Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1983_____________________
-------------- Eggjaþjófar komnir á kreik
Ljósmynd Mbl. KÖE.
Fyrsta skóflustungan tekin
GUÐMUNDUR H. Oddsson,
fyrrverandi skipstjóri, tók fyrstu
skóflustunguna að raðhúsum
fyrir aldraða við Hrafnistu í
Hafnarfirði í gærmorgun. Guð-
mundur hefur um langt árabil
starfað ötullega að málefnum
sjómanna og var m.a. í fyrstu
stjórn Sjómannadagsráðs.
Stefnt er að því, að fyrstu íbú-
arnir flytji inn í hús sín þegar á
næsta ári.
Lóðaframboð í Reykjavík meira en eftirspurn:
Um 600 umsókn-
ir um 978 lóðir
UM 600 lóðaumsóknir höfðu borist
á skrifstofu borgarverkfræðings
laust eftir klukkan 16 á fóstudag, en
nýlega voru auglýstar 978 bygg-
ingarlóðir í Reykjavík. Að vísu eru
inni í þessum tölum umsóknir frá
byggingarmeisturum sem sækja um
fleiri en eina lóð, t.d. heila raðhúsa-
lengju og þess háttar, þannig að lóð-
irnar sem sótt hefur verið um, eru
fleiri en umsóknirnar gefa til kynna,
samkvæmt upplýsingum sem Mbl.
fékk hjá Hjörleifi B. Kvaran, skrif-
stofustjóra borgarverkfræðings.
Þetta er í fyrsta skipti um ára-
bil sem lóðaframboð í Reykjavík
er meira en eftirspurn, að sögn
Hjörleifs, en hinsvegar var gert
ráð fyrir að eitthvað af umsóknum
kæmi í póstkassa borgarverkfræð-
ings á föstudagskvöld, en unnt var
að skila inn umsóknum til klukkan
24 þá um kvöldið. Um ástæður
fyrir þessari tregu eftirspurn taldi
Hjörleifur þær, að fólk hræddist
efnahagsástandið framundan,
kjaraskerðingin þann 1. júní hefði
haft áhrif og fleira. Hjörleifur
taldi engar líkur á því að umsókn-
arfrestur yrði framlengdur, eftir
helgina yrði byrjað að vinna úr
umsóknunum og síðan yrði um-
sækjendum úthlutað lóðum og
yrði niðurstöðu af því að vænta í
júlíbyrjun.
Hvort hugsanlega verður aug-
lýst lóðaúthlutun síðar á þessu
ári, sagði Hjörleifur alls óvíst, því
nú þyrfti að endurskoða fjár-
hagsáætlun, því gert hafi verið
ráð fyrir meiri tekjum af lóðun-
um, en líkur bentu til að skiluðu
sér.
Hér sést Sigurður Helgason gróðursetja eitt af þeim trjám sem Viktor Borge gaf.
Flugvallarsvædid hreinsaö og fegrað
Á föstudag tóku um 100 starfs-
menn þriggja aðila þátt í hreinsun
og fegrun flugvallarsvæðisins við
Hótel Lofleiðir. Starfsmennirnir
sem tóku þátt í þessu vinna hjá
Klugmálastjórn, Flugleiðum og
Hótel Loftleiðum, en þeir tóku
þetta að sér í sjálfboðavinnu.
Þetta framtak sjálfboðalið-
anna er hluti af framkvæmdum
við flugvallarsvæðið sem ráðast
á i í sumar og á að stuðla að
fegrun svæðisins. í því skyni var
í gær einnig ráðist í það að hefja
gróðursetningu á trjám við Loft-
leiðahótelið, en í ráði er að gróð-
ursetja allt að 150 tré þar. Þeir
sem gróðursettu fyrstu trén voru
Pétur Einarsson, flugmálstjóri,
Sigurður Helgason, forstjóri
Flugleiða og Emil Guðmunds-
son, hótelstjóri Loftleiða, en
Viktor Borge gaf trén þrjú sem
þeir gróðursettu. Einnig hefur
verið stofnaður sérstakur vinnu-
hópur sem í sumar mun vinna að
hreinsun svæðisins og annast
gróðursetningu. Framkvæmdir
þessar eru allar í samráði við
Reykjavíkurborg, en jafnframt
því að fegra flugvallarsvæðið er
einnig í bígerð að slétta og fegra
svæðið upp að Miklatorgi.
Þeir sem að þessum fram-
kvæmdum standa auk Reykja-
víkurborgar eru Flugmálastjórn,
Flugleiðir og Hótel Loftleiðir.
Leitað á tveim-
ur útlending-
um við brottför
„VIÐ HÖFUM langan lista manna,
sem líklegir eru taldir til þess að
ræna eggjum úr hreiðrum. Enginn
þeirra hefur komið hingað til lands í
ár, enn sem komið er. Við höfum
vakandi auga með eggjaþjófum.
Fyrir skömmu barst ábending um
grunsamlegar ferðir tveggja manna.
Nákvæm leit var gerð á þeim og far-
angri þeirra þegar þeir yfirgáfu land-
ið, en þeir reyndust hafa hreinan
skjöld,“ sagði Árni Sigurjónsson,
fulltrúi í Útlendingaeftirlitinu, í sam-
tali við Mbl. vegna fréttar í blaðinu í
gær þess efnis, að öllum eggjum
hefði verið stolið úr fálkahreiðri við
Mývatn og að spor hefðu fundist í
snjónum við önnur hreiður á svæð-
inu.
„Sumarið er rétt að byrja og enn
getur því allt gerst. Við höfum á
undanförnum árum fengið margar
ábendingar og kannað allar og það
munum við gera i sumar,“ sagði
Árni ennfremur.
I samtali við Mbl. sagði Ævar
Petersen, fuglafræðingur, að frést
hefði af grunsamlegum ferðum
manna á Tjörnesi, en hann hefur
dvalið við Mývatn í vikunni. Menn
fylgdust náið með ferðum útlend-
inga, sem líklegir væru til að ræna
hreiður. Hann sagði að spor hefðu
verið við öll fálkahreiður í frið-
landinu við Mývatn.____
INNLENT
Morgunblaðift/ Ól.K.M.
Farþegaskipið Eddan í upphafi farar sinnar til Newcastle.
Eddan í blíðskapar-
veðri til Bretlands
Frá Arnóri Kagnar.ssvni, blaðamanni Mbl., um bord í Kddunni, 3. júní.
BLÍÐSKAPARVEÐUR hefur verið frá því Eddan lagði upp frá Reykja-
vík á miðnætti á miðvikudag; rennisjór en þó ekki sólskin. Farþegar
hafa notið ferðarinnar og þægilegt andrúmsloft hefur ríkt. Við sigldum
suður á bóginn milli Pentiandseyja og Orkneyja og suður með austur-
strönd Skotlands í dag.
Hljómsveit skipsins hefur
leikið fyrir dansi í reyksal, en
hana skipa pólskir hljómlist-
armenn; fimm manna band
ásamt söngkonu og mun hljóm-
sveitin hafa leikið hér í sjö ár.
Björgvin Halldórsson og Magnús
Kjartansson hafa troðið upp á
hverju kvöldi farþegum til
óblandinnar ánægju og Gísli
Sveinn Loftsson hefur stjórnað
„diskóinu" í næturklúbbnum, en
þar dansa þeir hörðustu frá mið-
nætti til klukkan fjögur um
nóttina.
Aðstaða er öll þægileg og góð,
en nokkurrar óánægju gætti í
upphafi með káetur, margir
töldu þær helst til litlar. Þær
raddir hafa nú þagnað og menn
njóta blíðunnar og fararinnar.
Vilhjálmur Einarsson:
„Árangur Einars kom
mér ekki á óvart“
„ÞAÐ VORU okkur foreldrum Einars gledileg tíðindi þegar við fréttum af
árangri hans. í sjálfu sér kom mér árangur hans ekki á óvart. Ég veit hversu
hart hann hefur lagt að sér á æfingum að undanförnu. Hann hefur verið að
kasta 88 metra á æfingum og á því að geta ná góðu kasti í sjálfri úrslita-
kcppninni," sagði faðir Einars, Vilhjálmur Einarsson, í spjalli við Mbl. í gær.
En eins og skýrt hefur verið frá,
setti Einar stórglæsilegt ís-
landsmet í spjótkasti í forkeppni
bandaríska háskólameistaramóts-
ins í frjálsum íþróttum í fyrradag.
Úrslitakeppnin í spjótkastinu fer
fram í dag.
„Nú er bara að krossleggja putt-
ana og vona að allt gangi vel í
úrslitakeppninni. Það er erfitt að
bíða eftir úrslitum í svona keppni
þegar vel hefur gengið í forkeppn-
inni. Nú er um að gera fyrir Einar
að ná góðu andlegu jafnvægi og
sameina allan þann kraft sem
hann á. Ég þekki það af eigin
raun, að það er andlega hliðin sem
ræður mestu um hvernig fer svo
um sjálf úrslitin. Nú er ekki leng-
ur hægt að bæta stíl og kraft fyrir
þessa keppni og því verður það
sálræna hliðin sem skiptir mestu
máli,“ sagði Vilhjálmur Einars-
son, silfurverðlaunahafi í þrí-
stökki á OL-leikunum i Melbourne
1956.