Morgunblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1983
Tæpast hefur það fariö framhjá
nokkrum poppunnanda, að
Grace Jones er væntanleg til
landsins nú á næstu dögum.
Heldur hún tvær sðngskemmtan-
ir hérlendis, þá fyrri í Sigtúni
þann 3. júní kl. 22.30 og þá síöari
4. júní í Safari á sama tíma. Miða-
sala hefur gengið mjög vel og fer
nú hver aö verða síðastur að ná
sér í miða á söngskemmtun meö
þessari mjög svo sérstæðu
söngkonu. Miðaveröi er mjög f
hóf stillt, kr. 380, og mun það vera
talsvert ódýrara en erlendis.
„Hin leynda drottning næturinn-
ar“ var Grace Jons nefnd af blaöa-
manni hjá New York Magazine.
„Grace hin ótrúlega" og „Dietrich
hins nýja áratugar" hefur hún einn-
ig veriö nefnd, en enginn listamaö-
Hæfileikalaus
„Hæfileikalaus söngkona,“ segir
i bandarísku „plötubiblíunni" Roll-
ing Stone Record Guide. Sú bók
hefur í síauknum mæli komiö mér
stórkostlega á óvart — einkum
fyrir afkáralega dóma, sem allir
viröast miöaöir út frá steingeldu,
útvötnuöu og steindu vestur-
strandarrokki.
Tímaritiö „After dark“ í New
York segir Grace Jones hafa inn-
leitt diskó-leikhúsiö. Hún setti
fyrsta „hit“-lag sitt, I Need a Man, í
þannig umgjörö, að unun var að
horfa á. Umkringd fjölda manna á
sviöinu, mismunandi mikið klædd-
um, seiddi hún fram hina duldu
erótík diskó-tónlistarinnar, sem
aörir diskó-listamenn höföu aöeins
látiö liggja aö i flutningi sínum.
Sérstök er hún, því verður vart
neitað. Grace Jones í öllu sínu
veldi.
hún var á forsíöum allra helstu
tískublaöanna; Elle, Vogue o.fl.
o.fl., auk þess sem hún prýddi eitt
sinn forsíöu Stern.
Hún ferðaöist mikiö um Evrópu
og þar kom henni vel afbragðs-
kunnátta í frönsku, spænsku og ít-
ölsku. Þegar hún haföi lagt Evrópu
aö baki hélt hún áfram til Afríku,
Japan og Suöur-Ameríku. En þar
kom aö því aö hún þreyttist á starfi
sýningarstúlkunnar og innst inni
var hún alla tíö sannfærö um aö
hennar biöi frami á söngbrautinni.
Hún komst fyrst á plötusamning
í Frakklandi, en þaö kom aö því aö
hún hafnaöi hjá Island-plötufyrir-
tækinu. Áöur en langt um leið dill-
aöi öll diskóklíkan í New York-borg
sér í takt viö lagiö I Need a Man,
That’s the Trouble og Sorry. Tvö
síöarnefndu lögin samdi hún sjálf
aö auki.
Stúdíó 54
Hún kom fram á Les Mouches
og varð fyrsti tónlistarmaöurinn til
aö koma fram í eigin persónu í
Stúdió 54. Ekki fór hjá því, að
stjörnurnar gæfu henni auga og á
meöal aðdáenda hennar nú má
nefna Mick Jagger, Andy Warhol,
Jessica Lang, Liza Minelli, auk
Yves St. Laurent og fjöldamargra
annarra.
Plötur hennar hafa selst í stór-
um upplögum og á síðasta ári
hlaut hún fyrstu verðlaun fyrir gerö
myndbandsþáttar meö tónlist
GRACEJONES
— sitthvaö og svolítið um þessa „diskódís næturinnar“
Tónleikum hennar hefur stund-
um fylgt alger upplausn. í París
geröist það, aö 6.000 trylltir aö-
dáendur hennar þustu upp á sviö
og bókstaflega tættu utan af henni
fötin. Tískufrömuðurinn Yves St.
Laurent, einn aödáenda hennar,
lét þegar í staö hanna handa henni
nýjan sviösklæönaö. En Grace
Jones er annaö og meira en bara
diskó-dís af vönduöustu gerö.
Fædd á Jamaica
Hún fæddist á Jamaica og er
prestsdóttir. Sjálf telur Grace, aö
einhver erföaeiginleikaruglingur
hafi átt sér staö meö hana og
bróöur hennar. Hún var „alger
strákur" á yngri árum á sama tíma
og hann dundaöi sér meö brúöur.
Tólf ára gömul flutti hún til Syra-
cuse og sameinaöist þar fjölskyldu
sinni á ný, sem haföi flutt þangaö
nokkru áöur. Hún gekk hinn
heföbundna menntaveg, allt þar til
í menntaskóla. Þar lenti hún í ást-
arævintýri meö leiklistarkennara
sínum. Þótt ekkert alvarlegt yröi úr
sambandi þeirra var þaö nóg til
þess aö vekja áhuga hennar á
leiklist. Hún ákvaö aö veröa leik-
kona.
Hún tók m.a. þátt í uppfærslu á
söngleik, sem kennari hennar
haföi skrifaö og þegar því var lokiö
hélt hún áleiöis til New York-
borgar og geröist sýningarstúlka
hjá hinni virtu umboösskrifstofu,
Wilhelmina Modelling Agency.
Samhliöa sýningarstörfunum lagöi
hún áherslu á eigin leiklistarferil og
lék m.a. í myndinni Gordon’s War.
Málakunnátta
Þegar hér var komiö sögu var
bróöir hennar fluttur til Parísar.
Lítiö fyrir þaö gefin aö eyöa allri
ævinni á sama staö hélt Grace yfir
til Parísar. Ekki leiö á löngu þar til
sinni. Hún er í slíkum metum hjá
Rolling Stones, aö hún er fengin til
aö skemmta þar í hvert sinn, sem
þeir kynna nýja plötu í sínum víö-
frægu 1.000-manna veislum og
þannig mætti lengi telja.
Líkast til er óþarfi aö ætla aö
kynna íslenskum „fótmennta-
fríkum“ vinsælustu lög Grace Jon-
es. Þau hafa notið ótrúlegrar hylli á
dansstööum borgarinnar, eins og
t.d. Borginni, Óöali, Hollywood og
Klúbbnum. Aö hlusta á hana er
sagt vera eitt og aö sjá hana ann-
aö. Mönnum gefst nú kostur á
hvoru tveggja.
Ný breiöskífa tekin upp í Bretlandi:
BARA-flokkurinn í hljóð-
ver í lok þessa mánaðar
BARA-Flokkurinn frá Akureyri,
sem kom hér til höfuðstaöarins
fyrir skemmstu, sá og sigraöi
(a.m.k. að mati umsjónarmanns
Járnsíðunnar) heldur utan í lok
þessa mánaðar til þess að taka
upp aðra breiðskífu sína. Veröur
platan tekin þar upp, en fyrir
skemmstu hljóðritaöi sveitin 12
lög á Akureyri, svokallaðar
„demo-upptökur.“
í viötali viö Akureyrarblaöiö Dag
segir Ásgeir Jónsson, söngvari
BARA-Flokksins, aö ekki liggi Ijóst
fyrir í hvaöa hljóöveri platan veröi
tekin upp, en veriö sé aö kanna
þaö þessa dagana. Þá sagöi hann
einnig, aö mjög gott væri aö hafa
„demo-upptökur” viö hendina
þegar fariö væri í hljóöver, ekki
hvaö síst fyrir upptökustjórann.
BARA-Flokkurinn gaf í fyrra út
breiöskífuna Lizt, og hlaut húq
mjög góöar viötökur. Reyndar
höföu nokkrir á oröi, aö lögin væru
á stundum full keimlík, og var sú
gagnrýni ekki út í hött. Á nýju plöt-
unni er ekki hægt að tala um slíkt.
Umsjónarmaöur síðunnar fékk aö
heyra ögn af nýju upptökunum í
vikunni og leist frábærlega á.
Þá sagöi Ásgeir, aö ummæli
höfuöborgarblaöanna um sveltina
aö tónleikunum þar loknum heföu
komiö hljómsveitinni nokkuö á
óvart. Sagöi hann tónleikana hafa
veriö ákveöna í flýti og aö sveitin
heföi mætt til leiks meö lánshljóð-
færi. Þaö heföi greinilega ekki
komiö aö sök, enda heföi mann-
skapurinn veriö vel upplagöur.
Um tónlistarþróunina á Akureyri
sagöi Ásgeir í lok viðtalsins viö
Dag: „Þetta er skemmtileg þróun
og þaö eru margar góöar og vax-
andi hljómsveitir í bænum. Þær
þurfa bara aö fá meira aö starfa og
okkur vantar nauösynlega gott hús
til aö koma fram í, en ég held aö
menn þurfi ekkert aö óttast fram-
tíöina í þessum málum hér á Akur-
eyri.“
Af nýjum
íslenskum
hljómplötum
Halastjarnan
sækir fast
Áhöfnin á Halastjörnunni lætur
ekki deigan síga og hefur nú sent
frá sér fjóröu plötu sína og nefnist
hún Ég kveöju sendi-herra. Það
þarf vart aö kynna þessa áhöfn
því hún hefur líkast til verið flest-
um öörum fengsælli í óskalaga-
þáttum útvarpsins á undanförn-
um árum. Plöturnar Eins og skot,
Meira salt og Úr kuldanum hafa
allar selst feikivel.
Á þessari nýjustu plötu Hala-
stjörnunnar koma sex söngvarar
fram. Eru það Hermann „allt aö
verða vitlaust” Gunnarsson,
Magnús Ólafsson, Páll Hjálmtýá-
son, Ruth Reginalds, G. Rúnar
Júlíusson og María Baldursdóttir.
Sem fyrr eru öll lög og textar eftir
Gylfa Ægisson.
Plata þessi var tekin upp i upp-
tökuheimili Geimsteins og sáu
þeir Þórir Baldursson og G. Rún-
ar Júlíusson um upptöku-
stjórnina. Útgefandi er Geim-
steinn, en Steinar hf. annast
dreifinguna.
Bubbi leitar
uppruna sins
Sólóplata Bubba Morthens,
Fingraför, leit dagsins Ijós í síö-
ustu viku. Á plötunni eru þrettán
lög, öll i „acoustic“-andanum og
má því segja, að hann leiti upp-
runa síns aö þessu slnni. Þetta er
þriöja sólóplata Bubba, sú fyrsta
hét ísbjarnarblus og sló í gegn
svo um munaöi. Sú næsta hét
Plágan og kom út fyrir hartnær
tveimur árum. Auk þess aö gefa
út tvær plötur meö Egó gaf Bubbi
út þrjár plötur meö Utangarös-
mönnum. Allt hefur þetta gerst á
þremur árum.
Megas syngur í tveimur lag-
anna á plötunni og er þetta í
fyrsta sinn í fjögur ár aö heyrist til
hans á plötu. Tómas Tómasson,
Þurs, var upptökustjóri á Fingra-
förum, en platan var tekin upp í
Grettisgati. Undirleikur er aö
mestu í höndum Bubba sjálfs,
sem leikur á kassagítar, Tómas-
ar, sem leikur á bassa, Ásgeirs
Óskarssonar, trommara og
Björgvins Gíslasonar, gítarleik-
ara. Þá kemur Guðmundur Ing-
ólfsson lítillega viö sögu.
Þrennt á leió
frá Gramminu
Nú eru annaö hvort nýútkomn-
ar eöa rétt óútkomnar plötur meö
Þey, Vonbrigöum og Purrki Pilln-
ikk. Útgefandi allra þessara
platna er Grammiö á Hverfisgötu.
Plata Þeysara er þriggja laga,
en Vonbrigöi ætla sér í stóra
plötu, ekkert minna, takk. Plata
Purrksins er aö því best veröur
skiliö „live“-plata meö ýmsu góð-
gæti.
Þá sakar ekki aö geta þess, aö
Gramm mun dreifa plötu Big Nós
Bandsins þegar hún kemur út.