Morgunblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1983 27 Vestmannaeyjan Hátíðarhelgi í byrjun júlí — í tilefni 10 ára frá goslokum Vestmannaeyjum, 27. maí. „ÞAÐ ER fyrirhugaö aó minnast þess 3. júli í surnar að 10 ár verða þá liðin frá goslokum á Heimaey 1973. Við ætlum að setja upp fjölbreytta dagskrá þar sem þessara tímamóta verður minnst með ýmsum hætti“, sagði Ólafur Elísson, bæjarstjóri ( Vestmannaeyjum í samtali við Morgunblaðið. Þann 23. janúar 1982 kaus bæj- arstjórn sérstaka nefnd sem gerði tillögur til bæjarstjörnar með hverjum hætti skyldi minnast 10 ára goslokaafmælisins. í fram- haldi af störfum þeirrar nefndar voru tilnefndir þrír menn til þess að sjá um dagskrá hátíðahald- anna, þeir Arnar Sigurmundsson formaður bæjarráðs, Guðmundur Þ.B. Ólafsson íþrótta- og æsku- lýðsfulltrúi og Ólafur Elísson bæj- arstjóri. Það kom fram í samtalinu við ólaf bæjarstjóra að þesi hátíða- höld munu tengjast vinabæjar- móti sem haldið verður um helg- ina 2.-3. júlí og munu fulltrúar vinabæjar Vestmannaeyja frá Norðurlöndunum dveljast þessa daga i Eyjum. Bæjarstjórn hefur látið undirbúa hátíðadagskrá sem samanstendur -m.a. af íþróttavið- burðum, leikjum og ýmsu léttmeti. Þá er fyrirhugað að halda sýningu í Safnahúsinu á árangri fornleifa- Skagafjörður: Enn gefur Björn Egilsson rannsókna í Herjólfsdal sem unn- ið hefur verið að undanfarin 10 ár undir stjórn Margrétar Her- mannsdóttur fornleifafræðings. Þá er áformað að sýna á sama stað ýmsar gamlar ljósmyndir héðan úr Eyjum á vegum Ljósmynda- safnsins. Kirkjukór Landakirkju ásamt einsöngvurum og hljóðfæraleikur- um úr Sinfóníuhljómsveit fslands flytja Nelsonmessu Haydens i samkomuhúsinu. f félagsheimil- inu verða sýndar Eyjakvikmyndir, gamlar og nýjar, sem eru í eigu bæjarsjóðs. Sérstök hátíðamessa verður í Landakirkju. Bæjarsjóður hefur lagt áherslu á ýmsar framkvæmdir til fegrun- ar og snyrtingar á umhverfi svo bærinn geti verið í hátíðarskrúða helgina 2.-3. júlí þegar þessi veglegu hátíðahöld verða. Þetta verður í annað skiptið sem Vestmannaeyingar minnast gosloka, í fyrra skiptið 3. júlí 1974. Aftur á móti hefur árlega, þann 23. janúar, verið sérstök þakkar- gjörð í Landakirkju þar sem þökk- uð hefur verið giftusamleg björg- un íbúanna þegar hamfarirnar gengu yfir. „Við höfum orðið varir við veru- legan áhuga fólks, innanlands og utan, að koma til Eyja á þessum tímamótum og mun verða kapp- kostað að allir finni eitthvað við sitt hæfi í þeirri dagskrá sem boð- ið verður upp á,“ sagði ólafur El- ísson bæjarstjóri. - hkj. B.B. BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. ÞAK1AI i hvcrita lengd semer „Standard” lengdir eða sérlengdir, allt eftir óskum kaupandans. Að auki þakpappi, pappasaumur, þaksaumur, kjöljárn, rennu- bönd og rennur. Mdifelli, 14. maí. EKKI ALLS fyrir löngu var getið í Morgunblaðinu um stórgjöf Björns Egilssonar, fræðimanns frá Sveins- stöðum, til endurbyggingar Hof- staðakirkju í Hofstaðabyggð. Nú hefur hann enn gefið og sinni sóknarkirkju í Goðdölum í Vestur- dal upphæð hálft á þriðja tug þús- unda. Var ríflega helmingi fjárins varið til endurnýjunar rafmagnsbún- aðar, en rafveiturnar höfðu krafízt aðbóta og breytinga í því efni, sem ekki varð undan vikizt. Þá vcvu kirkjubekkirnir bólstraðir og klædd- ir vönduðu efni og unnu það verk í sjálfboðavinnu og af mikilli vand- virkni, Axel Gíslason sóknarnefnd- armaður og kona hans Jódís Jó- hannesdóttir frá Merkigili. Eru að bæði hin mestu þægindi fyrir kirkju- gesti og kirkjuprýði, því að áklæðið setur svip á kirkjuskipið yfir að líta. Loks voru keyptar, fyrir gjöf Björns, 10 áletraðar sálmabækur, en nokkrar eldri lagfærðar og bundnar að nýju. Þá má geta þess, að verið er að girða umhverfis kirkjuhúsið, sem reist var 1904 utan garðs. Fyrir- huguð er vegarlagning að kirkj- unni og gerð bílastæðis, svo að segja má, að sóknarnefndin sé frábærlega athafnasöm. Auk Ax- els Gíslasonar skipa hana Þórey Helgadóttir á Tunguhálsi, formað- ur, og Jón Guðmundsson frá Breið. G.L.Ásg. '**5"»<**> *■**">-_ VJterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiöill! Gjalddagi gjafabrefa erSJúni Munið vinningana Þeir sem sent hafa inn gjafabréf og greiða af því í tæka tíð eru þátttakendur í útdrætti 50 hundraðþúsund króna vinninga. Auk þess að styðja gott málefni — gæti þátttaka í söfnuninni skilað þér veglegum vinningi. SÁÁ Enn er tækífærí að vera með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.