Morgunblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1983 Verslunarskólinn út- skrifar 100 stúdenta Þannig vill til að skólastjóri Verslunarskólans, Þorvarður Elíasson útskrifaði dóttur sína sem stúdent og son sinn með verslunarpróf að þessu sinni. Á myndinni er hann með fjölskyldu sinni. Talin frá vinstri: Guðný Rósa, Þorvarður Elíasson, kona hans Inga Rósa Sigursteinsdóttir, Bjarni Kristján og Elías Þór. Morgunblaftið/Ól.K.M. tveimur deildum, hagfræðideild og máladeild og útskrifuðust 75 úr þeirri fyrrnefndu og 25 úr þeirri síðarnefndu. Hæstu ein- kunn úr hagfræðideild og jafn- framt hæstu einkunn yfir skól- ann hlaut Sigríður Norðmann 9,24, en hæstu einkunn úr mála- deild, sem jafnframt var önnur hæsta einkunn yfir skólann, fékk Guðbjörg Jónsdóttir 9,21. Ann- ars skiptust nemendur þannig eftir árangri, 3 fengu ágætis- einkunn, 35 fengu I. einkunn, 54 hlutu II. einkunn og 8 III. ein- kunn. Verslunarskóli íslands hefur útskrifað 1.644 stúdenta frá upp- hafi, 826 stúlkur og 818 pilta. Eru stúlkur nú í fyrsta skipti fleiri en piltarnir sem hafa út- skrifast. Skólastjóri Verslunarskólans er Þorvarður Eliasson. Að lokinni útskrift stúdenta í Verslunarskóla íslands. VERSLUNARSKÓLI fslands lauk formlega sínu 78 starfsári með út- skrift stúdenta laugardaginn 28. maí síðastliðinn. Að þessu sinni út- skrifaði skólinn 100 stúdenta, og voru stúlkur um það bil helmingi fleiri en piltar. Skólinn útskrifar stúdenta úr Húfunum tyllt á kollinn. Ljósmynd Mbl./KEE. Sauðárkrókur: 31 nemandi út- skrifast frá fjöl- brautaskólanum Sauðárkróki, 27. mai. 1983. FJÖLBRAUTASKÓLANUM á Sauðárkróki var slitið laugardaginn 21. maí í Sauðárkrókskirkju. Sr. Hjálmar Jónsson prófastur flutti ávarp og kirkjukór Sauðárkróks söng undir stjórn Jóns Björnssonar frá Hafsteinsstöðum. Einleik á orgel lék auk Jóns Björnssonar, Rögnvaldur Valbergsson. Jón Hjartarson skólameistari hélt skólaslitaræðu, afhenti brottfararskírteini og verðlaun þeim nemendum, sem skarað höfðu fram úr. Að þessu sinni útskrifuðust 15 stúdentar, 4 nemar luku almennu verslunarprófi, 1 nemi af tæknibraut og 11 af iðnbrautum. Það kom fram í ræðu skólameist- ara að í febrúar sl., gerðu helstu sveitarfélög á Norðurlandi vestra samning við mennta- og fjármála- ráðuneyti um Fjölbrautaskólann. Með þeim samningi má segja að sá draumur hafi ræst að skólinn sé kjördæmaskóli. Siglufjörður, Hofs- ós, Sauðárkrókur, Blönduós og hennar verði tilbúin annað haust. Til að leysa bráðan húsnæðisvanda heimavistar hefur fengist leyfi fyrir því að prestshúsið við Kirkju- torg verði notað til heimavistar næsta vetur. Það má segja að uppbygging Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki hafi gengið vonum framar. Síauk- Nýstúdentar við skólaslit í Sauðárkrókskirkju. (Ljósm.: Stefán Pedersen). nokkur sveitarfélög önnur eru aðil- ar að þessum samningi. Við undir- skrift hans gerist það m.a. að ríkis- sjóður tekur að sér allan stofn- kostnað við gerð heimavistar. Þennan kostnað bar Sauðárkróks- bær áður ásamt ríkissjóði. Þau sveitarfélög, sem að samningnum standa, annast nú rekstrarkostnað til hálfs á móti ríkissjóði. Af húsnæðismálum er það helst að frétta að skólinn flutti að hluta í eigið húsnæði sl., haust, þegar sex stofur í hinu nýja verknámshúsi voru teknar í notkun til bóknáms. Þetta er bráðabirgðaráðstöfun, en fyrst rætist úr kennsluaðstöðu þeg- ar bóknámshúsið rís af grunni í brekkunni fyrir ofan verknámshús- ið. Teikningar að því liggja fyrir, og sótt hefur verið um fé til að ljúka hönnun þess hið bráðasta. Um verknámið er það að segja, að stefnt er að því að kennsla í rafiðn hefjist á komandi hausti. Þess er vænst að verklegt nám málmiðna megi einnig hefjast á næstunni. Skrifstofur skólans og kennarastofa voru fluttar í verk- námshúsið úr húsnæði Gagnfræða- skólans nú í vor. Ný álma við heimavistina er í byggingu og standa vonir til þess að fyrsta hæð inn nemendafjöldi ber þess m.a. vitni. Sl. haust komu til leiks 206 nemendur. Um áramót hættu 38, en 47 bættust við. Þannig sóttu 253 nemendur skólann í vetur auk 12 nemenda í meistaraskólanámi. Þá eru ótaldir nemendur kvöldskóla, en þar voru á annað hundrað manns, í venjulegu öldungadeild- arnámi eða á námskeiðum sem skólinn stóð fyrir. Við skólaslit gat Jón Hjartarson um hlýjan hug nemenda og að- standenda þeirra og þakkaði gjöf sem skólanum barst frá Sigurði Jónssyni apótekara á Sauðárkróki. Einnig gat hann þess að nú léti Baldur Hafstað af störfum eftir að hafa kennt við skólann frá upphafi. Hann hefur í hvívetna reynst hinn ágætasti starfsmaður og átt mik- inn þátt í uppbyggingu Fjölbrauta- skólans. Voru honum þökkuð vel unnin störf og fært málverk að gjöf frá skólanum. Baldur tekur nú við stöðu prófessors í íslenskum fræð- um við Manitoba-háskóla í Kan- ada. Fylgja honum góðar óskir Skagfirðinga. Formaður skólanefndar er séra Hjálmar Jónsson sóknarprestur á Sauðárkróki. Kári Menntaskólinn í Kópavogi: Áttundi árgangur brautskráður Menntaskólanum í Kópavogi var slitið vió hátíðlega athöfn í Kópa- vogskirkju föstudaginn 20. maí. Skól- inn hefur starfað í áratug og verður haldið upp á 10 ára afmælið næsta haust. Alls hefur 431 stúdent útskrif- ast frá Menntaskólanum í Kópavogi. Athöfnin hófst kl. 15 og 45 stúdentar brautskráðust, 25 stúlkur og 20 piltar. Fjölmenni var við athöfnina. Skólameistari, Ingólfur A. Þor- kelsson, flutti skólaslitaræðuna, afhenti stúdentum skírteini og verðiaun fyrir ágætan árangur í einstökum greinum. I ræðu sinni skýrði hann frá því að loksins hefði fengist lausn á húsnæðisvanda skóíans eftir 10 ára þrotlausa bar- áttu, með samningi menntamála- ráðuneytisins og Kópavogskaup- staðar. Samningurinn var undir- ritaður í öndverðum þessum mán- uði. Skólakórinn söng undir stjórn Gunnsteins Öiafssonar. Einn úr hópi nýstúdenta, Bergljót Krist- insdóttir, flutti ávarp og árnaði skólanum allra heilla svo og Eirík- ur Jónsson, stud. med., fulltrúi 5 ára stúdenta og Óli Kr. Jónsson, skólastjóri Kópavogsskóla. Hæstu einkunn sem gefin var í skólanum, hlaut Jóhanna Pálsdótt- ir 2. bekk raungreinadeild, 9,3. Hæstu einkunn á stúdentsprófi fékk Trausti Júlíusson 4. bekk M. (máladeild), 8,4. Er skólameistari hafði ávarpað stúdenta lauk athöfninni með þvf að allir sungu „ísland ögrum skor- ið“ eftir Sigvalda Kaldalóns og Eggert ólafsson. Iðnnemar og nemendur, sem luku verslunarprófi ásamt skólameistara, Jóni Hjartarsyni. Myndin er tekin í kór Sauðárkrókskirkju við skólaslit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.