Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 48
verlð örugg
verslið við
fagmenn!
trpimMsiMib
SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1983
Sími 44566
RAFLAGNIR
samvirki
ísland — Malta
16 ára piltur í
landsliðshópinn
ÍSLENDINGAR og Möltu-búar
leika landsleik í knattspyrnu a Laug-
ardalsvelli í dag klukkan 17 og er
leikurinn liður í Evropukcppni
landsliða. Sú breyting hefur orðið á
landsliðshópnum, að Sigurður Jóns-
son úr ÍA kemur inn í hópinn í stað
Gunnars Gíslasonar, sem forfallað-
ist. Ef Sigurður leikur í dag, verður
hann yngsti landsliðsmaður íslands,
16 ára.
Sigurður Jónsson er fyrsti Is-
lendingurinn, sem nær þeim
áfanga, að vera valinn í öll fjögur
knattspyrnulandsliðin, sem fsland
teflir fram í sumar, drengja-
landsliðið, 14—16 ára, unglinga-
landsliðið 16—18 ára, landslið 21
árs leikmanna og yngri og síðan
A-landsiiðið.
Fyrstu fimm mánuði ársins:
712 ökumenn teknir
á yfir 100 km hraða
Um 300 ökumenn sviptir ökuréttindum fvrir of hraðan akstur
FYRSTU fimm mánuði ársins
voru 712 ökumenn teknir á yfir
100 kflómetra hraða í nágrenni
Reykjavíkur og var sá, er hrað-
ast ók, tekinn á 170 kflómetra
hraða. Fimm fyrstu mánuðina
hafa alls verið gefnar út um 2450
kærur fyrir of hraðan akstur í
Reykjavík og skýrslur um um-
ferðarbrot nema á þessu tímabili
um 4600 og eru þá ekki talin
með brot fyrir ólöglega stöðu bif-
reiða.
Um 300 ökumenn hafa verið
sviptir ökuréttindum fyrir
hraðabrot. Þar er um að ræða
gífurlega fjölgun og er tekið
mun harðar á of hröðum akstri
en áður. Algengt er að menn
missi ökuréttindi í 1 til 2 mán-
uði fyrir of hraðan akstur.
„Fyrstu fimm mánuðina
slösuðust 66 í umferðinni í
Reykjavík, 42 lítið og 24 alvar-
Morgunblaðið/ Július
Lögreglumenn hafa haft í nógu að snúast við að halda umferðarhraðan-
um niðri. 508 ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í maí og á
stundum mynduðust biðraðir er menn voru teknir.
lega. Á sama tíma í fyrra slös-
uðust 117 manns, 55 lítið en 62
alvarlega. Þetta er ánægjuleg
þróun og ein af meginskýring-
unum er hert eftirlit með um-
ferðarhraða í Reykjavík og því
verða færri alvarlegir árekstr-
ar,“ sagði Óskar Ólason, yfir-
lögregluþjónn í samtali við
Mbl:
„Menn verða að gera sér
grein fyrir því, að lögreglu-
menn hafa nú radar í lög-
reglubifreiðum. Áður var
radar einungis settur upp á
felgu og geislanum beint út á
götu. Nú geta lögreglumenn
mælt hraða bifreiða úr bifreið-
um sínum og þarf nú aðeins 2 í
bifreið í stað 4 til 6 áður. Með
þessu höfum við getað stór-
aukið eftirlit með hraðakstri,"
sagði Óskar Ólason.
Ljósm.: Danfel Hrafnkelsson
Frjósöm ær í Fljótsdal:
Fimmlembd í vor
- 26 lömb á 7 árum
Á tilraunabúinu að Skriðu-
klaustri í Fljótsdal bar ærin nr.
3.117 5 lömbum í vor. Lömbin
fæddust öll lifandi en eitt
þeirra dó á 2. degi, hin eru öll
spræk og frísk. Dr. Stefán Að-
alsteinsson búfjárfræðingur
sagði í samtali við Mbl. að það
væri afar sjaldgæft að ær yrðu
fimmlembdar hér á landi, en
þessi kind væri einstaklega
frjósöm.
Kindin er 7 vetra og hefur
borið 7 sinnum, þrisvar sinn-
um þrílembd, þrisvar sinnum
fjórlembd og svo fimmlembd
í vor. Samtals hefur hún þá
borið 26 lömbum á 7 árum.
Stefán sagði, að frjósemi
hennar væri einstök og
áreiðanlega um landsmet að
ræða.
Ærin er af frjósömum
fjárstofni, fædd árið 1976 að
Smyrlabjörgum í Austur-
Skaftafellssýslu, en var
keypt í sérstaka frjósemis-
tilraun. Af lömbunum 26
misfórust 8 lömb. Tveir
fimmlembinganna ganga
með móðurinni, en hinir und-
ir fósturmóður.
Minna dreift úr flugvél-
um en undanfarin ar
Áburðar- og frædreifing á flugvélum Landgræóslu ríkisins er að hefjast um
þessar mundir, en minna magni verður dreift nú en áður, samkvæmt upplýs-
ingum Sveins Runólfssonar hjá Landgræðslunni.
Áburðardreififlugvélin TF-TÚN
byrjaði að dreifa frá Sandskeiði
26. maí á svæði kringum Reykja-
vík, en hún er nú í áburðarflugi
frá Gunnarsholti. Flugmenn eru
Hafsteinn Heiðarsson og Pétur
Steinþórsson.
Væntanlega hefur TF-NPK,
Páll Sveinsson, áburðarflug um
10. júní, þar sem stórskoðun á
flugvélinni, sem nú er á fimmtugs-
aldri, er að Ijúka. Fyrst dreifir
Páll Sveinsson á Reykjanesi, síðan
frá Gunnarsholti og loks norður í
Þingeyjarsýslum.
f maí voru 10 ár liðin frá því
áburðarflug hófst á Páli Sveins-
syni, og er þetta 11 sumarið sem
flugvélin er notuð til dreififlugs,
en áburðarflug á minni flugvélum
hófst 1957, og er því á 26. sumri.
Flugmenn Flugleiða fljúga Páli
Sveinssyni í sjálfboðavinnu.
Eins og áður segir er magn fræs
og áburðar sem dreift verður í ár
minna en undanfarin ár. Kemur
þar til að framkvæmdagildi fjár-
veitinga til Landgræðslunnar hef-
ur rýrnað verulega, að sögn
Sveins, og hækkanir á áburði og
grasfræi eru langt um fram það
sem fjárveitingar hækkuðu.
Páll Sveinsson hefur á undan-
förnum árum dreyft 2.200 tonnum
af áburði og grasfræi árlega, í
fyrra dreifði hann um 1.200 tonn-
um og í ár verður magnið enn
minna. TF-TÚN hefur dreyft um
800 tonnum á ári, en í fyrra var
dreift um 500 tonnum og minna
núna.
Nýlega hefur fengist sérstök
viðbótarfjárveiting til að dreifa á
þau svæði sem verst urðu úti í síð-
asta Heklugosi, á Landmanna-,
Holtamanna- og Gnúpverjaaf-
rétti. Mikill árangur hefur náðst
af áburðarflugi á þessum svæðum,
en nú eru þau afar illa farin, að
sögn Sveins. Þó er talsvert gras
komið upp í gegn um ösku og vik-
ur, einkum þó íslenzka melgresið.
Bæjarútgerð Reykjavíkur:
Rekstrartapið nam 112
milljónum kr. í fyrra
— halli af togurunum 94,3 milljónir án verðbreytingafærslna
REKSTRARTAP Bæjarútgeröar Reykjavíkur á árinu 1982 varð 112 milljónir
króna og er þá tillit tekið til afskrifta, sem voru 41,1 milljón króna, að því er
fram kom hjá Davíð Oddssyni borgarstjóra á borgarstjórnarfundi sl. flmmtu-
dag.
Bókfærðar eignir fyrirtækisins
umfram skuldir námu í árslok 46,5
milljónum króna og hefur þá verið
tekið mið af því að Framkvæmda-
sjóður Reykjavíkurborgar hefur
afskrifað 54,1 milljón króna.
Togarar BÚR fóru í 147 veiði-
ferðir á sl. ári og var landað í
Reykjavík í 142 skipti, en 5 sinn-
um var landað erlendis. Heild-
arafli togaranna var að verðmæti
115,5 milljónir og halli af rekstri
þeirra varð 94,3 milljónir, að verð-
breytingafærslum undanskildum.
Hagnaður af rekstri fiskiðju-
vers, saltfiskverkunar og skreiðar-
verkunar varð hins vegar 38,6
milljónir.
„Eins og þessar tölur um af-
komu Bæjarútgerðarinnar bera
með sér, er brýnt að leysa fjár-
hagsvanda útgerðarinnar með því
að lækka fjármagnskostnað,
þannig að fyrirtækið geti staðið á
eigin fótum. Að því er nú unnið,"
sagði Davíð Oddsson borgarstjóri
á fundinum.