Morgunblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1983
31
Starfsmaður til að sjá
um aðstandendur sjúklinga
Aöalfundur ítrekar fyrri ályktanir
sínar varðandi þjónustu við geð-
sjúklinga og skorar á heilbrigðisyfir-
völd að gera hið fyrsta stórátak til
lausnar þeim vanda sem geðsjúkir
og aðstandendur þeirra eiga við að
etja. Aðalfundurinn lýsir ánægju
með að komið hefur verið á neyðar-
þjónustu. Enn er þó mörgu ábóta-
vant í málefnum geðsjúkra.
Aðalfundurinn fagnar því einn-
ig, að komið hefur verið á fót
neyðarathvarfi fyrir konur i
Reykjavík sbr. ályktun aðalfundar
bandalagsins 1982.
Aðalfundurinn beinir þeim til-
mælum til ríkisfjölmiðla, um-
ferðaráðs og annarra hlutaðeig-
andi aðila, að sérstök áhersla
verði lögð á fræðslu og upplýs-
ingar um umferðar- og öryggismál
í því skyni að fækka umferðar- og
vinnuslysum, sem farið hafa ört
vaxandi á undanförnum árum.
Aðalfundurinn beinir því til
stjórnar sjúkrahúsa, að séð verði
til þess, að á hverju sjúkrahúsi sé
ákveðinn starfsmaður, sem sjái
um móttöku ug umönnun nánustu
ættingja sem eru tilkvaddir, þegar
um er að ræða mikil skyndileg
veikindi eða stórslys.
Minningarkapella séra Jóns Steingrímssonar á Kirkjubæjarklaustri.
200 ár frá upp-
hafi Skaftárelda
Hinn 8. júní nk. eru 200 ár liðin frá
upphafi Skaftárelda. í tilefni þess veró-
ur í Minningarkapellu séra Jóns
Steingrímssonar á Kirkjubæjarklaustri
opnuð sýning um Skaftárelda og áhrif
þeirra. Sýningin er undirbúin af „Sýn-
ingarnefnd Skaftárelda", en skipulögð
og hönnuð af Gylfa Má Guðbergssyni
landfræðingi og ÞorleiH Einarssyni
jarðfræðingi. Einnig hefur Sveinbjörn
Rafnsson sagnfræðingur verið nefnd-
inni góður ráðgjafi. I sýningarnefnd-
inni, sem kosin er af sveitarstjórnum
„milli Sanda“, eiga sæti: Séra Sigurjón
Einarsson, Kirkjubæjarklaustri, Jón
Helgason alþingismaður, Seglbúðum,
og Olafía Davíðsdóttir húsmóðir, Eossi.
Sýningin verður opnuð 8. júní kl.
14.00 og er dagskráin á þessa leið:
Ávarp, séra Sigurjón Einarsson,
form. sýningamefndar. Samleikur á
fiðlu, selló og orgel: Rut Ingólfsdótt-
ir, Inga Rós Ingólfsdóttir og Haukur
Áskelsson. Forseti íslands, Vigdís
Finnbogadóttir, opnar sýninguna.
Erindi: dr. Þorleifur Einarsson. Er-
indi: dr. Sveinbjörn Rafnsson.
Að opnunarhátíðinni lokinni býð-
ur Ferðaskrifstofa ríkisins öllum
gestum til kaffidrykkju á Hótel
Eddu í Kirkjubæjarskóla, en þar
ávarpa gesti Jón Helgason alþingis-
maður og Þórður Tómasson safn-
vörður í Skógum.
Eftir kaffið mun Jón Hjartarson
skólastjóri á Kirkjubæjarklaustri
bjóða gestum að skoða sýningu þá
um Skaftárelda, sem sett hefur verið
upp í Kirkjubæjarskóla. Sú sýning
er unnin af nemendum skólans og
fjallar um Skaftárelda og áhrif
þeirra.
Báðar þessar sýningar verða síðan
opnar fram eftir sumri.
Sendibifreið Morgunblaðsins
eyddi langminnst allra bílanna
Sendibifreið afgreiðslu Morgun-
blaðsins hlaut bezta útkomu í spar-
aksturskeppni Bifreiðaíþrótta-
klúbbs Reykjavíkur um helgina.
Bifreiðin var lánuð til keppninnar,
en hún er díselbifreið af gerðinni
Volkswagen Golf. f flokki benz-
ínbifreiða höfnuðu Suzuki Alto-
bílar í þremur efstu sætum.
Keppnin fór þannig fram að
keppt var bæði í akstri innan-
bæjar og utan. Til innanbæjar-
aksturs var settur einn lítri af
benzíni á hverja bifreið, en fimm
lítrar til utanbæjaraksturs. Inn-
anbæjar urðu bílstjórarnir að
halda 30 kílómetra meðalhraða,
en 65 kílómetra hraða utanbæj-
ar. Keppt var í sex stærðarflokk-
um eftir vélarstærð, en misjöfn
mæting var af hálfu umboðanna,
og því aðeins 1-2 bílar í sumum.
Díselbifreið Morgunblaðsins
reyndist eyða 3,70 lítrum á
hundrað kílómetra í innanbæj-
arakstri og 4,19 utanbæjar, eða
3,95 lítra að meðaltali á hverja
hundrað kílómetra. Bezta Suzuki
Alto-bifreiðin komst 27,1 kíló-
metra á benzínlítranum innan-
bæjar, þ.e. eyddi að jafnaði 3,69
lítrum á hundraðið, og 113,4 á
lítrunum fimm utanbæjar, þ.e.
eyddi 4,41 lítra á hundraðið.
Meðaltalseyðsla Suzuki var því
4,05 lítrar.
Jafnframt þessu var reiknað
sérstaklega út hvaða bifreið
eyddi minnstu eldsneyti miðað
við hvern rúmsentimetra bif-
reiðarinnar. Þar reyndist Volvo
240 hlutskarpastur, því eyðsla
hans reyndist 0,0031 lítri á
rúmsentimetra.
Benzínlítrinn vandlega mældur. Sendibifreiö Morgunblaðsins, sem hafði bezta útkomu úr sparaksturs-
keppninni. Ljósmynd Ólatur CuAmundsson.
2300 KRÓNA SPARNADUR:
Philips eldavélarnar eru ennþá til á
gamla genginu og kosta því aðeins
13.409 krónur
a
£
I Philips ACH-023 er fullkomin eldavél. Hún hefur fjórar
hellur, þar af tvær meö stiglausri stillingu; sjálfhreinsandi
blástursofn, hitahólf og elektroniskan hita-og tímastilli.
Við erum sveigjanlegir í samningunum.
Heimilistæki hf
HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8-15655