Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR
125. tbl. 70. árg.
SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1983
Prentsmiðja Morgunbladsins
Dæturnar
víxluðust
('ockermouth, Englandi, 4. júní. AP.
MARGRÉT WHEELER og Blanche
Rjlatt víxluðu dætrum sínum í misgrip-
um á fæðingardeild fvrir 46 árum og
ólu þær upp eins og sínar eigin, jafnvel
eftir að staðfest var að mistök hefðu
átt sér stað.
Sannleikurinn kom í Ijós þegar
dætur þeirra voru sjö ára gamlar.
Valerie Wheeler var í rauninni Val-
erie Rylatt og Peggy Rylatt var í
rauninni Peggy Wheeler. En með að-
stoð lögfræðings gerðu þær sam-
komulag um að segja ekki dætrunum
frá því fyrr en þær hefðu náð átján
ára aldri.
„Það hefði reynst þeim alltof erfitt
að skipta um umhverfi á þennan
hátt,“ sagði frú Wheeler í gær, en
hún hélt þá upp á gullbrúðkaup sitt
ásamt fjölskyldunum báðum. „Þegar
sannleikurinn kom i ljós ákváðum
við að halda sem nánustu sambandi
þannig að við gætum séð dætur
okkar dafna og þroskast. Það fylgir
þessu engin eftirsjá. Ég held miklu
fremur að við höfum öll grætt eitt-
hvað á þessu,“ sagði frú Wheeler.
Það voru heilbrigðisyfirvöld í
Nottingham sem komust að sann-
leikanum í málinu sjö árum eftir að
mistökin áttu sér stað og var fæð-
ingarheimilinu sem ábyrgð bar á
mistökunum lokað þegar i stað. Það
hefur ekki verið starfrækt síðan.
Hitabylgja
banar 22
Nýju Delí, 4. júní. AP.
GÍFURLEGIR hitar ganga nú yfir Ind-
land og í gær mældist hitastigið 47
gráður í forsælu í Nýju Delí. Vitað er
um a.m.k. 22 dauðsfoll f borginni einni
af þessum sökum, en talið er að tala
látinna sé miklu hærri.
Útlitið er ekki bjart, því sam-
kvæmt veðurspánni eru ekki neinar
líkur á að þessum hitum linni í bráð.
Reykingamenn verða nú aðskildir
frá þeim sem ekki reykja í San
Francisco.
Fyrirskipa
aðskilnað
San Francisco, 4. júní. AP.
BORGARYFIRVÖLD í San Franc-
isco hafa nú sett ströngustu reglu-
gerð um reykingar sem fyrirfinnst í
Bandaríkjunum.
Borgarstjórinn, Dianne
Feinstein, skrifaði í gær undir
reglugerð, sem hljóðar upp á, að
banna megi reykingar alfarið í
skrifstofuhúsnæði borgaryfir-
valda og einkafyrirtækja verði
kröfum um nægilegan aðskilnað
á milli þeirra sem reykja og
hinna ekki framfylgt.
Vinnuveitendum hefur verið
veittur 90 daga frestur til að
breyta vinnustöðum sínum í
samræmi við þessa nýju reglu-
gerð. Verði henni ekki framfylgt
eiga menn yfir höfði sér 500 doll-
ara sekt fyrir hvern dag sem
dregst að ganga frá breytingun-
um.
HANA NU!
Mynd þessa tók Ijósmyndari Morgunblaðsins, RAX, þegar hann var á Seyðisfírði fyrir skemmstu. Vorið hefur
verið með seinna móti fyrir austan, en samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar á hádegi í gær eru allar horfur
á heiðrikju seinni part dags.
Vopnuð
átök inn-
an PLO
Beirút, 4. júní. AP.
ÁTÖK brutust út í morgun á milli
andstæðinga og stuðningsmanna
Yasser Arafats í austurhluta Líbanon,
skammt frá borginni Baalbek. Engin
staðfesting lá fyrir á þessum átökum,
en samkvæmt útvarpsfregnum a.m.k.
tveggja stöðva kom til harðra átaka
þessara hópa. Önnur stöðin sagðist þó
ekki geta staðfest hvaða hópar hefðu
verið þarna á ferö.
Andstæðingar Arafats, undir
stjórn Saeed Mousa, réðust þá á
bækistöð stuðningsmanna hans
skammt vestur af Baalbek í Bekaa-
dalnum. Beittu uppreisnarmennirn-
ir eldflaugum, auk venjulegra
skopvopna. Ekki höfðu borist nein-
ar fregnir af mannfalli þegar Mbl.
fór í prentun, en reynist fréttirnar
réttar eru þetta fyrstu vopnuðu
átökin á milli andstæðra fylkinga
innan PLO.
Kandahar í Afganistan:
Sovétmenn
hervæðast
Islamabad, Pakistan, 4. júní. AP.
MIKIL hernaðaruppbygging á sér nú
stað hjá Sovétmönnum í Kandahar og
er talið að nú sé í uppsiglingu áhlaup á
þessa næst stærstu borg Afganistan, að
því er áreiðanlegar fregnir hermdu í
gærkvöldi.
Herflutningabifreiðir tóku að
streyma inn í borgina 28. maí og i
níu klukkustundir fóru skriðdrekar
og vörubifreiðir um götur borgarinn-
ar. Þessar fregnir hafa ekki verið
staðfestar af vestrænum stjórnarer-
indrekum á þessum slóðum, en
fréttaskýrendur telja ljóst að miklar
heræfingar fari þarna fram.
Fyrr í þessari viku tilkynntu vest-
rænir stjórnarerindrekar á þessum
slóðum, að sovéskum hermönnum á
Kandahar-flugvelli hefði fjölgað um
20 af hundraði á síðustu þremur
mánuðum.
Staöa Verkamannaflokksins breska talin mjög alvarleg:
Stefiiir í mesta afhroð í
kosningum í fimmtíu ár
Lundúnum, 4. júní. AP.
LOKASPRETTUR kosningabaráttunnar í Bretlandi hófst í morgun. Eins og
staðan er nú eru yfírgnæfandi líkur á að Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra, og íhaldsflokkur hennar sigri í kosningunum nk. fímmtudag. Niður-
stöður allra skoðanakannana til þessa hafa verið keimlíkar og gefið til kynna
stórsigur íhaldsflokksins.
I fréttum frá Bretlandi sagði i
morgun, að ef engin stórbreyting
yrði á biði Verkamannaflokkurinn
sinn versta kosningaósigur í hálfa
öld. Sagt er að flokurinn hafi ekki
lagt fram jafn róttæka kosninga-
stefnuskrá og nú í 83ja ára sögu
sinni. Máttlítil og ómarkviss
stjórnun kosningabaráttunnar
hefur vakið athygli og jafnvel
menn innan íhaldsflokksins óska
þess, að betur væri haldið á mál-
um hjá Verkamannaflokknum þó
ekki væri nema til þess að veita
íhaldsflokknum meira aðhald í
kosningabaráttunni.
„Við gerum okkur auðvitað
grein fyrir því, að við sitjum ekki
að völdum til eilífðar, en ég vildi
mega upplifa þá stund, að sjá
stefnu Verkamannaflokksins
komast í mannlegar hendur á ný,“
sagði Sir Geoffrey Howe, fjár-
málaráðherra og einn Ihalds-
flokksmanna.
Þrátt fyrir að skoðanakannanir
spái íhaldsflokknum brautargengi
í kosningunum er ekki laust við að
efasemda gæti innan hans. Margir
þeirra eldri og reyndari eru efins
um að hinn mikli munur haldist
þegar talið verður upp úr kjör-
kössunum. Benda þeir, máli sínu
til stuðnings, á tengsl á milli fyrri
skoðanakannana og kosninga.
Allt stefnir samt í að útkoma
Verkamannaflokksins verði keim-
lík því sem var 1931. Þá fékk hann
30,6% atkvæða og fékk aðeins 52
þingmenn kjörna af 615 á þinginu.
Þær kosningar leiddu til mikillar
uppstokkunar í flokknum og hann
bar sigur úr býtum í næstu sex
þingkosningum. Hófst sigurgang-
an 1945 er Clement Athlee vann
Winston Churchill.
Margir stjórnmálaskýrendur
eru þeirrar skoðunar, að einungis
algert fylgishrun Verkamanna-
flokksins geti bjargað honum frá
glötun. Komist hann þótt ekki sé
nema þokkalega frá þessum þing-
kosningum telja þeir, að leiðin
liggi áfram niður á við. Með fylg-
ishruni neyddust leiðtogar hans
hings vegar til að setjast niður og
stokka upp spilin. Aðeins með
þeim hætti er talið að uppræta
megi harðlínumennina á vinstri
kanti flokksins, sem taldir eru
vera meginorsökin fyrir slæmri
stöðu hans nú.