Morgunblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR 121. tbl. 70. árg. MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Á kafi í aur Bíll á kafi í aur skammt frá Reno í Nevada-ríki í Bandaríkjunum í gær, en þar höfðu þá flóð og aurskriður orðid a.m.k. tveimur mönnum að bana og sex höfðu slasast. Nautabani fer halloka Mynd þessi sýnir hvar portúgalski nautabaninn Victor Mendes hefur orðið að láta í minni pokann fyrir nauti á nautaati sem haldið var á „San Isidoro“-hátíðinni í Madrid. Hann var stunginn í tvígang í lærið, en meiðsli hans munu ekki hafa verið alvarlegs eðlis. Tyrkir banna stjórnmálaflokk Herstjórnin sendir stjórnmálaleiðtoga í útlegð Ankara, Tyrklandi, 31. maí. AP. Herforingjastjórnin skipaði í dag að lagður yrði niður nýstofnaður tyrkneskur stjórnmálaflokkur og nokkrum stjórnmálamönnum var skipað í útlegð til héraösins Canakk- ale í vesturhluta landsins. í tilkynningu stjórnvalda segir að meðal þeirra sem gerðir hafi verið útlægir frá Ankara hafi verið Suleyman Demirel, fyrrverandi forsætisráðherra, og Ihsan Sabri Caglayangil, fyrrverandi utanrík- isráðherra. Mönnum þessum er gert skylt að gera grein fvrir máli sínu við herlagayfirvöld í Canakk- ale á fimmtudag og vera undir „eft- irliti" þeirra. Stofnun nýrra stjórnmálaflokka var leyfð 16. maí síðastliðinn og í framhaldi af því var tilkynnt að 6. nóvember nk. færu fram almennar þingkosningar í landinu. Stjórnmálaflokkurinn sem var bannaður í dag var stofnaður 20. maí síðastliðinn og var iinn fjög- urra nýrra flokka sem stofnaðir hafa verið frá því hjrforingja- stjórnin leyfði starfsemi stjórn- málaflokka. Reynt að miðla málum innan Fatah-fylkingar DamaskuN, Sýrlandi, 31. maí. AP. SÝRLENDINGAR og tvær róttækar fylkingar Palestínuskæruliða reyndu í dag að stilla til friðar innan Fatah- fylkingarinnar, en miklar deilur hafa risið þar og stendur styrinn um for- ystu Yasser Arafats, leiðtoga PLO. Talsmaður uppreisnarmannanna í fylkingunni sagði þá ekki tilbúna til samningaviðræðna við Arafat fyrr en hann léti af hógværri stefnu sinni og tæki upp vopnaða baráttu við ísraela. Hann sagði: „Við ræðum hvorki við Arafat né aðstoðarmenn hans fyrr en við höf- um staðfestingu á því að þeir ætli sér að snúa sér aftur að vopnaðri baráttu." Talsmaðurinn, Jihad Saleh, sagði ástæðurnar fyrir uppreisninni vera eftirfarandi: vilji Arafats til að ræða friðartillögur Ronald Reag- ans um frið í Miðausturlöndum, sem byggðar eru á samvinnu við Jórdani, samþykkt Arafats á því að Hussein Jórdaníukonungur semji við ísraela fyrir hönd palestínsku þjóðarinnar og ákvörðun Arafats að draga til baka alla hermenn frá austur- og norðurhluta Líbanons. Arafat er staddur í Líbanon um þessar mundir og herma óstaðfest- ar fregnir að hann hafi tekið þá ákvörðun að flytja höfuðstöðvar PLO til Trípólí. Minni spenna virtist ríkja í dag milli Sýrlendinga og ísraela í Líb- anon, en Sýrlendingar vöruðu samt við því að ef til styrjaldar kæmi, yrði Bandaríkjamönnum í engu hlíft. Svo virðist sem yfirlýsing þessi eigi við Bandaríkjamenn í friðargæsluliðinu. Sofnaði við eigin flug- ránstilraun Boston. Massachusetts, 31. maí. AP. ARABI nokkur gerði í dag til- raun til flugráns með borðhníf um borð í Jumbo-þotu á leið frá Saudi-Arabíu til New York, en sofnaöi síðan og var handtekinn þegar þotan varð að lenda í Bost- on vegna slæmra flugskilyrða. Engan sakaði af 145 farþeg- um eða 25 manna áhöfn. Hnífurinn, sem maðurinn ógnaði starfsfólki þotunnar með, kom með kvöldverði sem var framreiddur um borð og var maðurinn afvopnaður af flugstjóra þotunnar. Hann hélt þó áfram að ógna farþeg- um og áhöfn með ýmsu móti þar til hann fékk sér blund þegar hann tók að lengja eftir að kröfum sínum væri fram- fylgt. Eldflaugaáætlun verður haldin Bonn, 31. maí. AP. RÁÐAGERÐ NATO um að koma fyrir 572 nýjum kjarnorkueldflaugum í Vestur-Evrópu gengur „samkvæmt áætlun" og byrjað verður að setja flaugarnar upp síðar á þessu ári, sagði Caspar Weinberger, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, í dag. „Allt gengur samkvæmt áætlun,“ sagði Weinberger á fundi með fréttamönnum þar sem hann sat fyrir svörum ásamt Manfred Wörn- er, varnarmálaráðherra Vestur- Þýskalands. Hann sagði Atlants- hafsbandalagsríkin staðráðin í að fylgja eftir samkomulagi frá 1979 — sagði Wein- berger á fundi í dag um að byrjað yrði að koma flaugun- um fyrir síðla þessa árs, en hann gat ekki nánar um tímasetningu. Ef um verður að ræða samkomulag milli stórveldanna í afvopnunarvið- ræðunum í Genf, „getum við annað hvort stöðvað aðgerðir eða tekið niður flaugar sem þegar hafa verið settar upp,“ sagði Weinberger á fundinum, sem haldinn var í Bonn eftir tveggja daga viðræður hans og Wörners. Weinberger neitaði ítrekað á fundinum að svara spurningum um það hvort Bandaríkjastjórn mundi sættast á málamiðlunarsamkomu- lag í Genf þar sem gert væri ráð fyrir að hætt yrði við að koma Pershing Il-flaugunum fyrir, og látið nægja að koma fyrir þeim stýrieldflaugum, sem ná minnstum hraða. Hann sagði að Reagan og stjórn hans héldi enn við „núlllausnina“ sem hina einu raunhæfu lausn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.