Morgunblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1983
Perú:
Neyðarástand
í tvo mánuði
l.íma, Peru, 31. mai. AP.
SEXTÍU daga ncvrtarástandi var í gær lýst yfir í Perú vegna vaxandi umsvifa
skæruliða og hryðjuverkamanna. Er hér um að ræða hörðustu aðgerðirnar,
sem Fernando Belaunde, forseti, hefur gripið til síðan hann tók við embætti
árið 1980.
Upplýsingamálaráðherra
stjórnarinnar sagði, að til þessara
aðgerða hefði verið gripið vegna
„endurtekinna árása og skemmd-
arstarfsemi". Um helgina sprungu
sprengjur í höfðuborginni, Líma,
og var rafmagnslaust þar af og til
í ýmsum hverfum. I ágúst sl. var
lýst yfir neyðarástandi í Líma eft-
ir samskonar sprengingar og voru
þá um 30.000 manns færðir til yf-
irheyrslu.
Skæruliðar í Perú eru flestir af
indíánaættum og aðhyllast kenn-
ingar Maó formanns. Kalla þeir
hreyfinguna „silfurbrautina“ og
eru taldir vera um 1.500 talsins.
Hafa her og lögregla átt í erfið-
leikum með að uppræta þennan
félagsskap og ekki síst vegna þess,
að liðsmenn hans nota aðeins indí-
ánamálið quechua sín á milli, en
það er hin forna tunga Inkanna.
Leiðtogarnir, sem sóttu fundinn f Williamsburg (f.v.): Nakasone, forsætis-
ráðherra Japans, Fanfani, forsætisráðherra ftalíu, Margaret Thatcher, Ron-
ald Reagan, Pierre Trudeau, Gaston Thorn, forseti EBE, Kohl, kanslari
Vestur-Þýskalands, og Mitterrand, forseti Frakklands.
Fundurinn í Williams-
burg árangursríkur
W illiamsburg, 31. maí. AP.
RONALD Reagan, Bandaríkjafor-
seti, lýsti í dag fundinum í Williams-
burg á þann veg, „að hann hefði
verið jafn árangursríkur og gagnleg-
ur og allir þátttakendur í honum
höfðu frekast vonað“. Sagði forset-
inn ennfremur, að með fundinum
hefði gefizt einstakt tækifæri til þess
að ræða mismunandi skoðanir á því,
hvernig taka skuli á þeim vandamál-
um, sem við blasa í efnahagsmálum
heims, og samræma þær.
í yfirlýsingu fundarins sagði, að
brýna nauðsyn bæri til að draga
úr verðbólgu í heiminum og lækka
vexti, sem væru enn of háir. Þá
sagði þar ennfremur, að möguleik-
ar á nýju alþjóðlegu peningakerfi
skyldu athugaðir gaumgæfilega í
framtíðinni.
Þrátt fyrir þá miklu eindrægni,
sem einkenndi fundinn í Willi-
amsburg, eru ekki allir á einu máli
um ágæti hans. Fréttastofa Kína
Carrington í
stað Luns?
Lundúnum, 31. maí. AP.
CARRINGTON lávarður, fyrrver-
andi utanríkisráðherra Bretlands,
kemur „sterklega til greina sem
næsti framkvæmdastjóri NATO“,
segir í fregnum breska blaðsins
Daily Telegraph í dag.
Þar segir að þessi hugsanlega
stöðuveiting sé nú til umræðu hjá
breskum og bandarískum stjórn-
völdum, sem og öðrum aðildarríkj-
um NATO.
Carrington sagði af sér utanrík-
isráðherraembættinu síðastliðið
ár, þremur dögum eftir að Argen-
tínumenn réðust á Falklandseyjar
2. apríl.
Daily Telegraph birtir fregnir
þessar með frétt um Williams-
burg-fundinn í Virginia og segir
NATO vera að leita að arftaka
Joseph Luns í embætti fram-
kvæmdastjóra, en hann hefur
gegnt þeirri stöðu frá 1971. Luns
verður 72 ára gamall í ágúst og
dregur sig í hlé síðar á þessu ári.
sagði t.d. í dag, að ekki hefði tekizt
að leysa þau vandamál, sem fyrir
hendi væru milli Bandaríkjanna
og annarra iðnríkja heims og að
undir yfirbragði eindrægninnar
fælist óeining.
Veður
víða um heim
Akureyri 2 rigning
Amsterdam 18 skýjaó
Aþena 29 heiðskírt
Barcelona 22 alskýjað
Berlín 18 skýjað
Brussel 20 heiðskírt
Chicago 13 skýjað
Dyflinm 18 Reiðskírt
Feneyjar 23 þokumóða
Frankfurt 17 heiðskírt
Genl 24 heiðskírt
Helsinkí 14 rigning
Hong Kong 30 heiðskírt
Jerúsalem 26 heiðskírt
Jóhannesarborg 15 heiðskírt
Kairó 34 heiðskirt
Kaupmannahöfn 13 skýjað
Las Palmas 22 léttskýjað
Lissabon 20 skýjað
London 20 skýjað
Los Angeles 27 skýjað
Madríd 27 heiðskírt
Malaga 26 skýjað
Mallorca 30 skýjað
Mexíkóborg 29 heiðskirt
Miami 30 rigning
Moskva 26 skýjað
Nýja Delhi 39 heiðakírt
New York 22 rigning
Ostó 15 skýjað
París 21 skýjað
Perth 25 skýjað
Rio de Janeiro 26 rigning
Reykjavík 7
Rómaborg 29 heiðskírt
San Francisco 20 heiðskirt
Stokkhólmur 17 rigning
Sydney 19 heiðskírt
Tel Aviv 26 heiðskírt
Tókýó 27 skýjað
Vancouver 20 skýjað
Vínarborg 22 heiðskirt
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir BJÖRN BJARNASON
Niðurstaðan í Williamsburg:
V onir bundnar
yið hagvöxt
Æðstu mönnum iðnríkjanna sex — Bandaríkjanna, Bretlands, Frakk-
lands, Ítalíu, Japans og Vestur-Þýskalands — var fyrst boðiö til fundar í
líkingu við þann sem haldinn var um helgina í gamla nýlendubænum
Williamsburg 250 km suður af Washington í Chateau de Rambouillet í
Frakklandi 1975. Á öðrum fundinum í Puerto Rico 1976 slóst Kanada í
hópinn. Frá því að fyrsti fundurinn var haldinn hefur efnahagsþróunin
tekið dýfur og atvinnuleysi magnast í þessum löndum. Nú eftir níunda
fundinn binda menn helst vonir við að hagvöxtur í Bandaríkjunum
haldist stöðugur og þar með verði blásið nýju lífi í efnahagsstarfsemina
um heim allan. í kringum þjóðarleiðtogana sjö og forseta stjórnarnefndar
Evrópubandalagsins, sem setið hefur fundina frá 1977, var margmenni í
Williamsburg, 2.500 aðstoðarmenn og meira en 3.000 fréttamenn.
Eldflaugamál
Margaret Thatcher, forsætis-
ráðherra Breta, gaf sér aðeins
tíma til að dveljast 24 klukku-
tíma í Williamsburg vegna anna
í kosningabaráttunni heima
fyrir. Á meðan Thatcher sat
fundinn frá laugardagskvöldi
fram á sunnudag komu leiðtog-
arnir sér saman um yfirlýsingu
um varnar- og afvopnunarmál.
Hefur breski forsætisráðherr-
ann talið hana heppilegt vega-
nesti fyrir sig, því að þar er
ítrekuð sú stefna sem hún fylgir
í baráttunni heima fyrir, að
fækka skuli kjarnorkuvopnum
samhliða því sem Vesturlönd
viðhaldi „nægilega öflugum"
varnarmætti.
George P. Shultz, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, kynnti
þessa ályktun og tók það sér-
staklega fram, að kjarnorkuvopn
Breta og Frakka ætti ekki að
ræða í viðræðum Bandaríkja-
manna og Sovétmanna í Genf
um niðurskurð meðaldrægra
kjarnorkueldflauga í Evrópu. En
á leiðtogafundinum hreyfði
Pierre Trudeau, forsætisráð-
herra Kanada, því hvort ekki
væri rétt að koma til móts við
Sovétmenn með tilslökun varð-
andi bresku og frönsku kjarn-
orkuvopnin.
Yasuhiro Nakasone, forsætis-
ráðherra Japans, lagði á það
áherslu í umræðunum um sov-
ésku meðaldrægu eldflaugarnar
að þannig yrði staðið að fækkun
þeirra, að hún verði hnattræn.
Japanir óttast að eldflaugarnar
verði ekki rifnar heldur Úuttar
svo austarlega í Sovétríkjunum,
að þær nái ekki lengur til skot-
marka í Vestur-Evrópu en ógni
Japan í staðinn. Féllust Amin-
tore Fanfani, forsætisráðherra
ftalíu, Helmut Kohl, kanslari
V-Þýskalands og Margaret
Thatcher á þetta sjónarmið
Nakasone, en í Ítalíu, V-Þýska-
landi og Bretlandi á að koma
fyrir þorra bandarísku eldflaug-
anna 572, sem byrjað verður að
setja upp fyrir áramót, náist
ekki samkomulag í Genf.
Efnahagsmál
í fréttaskeytum kemur fram
að Francois Mitterrand, Frakk-
landsforseti, hafi ekki verið hrif-
inn af því að dýrmætum fund-
artíma væri varið til að ræða
hernaðarmál, efnahagsvandinn
og úrræði gegn honum væru
meginviðfangsefnið.
Vegur dollarans undir leiðsögn
Reagans mun ráða mestu um það,
hvort vonirnar í Williamsburg ræt-
ast.
Gaston Thorn, forseti stjórn-
arnefndar Evrópubandalagsins
(Efnahagsbandalags Evrópu)
flutti ræðu á sunnudaginn og dró
upp þá mynd af þróun efna-
hagsmála, að „hættuástand"
skapaðist í alþjóðamálum ef ekki
tækist að viðhalda jöfnum hraða
á leið upp úr efnahagslægðinni.
Taldi Thorn að afturkippur
myndi eyðileggja eftirvæntingu-
na um bata og þar með slæva
frumkvæði fyrirtækja. Ræðuna
flutti Thorn í nafni 10 aðildar-
ríkja Evrópubandalagsins. Hann
minnti á, að 32 milljónir manna
væru nú án atvinnu í helstu
iðnríkjum veraldar, 3 milljónum
fleiri en á síðasta fundi leiðtog-
anna í Versölum fyrir ári.
Hann sagði, að á árinu 1981
hefði halli á fjárlögum Evrópu-
bandalagslandanna 10 verið
hlutfallslega mun hærri en hall-
inn í Bandaríkjunum. Evrópu-
löndin hefðu síðan komið í veg
fyrir að hallinn yxi þrátt fyrir
efnahagsþrengingar. í Banda-
ríkjunum hefði hið þveröfuga
gerst. Hallinn á ríkissjóði
Bandaríkjanna næmi nú um 200
milljörðum dollara á ári og hann
væri helsta ástæðan fyrir því að
vextir í Bandaríkjunum væru of
háir. Evrópumenn ætluðu ekki
að segja Bandaríkjamönnum
fyrir verkum, en hins vegar væri
ljóst að yrði ekki dregið úr þess-
um halla hækkuðu vextir og þar
með væri endurreisn efnahags-
lífsins stofnað í hættu.
Thorn vakti athygli á þeirri
staðreynd að háir vextir í
Bandaríkjunum hafa mikil áhrif
um heim allan. Fjármagn leitar
til Bandaríkjanna vegna hinna
háu vaxta og þess vegna helst
gengi dollarans jafn hátt og
raun ber vitni, en verð á olíu og
ýmsum öðrum brýnum nauð-
synjavörum er skráð í dollurum.
Af fréttaskeytum má ráða, að
í ræðu Gaston Thorn hafi komið
fram meginatriðið í málflutningi
annarra en fulltrúa Banda-
ríkjanna í umræðunum um efna-
hagsmál. Ronald Reagan,
Bandaríkjaforseti, ítrekaði það
hvað eftir annað á fundinum að
vextir í Bandaríkjunum myndu
lækka. Donald Regan, fjármála-
ráðherra Bandaríkjanna, sagði
að bandarískir embættismenn
væru þeirrar skoðunar, að „sára-
lítil tengsl séu á milli hallans á
ríkissjóði og vaxtanna".
í umræðum um efnahagsmál
var gerð grein fyrir stöðu þeirra
í einstökum þátttökulöndum.
Donald Regan, fjármálaráð-
herra, sagði að horfur væru á
bata og gaf löndunum sjö síðan
þessar einkunnir: „Bandaríkin
sýnast að sjálfsögðu í farar-
broddi. Staðan er góð í Bret-
landi. Batahorfur eru í Vestur-
Þýskalandi. Kanada er að taka
við sér. I Japan gengur þeim
sæmilega. Frakkar viðurkenna
að þeir eigi við erfiðleika að etja,
en segja að efnahagsaðgerðir
stjórnarinnar muni bera árang-
ur. Italir segjast ekki geta lofað
neinu um framtíðarstefnuna
vegna stjórnarkreppu i landinu
en benda á að flestir ítölsku
flokkanna vilji ráðast gegn verð-
bólguvandanum."
Það er samdóma álit, að ekki
hafi orðið mikill árangur af leið-
togafundinum í Versölum 1982.
Líklega verður ekki heldur unnt
að tala um nein þáttaskil eftir
fundinn í Williamsburg, enda
eru viðfangsefnin flóknari en svo
að einn fundur ráði úrslitum.
Helmut Schmidt, fyrrum kansl-
ari V-Þýskalands og nú einn af
ritstjórum þýska vikuritsins Die
Zeit, hefur setið leiðtogafundina
til þessa. Hann lét orð falla á
þann veg fyrir Williamsburgar-
fundinn að allt umstangið í
kringum hann og umsátur meira
en 3000 blaðamanna sé besta að-
ferðin til að gera út af við leið-
togafundina.