Morgunblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1983 21 Gosið f Grfmsvötnum: Litlar líkur á hlaupi meðan gýs á þessum stað — segir Helgi Björnsson, jarðeldisfræðingur ELDSUMBROTIN í Grímsvötnum héldu áfram í gær, en lítið sást á gosstaðinn vegna skýjafars. Þó varð vart við gufubólstra í allt að 6 kflómetra hæð í gærmorgun. Nokkur órói var á skjálftamælum, en minni en á mánudag. Taldi Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, að gufu- strókarnir gætu bent til þess, að gosið væri að nálgast yflrborðið. Mönnum hefur orðið tíðrætt um það, hvort líkur væru á Skeiðarárhlaupi samfara eða í kjölfar gossins og vegna þess sneri Morgunblaðið sér til Helga Björnssonar, jarðeðlisfræðings, og spurði hann hvaða áhrif gos- ið kynni að hafa á rennsli Skeið- arár. „Meðan gýs eingöngu á þess- um stað tel ég enn sem komið er litlar líkur á að hlaupi úr vötn- unum. Við það að gosið bræðir íshellu, sem flýtur á vatni, eykst ekki vatnsstaðan. Ef vatnsborð ætti að hækka þarf ís að skríða inn í Grímsvötn af landinu norðan við þau. Það tekur nokk- urn tíma, kannski vikur og að því er nokkur aðdragandi. Við aukið ísskrið myndi verða vart við myndun sprungna norðan vatnanna og sjálfsagt er að fylgjast með því, þar sem það væri merki um auknar líkur á hlaupi — Hvaða áhrif hefur það, ef gosið nær upp úr vötnunum? „Það dregur væntanlega úr íbráðnun vegna þess, að varma- orkan á þá greiðari leið út í and- rúmsloftið og líkur á hlaupi minnka. Á hinn bóginn lítur dæmið verr út, komi upp eldar norðan vatnanna, því þá rennur bræðsluvatn tafarlaust inn í vötnin og vatnshæðin rís. Enn vantar um 20 til 30 metra á að vatnsborð hafi náð þeirri hæð, sem hlaupið hefur við und- anfarna áratugi. Þegar vatns- borðið er nærri 1.430 metra hæð er vatnsþrýstingur við botn þeirra nægur til þess, að vatn nær að þrengja sér inn undir ís- inn og renna 50 til 60 kílómetra- leið niður á Skeiðarársand.“ Helgi vann meðfylgjandi myndir fyrir Morgunblaðið og fylgja skýringar hans þeim. Hér er þverskurður af íshellunni samkvæmt niðurstöðum íssjármælinga frá 1978. Mælisniðið er í stefnu norðaustur frá gosstöðvunum, frá punkti A til B, sem merktir eru inn á kortið af Grímsvötnum. Þessar mælingar eru unnar af Raunvísindastofnun Háskólans. Fuglar drápust úr jökulfýlu KUNNUGT er um tcplega 40 Skeiðarárhlaup frá því land byggðist og mikinn fjölda Grímsvatnagosa, en ekki er fjöldi þeirra alveg viss. Hér fer á eftir stutt yfirlit yflr þessi gos og hlaup. Er í því stuðzt við samantekt Sigurðar Þórarinssonar, jarðfrcðings, í bók hans Vötnin stríð. Árið 1332 er fyrst talið að gos hafi verið í Grímsvötnum en ekki víst hvort Skeiðará hafi hlaupið þá. Á næstu öldum er talið að nokkuð hafi verið um eldvirkni í Grímsvötnum og hlaup í Skeiðará, en heimildir þar um eru litlar. Sé gripið niður í annál Sigurðar má geta svokallaðs Stórahlaups 1861, sem hófst mjög snögglega 24. maí samfara Grímsvatnagosi. Óvenju mikill jakaburður var og jökulfýla svo megn að fuglar drápust í hrönnum. Hlaupið gekk mjög á lönd Öræfinga. Árið 1873 fór Skeiðará að vaxa mjög árdegis 6. janúar, en Súla sama dag að kvöldi. Ekki er vitað hve langt hlaupið var. Gos byrjar í Gríms- vötnum 8. eða 9. janúar. Var það mesta öskugos, sem vitað er um í Grímsvötnum og vöktu eldar fram í ágúst. Síðasta stórhlaupið nefnir Sigurður Skeiðarárhlaupið 1938. Varð hlaupsins vart 23. maí og voru þá aðeins 4 ár frá síðasta gosi. Þrátt fyrir það varð það með stærstu hlaupum og þakti mest all- an Skeiðarársand, þegar það var í hámarki, sópaði burt símalínum á 7 kílómetra svæði á austursandin- um og á nokkrum köflum á mið- sandinum. Er talið að heildar- vatnsmagn hafi verið um 7 rúm- kílómetrar og hafa hlaup farið minnkandi síðan. Skeiðarárhlaupið 1954 var hið fyrsta, sem kannað var og mælt það nákvæmlega að hægt var að teikna nokkuð nákvæmt línurit af gangi þess. Þá varð jökulfýlu vart 4. júlí og var Skeiðará þá orðin korguð 7. júlí. Rennslið þann 13. var orðið 1.000 rúmmetrar á sek- úndu en hámarkið varð 18. júlí eða 10.500 rúmmetrar á sekúndu. Heildarvatnsmagn var talið 3,5 rúmkílómetrar. Sig í Grímsvötnum varð um 100 metrar en ekkert gos varð þá. Síðasta gos í Grímsvötn- um til þessa mun hafa verið árið 1934, en þá gaus þar í um það bil eina viku. SVARTIBUNKI MÓSAR GRIMSVOTN KATLAR Vatns-]| Ihamar! GRIÐARHORN í/raí/fflurA/ / SVÍAHNUKUR ^EYSTRI yS, svÍáhúúkur -— VESTRfO^ Öskugeiri Hiauprásin undUr jðkU A/iáur 2km A þessu korti af Grímsvötnum sést lega gOMtöðvanna við vestari Svíahnúk, öskugeirinn suður af hnúknum og eðjustraumurinn, sem kastast hefur út i íshelluna til norðvesturs fri gosopinu. Einnig er ris vatnsins við hlaup, austur úr vötnunum, sýnd i kortinu. Sfmamynd: Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson. Friðrik Karlsson tekur gítarsóló í laginu Garden Party. hennar í Bretlandi, Louis Parker. Hann hafði þó á orði, að strákarnir í hljómsveitinni þyrftu að vera afslappaðri á næstu tónleikum, en Mezzo- forte kemur fram alls sex sinnum í röð í Bailey’s áður en hin eiginlega tónleikaferð hefst. Hljómsveitin er nýver- ið búin að kaupa sér ný hljómburðartæki og voru þau reynd í fyrsta skipti í gær. Smávægilegir tækni- legir erfiðleikar komu upp, en ekki svo alvarlegir að áhorfendur yrðu þeirra var- ir. Hljómburður í húsinu var annars ekki nægilega góður. Sjálfir voru strákarnir í Mezzoforte nokkuð ánægðir með frammistöðuna í gær, en í dag var ætlunin að kaupa eitthvað af „græjum" til viðbótar. Voru þeir sérstak- lega ánægðir með undirtekt- ir áheyrenda, sem létu vel í sér heyra. Þúsund manns á fyrstu tón- leikum Mezzoforte í Englandi Frá Cunnlaugi Kagnarssyni, fréttamanni Morgunbladsins í London, 31. maí. EFTIR vel heppnaða ferð til Hollands, þar sem hljómsveit- in lék á þrennum tónleikum í Amsterdam, Utrecht og Den Haag, hófu fimmmenningarnir í Mezzoforte 7 vikna langa tónleikaferð sína um Bret- landseyjar í diskótekinu Bail- ey’s í Watford. Bailey’s er risastórt diskó- tek á tveimur hæðum, þar sem m.a. er að finna ótölu- legan fjölda bara, auk leik- tækjasals, minjagripasölu og nokkurra lítilla matsölu- staða. Að sögn framkvæmdastjóra hússins voru um 1000 manns saman komnir á tónleikun- um á mánudagskvöld og Eins og sjá má á þessari mynd var mikil stemmning á meðal áhorfenda. hafði hann á orði að undir- ánægju sinni með hljóm- tektir hefðu verið óvenju sveitina og slíkt hið sama góðar. Lýsti hann mikilli gerði framkvæmdastjóri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.