Morgunblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNI 1983 34 Kiing: Um eilfft lff Bókmenntir Siglaugur Brynleifsson Hans Kting: Ewiges Leben. R. Piper & Co. 1982. Hans Kving er méöal víðkunn- ustu guðfræðinga nú á dögum. Bækur hans hafa verið þýddar á allar höfuðtungur Evrópu og ein þeirra, „Christ Sein“, kom út á ís- lensku á síðasta ári. „Christ Sein“ og „Existiert Gott“ eru höfuðrit hans og hér kemur þriðja ritið. Auk þessa hefur hann ritað mörg rit og bæklinga og fjölda tímarits- greina. Ferill hans sem guðfræð- ings hefur verið stormasamur, frávik hans frá kórréttri kenningu páfastóls í ýmsum efnum varð til þess að honum var meinað að kenna guðfræði við háskólann í Tiibingen í nafni kirkjunnar, í des- ember 1978. Hann hefur starfað þar áfram við kennslu, þrátt fyrir afstöðu kúríunnar og aðdáendum hans fer fjölgandi innan kaþólsku kirkjunnar og í öðrum kirkjum. Sumir hafa líkt honum við Lúther og áhrif rita hans hafa verið mik- il, „Existiert Gott“ hefur t.d. verið nefnd ný Summa theologia. Rit þetta er níu fyrirlestrar, sem Kúng hélt við háskólann í Túbingen. Höfundurinn hefur unnið upp og breytt fyrirlestrun- um, einkum með viðaukum. Hann segist hafa skrifað fyrri höfuðverk sín sem svar við spurningum nú- tíma manna um Guð og kristinn dóm og sama gildi um þessa bók. „Innsigli öngvir fengu/upp á lífsstunda bið ... “ Enginn veit þá hann vaknar að morgni hvort hann lifir daginn. Og hvað tekur við með dauðanum og eftir dauðann? Frá örófi alda hafa menn talið að líf væri eftir þetta líf, skuggatilvera, nirvana eða himnaríki og helvíti. Annað líf tók ýmist við strax eftir dauðann eða við heimsslit eða eftir dómsdag. Endurholdgun, sálnaflakk og kenningar spíritista um samband við framliðið fólk voru þættir þessarar trúar. Annað líf og trúin á guði eða guð voru alltaf nátengd. Þegar hin vélræna heimsmynd tekur að ryðja sér til rúms, breyt- ist afstaða manna til guða og guðs, afneitunin fylgir í kjölfarið og með Feuerbach verða skírustu þáttaskilin í þessum efnum. Feu- erbach færði guðshugmyndina og hugmyndina um himnaríki yfir í mannheima, maðurinn og fram- þróun hans og þroski varð sá guð, sem samrýmdist framfarahug- myndum skynsemi vædds mann- kyns á fyrri hluta 19. aldar. Mað- urinn var takmarkið, Guð var óþarfur. „Wesen des Christem- tums“ kom út 1841 og vakti strax óhemju athygli og þetta rit átti eftir að halda gildi sínu fyrir athe- ista allt fram á okkar daga og er enn höfuðrit þeirra sem aðhyllast hina algjöru efnishyggju. Kúng álítur að kenningar Marxs, Freuds, kenningar pósitívista og gagnrýnnar skynsemishyggju sæki öll rök sín gegn tilveru Guðs og gegn eilífu lífi til þessa rits, að meira eða minna leyti. En höfuð- niðurstaða þessarar kenningar er að annað líf sé óskhyggja mann- anna og guðdómurinn sé sprottinn af sama toga. Hin örugga heimsmynd „vulg- ær“-efnishyggjunnar hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum síð- ustu áratugi og reyndar þegar á fyrri hluta þessarar aldar. Rann- sóknir í efna- og eðlisfræði, líf- fræði, kjarneðlisfræði og stjörnu- fræði hafa gert fullyrðingar efn- ishyggjunnar mjög vafasamar í ýmsum þýðingarmestu þáttunum. Darwinskenningin er nú tekin að riða, þessi opinberun framfara- sinna útþenslu og samkeppnis- samfélaga 19. aldar. Kúng vitnar til nýjustu heim- spekikenninga, existentialista og nýmarxista, Jean-Paul Sartre, Heidegger, Jaspers, Adorno, Horkheimer og Ernst Bloch. Skoðanir þessara heimspekinga eru ýmist nei við öðru lífi eða þeir segja hvorki af eða á, spurningin er opin. Og hvernig er svo ástand þess heims sem trúði á þúsund ára rík- ið, himnaríkið undir merkjum sameignarskipulags, tæknivæð- ingu og vísindi og stöðugar fram- farir og fjármagnsmyndun? Það gerast nú færri og færri sem trúa á framfara-guðinn, hann er einn þeirra sem brugðust og er á leið í sorptunnuna, gjörnýting náttúru- auðlinda er á góðri leið með að ummynda yfirborð láðs og lagar í sorphaug. Agirnd og græðgi af- skræmir mannleg samskipti. „Sósíalisminn er orðinn anti- solidaritet" (Pólland). Tilgangurinn bæði austan og vestan er aukin framleiðsla, fram- leiðni og stórbætt lífskjör, fram- farir í vísindum og tækni, það er samstaða um þetta og einnig um framleiðslu varnarvopna og árás- arvopna til að tryggja þessi fram- farasinnuðu samfélög! Og æska „engrar framtíðar" vafrar um í leit að tilgangi, full kvíða og sálfseyðingarhvatar, upp- gjafar og doða. Kúng rekur viðbrögð manna við dauðanum og tilraunir manna til þess að öðlast einhverja vitneskju um „eftir dauðann" með vísinda- legum eða hálfvísindalegum að- ferðum. Rannsóknir á reynslu þeirra sem „dáið“ hafa á sjúkrahúsum og Hans Kiing lifnað við, eru stundaðar víða og geysimiklum heimildum hefur verið safnað um þá reynslu. Höf- undar eru m.a. Elisabeth Kúbler- Ross, Raymond A. Moody og Eck- art Wiesenhútter, hafa skráð reynslu þeirra sem lifað hafa af „dauðann", eða dáið „klínískum dauða“ eins og Kúng nefnir það ástand, áður en einstaklingurinn deyr „bíólógiskum dauða", en af honum vaknar enginn. Kúng telur að frásagnir þeirra, sem vaknað hafa út dauðadái, séu hliðstæðar reynslu þeirra sem hafa „farið úr líkamanum" eða tjái reynslu sína af áhrifum sterkra deyfilyfja. Hafa þessar rannsóknir og frásagnir þá enga þýðingu sem sönnun á framhalds- lífi? Kúng svarar neitandi og telur að reynsla þessa fólks í dauðadái geti engan veginn verið heimild um annað líf, því að reynslan sé bundin við síðustu fimm mínút- urnar fyrir hinn eiginlega dauða. Kúng fjallar um ESP (extra sensory perception), yfirnáttúru- leg fyrirbrigði eða hvað sem menn vilja nefna fyrirbrigði, sem ekki hlíta eðlilegum lögmálum, nátt- úrulögmálum, og ekki verða skírð né skilgreind. Djúpsálarfræði er mikið stunduð, bæði af kunnáttu- mönnum og ekki síður af ýmsum vafasömum aðilum og mikiíl fjöldi rita kemur út ár hvert þar sem hinir og aðrir fjalla um dulræn fyrirbrigði. Þeir sem hafa komist lengst og iðka þessi fræði af mikl- um áhuga eru fræðimenn við heilarannsóknarstöðina í Len- ingrad. Þeir hafa önnur heiti á þeim fyrirbrigðum sem kennd eru til „sálar" á Vesturlöndum, kenna það við „bíó“ svo sem fjarhrif, sem þeir nefna „bíómiðlun" o.s.frv. Þessi efni hafa einnig verið mikið stunduð í Kaliforníu og víðar. Kúng telur að rannsókn þessara fyrirbæra sé enn á frumstigi og eins og nú sé ástatt, sanni niður- stöðurnar ekkert um eilíft líf en aftur á móti styðji þær orð Shake- speares: „Það er fleira milli him- ins og jarðar, en það sem heim- spekina dreymir um.“ Sálarrannsóknir eða spíritismi eru stunduð bæði fyrir vestan tjald og austan og í Sovétríkjun- um eru önnur hugtök notuð, lík- amningar eða astrallíkamar eru þar nefndir „bíóplasma". Eins og sæmir kaþólskum guðfræðingi og þeim guðfræðingum öðrum, sem hlýða fyrirmælum Páls postula, þá sinnir hann lítt þeim fræðum, afgreiðir sálarrannsóknir í knöppu máli. Áhugi sovéskra fræðimanna á sálarrannsóknum gæti e.t.v. staf- að af áhuga „vulgær“-marxista á því að geta í eitt skipti fyrir öll sannað með rannsóknum á ESP og rannsóknum á miðilsástandi, að annað líf væri ekki til, en það hef- ur ekki tekist með þessum aðferð- um hingað til og ekki heldur að sanna að svo væri. Fullyrðing skólastíkera gildir enn, annað líf er „totaliter aliter", algjörlega annað, og verður ekki skilið jarð- legum skilningi. Kúng ræðir talsvert um afstöðu læknavísinda til dauðans og hinna dauðvona og í því sambandi um aðstoð í dauðastríði þar sem hann nefnir „mannsæmandi dauða- stund“. Hann leggur mikla áherslu á aðstoð lækna og hjúkr- unarfólks við þessar aðstæður og telur fulla þörf á að fólki sé sýnd meiri umhyggja á banabeði. Áttundi kafli ritsins heitir „Himinn á jörð?“ Og hann spyr, til hvers erum við á jörðinni? Svar kirkjunnar: „Við erum hér á jörð- inni til þess að þekkja Guð, til þess að elska Hann, til þess að þjóna Honum og til þess að kom- ast til himnaríkis" (Joseph De- harbe 1847). Gildir þetta svar nú? spyr höfundur. Og hann heldur áfram, vitnar í Kalvin: „Quelle est la principale fin de la vie hum- aine? Svarið: „C’est de cognoistre Dieu.“ „Til hvers lifum við?“ Hver er tilgangurinn? Kúng telur að svör kirkjunnar hér að framan séu of takmörkuð til þess að þau nái til manna nú á dögum. Þess vegna leitast hann við að svara með til- liti til hrein-jarðlegra þarfa og nauðsynjar mannanna. Jörðin og jarðlífið hljóta að tengjast himn- inum, „jarðlífið verður að verða opið fyrir himninum, til þess að það gæti orðið mennskt" og hann heldur áfram: „Himinn Guðs al- máttugs er mönnunum stöðug áminning: Vonin um himnaríki verður að verða von um endurskin samskonar vonar á jörðu, meðal mannanna, svo að hún (jörðin) og mannlegt líf verði mennskt." Skrif Kúngs um þessi efni eru af sama toga og kenningar spökustu guðfræðinga miðalda og þá eink- um Dionysiusar Areopagite, sem setti saman rit um guðsríki, sem varð lykilrit guðfræðinnar um aldir. En samkvæmt þeim kenn- ingum skyldi jörðin verða speg- ilmynd himnaríkis, að svo miklu leyti sem gjörlegt var og það varð stefna kirkjunnar með afskiptum hennar af öllum mennskum til- burðum hér í heimi. Höfundur fjallar um upprisuna, þar sem hann gerir henni eins ít- arleg skil og gjörlegt er á tæpum 200 blaðsíðum. Kenning Kúngs virðist vera samhljóma hinni klassísku kristni, eins og þær koma fram í knöppu og skýru formi Passíusálmanna. Undrið gerðist, fórnardauði Krists endur- leysti mannkynið og þar með upp- hófst nýr heimur, ný meðvitund: Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp ég líU má; Guðs míiLs ásUr birtu bjarU bæói fæ ég að reyna og sjá, hryggðarmyrkrið sorgar svarU sálu minni hverfur þá. Með þeim atburðum sem urðu á Golgatha og við gröfina opinber- aðist frum- og höfuðtilgangur mannlegs lífs, sem er ekki tjáan- legur með orðum, grunnleyndar- dómur mennsks tilgangs og raunveruleika sem menn nái ein- ungis til með algjöru trúnaðar- trausti og trú á Guð almáttugan, skapara himins og jarðar. Eilífur dauði deyddur er, dauðinn Jesú það vinnur hér dýrt metur drottinn dauða minn, dauði, hvar er nú broddur þinn? Dauðinn til lífsins né stutt er stig stórlega því dauðinn batar mig. Kúng talar um „Mysterium stricte dictum, tremendum et fascinosum", algjöran leyndar- dóm, hræðilegan og töfrandi í senn, sem ekki verður með hug- tökum tjáður né skilinn, sem er og er ekki og verður aldrei lýst, Guð sjálfur..." Tilgangur mannlegs líf tjáist í Rómvbr. 7,8.: „Því að enginn af oss lifir sjálfum sér og enginn deyr sjálfum sér, því að hvort sem vér lifum, lifum vér drottni, eða vér deyjum, deyjum vér drottni; hvort sem vér lifum eða deyjum, þá erum vér drott- ins.“ Það er vissa þessa leyndardóms og trúin á hann sem slævir brodd dauðans og opnar nýjar víddir í fullvissu um tilgang mannlegs lífs og verund, nýja verund í heimi sem er „totaliter aliter". Og líkt og mæta allir punkti einum við öxul geislar hjóls i vegi fornum, svo lukti um mig sú ást, er höndum hreinum heldur á sól og jörð og öllum stjörnum. „L'amor che move il Sole e l’altre stelle.“ Kúng gerir mjög góða grein fyrir afstöðu manna nú á dögum til hinna „hinstu efna“. Hann rek- ur kenningar heimspekinga um þetta efni og sýnir fram á að það- an er engin svör að fá nema ef vera skyldi helst hjá Heidegger. Vísindalegar kenningar eru gild- islausar og djúpsálarfræði, ESP, og sálarrannsóknir svara engu, samkvæmt skoðun hans. Guð- fræðin og opinberuð hugmynd hennar um gerð mannsins og til- gang beinir mönnum til þeirra afla, sem flutt geta fjöllin. Höf. skrifar hér bók, sem snertir mjög flest þau vandamál, sem nú myrkva mannheima og bendir á leiðir, sem hann telur líklegastar til þess að leysa mannheim úr þeim álögum sem atburðarás und- anfarinna alda og þröng viðhorf jarðlegs skilnings hafa hneppt hann í, og leið hans er skilningur á tilgangi mennsks lífs sem skyldu við sjálfan hann, og náunga sinn, sköpunarverkið og Guð. Stórgóð, en söngurinn skemmir enn sem fyrr Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson Grafík Sýn Graf 002 Fáar íslenskar plötur vöktu jafn mikla og almenna athygli árið 1981 og fyrsta plata hljómsveitarinnar Grafík frá ísafirði. Bar hún nafnið Ot í kuldann og þar var að finna fyrstu marktæku þreifingarnar innan tölvupoppsins hérlendis. Margir minnast vafalítið enn- þá lagsins Videó, sem náði mikl- um vinsældum, en það voru önn- ur lög á þeirri plötu, sem vöktu athygii mína. Bæði titillagið Ut í kuldann og Hrollaugsbunga voru lög, sem gáfu til kynna, að e.t.v. væri þetta upphafið að glæstum ferli. Menn kunna kannski að reka upp augu þegar ísafjörður er nefndur í tengslum við nýja plötu merkrar hljómsveitar. Hverjar sem væntingarnar kunna að vera, hlýtur tónlist Grafík að koma á óvart. Sýn Önnur plata Grafík, Sýn, er nýlega komin út. Hún er á allan hátt miklu vandaðri plata en Út í kuldann, þótt báðar séu þær teknar upp á gamla 8-rása app- aratið. Því verður ekki í móti mælt, að mikil breyting hefur orðið á tónlistinni þótt hún sé að sumu leyti hin sama að stofni til og var á Út í kuldann. Miklu meira er lagt í lögin en áður og ýmis hljóðfæri dregin fram í dagsljósið og skemmti- lega notuð. í sumum laganna dregur útflúrið athyglina frá sjálfri laglínunni og fyrir vikið kunna þau að verka tormeltari. Það kann e.t.v. að verða á kostn- að vinsældanna. Fyrri hliðin Á Sýn eru ellefu lög að upp- hafs- og endastefi meðtöldum og ekki sakar að renna yfir hvert og eitt í örstuttu máli. Að loknu laglegu upphafsstefi, sem ber einfaldlega nafnið Preludium, tekur lagið í Garðinum við. Það fer dulítið þunglamalega af stað, en lyftist upp með stórgóðu saxófónsólói Sigurðar Flosason- ar. Þá tekur við lagið Fall, sem einkennist af sterkum og skemmtilegum gítarleik. f laginu Sýn hélt maður að Frank Zappa væri mættur, en það var bara fyrst. Sýn hefur að geyma mónó- tónískan undirtón, en skemmti- legur gítar- og hljómborðsleikur gerir það að verkum, að lagið verður ekki leiðigjarnt. Bauna- lán nefnist síðan lag um danska sæðisbankann margumtalaða. Snoturt lag. Goggað í stuðið heitir lokalag fyrri hliðarinnar og minnir mjög á lag sem Chapl- in frá Borgarnesi gaf út á lítilli plötu fyrir nokkrum árum. Stutt en skemmtilegt. Síðari hliðin Síðari hliðin er ekki alveg eins áheyrileg og sú fyrri. Hún hefst á laginu Á markaði, sem rétt sleppur fyrir horn að mínu mati. Þá tekur lagið Africano við og stendur fyllilega undir nafni. Dálítið þunglamalegt með allra handa kynjahljóðum. Gæti sómt sér vel sem kynningarlag í Saf- ari. Lagið Fyrir-mynd kemur næst og fer ákaflega þunglama- lega af stað, en sprettur svo allt í einu upp og endar skemmtilega. La Mer nefnist næstsíðasta lag plötunnar. Virkilega fallegt lag um hafið, þar sem sjávarhljóð- inu er skemmtilega blandað við næman hljóðgervlaleik. Post- ludium heitir lokalagið. Snoturt píanólag, en gæti verið tekið úr hvaða kvikmynd sem er. Lokaorð Sýn ber höfundum sínum gott vitni. Grafík hefur undirstrikað með þessari plötu sinni, að hér er á ferð einhver allra besta hljómsveit landsins. Tónlist Grafík er óvenjulega góð íslensk popptónlist, hvernig svo sem mönnum gengur að meðtaka hana. Ég hafði það á orði um fyrri plötu sveitarinnar, að söng- urinn væri höfuðverkur. Með nýjum söngvara er hann betri, en höfuðverkur samt. Ég er þeirrar skoðunar, að ef Grafík léki einvörðungu „instrumental" tónlist, stæðu þeim fáar sveitir hérlendis á sporði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.