Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ1983 M/s Edda á siglingu inn til Reykjavíkur. Hópferð Heimdellinga með ms. Eddu 15. júní nk. — Höfum náð sérstaklega góðum samningum við Farskip, segir Árni Sigfússon formaður HKIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykajvík, stendur fyrir hópferð með m/s Kddu til Newcastle í Knglandi, miðvikudaginn 15. júní næstkomandi. Mun ferðin kosta 6.900 krónur fyrir manninn og standa yfir í 7 daga, að sögn Arna Sigfússonar, formanns Heildallar. maður. Árni sagði, að þegar til Newcastle á Englandi verður komið, en þangað er tveggja og hálfs sólarhrings sigl- ing, verður gist í tvær nætur á Hótel Imperial, við Jesmond Road, en það er fyrsta flokks hótel og hvert her- bergi með baði, sjónvarpi og síma. Heildellingum gefst kostur á marg- víslegri afþreyingu í Newcastle, svo sem skoðunarferðir, leikhúsferðir, ferðir í kvikmyndahús, fjöldi kráa er í borginni og svo framvegis. Ferðalöngum mun tæpast leiðast um borð í m/s Eddu, að sögn Árna, en um borð er boðið upp á ýmsa af- þreyingu. Alla verslun í skipinu Fararstjóri verður Ami Johnsen alþingis- sagði Árni mjög ódýra, þar sem skipið væri fljótandi fríhöfn og dansstaðir og ýmis þjónusta skipsins væri ókeypis, t.d. barnagæsla, sauna, sundlaug, næturklúbbur og svo framvegis. Ennfremur er matur ódýr um borð. Árni sagði að hugmyndin væri sú, að þá tvo sólarhringa sem dvölin í Newcastle varaði, yrðu menn mjög frjálsir með að ráðstafa tíma sínum að vild. Ýmislegt verður á döfinni í Newcastle, þann tíma sem Heimdell- ingar verða þar. Sem dæmi má nefna hina árlegu maraþonkeppni sem þarna fer fram, The Great Northern Run, en í þá keppni er búist við um 20.000 þátttakendum. Eins og annars staðar í Bretlandi er fjörugt nætur- líf í Newcastle, fjöldi næturklúbba og diskóteka. „Þetta er eitt dæmið um sumar- starfið hjá okkur, en sem annað dæmi má nefna, að við erum að fara í gróðursetningarferð í Heiðmörk á morgun, sunnudag, og gróðursetjum tré þar í reit okkar Heimdellinga," sagði Árni Sigfússon. „Hvað þessa ferð varðar höfum við náð sérstak- lega góðum magnsamningum við Farskip og kostar sjö daga ferð með m/s Eddu aðeins 6.900 krónur. Það hafa margir sýnt áhuga á þessari ferð og fjölmargar fyrirspurnir og pantanir borist. Með þessu erum við að gefa fjölskyldum kost á stuttri og ánægjulegri ferð á hagstæðu verði og má vonandi Iíta á verðið sem ákveðna kjarabót," sagði Árni Sigfússon. Þú kemst í glimrandi sumarskap meö Jjify pyy TTTl ¥1 H® 91LVLtl SHIN- SHIRASONA ELECTRIC CORP„ JAPAN stereo-feröasamstæöu viö hendina Tveir hátalarar Verð kr. 12.925 Silver STW 55 er meö 2 fullkomnum kassettutækjum en þú borgar bara fyrir annaö. Stórglæsilegt tæki meö stór- kostlega möguleika. EF EINAR FARESTVEIT & CO. HF Bergstadastræti 10 A Sími 16995 „Halló, er nokkur inni?“ Á einum bryggjusporðinum i Fáskrúðsfirði er skemma ein stór í eigu Kaupfélagsins. Þar inni hefur Jón Finnbogason aðstöðu til beitinga. Félagi hans, Arnþór Árnason, er þarna að gægjast inn um gáttina með spurn í axlaliðunum. Sveiflaði sér út í brimkófið á króknum eftir Árna Johnsen Guðjón Marteinsson verkstjóri í saltfiskinum hjá Sfldarvinnslunni á Neskaupstað er gamalreyndur harðjaxl, togaramaður og einn af hinum gömlu góðu kempum sem létu sér ekki allt fyrir brjósti brcnna, enda fyrst og fremst skólaður í skóla lífsins. Snarræði Guðjóns hefur löngum verið við- brugðið og frægt er þegar hann skaut á sínum tíma upp skipsrak- ettunum af strandstað Egils rauða án þess að hafa nokkuð prik til þess að festa þær á. Skipsrakettur eru með kröftugri neyðarblysum og Guðjón var ekkert að hika við það að halda þeim berum höndum og koma þeim þannig í loftið. Eftir sat illa brunninn maður, en neyð- arblysin fóru í loftið. Saga er af snarræði Guðjóns þegar hann var eitt sinn stýri- maður á síðutogara. Það var þannig að allir voru reknir af dekki þar sem verið var að streða í vondu veðri. Einn háset- inn varð eftir á dekkinu, en eins og stýrimönnum bar að gera, fylgdist Guðjón með gangi mála. Hann tók eftir manninum og sá þar sem hann hvarf í hafið um leið og togarann lunningafyllti í óveðrinu. Guðjón rýndi í kófíð og sá sjóhatt mannsins fljóta fyrir utan afturgálgann, en hásetinn var frægur fyrir að binda vel á sig sjóhattinn. Með snarræði miklu tók Guðjón afturgilsinn og setur hann fastan og sveiflar sér síðan út í brimkófið á króknum meðan skipið hallast og grípur í sjóhattinn sem flaut aftur með skipinu. Hásetinn fylgdi með hattinum og Guðjón vippaði honum upp á keisinn og bjargaði honum á þennan ævintýralega hátt. — á.j.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.