Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5.JÚNÍ 1983
Þessi sportlegi fatnaAur er framleiddur af
Karnabæ undir vörumerkinu Bandido. Friðþjéf-
ur Helgason tók allar myndirnar sem birtast hér
frá sýningunni á Broadway.
Þessar ungu og glaðlegu blómarósir sýndu hluta þess fatnaðar, sem framleiddur er úr einu vinsælasta efni sumarsins, ei
það er kennt við háskólaboli.
Sumartízkan
Fegurðarsamkeppni íslands fór fram fyrir nokkru á dansstaðnum Broadway. Sýningarfólk
kynnti þar sumartízkuna frá Karnabæ, jafnt innlenda sem erlenda hönnun. Tízkusýning-
unni var vel tekið, en íslenzka framleiðslan vakti hvað mesta athygli viðstadda. Kynnir vai
Heiðar Jónsson, en sýningarfólk var flest úr Módel 79.
Finnskur tónlistarmað-
ur í Norræna húsinu
MÁNUDAGINN 6. júní kl. 20.30 verða tónleikar í Norræna húsinu.
Kemur þar fram finnska tónskáldið og saxófónleikarinn Lauri
Nykopp. Á efnisskrá er tónverk í sjö þáttum sem Nykopp samdi á
síðasta ári og nefnir „Y“. Nykopp hefur haldið tónleika víðsvegar
um Evrópu, m.a. kom hann til Islands síðasta sumar og tók þátt í
tónleikahaldi á vegum „Ung nordisk musik".
Vestur-íslenskur kór
væntanlegur til íslands
UM MIÐJAN júní kemur til íslands
vestur-íslenski karlakórinn Vestur-
bræður frá Seattle í Bandaríkjunum.
Á ensku nefna þeir sig Western
Brothers og eru 23 að tölu. Þeir
nefna sig Western vegna þess, að
þeir koma frá Vesturheimi, en ættir
sínar rekja þeir til íslands og eru af
annarri, þriðju og fjórðu kynslóð ís-
lendinga, sem námu land í Banda-
ríkjunum fyrir um hundrað árum.
Raunar er einn fslendingur í kórn-
um og er hann kennari í íslensku og
íslenskum bókmenntum við Uni-
versity of Washington. Einnig er í
kórnum Bandaríkjamaður af sænsk-
um ættum, en eiginkona hans er af
íslenskum ættum. Hann er prestur,
en hið sama má einnig segja um tvo
aðra meðlimi kórsins, bræðurna sr.
Eric og sr. Harald Sigmar, sem
mörgum eru að góðu kunnir hér á
landi. Sr. Harald á t.d. þó nokkuð
marga nemendur meðal íslenskra
presta, því að hann kenndi við guð-
fræðideild Háskóla íslands tvo vet-
ur, 1957—59.
í kórnum eru nokkrir feðgar.
Þar má nefna einn af einsöngvur-
um kórsins dr. Edward Palmason
lækni, sem er tenór og þrjá syni
hans, sem eru í kórnum og eru
allir tenórar. Meðlimir kórsins eru
búsettir í Seattle og nágrenni og
sumir kórmeðlimir þurfa að ferð-
ast allt að 96 km til að komast á
söngæfingar og taka þátt í söng-
starfi kórsins.
Margir af meðlimum kórsins
eru fæddir og uppaldir í Norður-
Dakota, á Mountain og nágrenni,
og sumir þeirra sungu í kirkju-
kórnum á Mountain og einnig í ís-
lenska karlakórnum í Norður-
Dakota fyrir meira en 40 árum.
Aðrir eru fæddir og uppaldir í
Seattle, en áttu foreldra, sem
komu frá Norður-Dakota.
Yngsti meðlimur kórsins er
rúmlega tvítugur, en sá elsti er á
áttræðisaldri. Sex eða sjö kórmeð-
limir tala íslensku allvel og hinir
skilja hana að mestu leyti. Allir
hlakka þeir Vesturbræður mjög til
þess að heimsækja land feðra
sinna og syngja þar. Tíu meðlimir
kórsins hafa áður komið til ís-
lands.
Stjórnandi kórsins er Ernest
Anderson. Hann er Bandaríkja-
maður af sænskum ættum og fyrr-
um meðlimur Fred Waring Chor-
us. Undirleikari karlakórsins
Vesturbræðra hér á í slandi verður
Agnes Löve píanóleikari.
Á síðustu tveimur árum hefur
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1983
47
Stúlkurnar eru í rúskinnsbuxum og bómull-
artreyjum frá Garbo. Fatnaðurinn er franskur
og nefnast litirnir „mildir jarðarlitir", enda
þótt lesendur geti ekki greint þá í blaðinu.
Og nú eru frakkarnir komnir aftur í tízku. Bonaparte
sýndi alls kyns gerðir af frökkum á tízkusýningunni á
Broadway.
Léttur baðmullar-
jakki frá Karnabæ.
Baðmullardragt,
brydduð með rú-
skinni. Dragtin sem er
frá Garbo, er japönsk
hönnun.
Þær voru
léttstígar og
sumarlegar
sýningar-
stúlkurnar, er
þær kynntu
sumartízk- -
una.
Bonaparte sýndi mikið úrval af fötum og stökum jökk-
um.
Alls konar
jakkavesti eru
mjög vinsæl um
þessar mundir.
Hér getur að líta
eitt þeirra frá
Karnabæ.
karlakórinn Vesturbræður haldið
nokkra tónleika og sungið á
skemmtunum í Seattle og ná-
grenni. Það var kórnum mikill
heiður að syngja við þrjár athafn-
ir á síðastliðnu hausti, þegar for-
seti íslands, frú Vigdís Finnboga-
dóttir, heimsótti Seattle í sam-
bandi við kynningarhátíðina
Scandinavia Today. Einn liður
ferðarinnar til Islands verður
heimsókn til forseta íslands að
Bessastöðum.
Karlakórinn Vesturbræður: Fremri
röð frá vinstri: Harald Johnson,
Lanny Turay, Kristjan Krist-
jansson, sr. Harald Sigmar, Mar-
ino (Ted) Hermann, sr. Eric Sig-
mar, Jonatan Bjornson, Dennis
Bjornson, Delbert Anderson,
Leonard Sigmundson, Stefan
Scheving. Aftari röð frá vinstri:
Ralph Scheving, Benedict Hall-
grimson, Dennis Palmason, Valdi-
mar Kristjanson, Peter Hall-
grimson, Edward Palmason Jr.,
Raymond Olason, Einar Gíslason,
Jon Palmason, Sigurbjorn Krist-
jansson, Sr. Walter Moris, Dr.
Edward Palmason.
Kórinn áformar að heimsækja
íslensku byggðirnar í Norður-
Dakota og Manitoba á næsta ári.
Til fslands kemur karlakórinn
Vesturbræður 15. júní og mun
taka þátt í hátíðahöldunum á
þjóðhátíðardaginn 17. júní hér í
Reykjavík. Mánudaginn 20. júní
fer kórinn til Hveragerðis og
syngur í Hveragerðiskirkju.
Þriðjudaginn 21. júní verða tón-
leikar kórsins í Bústaðakirkju í
Reykjavík kl. 20.30. Miðvikudag-
inn 22. júní verður farið upp í
Borgarfjörð og m.a. sungið í Loga-
landi í Reykholtsdal kl. 21.00.
Laugardaginn 25. júní fer kórinn í
ferðalag austur í Biskupstungur,
syngur nokkur lög í Skálholts-
kirkju og heldur tónleika í Ara-
tungu kl. 21.30. Sunnudaginn 26.
júní áformar Þjóðræknisfélag ís-
lendinga að hafa gestamóttöku í
tilefni af komu Vesturbræðra til
íslands. Síðustu tónleikar karla-
kórsins Vesturbræðra á fslandi í
þessari ferð verða í Akureyrar-
kirkju mánudaginn 27. júní kl.
20.30. Flestir kórmenn fara síðan
heim til Bandaríkjanna 1. júlí.