Morgunblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNl 1983
37
Minning:
Eyjólfur Kristinn
Brynjólfsson
og smekkvísi fyrir því fagra í
hverjum hlut.
Það var árið 1945 að ég kynntist
Harald fyrst að ráð; persónulega,
en þá gerðist hann félagi í
AKÓGES í Reykjavík, en það fé-
lag var stofnað hér í Reykjavík
1942. I því félagi hef ég kynnst og
starfað með fjölmörgum ágætis-
mönnum, bæði lífs og liðnum, en
fáum jafn sérstökum öðlingum
sem Harald var. Ávallt bjartsýnn,
ráðagóður og hvers manns hug-
ljúfi. Mér finnst Stephan G.
Stephansson komast næst því að
lýsa Harald, eins og hann var mér
í þessum setningum:
„Láttu hug þinn aldrei eldast eda hjarUð,
vinur afunsólar sértu,
sonur morgunrodans vertu.“
í AKÓGES höfum við unnið
saman í hartnær 40 ár, og á þeim
langa tíma er margs að minnast.
Sérstaka alúð lagði Harald við
söfnun listaverka í félagsheimili
okkar að Brautarholti 6, og var
þar allt unnið af smekkvísi og fág-
un. Við, sem störfuðum þar mest
með honum, þökkum af alhug allt
það samstarf. Hann lagði sig allan
fram við uppgræðslu lands okkar í
Heiðmörk og gekk þar ákafastur
til verka í faðmi náttúrunnar.
Hann vann mikið að félagsmálum
innan okkar félags og var hrókur
alls fagnaðar á gleðistundum. Ég
get ekki látið hjá líða að minnast
eins þáttar í félagslífi okkar í
AKÓGES, en það er bridge-klúbb-
ur, sem við stofnuðum fyrir mörg-
um árum. Á mánudögum var spil-
að og það voru miklar gleðistundir
fyrir okkur félagana og þess naut
Harald í ríkum mæli til síðustu
stundar. Fyrir þessar mörgu gleði-
stundir erum við fullir þakklætis.
Eins og áður sagði, ferðaðist
Harald mikið, bæði innan lands og
utan. Og síðustu ferð sína fór
hann helsjúkur til Grikklands til
þess að njóta hins suðræna vors
með ástvinum sínum og þar lýsti
hann sjálfum sér bezt. Hann lézt
hálfum mánuði eftir heimkomuna.
Nú er þessi vinur minn allur og
er hans sárt saknað. Við
AKÓGESAR söknum vinar í stað
og sendum Fjólu og fjölskyldunni
allri okkar dýpstu samúðarkveð-
jur um leið og við þökkum af al-
hug fyrir allar þær stundir, sem
hann gaf okkur og auðgaði líf
okkar með framlagi sínu.
Sárast er hans saknað af eigin-
konu sinni, börnum sínum og
barnabörnum, því þau voru hon-
um allt.
Við Þórunn sendum ykkur öll-
um okkar innilegustu kveðjur á
þessari stundu og vonum og vitum
að minningin um góðan dreng
verður ykkur öllum til huggunar
og örvunar á framtíðarvegum.
Harald, vini okkar, þökkum við
allt sem hann gaf okkur, og biðj-
um honum blessunar á nýjum veg-
um.
Veri hann bezt kvaddur að
sinni.
„En — á bjarUn orástír aldrei fellur,
umKjbrðin er góðra drengja hjörtu." Gr. Th.
Friðrik Jörgensen
Fæddur 8. desember 1967
Dáinn 23. maí 1983
Drottinn leggur líkn við þraut
er kannske það fyrsta sem á hug-
ann leitar nú þegar hann Eyjólfur
okkar hefur fengið lausn sinna
þrauta. Því þótt ungur væri að ár-
um hafði hann reynt meira af
veikindum og mótlæti en flestir
þeir sem eldri eru.
Eyjólfur Kristinn var næst elst-
ur þriggja barna Brynjólfs Guð-
björnssonar og Sigríðar Hall-
dórsdóttur, sem nú ásamt dætrum
sínum Helenu og Guðrúnu sjá á
bak hugljúfum syni og bróður.
Strax á unga aldri varð séð að
hverju stefndi, því ljóst var að
Eyjólfur var haldinn mjög fátíð-
um sjúkdómi sem að verulegu
leyti hefti möguleika hans til að
ná sama líkamlega þroska og jafn-
öldrum hans var gefinn. En þrátt
fyrir þetta tókst Eyjólfi litla á
sinn jákvæða hátt og með sinni
einstöku eljusemi og dugnaði að
fylgjast með félögum sínum allt
fram undir fermingu. En þá tók að
halla undan fæti, sjúkdómurinn
ágerðist og ekki varð hjá því kom-
ist að grípa til hjálpartækja í
formi súrefnisgjafar.
En þótt líkaminn væri veik-
burða var hugurinn skýr og hann
var hreint aðdáunarverður sá and-
legi styrkur sem í þessum litla lík-
ama bjó. Því þrátt fyrir síendur-
teknar sjúkrahúsverur heyrðist
aldrei æðruorð né uppgjöf, heldur
virtist Eyjólfur eflast til frekari
baráttu, jafnvel þótt vonlítil væri.
Ekki duldist Eyjólfi að hverju
stefndi og kom það fyrir að hann
talaði við sína nánustu um þau
vistaskipti sem í vændum voru,
líkt og hann væri að búa sig undir
ferðalag. Slíkur var styrkur hans
þá er hann reis hæst. En það sem
öðrum þræði gerði Eyjólf svo sátt-
an við örlög sín var trú hans á líf
eftir dauðann. Hann var þess full-
viss að handan við móðuna miklu
biði hans langamma og langafi,
hans sem bar nöfn þeirra beggja.
En alltaf er dauðinn sár þeim
sem eftir lifa, jafnvel þá er hann
birtist í líknandi mynd. Eftirlif-
endur eiga eftir að sætta sig við
tilveruna án Eyjólfs, án drengsins
sem þeir báru svo mikla umhyggju
fyrir. Þess vegna segi ég: „Elsku
Binni, Sigga, Helena og Dúna, ver-
um þess fullviss að elsku drengur-
inn okkar er nú sviptur allri þraut
þar sem hann nú gistir í himnasöl-
um“. Öll eigum við fallegar minn-
ingar um hugljúfan son og bróður
sem aldrei skorti þrek né þor á
sinni erfiðu göngu hér á jörð.
Bið ég algóðan Guð að styrkja
ykkur og styðja nú á erfiðri
stundu og um ókomin ár, líkn hans
lækni sárin.
Ekki verður hjá því gengið að
minnast þeirra sem hvað mest
léttu Eyjólfi hans erfiðu göngu
hér á jörðu. Ber þar fyrst að nefna
Sigmund vin hans í Eyjabakka, en
það var hreint ótrúlegt hvað hann
lagði á sig til að létta Eyjólfi lífið.
Hann bar fyrir hann töskuna í
skólann og eftir að líkamsþróttur-
inn fór þverrandi þá reiddi hann
Eyjólf á hjóli í skólann. Eftir að
ekki var hægt að stunda skóla
lengur þá kom Simmi jafnan í
heimsókn strax eftir skóla. Og þá
eru þær ótaldar þær mörgu ferðir
sem hann heimsótti Eyjólf á spít-
alann. Fyrir allt þetta skal Simma
þakkað, því fáir vissu hversu mik-
ils virði þetta var Eyjólfi okkar.
Guð launi þér gæsku þína Simmi
minn.
Jafnframt skulu læknum og
hjúkrunarliði og starfsfólki öllu á
barnadeild Hringsins færðar
hugheilar þakkir fyrir þá einstöku
umhyggju sem hann jafnan naut
þar. Slík umhyggja ber vott um
göfugt og gott hugarþel.
Að lokum vill amma fela Eyjólf
sinn kæra í hendur Drottni al-
máttugum, en sjálf ætlar hún að
varðveita hugljúfar minningar um
sinn elskulega ömmustrák svo
lengi sem hún lifir.
„Far þú í friði, fridur GuAs þig blessi
hafdu þökk fyrir allt og allt."
Amma Dúna
Hann er fluttur í betri heim,
hann frændi minn. Er systir mín
hringdi og tilkynnti að „Eyjó“,
hefði látist að kvöldi 23. maí sl., þá
varð mér bilt við. Þetta samtal
hafði ég óttast síðastliðin ár.
Eyjólfur Kristinn Brynjólfsson
fæddist í Reykjavík 8. desember
1967. Hann var því 15 ára að aldri
er hann lést. „Eyjó“, fæddist með
ólæknandi sjúkdóm, því var það
ójafn leikur frá upphafi sem hann
háði fyrir lífi sínu. Frændi barðist
hetjulega til hinstu stundar og
kvartaði aldrei. Það var þroskandi
að heimsækja Eyjólf og tala við
hann í einrúmi, þá ræddum við
margt og treysti hann mér fyrir
ýmsu sem í huga hans bjó.
Ég lærði fljótt að ekki dugði að
tala við frænda minn í sama dúr
og jafnaldra hans. Ég sló einu
sinni fram í gamni við „Eyjó“ er
hann var 10 ára: „Jæja frændi
hvað heitir kærastan þín og hve-
nær verður giftingarveisla?"
Hann stóð við gluggann í stofunni
heima hjá sér, fylgdist með krökk-
um að leik, svaraði siðan með
hægð: „Ég á nú enga, og ætli ég lifi
svo lengi Siggi minn, að ég þurfi
að standa í því að gifta mig.“ Eftir
þetta hélt ég mig við veraldlegri
umræður og talaði við „Eyjó“ sem
jafningja. Hann kenndi mér mikið
meðan hans naut við. Ég fór alltaf
betri maður frá honum, gleymdi
vandamálum sjálfs míns, sem
voru engin til móts við hans. Það
dró af frænda með hverju ári en
alltaf var hann hress og kátur er
við hittumst. Ef spurt var: „hvern-
ig hefur þú það?“ þá stóð ekki á
svari. „Eg hef það ágætt, en
hvernig hefur þú það?“ Þetta eiga
ekki að verða löng eftirmæli um
frænda minn „Eyjó“, þó vissulega
gætu frásagnir um hann breytt
viðhorfum annarra til lífsins.
Hann „Eyjó“ kom og fór hljóðlega.
Ég þakka Guði fyrir að hafa
kynnst þessum elskulega dreng.
S.H.
Eyjólfur Kristinn Brynjólfsson
lést í Landspítalanum 23. maí sl.,
15 ára að aldri. Eyjólfur var sonur
systur minnar, Sigríðar Sólveigar
Halldórsdóttur, og Brynjólfs As-
geirs Guðbjörnssonar.
Frændi minn háði baráttu við
þau örlög er honum voru sköpuð.
Þrátt fyrir sjúkdóm þar sem
skiptust á skin og skúrir þá er mér
minnisstæðast nú hve vel hann
brást við veikindum sínum. Mér
fannst sem frændi minn efldist að
mannviti og andlegum þroska við
hverja raun er hann mætti á lífs-
leiðinni. Ég kynntist Eyjólfi er ég
dvaldi um tíma á heimili systur
minnar og mágs. Ég minnist það-
an margra gleðistunda. Við erfið-
ar aðstæður lagði Eyjólfur sig
fram við að taka þátt í leik jafn-
aldra sinna. Mér er meðal annars
minnisstæð sú gleði er birtist í
ásjónu hans er hann hjólaði í
fyrsta skipti óstuddur. Þá vann
sjúkur drengur mikinn sigur.
Flest áhugamál Eyjólfs voru
innan veggja heimilisins. Eyjólfur
lét sér mjög annt um foreldra sína
og systkini sem voru honum í senn
vinir og félagar í leik og starfi.
Náið samband var milli feðganna
og man ég Eyjólf frænda oft sitj-
andi á gluggakistunni er von var á
föður hans heim úr vinnu.
Ein gæfa Eyjólfs var að eignast
góðan vin, Sigmund Jóhannesson.
Vinátta þeirra var einlæg og óvið-
jafnanleg. Hvort sem Eyjólfur var
heima eða í sjúkrahúsi, var vinur
hans nær dag hvern við hlið hans.
„Góður vinur er sá er í raun reyn-
ist“. Það var sem birti yfir frænda
mínum í návist vinarins. Þá var
Eyjólfur þátttakandi í lífi jafn-
aldra.
Frændi þurfti oft að leggjast
inn á Landspítalann vegna sjúk-
dóms síns. Þeim læknum er hann
önnuðust vil ég f.h. foreldra og
vandamanna færa alúðarþakkir
svo og öðru starfsliði Barnadeild-
ar Hringsins að ógleymdri Unni
Guttormsdóttur sjúkraþjálfa sem
gerði vist Eyjólfs á Landspítalan-
um öðrum fremur léttbærari.
Kynni þeirra voru löng og með
þeim tókst traust og einlæg vin-
átta.
Þegar ég nú kveð Eyjólf frænda
minn þá er mér efst í huga að
hann gerði sér grein fyrir því að
hann myndi ekki njóta langs lífs.
Það gæti orðið mörgum okkar
fullorðinna til eftirbreytni að
hann kvartaði aldrei, en var hugg-
andi og veitandi til hinstu stund-
ar. Hann vissi að á móti sér yrði
tekið handan þokunnar. Ég vil
trúa því að í öðrum heimi fari
hann nú frjáls ferða sinna.
Þessi fáu orð mín vil ég enda á
því að votta fjölskyldu Eyjólfs og
ástvinum samúð mína um leið og
ég óska þeim Guðs blessunar um
alla framtíð.
Bjarni Ó. Halldórsson
Tilhugsunin um að leiðir okkar
Eyjólfs eigi ekki eftir að liggja
saman aftur er dapurleg. Þó frá-
fall hans hafi ekki komið kunnug-
um á óvart verður fráfall slíkrar
persónu ætíð jafn sár. Sá lífsþátt-
ur sem bjó í hjarta hans var að-
dáunarverður, því hann hafði átt
við erfiðan sjúkdóm að stríða frá
fæðingu. En þótt vistin hér á jörð-
inni hafi ekki verið eins og hjá
þeim sem ganga heilir til skógar,
var hann ætíð ánægður og sáttur
við sitt hlutskipti í lífinu.
Ég kynntist Eyjólfi er ég var 9
ára gamall og á ég því margar
skemmtilegar og ógleymanlegar
minningar um hann. Slíks manns,
sem Eyjólfur geymdi, verður ætíð
saknað sárt. Mun ég í minningu
minni um Eyjólf husa um hann
sem góðan og traustan vin. Þeir
sem guðirnir elska deyja ungir.
Guð varðveiti minningu hans og
styrki ástvini hans í sorg sinni.
Sigurjón Örn Þórsson.
Minning:
Guðmundur Einars-
son Þorlákshöfn
I. kr. 13.13.
„En nú varir írú, von og kærleikur, þetu
þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur."
Þegar unglingar eiga í hlut ber-
um við þeim óskir. Við berum í
hljóði einar og aðrar óskir þeim til
handa. Við óskum þeim langra
Hfdaga og góðrar heilsu, efna-
legrar velmegunar. Ef til vill erum
við metnaðargjörn og óskum þeim
mannvirðingar fyrst og fremst,
frægðar og vinsældar margra. Við
kunnum að óska þeim fegurðar að
þau fái notið hennar á heimilinu
við brunn listanna eða úti í nátt-
úrunni við sólarupprás í hádegis-
sól og við sólarlag. Við óskum og
þekkingar og mennta. En oft ber
við að óskir okkar margar beri
varanlegt skipbrot, sem og skeði
við fráfall Guðmundar vinar
okkar. Og svo þegar maður kemur
á kunnugan stað eftir örstutta
fjarveru saknar maður hans, sem
maður hefur þekkt svo vel og var
hluti af lífi fjölskyldunnar.
Kirkjugarðinum hefur bæst hvíla
sem er ævinlega þögul.
Bölsýnismenn finna lífsgátu
sinni sök við hvert fótmál. Þær
raddir virðast hafa nokkuð til síns
máls er segja: Hlýðið ekki kalli
lífsins. Vek ekki nýtt líf. Aðhlynn-
ing við lífið borgar sig ekki það er
fyrr en varir tekið fram fyrir
hendur ykkar án miskunnar. Við
hin spyrjum við slíkt tækifæri
hver er tilgangurinn með þessu
öllu, því hann? Okkur er fenginn í
hendur bók og kenning. Margar
bækur og margar kenningar. En
þær verða úreltar fyrr en varir.
Ritningin aftur á móti kallar
kristindóminn gleðiboðskap það
heiti hefur ekki verið gefið neinum
trúarbrögðum öðrum. En í hvaða
skilningi er kristindómurinn
gleðiboðskapur, kennir hann: Leit-
ið gleðinnar án allra takmarkana,
færið ykkur lífið í nyt til hins ýtr-
asta? Nei, alls ekki hann boðar
heldur ekkert meinlæti, en hann
bendir okkur á að lífið er af tvenn-
um toga. Líf annarsvegar og
hinsvegar Lífið, og að hið fyrra er
grundvallað á blekkingu einatt og
á sér ekki nein fyrirheit veruleik-
ans. „En nú varir trú von og kær-
leikur þetta þrennt, en þeirra er
kærleikurinn mestur“. Mennirnir
unnu eitt sinn að því að búa til
eilífðarvél, það tekst víst aldrei.
Það sem er eilíft það kemur frá
eilífð og stefnir til eilífðar. Það er
ekki hægt að búa til þetta þrennt:
tími, vinna, kærleikur .. Én logi
trúarinnar lýsir, huggar og styrk-
ir sól eilífa lífsins. Sá sem á þetta
þrennt mun lifa. Og það sem ef til
vill er undursamlegast, sá lifir
sem hefur notið þessa. Þeir sem
bera gæfu til að þekkja þennan
unga vin okkar vita að í þessu
andrúmslofti ólst hann upp í
faðmi sinna ástvina.
Mannsævi er mislöng, það þýðir
ekkert að mæla lengd hennar. Það
væri eins og að ætla sér að leggja
sólargeisla á vog. Aðalatriðið er að
byggja upp mannlífið með hjarta-
blóði sínu og innstu tilfinningum
og það er eina byggingin sem ekki
verður eyðilögð né rifin til grunna.
Vinir, látið ekki þessi heilögu
lífsöfl veikjast í brjóstum ykkar
þótt nú hafi syrt að. Ég held að
sorgin muni gera ykkur ennþá
sterkari en þið annars hefðuð orð-
ið er þið hófuð sameiginlega veg-
ferð út í lífið og starfið.. Lífið er
framundan en öll vonbrigði og all-
ur missir minnir á að allt er fall-
valt nema Guð og eilífa lífið.
Ef gleðibroM er gefió mér,
sú gjöf er drottinn öll frá þér.
Og verói »f sorgum vot mín kinn,
ég veit mó þú ert faóir minn.
Guð blessi ykkur öll og heimili
ykkar.
Bjarni E. Sigurðsson