf og starfsemi fólks úr sem flestum listgreinum, og er markmiðið að skapa einstakl- ingum og hópum aðstöðu til að koma hugmyndum sínum og verkefnum á framfæri. Við viijum sýna að með góðri sam- vinnu má opna nýjar leiðir í sköpun og flutningi. Aðeins eitt skref Um hverja dagskrá sem flutt verður myndast hópur sem síð- an starfar sjálfstætt að sínu verkefni. Fyrsta dagskráin „Aðeins eitt skref" inniheldur þrjú verk sem eru öll úr sitt- hvorri áttinni en tengjast sam- an samt sem áður. Fyrst verð- ur flutt Steinaspil sem er tón- verk leikið á íslenskt fjalla- grjót. Uppruni þessa er afr- ískur en útfærslan íslensk. Hlutverk Steinaspilsins í dagskránni er að undirstrika hið frumstæða, hinn frumlega tón. Annað verkið er „skýrsla til Akademíunnar", einþáttungur fyrir einn leikara eftir einni af smásögum Kafka í flutningi Rúnars Guðbrandssonar. Fjall- ar þessi þáttur um apa sem tekinn hefur verið frá heim- kynnum sínum og fluttur til siðmenningarinnar þar sem hann er taminn og menntaður. Hann reynist hæfur til að vera meðal manna og tileinkar sér siði þeirra og hugsun. Hér stendur hann í ræðustól og ávarpar háttvirta heiðursmenn lærdómslistafélags, greinir frá minningum sínum sem apa og reynslu sinni í mannheiminum. Spurningin er hvað er hann þegar hann hvorki er api né maður. Síðasta verkið, „Solo un Paso“ eða Aðeins eitt skref, er verk eftir spænska tónskáldið Luis de Pablo fyrir flautuleik- ara, söngkonu, segulband, ljós og hluti. Þetta verk er 50 mín- útur af baráttu milli söngkon- unnar, sem er kennarinn og flautuleikarans, sem er nem- andinn. En það sem einmitt er megin inntak þessara verka, er menntun og afstaða til hennar. Dagskráin verður flutt í kvöld og hefst sýning kl. 20.30. Stúdentaleikhúsið er opinn félagsskapur og hvet ég alla sem áhuga hafa að kynna sér starfsemina og taka þátt í henni."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.