Morgunblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNl 1983
19
Átök harðna
í Afganistan
Nýju Delhi, 31. maí. AP.
AFGANSKIR uppreisnarmenn ré6-
ust í síðustu viku á raforkuver ná-
lægt höfðuðborginni Kabúl. Þeir
ollu litlu tjóni en felldu 35 til 50
stjórnarhermenn, sem gættu orku-
versins. Jafnframt ollu þeir miklu
tjóni á sex brynvögnum stjórnarliðs-
ins. Árás þessi var gerð 25. maí sl. og
stóðu að henni þrír flokkar uppreisn-
armanna, sem annars hafa barist
sitt í hvoru lagi gegn herliði Kabúl-
stjórnarinnar og sovézka innrásar-
liðinu.
Árás uppreisnarmanna nú
minnti um margt á hernaðarað-
ferðir þeirra, þegar hvað kaldast
var í vetur, en þá gerðu þeir hvað
eftir annað árásir f raforkuver og
rafveitur með þeim afleiðingum,
að höfðuborgin var langtímum
saman rafmagnslaus. Með þessum
hætti fengu íbúar hennar óþyrmi-
lega að kenna á afleiðingum styrj'
aldarinnar í landinu, en engu að
síður er talið, að almenningur hafi
skellt skuldinni af vandræðunum
á herlið Sovétstjórnarinnar í land-
inu og leppstjórn hennar en ekki á
uppreisnarmenn.
Þá greina fréttir frá Kabúl í síð-
ustu viku einnig frá hörðum átök-
um á öðrum stöðum í grennd við
borgina, þar sem skriðdrekum,
eldflaugum og fallbyssum var
óspart beitt. Mátti m.a. heyra
skothríð frá þungum vopnum í
næsta nágrenni við flugvöll borg-
arinnar.
Heidemann rak
lögfræðinginn
Hamborg, 31. maí. AP.
BLAÐAMAÐURINN Gerd Heide-
mann, sem sakaður er um svik í
sambandi við svokallaðar dagbækur
Hitlers, hefur rekið lögfræðinginn,
Elísabet ynni
með léttum leik
London, 31. maí. AP.
EF ELÍSABET Englandsdrottning
mætti bjóða sig fram í kosningun-
um sem fram fara í Bretlandi 9.
júní nk., myndi hún vinna léttan
sigur yfir Margaret Thatcher. Kem-
ur þetta fram f skoðanakönnun,
sem birt var f dag.
Könnunin var gerð á vegum
tímaritsins Woman’s Own og
samkvæmt henni myndu 42%
kjósenda styðja drottninguna ef
hún væri í framboði en 34%
Thatcher. Ekki var þess látið get-
ið hve margir hefðu verið spurðir
en forsvarsmenn tímaritsins
sögðu þá hafa verið „allmarga".
Drottningin er einnig vinsælust
af hátignunum, en í öðru sæti var
drottningarmóðirin, Elizabeth,
sem er 83 ára gömul, í þriðja sæti
Diana prinsessa og f því fjórða
Karl prins.
sem tekið hafði að sér aö verja mál
hans.
Lögfræðingur Heidemanns var
Egón Geis, kunnur maður fyrir
lögfræðistörf, en ekki fengust
upplýsingar um það á skrifstofu
hans vegna hvers hann hefði verið
rekinn. Heidemann hefur fengið
sér nýjan lögfræðing, Holger
Schröder að nafni.
Heidemann var handtekinn eft-
ir að verslunareigandinn Konrad
Kujau hafði játað að hafa skrifað
dagbækurnar, en hann hélt þvi
jafnframt fram, að Heidemann
hefði útvegað honum pappírinn í
þær og aðstoðað við bókbandið.
Tímaritið Stern greiddi tæpar tíu
milljónir marka fyrir dagbækurn-
ar og enn sem komið er hefur ekki
einn eyrir komið í leitirnar.
Breski sagnfræðingurinn Hugh
Trevor-Roper tók í gær á sig sinn
hluta sakarinnar á „fjölmiðla-
hneykslinu", sem hann kallar svo.
Kvaðst hann í upphafi hafa verið
vantrúaður á dagbækurnar en lát-
ið sannfærast þegar hann sá þær
með eigin augum í bankahólfi í
Sviss. Auk þess hefði Gerd Heide-
mann fullvissað hann um, að allar
prófanir á dagbókunum væru
jákvæðar.
Forystumenn sovézkra kommúnista votta Arvid Pelshe hinztu virðingu í gærdag. Þeir eru frá hægri: Yuri
Andropov, Nikolai Tikhonov, Konstantin Chernenko og Dmitri Ustinov. Útför Pelshe á að fara fram á Rauða
torginu í Moskvu í dag.
Pelshe látinn
Moskvu, 31. maí. AP.
ARVID Ya Pelshe, elsti fulltrúi
hins tólf manna stjórnmálaráðs, er
látinn, að því er skrifstofa hans
greindi frá í gærmorgun. Dánar-
orsök er ekki kunn.
Pelshe var 84 ára gamall og
sást síðast opinberlega 22. april
síðastliðinn þegar hann var
viðstaddur hátíðahöld á afmæl-
isdegi Lenins. Pelshe var eini
eftirlifandi fulltrúinn í stjórn-
málaráðinu sem þekkti Lenin
persónulega.
„Engin breyting á
heilsugæslunni“
íinmim on Txrlm KonHol
— segir Margaret Thatcher
London, 31. maí. AP.
MARGARET Thatcher, forsætisráðherra, sem er nú aftur komin í kosn-
ingaslaginn eftir fundinn í Williamsburg, neitaði í dag þeim ásökunum
stjórnarandstöðunnar, að hún hefði í hyggju að leggja fyrir róða heilbrigðis-
þjónustuna í landinu og gefa hana á vald einkafyrirtækjum.
„Ég hef ekki frekar á prjónun-
um að ríkið hætti að sjá um
heilsugæsluna i landinu en sjálfar
landvarnirnar," sagði Thatcher á
blaðamannafundi í morgun. Bæði
Verkamannaflokkurinn og Kosn-
ingabandalagið segja það koma
fram í leynilegum skjölum, að
íhaldsflokkurinn hyggist vinda
verulega ofan af velferðarríkinu ef
hann kemst aftur til valda eftir
kosningarnar 9. júní nk.
í skoðanakönnun, sem birt var í
dag, kemur fram, að Ihaldsflokk-
urinn nýtur fylgis 41% kjósenda,
Verkamannaflokkurinn hefur
30% og Kosningabandalagið 24%.
Aðrir hafa 5%. Samkvæmt þessu
hefur fylgi Ihaldsflokks og Verka-
mannaflokks minnkað á síðustu
dögum en fylgi bandalagsins auk-
ist.
Heldur betur hljóp á snærið
fyrir Kosningabandalaginu þegar
Raglan lávarður, áhrifamikill
maður í lávarðadeildinni, kvaddi
sína gömlu félaga í Verkamanna-
flokknum og gekk til liðs við
bandalagið. Sagði hann ástæðuna
vera þá, að Verkamannaflokkur-
inn væri kominn „inn í blindgötu",
sem hann virtist ekki rata úr.
„Það hafa orðið straumhvörf í
kosningabaráttunni," sagði David
Steel, leiðtogi frjálslyndra og einn
af frammámönnum bandalagsins,
og kvað hann nú stefna í að
bandalagið kæmist upp fyrir
Verkamannaflokkinn.
Aþena mengaðasta
borgin í V-Evrópu
AÞENINGAR hafa lengi haft áhyggjur af mengunarskýjunum, sem þeir
kalla „nefos“ og grúfa yfir borginni meirihluta ársins, enda hefur ástand-
ið farið versnandi ár frá ári. Nú hefur það líka verið staðfest, að Aþena er
mengaðasta borg í V-Evrópu.
Umhverfismálanefnd Evrópu-
þingsins hefur nýlega skilað frá
sér skýrslu um þessi efni, sem
byggð er á miklum og áralöngum
rannsóknum. Þar kemur fram,
að menguðustu borgirnar í
Vestur-Evrópu eru Aþena, Nissa
og Mílanó. Mengunin í þessum
borgum hefur nú þegar haft þau
áhrif, að meðalaldur íbúanna
hefur styst og lungnasjúkdómar
eru þar algengari en annars
staðar.
Borgarstjórinn í Aþenu segir,
að helstu vandamálin þar séu
mengun, umferðaröngþveiti og
offjölgun en kveðst þó trúaður á
að sósialistastjórninni núver-
andi takist að snúa þessari
þróun við. Ekki eru þó allir jafn
bjartsýnir og borgarstjórinn.
Panayotis Christodoulakis, for-
seti Umhverfisrannsóknamið-
stöðvarinnar, almenns félags-
skapar vísinda- og áhugamanna
um umhverfismál, segir að
ástandið fari hríðversnandi og
það litla, sem reynt hafi verið,
hafi ekki komið að neinu gagni.
Flestir eru sammála um
ástæðuna fyrir þessum ósköpum.
Aþenuborg, sem liggur í kring-
um Akrópólishæð, var upphaf-
lega skipulögð fyrir 150.000
manns en nú búa þar rúmar
fjórar milljónir manna, meira en
40% þjóðarinnar, og þar er bróð-
urparturinn af iðnaði og umferð
í landinu.
Meðal þeirra aðgerða, sem nú-
verandi stjórnvöld hafa gripið
til, er að takmarka umferð um
miðborgina. Verksmiðjum, sem
mikilli mengun valda, hefur ver-
ið skipað að minnka framleiðsl-
una um 20% og reist hefur verið
ný gasstöð í 20 km fjarlægð frá
borginni, sem á að leysa af hólmi
150 ára gamla gasstöð í hjarta
borgarinnar.
Þessar aðgerðir eru spor í
rétta átt en munu þó hvergi
hrökkva til, í mesta lagi hægja
eitthvað á mengunaraukning-
unni en ekki stöðva hana. Meng-
unin í Aþenu er farin að hafa
veruleg efnahagsleg áhrif.
Sjúkdómar í öndunarfærum eru
sem faraldur í borginni og mikill
kostnaður þeim samfara og auk
þess hefur ferðamönnum til
hennar stórfækkað.
Mestan hluta ársins hvílir kolsvartur mengunarmökkurinn yfir Aþenu,
menguðustu borg í Vestur-Evrópu. Meðalaldur íbúanna hefur styst og
lungnasjúkdómar herja sem aldrei fyrr.