Morgunblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1983
35
Minning:
Árni Pálsson,
trésmíðameistari
í dag verður til moldar borinn
tengdafaðir minn, Árni Pálsson,
trésmíðameistari. Árni fæddist
24. mars, 1904, á Sevðisfirði, sonur
hjónanna Páls Árnasonar út-
vegsbónda frá Seyðisfirði og Guð-
rúnar Erlendsdóttur, sem ættuð
var frá Jarðlangsstöðum í Borg-
arfirði. Árni var næstelstur fjög-
urra systkina; Guðlaug var elst, en
bræðurnir Erlendur og Guðmund-
ur yngri. Nú er Guðmundur einn á
lífi þeirra systkina. Á uppvaxtar-
árum Árna á Seyðisfirði var mikil
athafnasemi hjá föður hans við
útgerðina, en hugur Árna stóð
ekki til útgerðar eða sjómanns-
vinnu. Hann hóf trésmíðanám á
Seyðisfirði hjá Stefáni Runólfs-
syni, húsasmíðameistara, en lauk
því eftir að hann hafði flust til
Reykjavíkur. Tókst ævarandi
tryggð með Árna og Stefáni og
Pálínu Andrésdóttur, konu Stef-
áns.
Árið 1930 kvæntist Árni Andreu
Þóru Eiríksdóttur. Hún var fædd
og uppalin í Garði í Gerðahreppi,
dóttir hjónanna Eiríks Guð-
mundssonar og Guðrúnar
Sveinsdóttur. Höfðu þau Árni og
Þóra, eins og hún var jafnan köll-
uð, kynnst á Seyðisfirði. Þóra og
Árni eignuðust sjö börn, en fimm
þeirra komust til fullorðinsára,
þrjár dætur, Vilborg, Guðrún og
Edda og tveir synir, Páll og Garð-
ar. Þá ólu þau upp Þórdísi Ólafs-
dóttur, systurdóttur Þóru og kom
hún á heimili þeirra tveggja ára
gömul, skömmu eftir að þau höfðu
hafið búskap og eignast sitt fyrsta
barn. Syni sína báða misstu Árni
og Þóra, þegar þeir voru í blóma
lífsins. Var það þeim mikið áfall
og harmurinn djúpstæður. Árið
1968 missti Árni konu sína eftir
langa og erfiða sjúkdómslegu.
Kynntist ég því þá að Árni hafði
breitt bak og bar raunir sínar af
þeim dug sem mest einkenndi
hann alla tíð. Árið 1970 giftist
Árni Hólmfríði Guðjónsdóttur og
lifir hún mann sinn. Voru þau
hvort öðru góðir fylginautar og fé-
lagar síðustu árin sem Árni lifði.
Skömu eftir að Árni og Þóra
hófu búskap byggðu þau timbur-
hús í Laugarásnum, sem þá var
fyrir utan bæinn. Nefndu þau hús-
ið Steinholt og stendur það enn og
sómir sér vel innan um stærri hús,
steinsteypt, sem síðar voru byggð.
Seinna var byggt að Vífilsgötu 5
og þar bjó fjölskyldan lengst af.
Þó byggði Árni enn einu sinni,
1962-63, í Hjálmholti 7.
Lengst af vann Árni sem verk-
taki við húsbyggingar, en um tíu
ára skeið var hann verkstjóri hjá
Aðalverktökum á Keflavíkur-
flugvelli, á fimmta og sjötta ára-
tugnum. Síðustu árin eða til 1979,
þegar hann varð 75 ára, vann Árni
svo á trésmíðaverkstæði Reykja-
víkurborgar.
Árni Pálsson var alla tíð dug-
mikill og bjartsýnn maður, bar sig
alltaf vel og var aldrei með bar-
lóm. Hafði aldrei vantað peninga í
lífinu, alveg sama hvort hann átti
einhverja eða enga. Oft hefur mér
fundist lífsskoðun Árna stangast
á við tíðaranda síðustu áratuga og
efast ég ekki um að þjóðarbúið
væri betur á vegi statt ef fleiri
hefðu haft til að bera sama dug og
Árni og þá reglu að gera fyrst
kröfu til sjálfs sín. Hraustur var
Árni alla ævi, ef undan eru skilin
síðustu 1—2 árin. Lagðist hann í
fyrsta skipti á spítala vorið 1982,
en lét þau veikindi þó ekki aftra
sér frá því að dvelja með Hólm-
fríði, konu sinni, meirihluta
sumars í bústað þeirra við Þing-
vallavatn.
Eins og Árni sagði sjálfur var
hann félagsvera. Starfsfélögum
sínum bauð hann oft heim til sín
og voru margir þeirra góðir félag-
ar hans. Ekki var Árni minna
fyrir að vera með yngra fólki,
börnum, tengdabörnum og barna-
börnum. Hann var jafnan léttur í
viðræðum og oft spaugsamur.
Börnum sínum, tengdabörnum og
barnabörnum var hann góður fað-
ir, afi og félagi. Sama gilti vissu-
lega um börn og barnabörn Hólm-
fríðar, síðari konu Árna. Árni var
áhugasamur um ferðalög og úti-
veru og var hann laxveiðimaður
ágætur. Mjög oft fór fjölskyldan
með honum í veiðiferðir. Hef ég
heyrt margar ævintýralegar lýs-
ingar og eftirminnilegar af þess-
um ferðalögum. Hin síðustu ár
hefur Árni eytt löngum stundum
með Hólmfríði, konu sinni, í
sumarbústað við Þingvallavatn
sem hann byggði fyrir um tuttugu
árum.
Ég reyndi það að Árni var sér-
lega hjálplegur börnum sínum og
tengdabörnum, þegar þau stofn-
uðu heimili og ætíð tilbúinn að
leggja á ráðin og hjálpa til með
vinnu sinni þegar ráðist var í hús-
byggingar. Þegar ég hafði sjálfur
nýlega lokið við að byggja með
konu minni, kom Árni eitt sinn í
heimsókn og spurði með brosi,
sem var blanda af stríðni og ein-
lægni, eftir hverju ég sæktist helst
i lífinu. Sjálfur sagðist hann öðru
fremur sækjast eftir einu, ham-
ingjunni.
Blessuð sé minning Árna Páls-
sonar.
Stefán Arnórsson
Birting
afmœlis- og
minningar-
greina
ATHYGLI skal vakin á því, að
afraælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið;
stætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort ljóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
raeð góðu línubili.
STÓRÚTSÖLU- KUraarð
MARKAÐURINN
Það borgar
sig að líta inn
— góðar vörur
á hlægilegu verði
SUMAR
FATNAÐUR—
tízkufatnaður
í miklu úrvali á alla fjölskylduna.
Ungbarna-
fatnaður
í úrvali
Svefnpokar kr. 455.
Skór á alla fjölskylduna.
Munið ódýra hornið frá
kr. 20—90.
Sendum í póstkröfu, sími 28640.
Kjörgarðs
fæst fatnaður
áalla
fjölskylduna
Flauelsbuxur, verð frá kr.
145—225. Sumarbuxur frá
kr. 95—150, bolir — peysur
— blússur — anorakkar og
ótal margt fleira.
Kvenbuxur frá kr. 90—390,
jakkar kr. 100, skyrtur frá kr.
50—230, sumarjakkar frá
kr. 195—490.
Stór Utsölumarkaðurinn
í kjallara Kjörgarös