Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1983 35 ég varð að heilsa honum og sá að hann var búinn að taka mig í land- helgi. Hann gekk inn í Riddarasalinn þar sem borðað var og mér datt í hug að ég væri illa kominn og bað þjón um að færa mér skriffæri. Bað ég annan hvorn þeirra Kaldal eða Skagfeld að skrifa. Svo dikter- aði ég en vissi ekki á eftir hvað ég hafði dikterað enda nokkuð drukk- inn. Bað ég þjón um að koma blað- inu til Einars. Svo man ég ekki meira en ég var lítið sofinn þegar ég var að pússa kopar miðskips daginn eftir og kallinn kemur og býður mér góðan daginn. Svo spyr hann mig: „Sendir þú mér vísu í nótt?“ „Nei,“ sagði ég, og tvisvar neitaði ég, en í þriðja sinnið fór ég að ranka við mér og viðurkenndi að hafa skrifað honum einhvern andskotann. „Þurrkaðu af hönd- unum á þér strákur og komu með mér,“ sagði Einar. Ég geri það, fer með honum inn í saloon og þar hringir hann á þjóninn og segir: „Eriksen, komdu með tvo tvöfalda frelsara og tvo bjóra,“ en frelsara kölluðum við ákavíti með angóst- úr-bitter. Svo skálar hann við mig og þegar við vorum búnir að súpa á þessu, þá segi ég honum eins og er, að ég muni ekki hvaða bull ég sendi honum. En þá sagði kallinn: „Það er sko ekkert bull, en vísan er svona," segir hann: Víst er þig leitt að letja lítið mun það og tjóa. Kinar hafgamms hetja haltu á Norðurflóa. Svoleiðis var það. Ég var ekkert á sjó í 21 ár, byrjaði 1916 og hætti 1938. Komst í part af fyrra stríð- inu og ætlaði á sjó hér í seinna stríðinu hjá tjallanum. Ég kann- ast svo vel við þá, svo ég klæddi mig upp á í bestu sparifötin min og fór niður á Sea Transport Office og stóð þar stífur og tein- réttur og bað um að komast á skip hjá þeim. Sjóliðsforingi gekk allt í kringum mig og sagði bara: „You look like million dollars to me.“ Ég sýndi honum sjóferðabókina mína ensku og hann sagði að hún gæti verið fölsuð. Þá fauk í mig og ég strunsaði út. Maður þekkir ekki Englendinga nema maður lendi með þeim í erf- iðleikum. En þó er best að vera með Dönum. Hollendingar eru svo nískir að maður bíður tjón á heilsu sinni af því að sigla með þeim lengi. Enskir yfirmenn eru réttlátastir. Það er best að enda þetta á vísu sem er afbrigði af atómkveðskap, hálfgerð sprellvísa og heitir Haust í holti. Kjónslöppin sagði, Vallhumall vinur minn veistu að Blóðhergið er bráðum á forum. Kvngið sagði við lambaspörðin þið munið gera mér gagn. Ileyr á endemi, gall við (ieldingarhnappurinn Margur hefur nú lifað og vaknað til vorsins án þess að rolla lullaði á hann lambaspörðum. ai Og áfram segir svo um þennan vetur: „... margir menn dóu úr sulti og mest sunnan og vestan, um- ferðarmenn og búðarmenn (fólk sem bjó í hreysum við sjóinn) er í brúnni á skutttogaranum Hilmi SU 172 Ljósmyndir Mbl. KÖE. Tæknivæðing skipaflotans Tækjabúnaður nýtískulegustu skipa er orðinn æöi flókinn og mikill að vöxtum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem Kristján Órn Elíasson, Ijósmyndari Morgunblaösins, tók um borð í flutninga- skipinu Mánafossi og skuttogaranum Hilmi SU 172. Enn eru á lífi menn hér á landi sem réru á skútum og áraskipum, en það er mikið vatn runnið til sjávar síðan sú var tíðin. Stýrimaöurinn í brúnni á Mánafossi. í kortaklefanum. )r» 4 ■ rn ” M ÍHP* fS í *" P'>Sd mM \ j 9 jénrn bændur höfðu dregið að sér á fiskiárunum til að fleyta bátum sínum, en fengu nú ei bjargað ... - Þessi kvilli (hneppusótt og blóðspýja) var helzt á þurrabúð- arfólki, bæði kringum Jökul, í Bjarnareyjum og á Vestfjörðum í sjóplássum ... “ Næsta vetur huggaði ættjörðin sjómennina með aflaleysi. „1701. Vetur gerði mjög mis- lægan um land ... Hlutir voru víðast litlir um Suður- og Vest- urland nema af háfi illa ætum, fengu menn á dag á skip 60, jafn- vel 80 eða meira um sumarið en lítið annað. Sagt var að frá Hólastað hafi róið 10 eða 12 menn og hafi allir fengið vart hálft þriðja hundrað. Bóndinn í Njarðvík hefði 30 hluti við sjó og fékk í þá alla 306 fiska. Á Suður- nesjum var fiskleysi svo mikið, að enginn þóttist slíkt muna eða heyrt hafa, þó féll þar ei fólk, því að af steinbít og smáþyrsklingi reyttist til matar. Lauritz Gott- rup, lögmaður, átti þar sjö menn í veri og ekki einn fisk eftir þá alla að vertíðarlokum. (Það er klárt að þeir hafa stolið frá lög- manninum því litla sem þeir fengu. Þetta er óhugsandi afla- leysi, líkt og tekjur á sumum skattframtölum nú. Almenning- ur varð að stinga undan því sem hægt var að stinga undan. Skatt- svik nútímans eru aðeins gróin sjálfsbjargarviðleitni þessarar þjóðar.) Nokkuð fiskaðist i Vest- mannaeyjum og austur með söndum og allgóður afli var austur við Langanes. Á Vest- fjörðum var góður afli af stein- bít. Úr sjómannadagsræðu .... Bátur sjómannsins fer uppá ölduna, klýfur hana, ríður á henni um stund og hún heldur honum föstum, eins og hún vilji aldrei sleppa honum, en þá eyk- ur sjómaðurinn olíugjöfina og keyrir á fullu og loks sleppir ald- an tökunum og hjaðnar undir honum og enn einu sinni hefur sjómaðurinn sigrað í viðureign- inni við náttúruöflin, sem aðra stundina eru svo æst og ókyrr en falla þá næstu í lognblíða værð. Þegar sjómaðurinn kemur að landi... (rödd úr áheyrenda- hópi) — byrjar þetta allt aft- ur —. Ásgeir Jakobsson Til sölu nýlegur sumarbústaður við Meöalfellsvatn, stærö 35 fm. Verö 200—250 þús. Hagstæö kjör. Upplýsingar í síma 20046, frá kl. 19—22 í dag og næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.