Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1983 s\)on\ arp á mánu- dajjskvold kl. 22.35: Kosningar í Bretlandi — ný bresk fréttamynd Á mánudagskvöld kl. 22.35 er á dagskrá sjónvarps ný bresk frétta- mvnd. Kosningar í Bretlandi. Þýð- andi er Þorsteinn Helgason. Margaret Thatcher hefur efnt til þingkosninga 9. júní, en kosn- ingaspár eru íhaldsflokknum í vil. Myndin lýsir kosningabaráttunni sem m.a. snýst um atvinnuleysið, varnarmál og aðild Breta að Efna- hagsbandalagi Evrópu. Sjó- manna- dagurinn Kl. 11.00 verður útvarpað sjó- mannamessu í Dómkirkjunni. Bisk- up íslands, herra Pétur Sigurgeirs- son, prédikar. Séra Þórir Stephen- sen þjónar fyrir altari. Organleikari: Marteinn H. Friðriksson. kl. 14.00 verður útvarpað frá útisamkomu sjómannadagsins í Nauthólsvík. Fulltrúar frá ríkis- stjórninni, útgerðarmönnum og sjómönnum, flytja ávörp. Aldraðir sjómenn heiðraðir með heiðurs- merki sjómannadagsins. KI. 21.00 hefst þáttur sem nefn- ist „Sigling". Guðmundur Hall- varðsson sér um sjómanna- dagskrá. Kl. 22.35 verður útvarpað kveðjulögum skipshafna. Umsjón: Margrét Guðmundsdóttir og Sig- rún Sigurðardóttir. V^terkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiöill! Sjónvarp á mánudagskvöld kl, 21.20: Biedermann og brennuvargarnir Á mánudagskvöld kl. 21.20 er á dagskrá sjónvarps leikrit eftir Max Frisch, Biedermann og brennuvarg- arnir, í sviðsetningu finnska sjón- varpsins. Leikstjóri er Tom Seger- berg, en í aðalhlutverkum Nils Brandt, Gustav Wiklund, Göran Schauman og Vivi-Ann Sjögren. Þetta er ádeilufarsi, sem lýsir tómlæti manna um mótlæti ann- arra, blindu þeirra og tregðu til að beita sér gegn aðvífandi ógnum meðan þeir þykjast sjálfir óhultir. Þannig er afstaða aðalpersón- unnar, Biedermanns, til brennu- varganna, sem leggja eld í hvert húsið á fætur öðru. En kvöld eitt berja þeir að dyrum hjá honum sjálfum. Biedermann-hjónin (Nils Brandt og Vivi-Ann Sjögren). Sértilboð í valdar brottfarir til sólarlanda ný greiðslukiör Nú bjóðum við ný greiðslukjör og nýja afsláttarmöguleika i valdar brottfarir til sólarlanda í sumar. Greiðslur má setja á skuldabréf til styttri eða lengri tima að vild og ýmislegt annað er i boði til þess að lækka verð og létta á greiðslubyrði. Barnaafsláttur i allar brottfarir sumarsins hpekkar um 42%. Nú er um að gera að hafa samband sem allra fyrst og leita samninga - Þessi siöustu sæti til sólarlanda verða seld á einstaklega hagstæðu verði. Brottfarardagar á sértilboði: Rimini: Portoroz: Júní: 27. Júlí: 4, 25. Júlí: 4, 8, 25 SÉRTILBOD a*0 Rimini - Portoroz 4. júlí Nú bióöum við eldfiöruga Rimini-lerð og friðsæla heimsókn til Portoroz. Vikudvol á hvorum stað með ibúðargistingu a Ftimini og hótelgistingu með halfu fæði i Portoroz og hér eru á ferðinni m m m m A í Portoroz og hér eru á ferðinni » SANNKÖLLUÐ VILD ARKJOR. r Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.