Morgunblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1983
39
• Sigurður Grétarsson, sem hér er á fullri ferð með knöttinn, skoraði sigurmark Blikanna í gærkvöldi gegn ÍA. Það er Björn Björnsson sem eltir
Sigurð á myndinni.
Morgunblaöið/Krittlén Einarason.
Fram
marði KS
FRAMMARAR sigruðu nýliðana
frá Siglufírði í 2. deild í gærkvöldi
með einu marki gegn engu í frek-
ar slökum leik.
Fram skapaði sér nokkur góö
færi í upphafi leiksins og úr einni
hornspyrnunni skallaði Guðmund-
ur Torfason í mark KS eftir slæm
mistök markvaröar þeirra norðan-
manna. Frammarar voru miklu
fljótari í boltann í fyrri hálfleik og
sóttu þeira en tókst ekki aö skora.
i siöari hálfleik komu Siglfirð-
ingarnir mjög grimmir til leiks og
ætluöu sér greinilega aö jafna
metin. Þaö tókst þeim ekki þrátt
fyrir nokkur tækifæri og þaö uröu
Frammarar sem skoruöu annaö
mark, en þaö var dæmt af vegna
rangstööu.
sus
Staöan
STAÐAN er nú þessi í 1. deild:
IBV
ÍA
Valur
UBK
ÍBK
KR
ÍBÍ
Þór
Þróttur
Víkingur
0 8:3
1 3:1
1 4:5
1 1 1 2:2
0 1 4:3
2 0 3:3
0 1 2:4
1 1 1:2 1
1 1 2:4 1
1 1 0:2 1
Tveir leikir fara fram í kvöld, Þór
og ÍBÍ leika á Akureyri og veröur
sá leikur á grasvelli Þórs í Gler-
árhverfi. Einnig leika Víkingur og
KR og veröur sá leikur í Laugardal.
Leikirnir hefjast báöir kl. 20.
Tvö stig til Blikanna
— Sigurður Grétarsson skoraði er ein og hálf mín. var eftir
BREIDABLIK náöi sínum fyrsta
sigri í fyrstu deildinni í sumar í
gærkvöldi er liðið sigraði Skaga-
menn 1:0 í Kópavogi. Sigurður
Grétarsson skoraði eina mark
leiksins er ein og hálf mín. var
eftir. Hann fékk sendingu frá Sig-
urjóni Kristjánssyni á miðjum
vallarhelmingi ÍA, plataöi Sigurö
Lárusson meö því að renna bolt-
anum á milli fóta hans, og óö síö-
an fram völlinn. Bjarni markvörö-
ur kom út á móti honum en Sig-
uröur skoraöi örugglega undir
hann yst úr teignum.
Þar meö var sigurinn í höfn, sig-
ur sem Blikarnir áttu varla skilinn.
Færin í leiknum voru ekki mörg og
áttu Skagamenn þau bestu. Þeir
voru hins vegar hinir mestu klaufar
aö skora ekki. Fyrri háifleikurinn
var fjörugur á milli vítateiganna,
leikmenn léku skemmtilega á milli
sín og boltinn gekk nokkuö vel, en
síöan er nálgast fór mörkin var
eins og menn þyröu ekki nær.
Skagamenn náöu góöri sókn á
30. mín. er Sigurður Jónsson vipp-
aöi inn í teiginn á Sigurö Lárusson.
Hann haföi betur í viöureign viö
markvörðinn og skoraði en ekki
var þaö löglegt. Bæöi var aö Sig-
uröur braut á Guðmundi og annaö
sem menn virtust ekki taka eftir,
línuvöröurinn veifaöi rangstööu
strax og boltinn kom inn frá Sig-
uröu Jónssyni. Sennilega hefur því
veriö dæmd rangstaöa í þessu til-
viki.
Blikarnir fengu gott færi nokkr-
um mín. seinna er þeir sóttu stífti
aö marki ÍA en endahnútinn vant-
aði. Rétt fyrir hlé skallaöl svo
Höröur Jóhannsson, Skagamaöur,
af markteig. Hann haföi nógan
tíma til aö taka boltann niður, en
asinn á honum var svo mikill aö
hann skallaði frekar strax. Guð-
mundur varöi hins vegar auöveld-
lega.
Strax í upphafi seinni hálfleiks-
ins fengu Blikarnir óbeina auka-
spyrnu rétt innan teigs. Dæmt var
á Bjarna markvörð, sem eitthvaö
hefur ryögaö í nýju reglunum and-
artak. Boltanum var ýtt til Siguröar
Grétarssonar og hann átti lúmskt
skot sem maöur bókstaflega sá í
netinu en boltinn smaug naumlega
framhjá.
Besta færi leiksins fékk svo
Höröur Jóhannesson, Skagamaö-
ur, á 55. mín. og þá voru Blikarnir
svo sannarlega heppnir aö fá ekki
á sig mark. Höröur fékk þá boltann
rétt utan markteigs, aleinn, og
skaut þrumuskoti. Boltinn small í
stönginni innanverðri uppi við
samskeytin og hrökk síðan aftur
fyrir endamörk hinumegin.
Eitt gott færi sást til viöbótar.
Júlíus Ingólfsson skallaöi þá af
stuttu færi belnt á markvöröinn, og
var þar heldur Illa fariö meö gott
færi.
Fyrri hálfleikurinn var fjörugur
eins og áöur sagöi, en í seinni hálf-
leik dofnaði yfir leiknum. Skaga-
menn voru mun sterkari fyrri part
hans, og sóttu mun meira, en síö-
an má segja aö leikurinn hafi
smám saman fjaraö út. Siguröur
skoraöi síðan í lokin eins og lýst
var í upphafi, þegar menn voru
farnir aö gefa upp vonina um aö
þeir fengju aö sjá mark. Blikarnir
fögnuöu innilega. Þeir höföu sigraö
í sínum fyrsta heimaleik á sumrinu.
Varla er hægt aö tina út bestu
menn liöanna. Allir voru svo jafnir,
en vert er aö geta Siguröar Jóns-
sonar, Skagamannsins unga.
Hann var sterkur og lók vel. Hjá
Blikunum var Siguröur Grétarsson
bestur. Mjög duglegur en fékk li'tiö
aö vinna. Kom hann því iðulega
aftur til aö ná í boltann.
Einkunnagjöfin: UBK: Guömundur Áa-
geirtaon 6, Banadikt Guömundtton 6, Ómar
Rafntaon S, Vignir Balduraaon 5, Ólafur
Björnaaon 5, Jón Gunnar Barga (, Trauati
Omaraaon 5, Þoratainn Gairaaon 5, Sigurður
Grétaraaon 7, Sævar Geir Gunnlaifaaon 5,
Sigurjón Kriatjánaaon 6, Jóhann Grétaraaon
(vm) 4, Hákon Gunnaraaon (vm) lák of atutt.
ÍA: Bjarni Siguraaon 6, Guójón Þóróaraon
5, Ólafur Þóróaraon 6, Siguróur Láruaaon S,
Björn Björnaaon 6, Höröur Jóhanneaaon 6,
Júlíua Ingólfaaon S, Siguróur Jónaaon 7, Sig-
þór Ómaraaon S, Guóbjörn Tryggvaaon 4,
Ámi Sveinaaon 5.
í stuttu máli: Kópavogsvöllur 1.
deild. UBK — ÍA 1:0.
Mark UBK: Siguröur Grétarsson
á 89. mín.
Gul spjöld: Þorsteinn Geirsson
UBK.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín og
stóö hann sig nokkuö vel.
Áhorfendur: 892.
— SH
— SH.
/ -f
• Tómas Pélsson var bssti maö-
ur vallarins ( Eyjum í gærkvöldi.
Eyjamenn léku mjög vel
Vestmannaeyingar unnu stór-
sigur — 3:0 — yfir Valsmönnum í
Eyjum í gærkvöldi í fjörugum og
skemmtilegum leik, þar sem
Eyjamenn höföu yfirhöndina allan
leikinn. ÍBV néöi strax í upphafi
góðum tökum á leiknum og hélt
takti allan leikinn út í gegn —
liöiö sótti sig jafnt og þétt allt til
leiksloka, en é sama tíma smé
dró af Valsmönnum. Staóan í
hélfleik var 1:0, og kom markið
strax é 16. mín.
Viöar Elíasson framkvæmdi
aukaspyrnu og sendi fyrir markiö,
Sveinn Sveinsson vippaði boltan-
um til Jóhanns Georgssonar sem
skoraöi meö góöu skoti. Eyjamenn
voru mun ágengari allan hálfleikinn
— Valsmenn voru þó mikiö meö
boltann en komust ekkert áleiöis
framhjá sterkum varnarmönnum
ÍBV.
i seinni hálfleik var nánast um
yfirburöi iBV aö ræöa og lék liöið
stórgóöa knattspyrnu. Geysilegur
hraöi í spilinu og góöar skiptingar.
Valsmenn gáfu meira og meira eft-
ir þó einstaka leikmenn beröust
áfram af krafti og þá sérstaklega
Njáll Eiðsson. Annaö markiö kom
á 61. mín., og þaö skoraði besti
maður vallarins, Tómas Pálsson.
Eftir hornspyrnu Ómars Jó-
hannssonar fékk Tómas boltann
utarlega í teignum, lék á varnar-
mann og skoraði. Það er ÍBV
geysimikill styrkur af endurkomu
þessa skemmtilega leikmanns í liö-
iö. Valsmenn léku nokkuö gróft og
á 72. min. var Úlfar Hróarsson rek-
inn af velli fyrir ítrekuö brot. Aö-
eins minútu síöar ráku Eyjamenn
svo Valsmönnum rothöggiö.
Kári Þorleifsson skoraði þá
þriöja markiö eftir góöan undir-
búning Hlyns Stefánssonar. Kári
hefur því náö að skora mark í öll-
um þremur leikjum ÍBV í deildinni
til þessa. Sem sagt öruggur og
góöur sigur ÍBV og liöið veröur
ekki auösigraö leiki það áfram sem
í þessum leik.
Valsmenn áttu einfaldlega aldrei
möguleika og vilja áreiöanlega
gleyma þessum leik sem fyrst.
Einkunnagjöfin: ÍBV: Pill Pilmaaon (lik of
•tutt), Aóalatéinn Jóhannsson 6, Vióar Eli-
asson 6, Þóróur Hallgrimsson 7, Valþór Sig-
þórsson 7, Snorri Rútsson 7, Svainn Svains-
son 8, Jóhann Georgsson S, Hlynur Stétins-
•on 6, Ómar Jóhannsson 7, Tómas Pilsson S,
Kiri Þorleitsson S, Bergur Ágústsson (vm,
lik of stutt). Valur: Guómundur Hreiöarsaon
S, Magni Blöndal Pétursson S, Grímur Sæ-
mundsen S, Guómundur Kjartansson S, Últar
Hróarsson 5, Þorgrímur Þriinsson S, Ingi
Björn Albertsson 5, Hilmar Sighvatsson S,
Valur Valsson S, Njill Eiðsson 7, Þorsteinn
Sigurösson 4, Jón Grétar Jónsson (vm) 5.
í stuttu méli:
Hásteinsvöllur 1. deild
ÍBV—Valur 3:0 (1:0).
Mörk ÍBV: Jóhann Georgsson á
16. mín., Tómas Pálsson 61. mín.,
og Kári Þorleifsson á 73. mín.
Gul spjöld: Njáll Eiðsson, Val og
Úlfar Hróarsson.
Rautt spjald: Úlfar Hróarsson, Val.
Áhorfendur: um 800.
Dómari: Baldur Scheving. Haföi
nóg aö gera og dæmdi ágætlega.
— hkj.